NT - 21.06.1984, Blaðsíða 4

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 21. júní 1984 4 Myndabrengl ■ Sigrún Klara Hannesdóttir lektor í bókasafnsfræði við Háskóla Hluti þátttakenda á námskeiði Nordfolk, sem staðið hefur undanfarna daga í Norræna húsinu, þar Islands hefur staðið í eldlínunni við framkvæmdir Nordfolks sem rætt hefur verið um löggjöf almenningsbókasafna og málefni þar að lútandi. námskeiðsins og hún mun einnig halda fyrirlestur á norræna bókavarðaþinginu og tala um skólabókasöfn. Ni-myndir Róbert Fimmtánda norræna bókavarðaþingið haldið á íslandi: Rúmlega fjögur hundr uð þátttakendur mæta! hugann.. ■ í grein GuðlaugarEin- arsdóttur sem birtist í vett- vangi NT í gær urðu þau mistök að ekki var birt rétt mynd af greinarhöf- undi. Meðfylgjandi mynd er hins vegar af Guðlaugu Einarsdóttur, en grein hennar fjallaði um þá gaila sem hún telur vera á nýja leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs. Fimm hundruð Kópavogsbúar hafa mót- mælt breytingunni, eins og kom fram í frétt NT í gær og svo grein Guðlaugar. Eru hlutaðeigandi aðilar beðnir afsökunar á þess- um mistökum. ■ Guölaug Einarsdóttir NT-mynd Róbert ■ 15. norræna bókavarða- þingið verður sett i Þjóðleikhús- inu nk. sunnudag, 24. júní, að viðstöddum forseta Islands, Vigdísi Finnbogadóttur, en þetta er í fyrsta skipti sem slíkt þing er haldið á íslandi. Þátttak- endur eru fjölmargir, rúmlega 400 manns, og koma þeir frá öllum Norðurlöndunum. Dagskráin er mjög fjölbreytt og nýmæli á bókavarðaþingi að þessu sinni er umræða um bók- menntir og menningu. Þar verða barnabókinni gerð sér- stök skil, en hún vill oft gleym- ast í umræðu um bókmenntir. Af öðrum athyglisverðum efn- um má nefna tölvur og tölvu- notkun á bókasöfnum, en þær ryðja sér nú óðum til rúms í allri fjölmiðlun og verða nauðsyn- legt hjálpartæki og upplýsinga- miðill í framtíðinni. Meðal er- lendra gesta, sem koma til að lialda fyrirlestra, eru þekktir rithöfundar, stjórnmálamenn og fræðimenn og má þar t.d. nefna Gunnar Hoydal frá Fær- eyjum, Knud Sörcnsen frá Dan- mörku, Lars Huldén frá Finn- landi, Kjartan Flögstad frá Noregi og Per Olof Sundman frá Svíþjóð. Af íslenskum fyrir- lesurum á þinginu má m.a. nefna Ragnhildi Helgadóttur menntainálaráðherra, Eirík Hrein Finnbogason útgáfu- stjóra og Sigrúnu Klöru Hannes- dóttur lektor í bókasafnsfræði við Háskóla íslands. Þingið stendur fram til 27. júní og sækja það starfsmenn allra gerða bókasafna, þe. al- menningsbókasafna, rann- sóknabókasafna, sérfræðisafna og skólabókasafna, auk margra erlendra sveitastjórnarmanna, sérstaklega frá Danmörku. Ekki virðist vera mikill áhugi meðal íslenskra sveitastjórnar- manna á þinginu og hafa fáir „bókað" sig á það, þrátt fyrir það að bókasafnsmál séu alfarið í þeirra höndum á íslandi. Er ísiendingum samvinna við aðrar þjóðir mikils viröi á þessu sviði sem öðrum og það ber að fagna því að þetta þing er nú haldið hér á landi. Það styrkir tengsl við granna okkar og gefur mun flciri íslcndingum tækifæri til þátttöku. í tengslum við norræna bóka- varðaþingið hefur farið fram námskeið á vegum norrænu al- menningsbókasafnanefndarinn- ar, „Nordfolk", sem komið var á laggirnar af þingi Norður- landaráðs 1982, og hefur þar verið fjallað um löggjöf fyrir almenningsbókasöfn. 1 örstuttu spjalli sem NT átti við Sigrúnu Klöru Hannesdóttur lektor í bókasafnsfræði við HÍ, sagði hún að þetta væri í fyrsta skipti sem slíkt námskeið væri haldið á íslandi en áður hefur „Nordfolk" staðið fyrir 5 svip- uðum námskeiðum á hinum Norðurlöndunum um mismun- andi málefni. Að þessu sinni sóttu námskeiðið 35 fulltrúar og hefur aðallega verið rætt um löggjöf almenningsbókasafna og málefni þar að lútandi, ss. höfundalög, greiðslur til rit- höfunda fyrir afnot af bókum þeirra í söfnum og skylduskila- lög, sem fela í sér kvöð á prentsmiðjur að skila eintökum af öllu prentuðu máli, sem gefið er út, til viðeigandi Landsbóka- safna. Námskeiðinu, sem er skipulagt af Háskóla íslands og „Nordfolk", lýkur á morgun en allir fulltrúarnir munu síðan taka þátt í norræna bókavarða- þinginu. Formaður „Nordfolk,, nefndarinnar er Daninn Jes Pet- ersen. Gjaldþrotafyrirtækjunum verði breytt í samvinnufélög launþega tillaga Samhygðar með 40 þúsund undirskriftum gegn atvinnuleysi frá íslandi ■ Ásamt því að