NT - 06.07.1984, Blaðsíða 12

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 12
Föstudagur 6. júlí 1984 12 ður Mazda 626 (1600-2000) 2ja dyra eða 4ra dyra árg. ’79-’80-’81 -’82 fyrirliggjandi. Verð frá kr. 160.000. Ath. Daihatsu Charade XTE árg. ’79-’80-’81-’82-’83. frá kr. 130.000. Skipti yfirleitt möguleg. Datsun Cherry 1300-1500 eigum á staðnum árg. ’79-’80-’81-’82-'83, 3ja dyra eða 5 dyra bílar. Verð frá kr. 125.000-300.000. Ath. Skipti!!! Volvo 245 GL árg. 1982 ekinn aðeins 40.000 km. Verð kr. 420.000. Ath. skipti. Einnig til árg. ’78-’79-'80-’81. Subaru station 4x4 árg. 1982 verð kr. 340.000. Einnig til árg. '77-'78-’79-’80-’81, af fjórhjóladrifnum Subaru. Þá eru til sýnis og sölu 2 bílar sjálfskiptir með vökvastýri árg. Honda Civic 3ja dyra-5 dyra árg. ’83. kr. 290.000. Árg. 79-’80-’81-'82, einnig til á skrá. Ýmis skipti möguleg. Mazda 626 LX árg. 1983 ekinn aðeins 12.000 km. Ýmis skipti möguleg. Verð kr. 395.000. Á sýningarsvæði okkar hafa aldrei verið jafn margir nýir og nýlegir bílar og nú, og það sem meira er, allir þessir bílar fást á kjörum sem aldrei hefur verið hægt að bjóða áður. Allflestir þessir bílar fást í skiptum fyrir ódýrari bíla. Milligjöfina semur þú um með aðstoð sölumanna okkar. Ath! Ný söluskrá komin!!! Alltaf heitt á könnunni. Allir þessir bílar eru á staðnum Eina tölvuvædda bílasalan „ iGrensasvegi 11- á landinu 1108 Reykjavík — sími 83150 Notaðir Volvo bílar Volvo 244 GL árg. 1982 - sjálfskiptur með vökvastýri, plussáklæðum og samlitt mælaborð, ekinn 23.000. Verð 430.000. Skipti á ódýrari. Volvo 244 GL árg. 1982 - beinskiptur með vökvastýri og yfirgír, ekinn 60.000. Verð 420.000. Vol vo 244 DL - árg. 1982 - sjálfskiptur með vökvastýri, gullfallegur, ekinn 24.000. Verð 410.000. Ath. skipti á ódýrari Volvo. Volvo 244 DL árg.1982 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 60.000. Verð 370.000. Volvo 244 GL árg. 1981 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 39.000. Verð 390.000. Volvo 244 GL árg. 1981 - beinskiptur með yfirgír og vökvastýri, ekinn 44.000. Verð 380.000. Volvo 244 GL árg. 1980 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 67.000. Verð 320.000. Volvo 244 GL árg. 1980 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 80.000. Verð 310.000. Volvo 244 GL árg. 1979 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 57.000. Verð 275.000. Volvo 244 GL árg. 1979 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 66.000. Verð 270.000. Ath. skipti á minni Volvo. Volvo 244 DL árg. 1979 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 66.000. Verð 260.000. Volvo 244 DL árg. 1978 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 58.000. Verö 230.000. Volvo 244 DL árg. 1978 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 90.000. Verð 230.000. Volvo 244 DL árg. 1977 - sjálfskiptur, ekinn 78.000. Verð 190.000. Volvo 245 GL árg. 1982 - beinskiptur með yfirgír og vökvastýri, ekinn 29.000. Verð 460.000. Volvo 245 DL árg. 1982 - beinskiptur með vökvastýri, ekinn 40.000. Verð 430.000. Ath. Skipti möguleg. Volvo 245 GL árg. 1980 - sjálfskiptur með vökvastýri, ekinn 95.000. Verð 330.000. Volvo.343GLS árg. 1982 — beinskiptur, ekinn 15.000. Verð 340.000. Volvo 343 DL árg. 1982 - beinskiptur, ekinn 35.000. Verð 280.000. Volvo 345 GLS árg. 1981 - beinskiptur, ekinn 39.000. Verð 290.000. \U n SUÐURLANDSBRAUT 16 - SÍMI 35200 ■ Sundurskorin afgasþjappa. Efri hlutinn er forþjappan sjálf, hún sogar inn í miðjunni og blæs út um stútinn sem sést til hliðar, fyrir neðan er túrbínan eða hverfillinn með framhjáhlaupsventli innbyggðum í snigillagað húsið. Stífleiki gormsins ræður hámarksþrýstingi þjöppunnar með því að hleypa framhjá túrbínunni þegar ákveðnum þrýstingi er náð. Bregðist þessi ventill og þrýstingur inn á vélina eykst mikið, eyðileggst vélin á svipstundu. Fæst orka fyrir ekkert með TURBO? ■ Fyrir mörgum er þetta fínt og flott, lýsir af krafti og orku, er gæjalegt og töff. En hvað er