NT - 06.07.1984, Blaðsíða 16

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 16
Fóstudagur 6. júlí 1984 16 „Island var óskalandið“ ■ Ævar Kvaran leikari og rithöfundur verður með þátt í útvarpinu á sunnudag sem ber nafnið „ísland var óskaland- ið“. Ævar hafði þetta að segja um þáttinn: „Kveikjan að þættinum er bréf sem Englendingur að nafni Michael Eyre sendi aðal- ræðismanni Breta í Reykjavjk, Ásgeiri Sigurðssyni. Sonur Ás- geirs, Haraldur Á. Sigurðsson leikari og rithöfundur gaf mér leyfi til að flytja úr þessu bréfi það ég vildi,“ sagði Ævar Kvaran umsjónarmaður þátt- arins. „Þetta er mikið og merkilegt bréf, dagsett 4. maí 1921 í Lundúnum og í þessu bréfi kemur meðal annars fram að Michael Eyre átti ættir sínar að rekja til íslenskrar konu, sem bar nafnið Þórunn. Henni var rænt héðan í Tyrkjaráninu á sínum tíma. „Þá er einnig talað um dul- speki í þættinum og tengist það þessu bréfi mjög. í ind- verskum heimildum bar ísland á góma og í þessum ævafornu heimildum eru lýsingar frá íslandi, sem eru frá því áður en land byggðist," sagði Ævar. Lesari með Ævari í þættin- um er Rúrik Haraldsson leik- ■ Ævar R. Kvaran ari, en hann les allar beinar tilvitnanir í bréfið umrædda. Um annan upplestur sér Ævar sjálfur. ■ Þorgeir Ástvaldsson við opnun Rásar 2. Rás 2 á sunnudag kl. 13.30: Sunnudagsútvarp í fyrsta sinn Rætt við Þorgeir Ástvaldsson um breytingar á Rás 2 ■ Eins og kom fram hér í blaðinu fyrir skömmu síðan eru breytingar fyrirhugaðar á dagskrá Rásar 2 í þá átt að dagskráin verði lengd. Nú er búið að skipuleggja þessar breytingar og ákveða hvernig þeim verði hagað. Það er Þorgeir Ástvaldsson rásar- stjóri sem upplýsir okkur um þessi mál. „Sú ákvörðun hefur verið tekin að byrja útsendingar á sunnudögum, og það verður byrjað á sunnudaginn kemur, 8. júlí. Það er þá í fyrsta skipti ef frá er talið næturútvarp sem Rás 2 sendir út utan hefðbund- ins vinnutíma fólks. Það mæ kannski segja að þar með sé skref númer 2 tekið í þessu tilraunaútvarpi sem má stund- um kalla að Rás 2 sé. Þessi sunnudagsútsending hefst kl. 13.30 og lýkur kl. 18.00. Að okkar áliti, sem ákváðum þennan tíma, þá er þetta ágætis mótvægi við dagskrá á Rás 1 á sama tíma, og því sé þetta aukin þjónusta við hlustendur Ríkisútvarpsins yfirleitt. Þetta útvarp á sunnudegi verður að sjálfsögðu með léttu yfirbragði og einfalt í sniðum. Stjórnendur verða þeir Páll Þorsteinsson og Asgeir Tómas- son og þar með hverfa þeir að mestu úr morgunútvarpi. Það má segja að þetta verði opið útvarp, þar sem leitast verður við að hafa gott samband við hlustendur, hvar sem er á hlustunarsvæði rásarinnar Þó verður kannski einkum höfðað til þeirra mannlífsbreyt- inga sem verðaásumri hverju, þ.e.a.s. fólk er meira á ferðinni og fólk er væntanlega léttara í skapi. Dagskráin verður í sam- ræmi við það, það er meiningin að taka á móti gestum sem annaðhvort tala eða taka lagið. Meiningin er að í endanum á þessari dagskrá verði 20 vin- sælustu lögin á Rás 2 kynnt hverju sinni.