NT - 06.07.1984, Blaðsíða 6

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 6
 Föstudagur6. júlí 1984 6 Úr fjötrum verðbólgu, óvissu, stöðnunar og skuldasöfnunar - ábyrgðarleysi að hverfa frá þeim verkefnum sem framundan eru - eftir Harald Ólafsson, alþingismann ■ Nokkrir framámenn Sjálf- stæðisflokksins hafa að undan- förnu lýst þeirri skoðun sinni, að Framsóknarflokkinn beri að leggja niður. Ekki er þó Ijóst hvort þessir málsvarar frelsisins telja að það eigi að gerast með valdboði, eða hvort bjóða eigi í flokkinn og leggja hann undir aðra flokka á svip- aðan hátt og gerist með hluta- félög. Sú sérkennilega skoðun, að leggja beri niður tiltekna flokka er nýjasta framlag sjálf- stæðismanna til lýðræðis- skipanar íslenska lýðveldisins og harla sérkennileg afmælis- gjöf til þess á fertugsafmælinu. Ekki veit ég hvort ætlun þess- ara manna með árásum sínum á Framsóknarflokkinn er að grafa undan stjórnarsamstarf- inu, en hitt er augljóst, að við framsóknarmenn hljótum að taka nokkurt mark á þessum skrifum og meta samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn í ljósi þess, að í þeim flokki eru áhrifa- menn, sem greinilega vilja ríkisstjórnina feiga. Enn sem komið er hafa þeir, er mestu ráða um stefnu flokksins ekki tekið undir sönginn um útrým- ingu Framsóknarflokksins, enda í þeirra hópi greindir menn og gjörhugulir sem vita að vandamál efnahagsmála ís- lendinga stafa ekki af tilveru Framsóknarflokksins. Það, sem nefndum sjálf- stæðismönnum er mestur þyrn- ir í augum er Samband ís- lenskra samvinnufélaga, og þar sem þeir telja Framsókn- arflokkinn hinn pólitíska arm SÍS þá er aðförin af flokknum liður í því að gera út af við Sambandið. Auðvitað styðja framsóknarmenn samvinnu- hreyfinguna. Þeir telja það rekstrarform, sem hún boðar og stundar nauðsynlegt og heppilegt við hlið einkareksturs og opinbers reksturs. Á hinn bóginn er ómögulegt að setja jafnaðarmerki milli Framsókn- arflokksins og SÍS. Sambandið er sjálfstæð stofnun, sem tug- þúsundir íslendinga eru félag- ar í,og ístjórn þess og stjórnum dótturfélaga þess eru menn og konur úr öllum flokkum. Vafa- laust má eitt og annað finna að Sambandinu eins og öðrum stofnunum þessa lands. En við framsóknarmenn lítum svo á, ■ Haraldur Ólafsson að með starfsemi sinni renni það styrkum stoðum undir at- vinnulíf landsmanna og tryggi öllum landsmönnum góða þjónustu. Kaupfélögin voru og eru trygging búsetu og hag- sældar víða um land eins og Jónína Jónsdóttir lýsti svo ágætlega í blaðagrein fyrir nokkru. Kaufélögin tryggðu hinum dreifðu byggðum vörur og þjónustu, sem kaupmenn gátu ekki veitt. Það er líka athyglisvert, að sjálfstæðis- menn treysta sér sjaldan til að gagnrýna starfsemi SÍS út um land. Það er ekki fyrr en Sam- bandið festir sig í sessi í Reykjavík, að ramakvein postula frelsisins heyrast. Á höfuðborgarsvæðinu á einka- framtakið að njóta sín án hinn- ar „hættulegu" samkeppni SÍS og kaupfélaganna. Árangurinn réttiætir margt Ríkisstjórn Steingríms Her- mannssonar hefur nú setið í eitt ár og einum mánuði betur. Það er vitað mál, að innan Framsóknarflokks ríkir ekki fullkomin eining um þetta stjórnarsamstarf. í Sjálfstæðis- flokknum voru háværar raddir, sem töluðu gegn samstarfinu. Framsóknarmönnum var ljóst, að samstarf við sjálfstæðis- menn var ýmsum annmörkum háð. Reynslan frá ríkisstjórn Gunnars Thoroddsens var sú að ekki væri unnt að ná sam- komulagi við Alþýðubanda- lagið um nauðsynlegar aðgerð- ir í efnahags - og fjármálum. Bandalag jafnaðarmanna og Kvennalistinn voru lítt þekktar stærðir. Verðbólga var að komast á það stig, að