NT - 29.06.1984, Síða 1

NT - 29.06.1984, Síða 1
Föstudagur 29, pi 1984 -158. tb). 68. áig, Fasteignaviðskipti: Ríkisvíxlar koma í veg ffyrir lækkun á útborgun - sjá nánar á blaðsíðu 3 Er VSI á móti Blönduvirkjun ? - sjá frétt af samninga- viðræðum bls. 2 ■ Þessir föngulegu sveinar, á pungbindunum einum fata, eru félagar í 4. deildar knattspyrnuliöinu Hildibröndum í Vestmanna- eyjum. Þeir sigruöu Hrekkjalómafélagið úr sama stað í æsispennandi kappleik í fyrrakvöld. Ekki furða, þar sem Hrekkjalómarnir voru á buxum, eins og myndin af Arna Johnsen alþingismanni ber með sér. Þingmaðurinn er þó með boxhanska. - Sjá nánar á bls. 3. NT-myndir Ingveldur Gísladóttir Berir bossar og boxhanskar DV hrætt við samkeppnina! - sjá fréttir af óvæntum samkeppnishömlum á baksíðu Borgardómur: Vextir leggist við höf uðstól í fyrsta sinn svo vitað sé ■ í Borgardómi Reykjavíkur hefur verið kveðinn upp dóm- ur þar sem samþykkt er sú krafa stefnanda að vextir af tildæmdri fjárhæð legðust við höfuðstól á tólf mánaða fresti. Þrátt fyrir að í vaxtakjörum almennra sparisjóðsreikninga felist að vextir séu lagðir við höfuðstól á tólf mánaða fresti, hefur tíðkast við uppgjör dómsskuida og innheimtu lögmanna að notaðir væru svokallaðir flatir vextir. Þetta er í fyrsta skipti, svo vitað sé, sem dómstóll dæmir að rétt sé að fylgja vaxta- kjörum banka. Hæstiréttur hefur þrisvar fengið svipuð mál til meðferðar. Fyrst 1981 um almenna dráttarvexti og svo tvisvar 1983 um dómsvexti. Niðurstaða Hæstaréttar var að leysa ekki úr álitamáli sem þessu til þrautar fyrr en fjallað hefði verið um málið í héraðs- dómi. Málið fjallaði um vinnuslys. Felst í dómnum að stefnandi, sá er fyrir slysinu varð, fái skaðabætur er vextir leggist á, frá slysdegi. Að tólf mánuð- um liðnum, frá slysdegi, leggj- ast vextirnir við höfuðstól skaðabóta og reiknast þá vextir á þá upphæð og síðan koll af kolli. Jafngildir þetta því að viðkomandi hefði fengið skaðabætur sínar á slysdegin- um og lagt þær inn á almenna sparisjóðsbók. Frá því að mál- ið er höfðað reiknast svo hæstu innlánsvextir. Dómur þessi var kveðinn upp í máli sem Jónas Hreins- son, línumaður hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur, höfðaði á hendur Borgarsjóði Reykja- víkur vegna slyss er hann lenti í við vinnu við háspennulínu í Helgadal í Mosfellssveit. í dómnum er fallist á vara- kröfu stefnda, Borgarsjóðs Reykjavíkur, um sakarskipt- ingu og er Borgarsjóði gert að greiða Jónasi helming fjártjóns hans, eins og dómurinn ákvarðar það. Slysið varð þann 3!. mars og fær því Jónas vexti á skaðabæt- urnar og síðan vaxtavexti. Borgarsjóður var dæmdur til að greiða Jónasi 70.000 krónur í skaða- og miskabætur. Einnig var Borgarsjóði gert að greiða málskostnað Jónasar, 40.000 krónur. Dóminn kváðu upp Stein- grímur Gautur Kristjánsson borgardómari, Jóhann Indriðason verkfræðingur og Albert Kristinsson deildar- stjóri. Slysið varð með þeim hætti að starfsmenn Rafmagnsveit- unnar voru að vinna við 6000 volta háspennulínu og hafði straumur verið tekinn af lín- unni á meðan. En til frekara öryggis var hluti línunnar, sem tengdur var spenni jarðtengd- ur. Jónas vann síðan við að aftengja jarðbindinguna þegar samstarfsmaður hans setti inn öryggi fyrir þann hluta línunn- ar og hleypti straum á. Dómurinn er m.a. byggður á almennum reglum um ábyrgð hins opinbera á starfsmönnum sínum og því sé Borgarsjóður skaðabótaskyldur. Einnig seg- ir í dómnum að stefnandi eigi einnig hlut að máli, vegna hirðuleysis hans, og er því fallist á varakröfu Borgar- sjóðs. Jónas hryggbrotnaði við slysið og hefur haft óþægindi í baki síðan og einnig óþægindi í meltingarvegi. Stefán Boga- son læknir mat varanlega ör- orku Jónasar 12 prósent. Allsherjarat- kvæðagreiðsla um hvort segja eigi upp ingum 1 ■ Stjórn Verkalýðsfélags Borgarness samþykkti á fundi sínum í fyrrakvöld að viðhafa allsherjaratkvæðagreiðslu um uppsögn kjarasamninga 1. sept- ember n.k. Tillaga stjórnarinn- ar um að trúnaðarmannaráði félagsins verði veitt heimild til verkfallsboðunar kemur þá einnig til atkvæða. Jón Eggertsson, formaður félagsins, sagði í stuttu spjalli við NT í gær að fullkomin eining hefði ríkt um þennan fram- gangsmáta innan stjórnarinnar. Vilji félagsmanna i þessa veru hefði reyndar komið fram á almennum fundi í félaginu fyrr í vor, sagði Jón og hefði stjórn- inni þótt sjálfsagt að verða við þeim óskum. Jón sagði ennfremur að sér væri ekki kunnugt um að alls- samn- . sept. herjaratkvæðagreiðslu hefði áður verið beitt í þessu sam- bandi þótt einstaka sinnum hefði komið fyrir að kjarasamn- ingar væru bornir undir vilja félagsmanna á þcnnan hátt. Hins vegar kvað hann óvenju- legt að kjarasamningum væri sagt upp fyrr en þeir rynnu út, þannig að umsamin launahækk- un kæmi ekki til framkvæmda, eins og nú stæði ti I. Það væri því tæplega hægt að ætlast til að fámennur félagsfundur tæki slíka ákvörðun. Því má bæta við að samkvæmt gildandi kjarasamningum eiga laun að hækka um 3% l'. sept- ember. Heimilt er hins vegar að segja launaliðum samninganna upp frá santa tíma og verði það gert, kemur launahækkunin að sjálfsögðu ekki til framkvæmda.

x

NT

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: NT
https://timarit.is/publication/305

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.