senda Alþjóða- vinnumálastofnuninni í Genf nöfn þeirra 40.056 einstaklinga sem skrifuðu undir í undirskriftasöfn- un Samhygðar hér á landi gegn atvinnuleysi á íslandi og í Evrópu bendir Samhygð á leið til að leysa hið mikla atvinnuleysisböl sem við er að glíma í fjölmörgum löndum V-Evrópu, þar sem um 20 milljón- ir manna eru atvinnulausar, leggur Samhygð til að gjaldþrotafyrir- tækjum verði með aðstoð ríkis- valds viðkomandi landa breytt í samvinnufélög launþcga og þeim verði þannig gert kleift að halda atvinnu sinni afram. Að sögn samhygðarmanna var undirskriftasöfnun þessi ein víð- tækasta samskiptaathöfn í sögu þjóðarinnar. Kváðuþeirsamhygð- arfólk hafa talað persónulega við 70 til 80 þúsund íslendinga sem lang flestir hafi sýnt jákvæð viðbrögð. Að sögn Júlíusar Valdimarssón- ar, formanns félagsmálanefndar ■ Samhygð er málsvari mannlegra viðhorfa og eina leiðin til að koma þessari mannlegu stefnu til valda er í gegnum stjórnmál - því þurfum við að stofna flokk, segja samhygðarmennirnir: Asthildur Jónsdóttir, form. útbreiðsludeildar, Methúsalem Þórisson, form. lagadcildar og Júlíus Valdimarsson, form. félagsmáladeildar Sam- hygðar. NT-mynd Ari Samhygðar hcfur margt fólk beðið Samhygð að stofna nýjan stjórn- málaflokk. „Og bak við þær óskir hefur reynst meiri styrkur og kraft- ur en við höfðum gert okkur grein fyrir áður en við fórum út í undirskriftasöfnuni na. “ Að sögn þcirra samhygðar- manna hcfurSamhygð þegargeng- ist fyrir stofnun stjórnálaflokka í öðrum löndum. Fyrstir urðu sam- hygðarmenn í Argentínu, þar sem stofnaður var húmanistaflokkur hinn 8. mars. Einnig sögðu þeir sli'ka flokka hafa verið stofnaða á Spáni, Frakklandi, Danmörku, ít- alíu ogsíðast Chile nú 26. maí s.l., þrátt fyrir bann við stofnun stjórn- málaflokka þar í landi. Samhygð er málsvari mannlegra viðhorfa, og eina leiðin til að koma þessari mannlegu stefnu til valda er í gegnum stjórnmál - því þurfum við að stofna flokk, sagði sá hópur samhygðarmanna sem NT ræddi við um flokksstofnun- ina. „Bókalestur Fær- eyinga eykst“ -segirSverri Egholmbóka- vörður á Landsbókasafninu í Þórshöfn ■ Fulltrúi Færeyinga á námskeiði „Nordfolk" í Norræna húsinu var Sverri Egholm bókasafnsvörður á Landsbókasafninu í Þórs- höfn og átti NT við hann stutt spjall um bókasafnsmál í Færeyjum og norrænt sam- starf á því sviði. Var hann fyrst spurður hvort bókasöfn væru mjög útbreidd í Fær- eyjum. „Bókasöfn í Færeyjum hafa fallið undir heima- stjórnina síðan 1948 en Landsbókasafnið, sem var stofnað 1828, var lengi eina bókasafn Færeyinga. Ein- stök lestrarfélög fundust en almenningsbókasöfn komu ekki til sögunnar fyrr en eftir 1940. Núna eru þau 13, auk Landsbókasafnsins, og eru flest þeirra lítil nema Borgarbókasafnið í Þórs- ■ Sverri Egholnt bóka- vörður í Færeyjum: „Eig- um mjög gott samstarf við Landsbókasafnið í Reykjavík og grænlenska Landsbókasafnið í Nuuk“. höfn sem telur um 60 þús- und bækur" - Hvernig er nýtingin á bókasöfnum í Færeyjum? „Það eru um 45 þúsund íbúar í Færeyjum og það má segja að það séu lánaðar rúmlega tvær bækur á mann á ári. Mest notkunin er auð- vitað í Þórshöfn en almennt er vöxtur í bókaútlánum í stærri byggðalögum en sam- dráttar verður vart á minni stöðum. Við urðum varir við vissan samdrátt þegar sjónvarpið kom 1969 en nú hefur lestur bóka aukist á ný“. - Erindi þitt á námskeið- inu á morgun kallarðu „Lög án bókasafnaT Hvaðætlaðu að fjalla um? „Eg kem aðeins inná lög- gjöf sem við fengum um grunnskóla 1979 þar sem stendur að skólabókasöfn- um skuli komið á stofn við alla skóla en ekkert opinbert skólabókasafn hefur séð dagsins ljós ennþá. Söfnin eru til en fá engan stuðning frá yfirvöldunum og það er ósk okkar að skólabókasöfn og almenningsbókasöfn lúti sömu löggjöf“. - Þú verður sömuleiðis með innlegg á norræna bókavarðaþinginu. Um hvað ætlarðu að tala? „Það verður um Færeyjar í norrænu samstarfi, um sér- stöðu okkar og þau vanda- mál sem það skapar að við skulum ekki hafa hlotið viðurkenningu sem fullgildir aðilar í öllum málaflokkum. Island tekur oft frumkvæðið og dregur „litla bróður" með í samstarfið en það er sjaldn- ar að stóru löndin taki frum- kvæði. Þannig er t.d. sam- starf okkar við ísland, og reyndar Grænland líka, í bókasafnsmálum mjög gott".

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.