hrun blasti við. Það var ekki annar kostur fyrir hendi en að tveir stærstu flokkar landsins, þeir sem á sjötta áratug hafa skipst á um stjórnarforystu, og nokkrum sinnum starfað saman, urðu að taka á sig þá ábyrgð að reyna að koma verð- bólgunni niður á viðráðanlegt stig, og jafnframt að byggja upp atvinnulíf landsmanna. Stjórn Steingríms Hermanns- sonar gegnir því merkilega hlutverki að leysa þjóðina úr fjötrum verðbóigu, óvissu, stöðnunar og skuldasöfnunar. Auðvitað voru fyrstu aðgerð- irnar harkalegar, - það var sagt fyrir, en þjóðin viður- kenndi réttmæti efnahagsað- gerðanna. Ef til vill var of hart af stað farið, og vera má, að öðru vísi hefði mátt standa að ýmsum hlutum. Hitt er stað- reynd, að verðbólga hefur dregist saman meir en hinir bjartsýnustu gátu vonað. Sá árangur einn nægir til að rétt- læta margt. Gengið hefur verið stöðugra en í mörg undanfarin ár, atvinna er nóg. Kjaraskerð- ingin er það mikil að það verður að bæta hana upp í haust, a.m.k. að hluta. Næsta verkefni ríkisstjórnarinnarerað standa vörð um þann árangur, sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna, og svo að hefja nýja sókn í atvinnumál- um og bæta þannig kjör þeirra, sem mestu hafa fórnað. Smátitringur eðliiegur Galbraith sagði einhvern tímann, að efnahagsaðgerðir hefðu heppnast ef hinir vel- stæðu færu að kvarta. Nú verð ég að játa, að ég hefi ekki heyrt miklar kvartanir frá þeim, nema hvað sumir þeirra eru eitthvað sárir út í SÍS. Lóðauppboðið í Stigahlíðinni sýnir, að nokkur hjón hafa enn ráð á að fá sér skika til að byggja á fyrir andvirði sæmi- legrar íbúðar. (Ég þarf nátt- úrlega ekki að taka fram, að ég styð þessa nýju aðferð Dav- íðs til að ná í borgarsjóðinn peningum, sem þangað hefðu ella ekki komið.) Það er stundum verið að tala um, að það hrikti í stjórnar- samstarfinu. Ekkert er eðli- legra en smátitrings verði stundum vart. Helsta vanda- málið er þó ekki annað en það, ■ „Ganga manna að undanförnu á milli verslana í leit að finnskum kartöflum þó að nóg sé til af öðrum kartöflum bendir ekki til þess að allt sé fengið með því að gefa innflutninginn frjálsan." drjúgan þátt í að tryggja okkur skemmdar og vondar kartöflur öðru hvoru til tilbreytingar. Nú hafa vafalaust margir hald- ið að það væri ódýrara að geyma kartöflur við lægra hitastig, það væri dýrara að hita upp en að hita ekki upp. En þetta er misskilningur. Vegir frjálsrar verslunar eru órannsakanlegir og því skulum við hafa það fyrir satt að kaupmenn hafi ekki haft efni á að geyma kartöflurnar við eðlilegt hita- stig. En að öllu gamni slepptu, sú reynsla, sem nú hefur feng- ist af vísi til breytts skipulags á innflutningi kartaflna gefur til- efni til að staldra við og huga betur að málum áður en lengra er haldið. Ganga manna að undanförnu á milli verslana í leit að finnskum kartöflum þó að nóg sé til af öðrum kart- ■ Árni Benediktsson verið frjáls að öllu leyti og þessi litla tilraun, sem gerð hefur verið hafi ekki getað sýnt varanlegan árangur. Það er sjálfsagt rétt og er vafalaust full ástæða til að huga áfram að hafa þetta aukna frelsi ekki staðist prófið. Frelsið hefur í mörgum tilfellum ekki verið notað til þess að samræma álagningu raunverulegum kostnaði og lækka hana þar sem það hefur í raun verið hægt. Þvert á móti hefur of lág álagning verið hækkuð en of há álagning hefur fengið að standa óbreytt. Rétt er að taka það fram að þetta á ekki við um alla. En það er full ástæða til að vara þá sem óska eftir verðlagsfrelsi við. Það er full ástæða til að vara þá við því að misnota þetta aukna frelsi til hóflausrar álagningar. Aukið