raunverulega meint með turbomerkinu sem prýðir sífellt fleiri bfla? Turbo er stytting úr enska orðinu turbosupercharger, og réttnefni á íslensku væri útblástursdrifin miðflóttaafls- forþjappa, ekki beint þjált orð enda oft stytt í pústþjappa. Pústþjappan er í tveim að- skildum hlutum, sem eru túr- bína og forþjappa. Túrbínan virkar alveg eins og túrbínurnar í Kröflu og Sigöldu, nema í stað vatns eða gufu er það afgas bílvélar sem snýr margblaða hverflinum í þéttu húsinu sem kallaður er snigill vegna lögun- arinnar. Til þess að ná upp nægilegum snúningi þarf töluvert mikið af hraðfara útþöndu útblásturs- gasi, þannig að í hægagangi er túrbínan nærri kyrrstæð og nær fyrst upp snúningi þegar vélin er á fullri gjöf og töluverðum snún- ingi. Þetta orsakar þá eiginleika margra pústþjöppubúinna bíla að krafturinn kemur allt í einu þegar vissum snúningshraða er náð, þá túrbínan nær allt í einu nýtingarsviði sínu. Á sama öxli og túrbínan er dæla sem dælir fersku lofti inn á vélina. Þessi dæla notar lögmál miðflóttaaflsins til þess að kasta loftinu út frá miðju spaðahjóls- ins og út í snigilinn þar sem það safnast saman í einn stút og þrýstist í soggreinina. Eins og við þekkjum þarf ákveðinn lág- markshraða og lágmarksorku til þess að sveifla fullri vatnsfötu í hring án þess að hellist úr og sama gildir um miðflótta- aflsdælu, hún virkar ekki nema hún snúist nógu hratt. Þess vegna er afar mikilvægt að túrbínan sé valin af nákvæm- lega réttri stærð og gerð fyrir þjöppuna og öfugt, og ekki síður að þjappan og túrbínan séu nákvæmlega réttar fyrir vél- ina sem þær eiga að þjóna. Ef valið misheppnast nær túrbínan (hverfillinn) jafnvel ekki þeim 30-50 þúsund snúningum á mín- útu sem hún þarf til að fara að skila orku til þjöppunnar, sem þarf svipaðan snúning til þess að fara að skila frá sér þrýstingi. Hvimleiður galli sem erfitt er að ráða við er töfin sem verður oft frá því að ökumaður gefur snögglega í og þar til orkan skilar sér. Forþjappan þarf þá skyndilega að auka snúnings- hraðann frá næstum engu og upp í 30-80 þús. snúningum á mínútu á augabragði til þess að þrýsta loft/bensín blöndunni inn í strokkana þar sem orkan myndast. Þetta er kallað „turbo-lag“ á ensku og mætti kalla þjöpputöf eða túrbótöf á íslensku og er eina ástæðan fyrir því að bíla- framleiðendur eru í æ ríkari mæli að snúa sr að annarskonar og þá beintengdum forþjöpp- um. Höfuðástæðan er þó líklega sú að „túrbóbílar“ eru óhemju frekir á bensín þrátt fyrir mikl- ar framfarir á því sviði síðustu ár. í fyrstu var því haldið fram að „túrbóið auki kraftinn um 50-100% og bíllinn eyði minna“, þar sem túrbínan nýti annars ónýtta orku útblásturs- ins. En reynslan hefur sýnt og sannað að venjuleg óblásin vél eyðir miklu minna í daglegri notkun en rúmtaksminni vél með afgasforþjöppu og sömu hestaflatölu. Við það bætist skortur á snúningsátaki við lágan vélar- snúning, mikil hitamyndun í vélarrúminu og álag á vélina, atriði sem vega þungt að hinu einhliða hástemmda lofti sem yfirleitt er hlaðið á þetta fyrir- brigði tækninnar. Kappakstur er þar sem af- gasdrifna forþjappan á virki- lega heima, þar sem minni áhyggjur þarf að hafa af eyðsl- unni og hægt er að pína um 300% meiri orku út úr vél með forþjöppu og millikæli en jafn- stórri vél án forþjöppu. Sú reynsla sem er að safnast með- al kappakstursmanna núna á síðan eftir að leiða af sér langtum fullkomnari púst- þjöppumótora en nokkurn þeirra sem við þekkjum nú í dag. Nú þegar eru komin í framleiðslu túrbínuhjól úr keramikefni sem stórbæta nýtnina og snarminnka töfina. Það eru japanirnir sem eru fremstir á því sviði núna enda heimsins stærstu framleiðend- ur forþjappa og forþjöppu- véla. Bæði þaðan og frá ýms- um evrópskum framleiðend- um munum við fá hugsanlega seint á næsta ári forþjöppu- búna bíla úttroðna af nýjustu tækni sem munu loks standast raunhæfan samanburð við venjulega óblásna bíla, en varla fyrr. .AA.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.