NT - 06.07.1984, Page 1

NT - 06.07.1984, Page 1
Portúgalar setja stopp á saltfisk - ms Keflavík hefur beðið rúma viku eftir löndun í Aveiro ■ Tólf prósent tollurinn, sem Portúgalar auglýstu í vor að þeir myndu leggja á innfluttan flsk, þar á meðal saltfisk frá Islandi, virðist vefjast eitthvað fyrir stjórnvöldum þar ytra. Vegna óvissu um framkvæmd- ina hefur íslenskt skip, ms Keflavík, beðið hcila viku eftir löndun á 1.500 tonna saltfisk- farmi í Aveiro í Portúgal. „Mér skilst að innflytjand- inn fái ekki tilskilin leyfi til að flytja fiskinn inn í landið þar sem stjórnvöld í Portúgal hafi ekki ákveðið hvernig á að útfæra þessar nýju tollaregl- ur,“ sagði Friðrik Pálsson, framkvæmdastjóri Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda, í samtali við NT í gær. Friðrik kvaðst búast við að þetta mál leystist fljótlega en þó höfðu engin loforð um að skipið yrði losað í dag verið gefin í gærkvöldi. Hann sagði að hér væri um að ræða fyrstu sendinguna upp í nýjan samn- ing eftir að nýi tollurinn var ákveðinn. Sendingar upp í eldri samninga, sem farið hefðu áður en tollurinn kom til, hefðu fengið venjulega af- greiðslu í Portúgal. Matthías Á. Mathiesen, við- skiptaráðherra, vildi ekkert um þetta mál segja þegar NT ræddi við hann í gærkvöldi. En hann sagði hins vegar að tollur- inn sem hér um ræðir yrði eitt aðalumræðuefni hans og portúgalska utanríkisvið- skiptaráðherrans, sem væntan- legur er hingað í opinbera heimsókn á mánudaginn. berin íár? ■ Hún Vera litla á Neskaupstað er byrjuð að tína ber í fjallinu fyrir ofan bæinn og hér sýnir hún okkur hluta af fengnum. Strax í júní voru þau komin kræki- berin, sem venjulega sýna sig ekki fullþroskuð fyrr en í ágúst. Bláber eru líka óðum að þroskast. Þakka menn þetta þeirri ómunatíð sem verið hefur í vor og sumar. NT-mynd Svandís minni samdráttur í þjóðarframleiðslu en reiknað var með ■ Ef ekkert verdur að gert stefnir í stóraukinn halia í við- skiptum við útlönd, en að sam- dráttur í þjóðarframleiðslu verði minni en spáð hafði verið. Ennfremur að verðhækkanir frá upphafi til loka árs verði 13-14% og verðbólguhraðinn um áramót 10%. Allt þetta að óbreyttum kjarasainningum og gengisstefnu. Þessar upplýsing- ar koma fram í endurskoðaðri þjóðhagsspá sem lögð verður fram í dag. Því er spáð að viðskipta- jöfnuður sem prósenta af þjóð- arframleiðslu verði neikvæður um 3,9% en það er í krónum talið tæpur tveir og hálfur millj- arður. Áður hafði verið spáð að viðskiptahallinn yrði á bilinu 1 1/2 til 2%. Viðskiptahallinn hangir sam- an við það að kaupmáttur ársins er meiri en gert hafði verið ráð fyrir, eða sá sami og á síðasta ársfjórðungi 1983. Það þýðir meiri innflutning, meiri þenslu, en hins vegar hefur útflutningur orðið minni en reiknað var með og veldur þar minnkandi afli. Spáð er að samdráttur í þjóð- arframleiðslu verði aðeins 1-2% á árinu, en áður en bætt var við þorskkvótann í byrjun árs var spáð 3-4% samdrætti, en við endurskoðun fjárlaga var talað um 2% samdrátt. Þá er spáð 10% verðbólgu- hraða um áramót, sem er heldur betra en menn gerðu sér vonir um. Verðbólguhraðinn er nú á bilinu 15-20%. í öllum spámer gengið út frá því, sem áður segir að kjarasamningar verði óbreyttir svo og gengisstefna. Banaslysá Brjánslæk ■ Banaslys varð við hrefnuveiðar að Brjáns- læk á Barðaströnd þegar fulloröinn maður féll aftur fyrir sig í fjörunni. Hann hlaut alvarlega höfuðá- verka og lést á leið á sjúkrahús. Fannst dópaður í diplómatapósti Fyrrum samgönguráðherra Nig- eríu, Dikko, var rænt í London í gær. Lögreglan fann hann meðvitundarlausan í poka úti á flugvelli. Pokinn var merktur sem sendiráðspóstur og var rétt komið að því að koma honum í flugvél og flytja úr landi. Dikko er eftirlýstur af herfor- ingjastjórninni í Nigeríu, en sagt er að hann sé milljarða- mæringur og þarf ekki að fara í grafgötur með hvernig fé hans er fengið. Dikko er mágur Shangri, fyrrverandi forseta. Nánar á bls. 25. Dýrasta mál- verk í heimi ■ Hæsta verö sem nokkru sinni hefur fengist fyrir málverk er 6.7 milljónir sterlingspund, eða sem svarar 280 milljónum ísl. kr. Mál- verkið er eftir William Turner og var selt á uppboði í London í gær. Nánar á bls. 25

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.