NT - 06.07.1984, Blaðsíða 24

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 24
 nir Föstudagur 6. júlí 1984 24 LU Útlönd Chile: Gífurlegt tjón vegna óveðurs Santiago-Keutcr ■Hríðarbyljir, gífurleg úrkoma og ofsarok hafa geisað um nær allt Chile undanfarna fjóra daga og að minnsta kosti 10 manns hafa látist, 51 er saknað og 5500 manns hafa misst heimili sín af völdum þessa. Snjóflóð féll úr Andesfjöllum á landamærastöð milli Chile og Argentínu á miðvikudagskvöld þar sem fjórir fórust og 44 er enn saknað. 20 manns komust lífs af. Björgunarsveitir hafa enn ekki komist á vettvang vegna snjókomu og skafrenn- ings en 12 mönnum tókst að brjótast til nálægs skíðahótels í Portillo. Læknir fannst helfrosinn í bíl sínum á þjóðveginum við Por- tillo, en þar eru 300 skíðamenn veðurtepptir. Kona og barn drukknuðu í hafnarbænum Vina del Mar þegar skipaskurður flæddi yfir bakka sína í miðbænum. Óveðrið hefur eyðilagt vegi, brýr og járnbrautarteina. Síma- kerfið er í ólagi og orkuver hafa stöðvast, svo og námaiðnaður landsins. Sovétríkin: Hveitiuppskeran léleg Tryggja sér bandarískt hveiti Washington-Reuter ■ Sovétríkin keyptu í vikunni 1.2 milljón tonn af hveiti á bandaríska markaðinum, að því er landbúnaðarráðuneytið skýrði frá. Þrír mánuðir eru nú liðnir síðan Sovétmenn keyptu Moskva: KGB handtekur ameríska sendiráðsmenn Moskva-Reutcr ■ Tveir bandarískir sendiráðsstarfsmenn voru handteknir af öryggislög- reglunni KGB í gær og sakaðir um starfsemi sem samrýmdist ekki stöðu þeirra sem sendiráðs- manna. Mennirnir, Jon Purnell og George Glass voru handteknir þegar þeir voru að tala við sovéskan borgara á götu í Moskvu og yfirheyrðir í tvær klukkustundir áður en þeim var sleppt. í yfirlýs- ingu frá sendiráðinu er því neitað að mennirnir hefðu gert nokkuð það af sér sem gæti talist óviður- kvæmilegt miðað við stöðu þeirra. Purnell vinnur í þeirri deild sendiráðsins sem fylgist með hvort Sovét- menn virði mannréttinda- klásúlurnar í Helsinkisátt- málanum. Sendiráðið hef- ur fylgst grannt með máli vísindamannsins Andrei Sakharov og konu hans Yelenu Bonner. Arthur Hartman, sendi- herra Bandaríkjanna í Moskvu varaði í síðasta mánuði stjórnvöld í Sovét- ríkjunum við að Washing- ton hefði áhyggjur af yfir- gangi Sovétmanna við sendiráðsmenn og amer- íska blaðamenn. Kvörtun Hartmans fylgi í kjölfar frétta, sem síðan voru bornar til baka af Tass, að ameríska vararæðismann- inum í Leningrad, Ronald Harms, hefði verið mis- þyrmt af hópi manna fyrir utan kaffihús. hveiti frá Bandaríkjunum. Fregnir hafa borist um að slæmt útlit sé með hveitiuppskeru í Sovétríkjunum í ár og að hún verði jafnvel enn minni en í fyrra, en þá var heildaruppsker- an aðeins 190 milljónir tonna. Pað hveiti sem Sovétmenn eru nú að tryggja sér er í háum gæðaflokki, sem þykir bcnda til, að sovéska uppskeran verði léleg að gæðum og einkum hæf til skepnufóðurs. ■ Jury Aleshin. Ballett- dansari strokinn ■ Sovétmönnuum gengur illa að hemja ballettdansara sína innan landamæranna. Nú hefur enn einn ungur dansari stungið af og beðist hælis í útlöndum. Hinn 25 ára gamli Juri Aleshin var á menningarferðalagi í Jap- an með Filharmoniska ballettin- um í Moskvu. Eftir 10 daga sýningarferðalag um Japan var haldið kveðjusamsæti í borginni Shapporo. Þaðan tókst Aleshin að sleppa frá varðmönnum lista- fólksins og fór rakleiðis í banda- rísku ræðismannsskrifstofuna og óskaði eftir að fá hæli í Bandaríkjunum sem pólitískur flóttamaður. ■ Sovéskur kjarnorkukafbátur. Fyrir skömmu sigldi bandaríska flugmóðurskipið Kitty Hawk á sovéskan kafbát undan strönd Japans þar sem kafbáturinn sigldi með sjónpípuna uppi. Einn af þeim árekstrum milli sovéska og bandaríska flotans sem valda mönnum nú auknum áhyggjum. Hættan á gereyðingarstyrjöld eykst: Smáatriði gætu hleypt kjarnorkustríði af stað f. rtl nn CI/\V/\*. efofnimm i CtnbLUyvlnvi rwv - að sögn fræðimanna London-Reuter ■ Mistök