NT - 21.06.1984, Blaðsíða 24

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 24
■ Efnaverksmiftjan C.H.Boeringer í Hamborg, sem lokað hefur verið vegna þess að hún gat ekki framfylgt skipunum horgarvlirvalda um að fjarlægja úrgang sem inniheldur eitrið dÍOXÍn. POLFOTO-Símamynd Chile: Konurnar rændu prestinum Santiago-Reuter ■ Safnaðarkonur í Car- taganahéraði í Chile hafa rænt presti sínum til að koma í veg fyrir að hann verði fluttur til annars safnaðar. Presturinn, séra Jaime Manriques hvarf á laugar- dag og safnaöarkonurnar sögðu fréttamönnum á frekar óvenjulegum blaðamannafundi í vik- unni að þær myndu ekki gefast upp hvaða af- leiðingar sem það hefði í för með sér. Lögregla leitar enn séra' Manriques, sem á að taka við prestakalli í austur- hluta landsins Efnaverksmiðju lokað vegna díoxinmengunar tlamborg-Keuter ■ Fyrirtækið C.M.Boeringer hcfur ákveðið að loka efnaverk- smiðju sinni í Hamborg vegna þess að það getur ekki framfylgt nýsettri reglugerð borgaryfir- valda um að fjarlægja úrgang sem inniheldur dioxin, en það er banvænt eitur. Þetta er í fyrsta sinn sem yfirvöld í Vestur- Þýskalandi neyða fyrirtæki til að hætta starfsemi vegna um- hverfisverndar. Umhverfismálaráðherra Hamborgar skipaði fyrirtækinu að hætta að safna saman úrgangi sem myndaðist við framleiðslu á skordýraeitrinu Lindan eftir að rannsóknir sýndu að úr- gangurinn innihélt mikið af di- oxini. Verksmiðjan varstöðvuð á þriðjudag og formælandi fyrir- tækisins sagði í gær að hún yrði ekki sett í gang aftur. Hann sagði að þessi ákvörðun hefði sett fordæmi sem myndi valda cfnaverksmiðjum í Þýskalandi miklum vandræðum. 2(MI manns missa atvinnu sína hjá verk- smiðjunni. íbúar í Hamborg hófu her- ferð gegn verksmiðjunni eftir sjónvarpsþátt sem sýndur var fyrir skömmu en þar var látið að því liggja að rekja mætti fjölgun vanskapaðra barna í Hamborg til dioxinúrgangs frá verksmiðj- um. Mál þetta hefur vakið mikla athygli í Evrópu og hafa nokkrir þingmenn á Evrópuþinginu lát- ið að því liggja að þeir muni beita sér fyrir banni á fram- leiðslu og notkun efna sem inni- halda dioxin. Fimmtudagur 21. júní 1984 24 Útlönd Tyrki ferst í sprengingu Vín-Reuter ■ Tyrkneskur sendiráðsstarfs- maður í Vín fórst í gær þegai sprengja sprakk í bíl hans fyrir utan tyrkneska sendiráðið. Armenski byltingarherinn hefur lýst því yfir að hann beri ábyrgð á sprengingunni. Sendiráðsmaðurinn, sem hét Erdogan Ozen var um það bil að hætta störfum í Vín og flytjast heim aftur. Hann geymdi bíl sinn í vaktaðri bíla- geymslu en nóttina fyrir spreng- inguna stóð bíllinn fyrir utan hús Ozen. Armenski byltingarherinn hefur myrt u.þ.b. 40 manns víðs vegar um heiminn, yfirleitt tyrkneska sendimenn, til að hefna fyrir meint þjóðarmorð á Armeniumönnum í Tyrklandi í upphafi þessarar aldar. Lögregluþjónn særðist alvar- lega í sprengingunni og fjórir aðrir vegfarendur voru fluttir á sjúkrahús. ■ Sprengjan sem varð tyrkneska sendiráðsmanninum í Vín að bana í gær var mjög öilug. Hlutar úr bílnum þeyttust yfir götuna og rúður í nálægum bílum splundruðust. Myndin sýnir fiak bflsins sem sendiráðsmaðurinn ók, eftir sprenginguna. poLFOTO-símamynd Fólksfjölgunin ógnar framtíð mannkynsins Wa.shinj>ton-Keuter. ■ Mannfjölgun í veröldinni er enn alltof mikil og ógnar framförum og bættum lífs- kjörum í mörgum löndum, þrátt fyrir að hægt hafi á mannfjölguninni á síðasta ára- tug. Þetta kemur fram í grein sem Robert McNamara fyrr- verandi bankastjóri Alþjóða- bankans skrifaði og birtist í tímariti í gær. Grein hans er byggð á rannsóknum sem gerð- ar voru á vegum Alþjóðabank- ans. Fram kemur að verði ekki gripið til róttækra ráðstafana til að draga úr fólksfjölguninni muni íbúum jarðar fjölga úr 4.7 milljörðum, eins og þeir eru nú, í 11 milljarða í lok næstu aldar. Vissir heimshlutar og ríki yrðu svo fjölmenn að útilokað væri að halda þar uppi stjórnmálalegum stöðug- leika, efnahagsstjórn eða við- unandi lífskjörum. McNamara spáir því að sum- ar þjóðir muni setja neyðarlög um fólksfjölgun og að fólk verði gert ófrjótt í stórum stíl án þess að það verði spurt álits. Fóstureyðingum mun fjölga og foreldrar munu koma meybörnum fyrir kattarnef, þar sem talið verður æskilegra að ala upp sveinbörn, sem séð geta fyrir foreldrunum í ell- inni. Varað er við of mikilli bjart- sýni þótt