NT - 06.07.1984, Blaðsíða 9
Fcstuaagur 6. júlí 1984 9
Verða Rollsarnir seldir úr landi?
■ Oft er skammt stórra högga á
milli. Kraftmikið Porsche-umboð var
stofnað í vor og nú á dögunum komu
fyrstu eintökin af „Besta bíl heims-
ins“ (kjörorð Rolls-Royce er „The
worlds’best car„) heim á kaldan klak-
ann á vegum nýstofnaðs Rolls-Royce
umboðs, íslenskra Eðalvagna. Hinir
6 kornungu og geysibjartsýnu nemar
sem slógu saman í hlutafélag rétt eftir
áramótin síðustu hafa keypt og flutt
heim ekki bara einn, heldur tvo Rolls-
Royce bíla sem eru nú til sýnis og
sölu.
Annar þeirra er fannhvítur Rolls-
Royce Silver Shadow af árgerð 1972
sem hefur verið í eigu sama olíufurst-
ans í Kuwait frá upphafi, þar til hann
hafði bílinn með sér í innkaupatúr til
Lundúna og keypti nýjan Rolls-
Royce Silver Spur.
Piltarnir íslensku keyptu bílinn eft-
ir að verkstæði Rolls-Royce hafði
yfirfarið hann fyrir um 4000 ster-
lingspund (nýr Mini kostar innan við
£3000 í Bretlandi) og endurnýjað
sandblásið lakk.
Hinn er sýnu eldri, en mun verð-
mætari. Hann var smíðaður árið 1961
fyrir háttsettan starfsmann í utan-
ríkisráðuneyti hennar hátignar Elísa-
betar Bretadrottningar, en þessir
Phantom V voru eingöngu smíðaðir
eftir pöntun og eftir óskum kaupanda
um útbúnað og innréttingu.
Þessi risastóri dumbrauði og svarti
vagn er meðal annars útbúinn raf-
drifnum rúðum (þar með talið gler-
skilrúmið milli „Jeeves“, ökumanns
og „M’lord") handskornum kristal í
bar sem smíðaður er eins og aðrar inn-
réttingar úr sérstaklega völdum
háglansslípuðum hnotuviði, og sjón-
varpi með myndsegulbandi.
Báðir bílarnir geyma stóra, lág-
þrýsta Rolls-Royce V8 vél bak við
skírasilfur vatnskassahlífina, sem ver-
ið hefur einkaleyfisverndað ein-
kennismerki Rolls-Royce frá upphafi
til dagsins í dag, stór lóðrétt og virðu-
leg. Og svífandi þar yfir er „The Fly-
ing lady“ (eða „Emily" eins og hún er
oft nefnd) í sínum hálf-nakta tígu-
leika. í byrjun (Rolls-Royce var
stofnað fyrir fyrri heimsstyrjöld) þótti
mörgum sómakærum löfðunum sem
fengið höfðu strangviktoríanskt upp-
eldi sem fögur fáklædd stúlkan bryti í
bága við almennt siðgæði, en varla
nú á dögum - enda komin hefð á „Em-
ilíu“ sem ekki má brjóta.
Þega blm. NT átti að skrifa um
þessa bíla gerði hann sér grein fyrir
því að nafnið og það sem stendur fyrir
þurfa hreinlega enga kynningu. En
hvað um þetta nýja umboð, íslenska
Eðalvagna h.f.? NT ræddi við stjórnar-
formanninn Ólaf Arnarson og hina
eigendur íslenskra Eðalvagna, Jens
Þór Svavarsson, Hilmar Sigurbjörns-
son, Ingva Þór Thoroddsen og Jón
Scheving Thorsteinsson.
„Við höfum gengið með þessa
bakteríu lengi“, segja þeir, „en það
var núna um áramótin síðustu sem
skriður komst á málin fyrir alvöru og við
stofnuðum hlutafélag. Við fórum þá
bæði í umboðið í Sviss og til verk-
smiðjanna í Crewe í Englandi. Samn-
ingar tókust, Crewe menn bentu okk-
ur á einn umboðsaðila sinna í London
sem hafði þennan hvíta bíl til sölu.
Hann er með vinstri handar stýri, sem
er auðvitað mjög sjaldgæft í Bret-
landi, og í mjög góðu standi. Við fest-
um kaup á honum, og Phantomin-
um, og sendum þá heim. í Silver Spi-
ritinn höfum við fengið nokkur tilboð
sem við munum skoða og meta.
„Phantominn ætlum við að eiga
sjálfir, a.m.k. fyrst um sinn, og láta
lagfæra allt sem ekki er í fullkomnu
standi.
Bíllinn verður til leigu, að sjálf-
sögðu með einkennisklæddum
„chauffeaur“ og ætti að vera boðlegur
hvaða þjóðhöfðingja sem er, því þessi
nærri þriggja tonna hestlausi vagn er
sömu gerðar og sá fínasti sem hennar
hátign Elísabet Bretadrottning hefur
til umráða, með öðrum orðum er
þetta fínasti bíll heims!
„Hvernig verður þjónustu við bíl-
ana háttað?"
