NT - 21.06.1984, Blaðsíða 7

NT - 21.06.1984, Blaðsíða 7
r '*, * Fimmtudagur 21. júní 1984 7 Átta tíma bið eftiir strætó á Bíldshöiða - því leið 18 milli Árbæjar og Breiðholts gengur aðeins tvisvar sinnum á dag ■ Stelpur í yfirgnæfandi meirihluta. Stúdentar brautskráðir frá Fjölbrautaskólanum á Akranesi. Alls útskrifuðust 26 en af 22 sem hér sjást eru 16 stelpur enda alkunna eftir úttekt NT á málinu að kvenfólkið er búið að hertaka skólakerfið. Fjölbrautaskólinn á Akranesi: 55 braut- skráðir ■ Strætisvagnastaur við Bílds- höfða í Reykjavík hefur komið íllilega við þolrifin í granda- lausuni mönnum. NT hiiti t.d. að máli einn sem beðið hafði lengi við staurinn - ásarnt þrem öðrum sem bættust í hópinn - þar til almennilegur ökumaður sern um götuna fór benti þeim bíðandi á að strætisvagnar (lcið 10) væru löngu hættir að fara þessa leið. Hættir og hættir ekki - hjá Gunnar Guðjónssyni eftirlits- manni hjá SVR kom fram að hin nýja leið 18 - rnilli Árbæjar og Breiðholts fer þarna um tvisvar á dag, snentma á morgn- ana og milli 4 og 5 síðdegis. „Ef þeir sem biðu hefðu bara lesið á leiðbeiningaspjaldið gætu þeir hafa sparað sér biðina", sagði Gunnar. Staur með SVR merki þýðir því ekki endilega að þar sé von á vagni einhverntíma á næstu 15-30 mínútunum - biðin gæti farið upp í ansi marga klukkutíma a.m.k. við SVR- staurinn í Bíldshöfðanum. ■ Ef marka má blaðið sem hann er að lesa þessi, þá er hann búinn að bíða lengi. NT-mynd Róbert Breiðfirðingafé- lagið í Reykjavík: Félagsfundur um húsakaup ■ Breiðfirðingafélagið í Reykjavík heldur félags- fund mánudaginn 25. júní þar sem fjallað verður unt kauptilboð sem borist hefur í húseign fyrir félag- ið. Verður fundurinn haldinn í Domus Medica og hefst kl. 20.30 stundvís- lega. Sumarferð Breiöfirð- ingafélagsins verður að þessu sinni til Vestmanna- eyja. Lagt verður af stað f rá U mferðam i ðstöði n ni við Hringbraut föstudag 6. júlí kl. 19.00 og kontið til baka síöla sunnudags 8. júlí. Pantanir skulu gerðar fyrir 23. júni' og er tekið á móti þeim í símum 41531, 50383 og 74079. ■ Viðræður um stofnun Fjölbrautaskóla Vesturlands fara nú fram milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Meginaðsetur þess skólayrði á Akranesi en hann yrði rekinn af sveitar- félögunum sameiginlega í stað þess skóla sem nú er á staðnum og Akranesbær stendur einn að. Meginástæða þessa er að aðsókn utanbæjarnema að skólanum hefur aukist mjög á undanförnum árum og hefur á síðustu önnum þurft að vísa fjölda nemenda frá vegna skorts a heimavistarrymi. Skólaslit Fjölbrautaskólans á sjöunda starfsári fóru fram fyrir skemmstu og brautskráð- ust að þessu sinni 55 nemendur frá skólanum. í þeim hópi voru 8 sem luku meistaranámi í byggingargreinum og eru það fyrstu nemendurnir sem skólinn brautskráir í þeim greinum. Þá útskrifuðust 26 stúdentar af 7 námsbrautum. Grunnskóladeild með nýju sniði var starfrækt við skólann sem gaf nemendum í 9. bekk kost á því að ljúka grunnskóla- prófi í desember og hefja nám í framhaldsdeild frá áramótum. Af 88 sem þátt tóku í tilraun- inni hlutu 30 nemendur rétt til að hefja framhaldsskólanám á áramótum. ■ Ein starfsstúlka Sólarlands tekur niður tímapantanir í Ijósalampana, í anddyri hins nýja Staðar. NT-mynd Knbeii Pétur Jónasson fær Sonning styrk ■ ..