verslunarfrelsi á að leiða til hagstæðara vöruverðs og meiri vörugæða. Ef það gerist ekki, ef þessi kenning reynist röng, er hætta á því að þeim sem telja að frjáls verðmyndun sé ekki af hinu góða vaxi fiskur um hrygg. Þá gæti svo farið að Oður til frjálsrar verslunar eftir Árna Benediktsson, framkvæmdastjóra ■ Jæja, þá höfum við haft frjálsar kartöflur á öllum borð- um um skeið. Að vísu eru þær ekki nema hálffrjálsar ennþá. En þvílíkur munur. Nú þarf maður ekki lengur að sætta sig við að fá eingöngu finnskar kartöflur. Maður getur valið sér egypskar, ísraelskar, ítalskar, finnskar, hollenskar og guð má vita hvað. Þær eru svo sem ekkert betri á bragðið þessar frjálsu kartöflur, þær gætu svo sem allar verið finnsk- ar þess vegna. En þær eru frjálsar, að minnsta kosti hálf- frjálsar, og það gerir gæfumun- inn. Þær eru frjálsar og þær eru stoltar. Bresku kartöflurnar, sem Hagkaup fluttu inn, héldu að þær væru komnar hingað til að sigra í þorskastríði og verða frægar. Þær sneru óðar til síns heima aftur þegar þær komust að raun um að hingað voru þær einungis komnar til að vera étnar. Þær egypsku, ísraelsku, ítölsku, hollensku og hvað það heitir nú allt saman, sætta sig að vísu við að vera étnar, en þær láta sig samt ekki fyrir ekki neitt. Þær eru dýrar á sig. Ekkert stoðar, þó að sjö inn- flytjendur keppist um að hafa þær sem ódýrastar. Þær eru miklu dýrari en ánauðugar finnskar kartöflur sem eiga ekkert stolt. Hvernig skyldi það verða þegar alfrjálsar kart- öflur, stoltar eins og fjallageit- ur, mæta hér til leika með aðstoð fjölmennrar sveitar inn- flytjenda. Haldið þið að það verði munur. Þessar frjálsu dýru kartöflur eru að sjálfsögðu með hærri álagningu í krónum talið en ánauðugar kartöflur. Vonandi leiðir það til góðs. Eins og kunnugt er hefur álagning á kartöflur ekki dugað til að geyma þær við lægra hitastig en stofuhita. Það hefur átt öflum bendir ekki til þess að allt sé fengið með því að gefa innflutninginn frjálsan. Ekki hefur tekist að skipuleggja neina herferð lesendabréfa til þess að dásama breytinguna. Jafnvel húsmóðirin í Vestur- bænum, sem aldrei hefur brugðist Morgunblaðinu, þeg- ar lítið hefur legið við, hefur verið þögul sem gröfin. Það er sem sagt ekki allt eins og vera ætti samkvæmt kenn- ingunni. Kenningin um frjálsa verslun segir að hún tryggi betri vöru og lægra verð. Kart- öfludæmið bendir nú ekki til þess að svo sé undir öllum kringumstæðum. Nú má segja að kartöfluverslunin hafi ekki skipulagi kartöfluverslunar- innar og breytingum á því. En það er ekki víst að það leiði til frjáls innflutnings á kartöflum. Þeir sem berjast fyrir því að innflutningurinn sé gefinn frjáls eiga ennþá langt í land með að sanna að það verði jafngott eða betra en núver- andi skipulag. Og það þurfa þeir að sanna. Að undanförnu hefur verið slakað mjög á öllum reglum um álagningu og er verðlagn- ing nú frjálsari en hún hefur verið um mjög langt árabil. Ég ætla ekki að efast um að frjáls verðmyndun sé oftast betri en verðlagshöft. En því miður hafa margir þeirra, sem fengið langur tími líði áður en verð- myndun yrði gefin frjáls að nýju. islandsráðherrann Það er oft erfitt að sanna hvort kenningar standast þegar á þær reynir. Það er vegna þess að sjaldnast er hægt að nota tvær eða fleiri aðferðir saman. Þess vegna er alltaf auðvelt að segja þegar eitthvað nýtt er reynt og það heppnast ekki vel að það gamla hefði reynst ennþá verr ef það hefði ennþá verið í notkun. En einmitt vegna þessa er sjálfsagt að gera samanburð á leiðum þeg- ar þess er nokkur kostur.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.