“ Er þá notuð sama könnun og topp 10 listinn er gerður eftir? „Já. Það hefur farið mjög vaxandi þáttaka í því, og ég get nefnt sem dæmi að það voru yfir 1000 manns sem hringdu síðast, og hreint ótrú- legur áhugi á þessu. Þetta er náttúrlega það sem hlustend- ur velja, svo að það má segja að þetta sé vinsældalisti hlust- enda Rásar 2. Það er ýmislegt í bígerð í þessari dagskrá á sunnudögum sem er í samræmi við sólina og sumarylinn. Um einstök atriði er kannski ekki hægt að segja á þessari stundu, en þetta er hugsað sem tilraun í aðra rönd- ina eins og reyndar allt sem fram fer hér á Rás 2. Við væntum þess að hlutsendur taki þessu vel. Þetta hefur í för með sér töluverðar breytingar. Ég sagði að stjórnendur sunnu- dagsútvarps hyrfu að mestu út úr morgunútvarpinu, sem hef- ur gengið með ágætum í allan vetur, þetta hefur verið sá hluti dagskrárinnar sem hefur tekið á sig æ skemmtilegri mynd. Þeir Ásgeir og Páll verða með morgunútvarpið á einum degi vikunnar, á þriðju- dögum. Jón Ólafsson heldur áfram, þó með nokkuð öðrum hætti. Við bætast tveir menn, Kristján Sigurjónsson, sem hingað til hefur séð um þjóð- lagaþætti á Rás 2, og Sigurður Sverrisson (blaðamaður á Morgunblaðinu). Á bak við morgunútvarp fimm daga vik- unnar eru fimm garpar. Jón, Sigurður og Kristján verða með morgunútvarp mánu- daga, miðvikudaga, fimmtu- daga og föstudaga, í hvaða röð eða hvernig það verður er ekki fullákveðið, en það má segja að morgunútvarpið taki á sig pínulítið annan blæ, sem auð- vitað er vegna þess að þarna koma nýir menn inn, og dag- skrárstefnan í morgunútvarpi verður eilítið öðruvísi. Ástæðan fyrir því að þessar breytingar verða núna er að þessu var ætlað að standa undir sér fjárhagslega, og menn hafa viljað sjá árangur af mjög já- kvæðum niðurstöðum skoð- anakönnunar, og hann hefur komið í ljós. Rásin stendur mun styrkari fótum nú en áður fjárhagslega, frá og með maí- mánuði. Þess vegna töldum við óhætt að stíga næsta skref. “ ■ Draumur flóttamannanna er að snúa heim til úlfaldanna. Sjónvarp sunnudag kl. 18.30: ■ Á dagskrá sjónvarpsins á sunnudag kl. 18.30 erfræðslu- mynd frá sjónvarpinu um hagi flóttamanna frá Eþópíu í flóttamannabúðum í Sómalíu. Þegar stríðið milli Eþíópíu og Sómalíu braust út 1977, flúðu margir Eþópíumenn yfir landamærin til Sómalíu. Deheb, 14 ára gömul stúlka er ein þeirra. Faðir hennar féll í stríðinu og hún ásamt móður sinni og systkinum flúðu yfir landamærin til Sómalíu. Það er draumur þessara flóttamanna að geta snúið aftur heim á leið. „Heim til úlfaldanna" eins og Deheb segir. Það er sænski rithöfundur- inn og kvikmyndagerðarmað- urinn StigHolmqvistsem gerði þessamynd. Hún, lýsirástandi fólksins í flóttamannabúðun- um, þó sérstaklega börnunum og fjallar um framtíðarhorfur í þessum heimshluta og vonir fólksins um framtíðina. Þýðandi myndarinnar er Jóhanna Jóhannsdóttir. Útvarp á sunnudag kl. 14.15: útvarp Sunnudagur 8. júlí 8.00 Morgunandakt Séra Kristinn Hóseasson prófastur, Heydölum, ■ flytur ritningarorö og baen. 8.10 Fréttir. 8.15 Veöurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). 8.35 Létt morgunlög Hljómsveit Henry Mancini leikur. 9.00 Fréttir 9.05 Morguntónleikar a. „Sjá, morgunstjarnan blikar blíö“, kant- ata nr. 1 eftir Johann Sebastian Bach, Gunnhild Weber, Helmut Krebs, Herman Schey og Mótettu- kórinn í Berlín syngja með Fíl- harmóníusveit Berlinar; Fritz Lehmann stjórnar. b. „Flugelda- svítan" eftir Georg Friedrich Hándel. Sinfóniuhljómsveit Lund- úna leikur; Charles McKerras stjórnar. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. 10.25 Út og suðgr Þáttur Friðriks Páls Jónssonar. 11.00 Messa f Akureyrarkirkju Prestur: Séra Birgir Snæbjörns- son. Organleikari: Jakob Tryggva- son Hádegistónleikar 12.10 Dagskrá. Tónleikar. 