„Við opnum skrifstofu nú á næst-
unni þar sem gefnar verða allar upp-
lýsingar varðandi Rolls-Royce. í
samráði við Rolls-Royce-verksmiðj-
urnar rnunum við fá sérfræðinga í
hverju fagi fyrir sig, s.s. rafkerfi,
vökvakerfi, sjálfskiptingu o.s.frv. til
að annast viðhald. Varahluti verðum
við lítið með á lager, en verksmiðjan
hefur ábyrgst hraðsendingar gegn telex-
skeyti héðan, og Bretland er einna
næst okkur hvað varðar samgöngur,
þannig að frestur verður mjög
skammur. Nú í næstu viku er von á
sérfræðingi frá Crewe til þess að líta á
aðstæður hér og gefa ráðleggingar.“
Að öllum líkindum verður enginn
til að kaupa nýjan Rolls-Rovce, því
verð þess ódýrasta er áætlað um 6
milljónir. En eins og Rolls-Royce
menn benda sjálfir á, er verð á sama-
og-nýjum Rolls ekki ósvipað verði
nýs Benz, ekki síður hér þar sem toll-
ar á notuðum bíl eru lægri en á nýjum.
Ekki er þó von á að verðið verði
lægra en um ein milljón króna á not-
uðum Rolls, þar sem (slenskir Eðal-
vagnar munu aðeins flytja inn vel með
farna bíla.
Verður fyrirkomulagið það að
fluttir verða inn bílar séstaklega fyrir
hvern kaupanda fyrir sig eftir óskum
og efnahag.
En eru ekki íslenskir Eðalvagnar
byggt á bjartsýninni einni? - spyrjum
við eigendurna sem allir eru rúmlega
tvítugir.
„Nei, alls ekki, þá hefði verksmiðj-
an aldrei veitt okkur umboðið. Þetta
var stofnað af óbilandi áhuga og það
mátu Englendingarnir afar mikils.
Við eigum von á að fleiri bílar bætist í
hópinn fljótlega, og ætlum að vera í
þessu a.m.k. þar til þeir ganga úr sér.
Eftir 50-60 ár auðvitað.“
Að lokum vildu þeir félagarnir
þakka þeim u.þ.b. 2000 manns sem
komu til þess að skoða bflana í sýningar-
sal Fiatumboðsins Egils Vilhjálms-
sonar, og við ljósmyndari NT horfð-
um stórum augurr. á eðalvagnana
renna á braut í kvöldsólinni.
AA.
• •
abriel
Oruggir
höggdeyfar
A GOÐU
VERÐI
Póstsendum
samdægurs.
Úrvalið er
hjá okkur
Simi 36510-83744
G.S. varahlutir
Hamarshöfða 1.
Opið alla daga
kl.9-19
/
/ Notaðir
/ bílar
FORDHLISINU
Opið laugardaga
kl. 10-17
Bílaleiga
Bílakjallarans.
Sími 84370.
Ekki til sölu.
Ford Bronco Custom 1982, hvítur beinsk., o/D, 950.000
Ford Bronco Ranger XLT1978 (góð kjör), 550.000
Ford Fairmont Allont station 6 cyl„ A/T, grár, 190.000
Ford Mustang Ghia, 3 dyra, 6 cyl„ A/T, hvítur, ek. 34.000 450.000
Suzuki Fox jeppar 1983, grár/blár, ek. 8.000, 290.000
Ford Cortina 1300,1979, blár, ek. 40.000 145.000
Ford Cortina GL 1600, grár 155.000
Mazda 929 station, 5 dyra, blár, 1981 270.000
Mazda 929 LDT, 4 dyra, blár, 1982, ek. 24.000 380.000
Mazda 929, 4 dyra, 1982, grænsans, ek. 31.000 340.000
Mazda 929 4 dyra, 5 gíra, 1980, grár, ek. 41.000 250.000
Honda Civic, 4 dyra, 1982, rauður 280.000
IHonda Civic, LX, 2 dyra, 1979, grár, 200.000
Toyota Celica, 5 gíra '81, rauður, ek. 33.000 330.000
Saab 900 turbo, 1980, grænn, 420.000
BMW 518,4 dyra, 1980, blár, ek. 54.000 350.000
Merc. Benz 280,4 dyra A/T (nýinnfl.) Ijósblár, 690.000
Dodge húsbíll, 1977, fallegur 395.000
GMC húsbíll, 78, fallegur 380.000
Citroén Pallas CX 2400 1978 230.000
Hraðbátur m/mótor og vagni (14 feta), 160.000
Takiö eftir.
Hægt er að fá einstaka bíla á fasteigna-
tryggðum skuldabréfum til 2-3 ára
með 20% vöxtum.
Sölumenn: Jónas Ásgeirsson, Þorsteinn Kristjánsson, Ásgeir Bjarnason og
Ragnar Sigurðsson.
Framkvæmdastjóri: Finnbogi Ásgeirsson.
ATH. Vegna mikillar sölu vantar allar gerðir af
góðum sölubílum á skrá.
BÍLAKJALLARINN
Fordhúsinu v/hlið Hagkaups.
Sími 85366 og 84370