herja risaveldanna á sjó, landi og í lofti hafa vakið ótta um að síys, eða misskiln- ingur geti komið af stað átökum eða jafnvel kjarnorku- styrjöld. Vitað er um að minnsta kosti fimm tilvik síðan í októ- ber þar sem árekstrar hafa orðið milli sjóherja Sovét- manna og Bandaríkjamanna og tvisvar hafa bandarískar þyrlur villst af leið og komið af stað deilum. í apríl urðu einnig deilur vegna sovéskrar herþotu sem flaut yfir franska flotastöð en frönsk yfirvöld segja nú að það hafi verið óviljaverk. Bandaríkjamenn halda því fram að Sovétmenn hafi myrt 269 manneskjur með köldu blóði þegar þeir skutu niður suður-kóreska farþegaþotu í september en Rússar segja að þotan hafi verið í njósnaflugi. Mikil sprenging í vopnabúri norðurflota Sovétmanna á Kólaskaga er talin hafa orðið vegna mistaka en hætta er á að slíkar sprengingar geti valdið misskilningi á tímum aukinnar spennu í samskiptum stórveld- anna því fórnarlambið gæti hugsanlega talið sprenginguna skemmdarverk. Aukin spenna gæti einnig valdið því að ýfing- ar á sjó brytust út í allsherjar átök eða heræfingar yrðu túlk- aðar sem undirbúningur undir árás. Alvarlegust er þó hættan vegna tölvubilunar. Fyrir fáum árum gaf tölva í Pentagon tvisvar viðvörun um að kjarn- orkuárás væri yfirvofandi og bilunin var ekki staðfest fyrr en eftir nokkrar mínútur. Slíkt gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef risaveldin hefðu kjarnorkuflaugar sínar í viðbragðsstöðu. Lawrence Freedman próf- essor við Kingsháskólann í London heldur því fram að á tímum mikillar spennu gætu smáatriði komið af stað styrjöld, allt frá því að forseti Bandaríkjanna þyrfti að gang- ast undir aðgerð til óeirða í nágrenni Moskvu. Þrátt fyrir að risaveldin séu aðilar að samningi um atvik á sjó, sem ætlað er að minnka spennu, telja vestrænir sendi- menn að slíkum atvikum muni fjölga. Flotar risaveldanna stækka stöðugt og heræfingar gerast tíðari. Þessar heræfingar valda mörgum áhyggjum. Banda- ríkjamenn halda tíðar her- æfingar í Honduras og Nicar- aguastjórn heldur því fram að þær séu undirbúningur undir innrás í landið. Sovéskar her- æfingar hafa einnig valdið taugatitringi, og í vor sendu Sovétmenn 60.000 hermenn til æfinga í Austur-Evrópu og í vor héldu þeir víðtækustu flotaæfingar á Atlantshafi frá upphafi. NATO-ríkin segja nú að aðgerðir sem tryggja eiga gagnkvæmt traust séu nú á viðræðustigi á afvopnunarráð- stefnunni í Stokkhólmi og eigi þær að koma í veg fyrir að styrjöld geti hafist af misgán- ingi. Tillögur NATO í þessa átt eru m.a. um að setja strang- ari reglur um tilkynninga- skyldu um heræfingar, er- lendum sendimönnum skuli boðið að fylgjast með þeim og nákvæmari upplýsingar verði veittar um æfingarnar. Ótti um skyndiárás hefur valdið því að stórveldin halda þeim möguleika opnum að kjarnaflaugar verði hafðar í viðbragðsstöðu svo hægt sé að skjóta þeim á loft fyrirvara- laust ef viðvörun berst um árás andstæðingsins. Moskva hót- aði að setja flaugar sínar í viðbragðsstöðu eftir að mið- drægar bandarískar eldflaugar voru settar upp í Evrópu í fyrra. Þessi möguleiki hefur valdið mönnum áhyggjum vegna hættu á tölvubilun. 1 von um að koma í veg fyrir kjarnorkustríð hafa Moskva og Washington undanfarið verið, að semja um að endur- nýja „heitu línuna“ svokölluðu sem opin hefur verið á milli borganna undanfarin 20 ár. Þessar viðræður hafa verið ár- angursríkar að sögn banda- rískra embættismanna. Öldungadeild Bandaríkja- þings samþykkti í síðasta mán- uði að komið verði upp kjarn- orkustríðshættumiðstöðvum í Washington og Moskvu þar sem herfræðingar og sendifull- trúar verði á vakt allan sólar- hringinn, til að reyna frekar að koma í veg fyrir misskilning. Slíkar stöðvar gætu afstýrt því að kjarnorkuárás frá þriðja aðila yrði túlkuð sem árás frá öðru hvoru risaveldanna og þannig komið í veg fyrir alls- herjarstyrjöld.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.