12.20 Fréttir 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.30 Á sunnudegi Umsjón: Páll Heiðar Jónsson. 14.15 ísland var óskalandið Umsjón: Ævar R. Kvaran. Lesari með umsjónarmanni: Rúrik Har- aldsson. 15.15 Lífseig lög Umsjón: Ásgeir Sigurgestsson, Hallgrímur Magn- ússon og Trausti Jónsson. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Háttatal Þátturum bókmenntir. Umsjónarmenn: örnólfur Thors- son og Árni Sigurjónsson. 17.00 Fréttir á ensku 17.10 Siðdegistónleikar a. Milli- þáttatónlist úr „Rósamundu" eftir Franz Schubert. Sinfóníuhljóm- sveit Berlinarútvarpsins leikur; Gustav Kuhn stjórnar. b. Joan Sutherland syngur lög frá ýmsum löndum með Nýju filharmóníu- sveitinni; Richard Bonynge stjórnar. c. Vladimir Horowitsj leikur á pianó lög eftir Robert Schumann, Alexander Skriabin og sjálfan sig. 18.00 Það var og... Út um hvippinn og hvappinn með Þráni Bertels- syni. 18.20 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 Eftlr fréttlr Umsjón: Bernharð- ur Guðmundsson. 19.50 „Afskorin orð“, Ijóð eftir Lindu Vilhjálmsdóttur. Höfundur les. 20.00 Sumarútvarp unga fólksins Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 21.00 Islensk tónlist a. Píanókons- ert eftir Jón Nordal. Gísli Magnús- son og Sinfóniuhljómsveit Islands leika; Páll P. Pálsson stjórnar. b. „Little Music" fyrir klarinettu og hljómsveit eftir John Speight; Einar Jóhannesson og Sinfóniuhljóm- sveit islands leika; Páll P. Pálsson stjórnar. c. „Völvuspá" eftir Jón Þórarinsson. Guðmundur Jónsson og Söngsveitin Fílharmónia syngja með Sinfóniuhljómsveit íslands; Karsten Andersen stjórnar. 21.40 Reykjavík bernsku minnar - 6. þáttur Guðjón Friðriksson ræðir við Solveigu Hjörvar. (Þátturinn endurtekinn I fyrramáliö kl. 11.30). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 „Risinn hvíti" eftir Peter Bo- ardman Ari Trausti Guðmundsson les þýðingu sina (18) Lesarar með honum: Ásgeir Sigurgestsson og Hreinn Magnússon. 23.00 Djasssaga - Seinni hluti Oldin hálfnuð - II. - Jón Múli Árnason. 23.45 Fréttir. Dagskrárlok. Sunnudagur 8. júlí 18.00 Sunnudagshugvekja 18.10 Geimhetjan Annar þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur fyrir börn og unglinga i þrettán þáttum eftir Carsten Overskov. Aðalhlutverk: Lars Ranthe. Þýð- andi Guöni Kolbeinsson. (Nordvis- ion - Danska sjónvarpið) 18.30 Heim til úlfaldanna Heimilda- mynd um lif og kjör barna frá Eþíópíu sem búa i flóttamanna- búðum i Sómaliu. Þýðandi Jó- hanna Jóhannsdóttir. (Nordvision - Sænska sjónvarpið) 19.10 Hlé 19.45 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.35 Sjónvarp næstu viku 20.50 Norræn hönnun 1880-1980 Þáttur frá danska sjónvarpinu um muni sem sýndir voru á sýningunni Scandinavia Today í Bandarikjun- um sumarið 1983. (Nordvision - Danska sjónvarpið). 21.20 Sögur frá Suður-Afriku 5. Ættarskömm Myndaflokkur í sjö þáttum sem gerðir eru eftir smá- sögum Nadine Gordimer. Hvitur bóndasonur og dóttir svarts vinnu- manns á bænum eru leikfélagar og fella hugi saman. Þýðandi Ósk- ar Ingimarsson. 22.20 Natanela í Reykjavik - fyrri hluti Upptaka frá söngvakvöldi í Norræna húsinu á Listahátíð þann 12. júní siðastliðinn. Söngkonan Natanela syngur þjóðlög frá ýms- um löndum. Þýðandi Þrándur Thoroddsen. 23.10 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.