Það skiptist á hjá mér nám og tónleikar. A milli æli ég mig af krafti. Þannigverðurþetta að vera ef árangur á að nást," segir Pétur Jónas- son gítarleikari sem nýver- ið hlaut styrk lrá Sonning sjóðnum. Styrkurinn nem- ur 20.000 dönskum krónum. Pétur hefur stundað framhaldsnám í gítarleik í Mexíkó. Hann hefur haldið fjölda tón- leika nú síðasl'á vcgum Listahátíðar í Bústaða- kirkju núðvikudaginn 13. júní. Pétur fer til Spánar nú í haust til frckara fram- haldsnáms. Skóli fatlaðra útskrif- ar fyrstu nemendurna ■ Fyrir helgina voru út- skrifaðir fyrstu sex nemend- urnir úr Skóla fatlaðra sem er til liúsa í Iðnskólanum í Reykjavík. Skólinn tók til starfa fyrir u.þ.b. ári, en þá innrituðust sextán nemendur. í máli Ingimundar Magnússonar, kennara við skólann, kom fram að af þeim hópi hefur nokkrum nemendum seink- að í námi ýmist vegna fötlun- ar sinnar eða af öðrum or- sökum, en allt útlit er fyrir að flestir þeirra ljúki námi. Ingi- mundur sagði einnig við þetta tækifæri, að ekki mætti á milli sjá hverjir hefðu lært meira, kennarar af nemend- um eða nemendur af kennur- um, þann tíma sem skólinn hefur starfað. Arnþór Helgason, fulltrúi Öryrkjabandalags íslands í skólanefnd,. sagði við þetta tækifæri að Öryrkjabanda- lagið liti eftirvæntingaraug- um til starfsemi Skóla fatl- aðra. Kvað hann það gamlan draum að byggja upp sveigj- anlega endurhæfingastöð fyrir fatlað fólk, enda arð- bært í öllum skilningi að þjálfa fatlaða til starfa svo þeir verði sjálfum sér nægir ogþjóðfélaginu að gagni. Öll starfsemi skólans er unnin í sjálfboðavinnu. ■ Nýlega var opnuð ný sól- baðstofa að Hamraborg 14, í Kópavogi. Þessi nýja stofa ber nafnið Sólarland. Stofan er öll hin glæsifegasta og lampar eru af nýjustu og fullkomnustu gerð. Þá er einnig hægt að fara í sauna-bað og sturtu á eftir. Verið er að koma fyrir nuddpottum og nuddari mun verða til staðar. Þá er einnig aðstaða til léttra teygju- og gólfæfinga á staðnum, sem verður í framtíðinni allsherjar hvíldar og afslöppunarstaður fyrir alla, hvort sem er konur eða karla, unga eða gamla. Eigendur Sólarlands eru þeir Bjarni Friðriksson, Bragi Sveinsson, Gilbert Guðjónsson, Þórður Þórðarson og Grétar Jónsson. Virka daga er Sólarland opið frá því kl. 7 til 23.30. Á laugar- dögum er opið frá 8-18 .30. og ásunnudögum eropiðfrá 10-14. Tekið er við tímapöntunum í ljósin í síma 46191. Jöfur - Hreiðrið - Setrið Vinningaskrá Í.K. 1. vinningur nr. 457. Skóda bifreið. 2. vinningur nr. 1019. Húsbúnaður að verðmæti 10.000 kr. 3. vinningur nr. 1225. Húsbúnaður að verðmæti 10.000 kr. 4. vinningur nr. 1042. Húsbúnaður að verðmæti 10.000 kr. 5. vinningur nr. 1321. Húsbúnaður að verðmæti 10.000 kr. 6. vinningur nr. 384. Húsbúnaður að verðmæti 5000 kr. 7. vinningur nr. 1189. Husbúnaður að verðmæti 5000 kr. 8. vinningur nr. 656. Húsbúnaður að verðmæti 5000 kr. 9. vinningur nr. 431. Húsbúnaður að verðmæti 5000 kr. 10. vinningur nr. 1367. Húsbúnaður að verðmæti 5000 kr. Happdrætti Unglingastarfs Í.K. Dregið var 1. júní

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.