fólksfjölgunin hafi hægt á sér á áttunda áratugnum og er talin full ástæða til að halda áfram að koma í veg fyrir of miklar barneignir fólks í fátækum löndum. Nú byggja um 500 milljónir manna Afríku. Arið 2100 munu búa þar 3 milljarðar ef barneignum fækkar ekki. Þá munu Indverjar vera orðnir 1.8milljarður,eða4(X)milljón- um fleiri en Kínverjar. í van- þróuðum ríkjum munu búa 10 milljarðar á móti 1.8 milljarði í þróuðum ríkjum. Risaborgir eins og Mexikó- borg, Sao Paulo, Shanghai, Bombay og Jakarta munu hafa tvöfaldað íbúatölu sína árið 2000 og borgum í þróuðum ríkjum með yfir 10 milljónir íbúa mun fjölga úr 3 í 21 árið 2100. McNamara álítur að fólks- fjöldinn sé þegar orðinn orsök þess að tilhneiging til einræðis færist mjög í aukana víða um heim. Búast megi við að þegar 'ím lÁ. Fami IMtntaS * ' ,$A f1?:'" ' 'H _ ■«*„: ..v ?ce íette =**»»• ycmr' !6 % ■ í Afríku er fólksfjölgunin hvað mest og hafa margar ríkisstjórnir áhyggjur af þróuninni. Afríkuinönnum fjölgar um 3% á ári og mun íbúatala álfunnar tvöfaldast á 25 árum ef heldur sem horfir. Víða er unnið gegn fólksfjölguninni. A myndinni eru ungar stúlkur fyrir framan stórt skilti þar sem lögð er áhersla á að takmörkun barneigna stuðli að bættu lífi. fram í sækir muni stjórnvöld ganga enn meira á mannrétt- indi hvað varðar flutninga inn- an landa og átthagafjötrum verði komið á í mun ríkara mæli en nú er. Mannfjölgunin í vanþróuðu löndunum mun hafa mikil áhrif á mannlíf í hinum iðnvædda heimi. Ef mögulegt verður að viðhalda pólitískum stöðug- leika mun mikið og ódýrt vinnuafl vanþróuðu þjóðanna vega upp á móti tæknivæðingu iðnaðarþjóðanna og keppa við vélvædda framleiðslu. Af- leiðingin gæti orðið sú að mikill hluti framleiðslunnar muni fær- ast frá iðnaðarríkjunum til vanþróaðra landa og muni valcla miklu atvinnuleysi þegar fram í sækir. Þetta munu þróuðu þjóðirn- ar ekki líða og vafasamt er að frjáls heimsverslun og tilflutn- ingur á fjármagni verði eins mikið í framtíðinni og verið hefur frá lokum síðari heims- styrjaldarinnar og stuðlað hef- ur að miklum hagvexti vfða um heim. Bankastjórinn fyrrverandi skorar á þróaðar þjóðir að halda fólksfjölgun hjá sér í skefjum og sýna með því gott fordæmi og veita vanþróuðum þjóðum alla þá aðstoð sem unnt er til að konia í veg fyrir offjölgun og hann varar við að reistir verði viðskiptamúrar sem komi í veg fyrir að van- þróaðar þjóðir geti selt fram- leiðslu sína til iðnríkjanna. Reagan sigrar í kosningunum - ef þær yrðu haldnar nú Washington-Reuter ■ Kosningastjóri Ronalds Reagan lýsti því yfir í gær að Reagan myndi vinna stórsigur í forsetakosningum ef þær yrðu haldnar nú. Kosningastjórinn, Ed Rollins, sagði fréttamönnum að skoðanakannanir innan Repu- blikanaflokksins sýndu að Rea- gan myndi sigra Walter Mon- dale, væntanlegan frambjóð- anda demokrata, með 15% meirihluta atkvæða. Rollins sagði þó að baráttan gæti orðið tvísýn ef Mondale tækist að sameina Demokrata- flokkinn, sem er nú sundraður eftir forkosningarnar. „Munadarlausu“ fóstrin í Melbourne: Frjóvguð með sæði óþekkts sæðisgjafa Washington-Reuter N Frystu eggin tvö sem urðu „munaðarlaus" þegar auðug hjón frá Los Angeles fórust í flugslysi í fyrra, áður en hægt var að græða þau í konuna, voru frjóvguð með sæði frá óþekktum sæðisgjafa, að sögn lögmanns dánarbús hjónanna. Eggin eru geymd í Victoría læknamiðstöðinni í Melbourne. Lana Horowitch, lögfræðingur dánarbús mannsins, Mario Rios og sonar hans af fyrra hjónabandi, sagðist hafa talað við Dr. Carl Wood í læknamið- stöðinni og hann hefði staðfest að Roos væri ekki líffræðilegur faðir fróstranna. Horowitch sagði að þetta þýddi að sonur Rios. Michael, væri einkaerfingi hans. Wood hefur ekki viljað staðfesta fullyrðingu Horowitch opinberlega. Mario Rios og kona hans Elsa skildu tvö frjóvguð egg eftir í læknamiðstöðinni og ætl- uðu síðar að láta græða þau í konuna. Hjónin fórust í flug- slysi áður en af því varð en þegar þetta kom í ljós vöknuðu upp spurningar um hugsanlegan erfðarétt fóstranna. Ríkisstjóri Virginíaríkis hef- ur skipað nefnd til að álykta um hvort hægt sé að koma eggjun- um fyrir í legi annarar konu. Horowitch hefur beðið Hæsta- rétt Los Angeles að úrskurða um langalegan erfðarétt fóstr- anna, sem er nýmæli í réttar- sögunni.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.