NT - 06.07.1984, Blaðsíða 18
11
l
Mamma Sylvesters
Stallone í úti-
stödum við lögguna
■ Móðir Sylvesters Stallone
stendur í ströngu þessa dag-
ana. Hún rekur snyrtistofur,
m.a. eina í Las Vegas, og þar
var það, sem lögreglan lét til
skarar skríða og gerði húsleit
fyrir nokkrum dögum. Hún
hefur nú verið kærð fyrir með-
ferð eiturlyfja og ólöglegar
læknisaðgerðir.
Við húsleitina komu í Ijós
ókjörin öll af sterkum kvala-
stillandi lyfjum, svo og róandi.
Öll þessi lyf áttu að brúkast við
snyrtiaðgerðir þær, sem gerðar
voru á stofunni og voru einkum
fólgnar í því að „húðfletta“
fólk í því skyni að nýja húðin,
sem kæmi í stað þeirrar gömlu
og þreyttu, væri slétt og
ungleg. Aðgerðirnarönnuðust
fegrunarfræðingar, sem hafa
vægast sagt bágborna kunnáttu
í læknisfræðilegum efnum.
Jacqueline Stallone bar sig
hið borginmannlegasta, neit-
aði öllum sakargiftum og hélt
því fram að hún yrði fyrir
otsóknum lögreglunnar, vegna
þess að hún neitaði að borga
þjónum hennar mútur. - Þeir
hundelta mig af því að ég er
móðir Sylvesters, segir hún. -
Ég lenti aldrei í neinum vand-
ræðum áður en hann varð
frægur. Talsmaðurlögreglunn-
ar segir aftur á móti að ástæðan
til húsleitarinnar og ákæranna
sé fjöldinn allur af kvörtunum
frá viðskiptavinum frúarinnar
og læknum. Hann heldur því
fram, að við aðgerðirnar hafi
verið notuð hættuleg efni, sem
ekki sé á færi annarra en lækna
að meðhöndla.
Frúin rekur einnig snyrti-
stofu í Flórída og heldur því
fram að meðal viðskiptavina
hennar hafi verið Sophia
Loren, Rosalynn Carter og
Grace prinsessa af Mónakó. I
þessum þrengingum hennar
þustu börn hennar þrjú, Syl-
vester, Frank og dóttirin Toni,
til Las Vegas til að vera henni
til halds og trausts.
■ Jacqueline
Stallone er stolt af
hinum fræga syni
sínum. En hún seg-
ist aldrei hafa lent í
neinum vand-
ræðum fyrr en eftir-
ir að hann varð
frægur
Áfram spretta laukar:
Nýr veitingastaður
í Kópavogi
■ Kópurinn, heitir nýjasti
veitingastaðurinn í Kópavogi
og er til húsa að Auðbrekku
12, 3. hæð og mun hann bjóða
uppá margvíslega þjónustu og
veitingar, eins og veitingahús-
um ber.
Kópurinn hefur risið upp úr
ösku veitingastaðarins Man-
hattan en nokkrar breytingar
hafa verið gerðar á húsakosti
staðarins m.a. hefur gestum
verið veittur aðgangur að hinu
góða útsýni sem staðurinn hef-
ur uppá að bjóða og grafík-
myndir kunnra íslenskra
myndlistarmanna prýða veggi
Kópsins. í aðalsal verða veit-
ingar í hádeginu og á kvöldin
frá 18.00 - 23.00. Um helgar
verður opið frá kl. 18.00-03.00
og þá er hægt að stíga dansspor
eða tvö til að auðvelda melt-
una, en sérréttir hússins verða
steikur hvers konar. Og innan
tíðar verður opnaður hliðarsal-
ur þar sem boðið verður uppá
léttar veitingar.
Veitingamaður og rekstrar-
stjóri Kópsins er Guðmundur
Erlendsson og munu hann og
starfslið hans gera sér sérstakar
vonirum aðKópavogsbúarsjái
sér hag í að njóta þessarar nýju
þjónustu í bænum.
■ Kópurinn er risinn á rúst um Manhattan og þar má njóta
góðra veitinga í vistlegu umhverfi með útsýni yfir Foss-
vogsdalinn.
■ Þó að okkur finnist
Jane taka sig bærilega út
svona fáklædd , er hún
ekki sátt við allar þessar
myndbirtingar af létt-
klæddum stúlkum. - Þó
að ég sjái ekki sólina fyrir
kærastanum mínum, hef
ég samt gaman að horfa á
eftir sætum strákum. Af
hverju eru ekki birtar fleiri
myndir af berum strákum
í blöðunum, segir hún.
Jane tekur sig vel út
fyrir framan myndavélina
- en vill heldur vera á bak við hana
■ Danir hafa nú kvatt
kaldan og blautan júní-
mánuð með litlum sökn-
uði. Stundum hefur þó
gefist tækifæri til að fækka
fötum þar að undanförnu
og þá hefur Jane Jörgen-
sen ekki látið á sér standa.
Jane er 18 ára,en enginn
nýgræðingur í því að sitja
fyrir hjá ljósmyndurum.
Hún hefur í hjáverkum
fengist við það frá 15 ára
aldri, en hefur þó lítinn
áhuga á að leggja slík störf
fyrir sig. Aftur á móti
dreymir hana um að læra
ljósmyndun, en það er
ekki auðvelt fyrir unga
stúlku að komast í læri í
þeirri grein í Danmörku.
Á meðan hún bíður eftir
því vinnur hún skrifstofu-
störf.
Frístundum sínum eyðir
Jane í félagsskap kærast-
ans, Torbens, sem er hár-
greiðslumeistari, og litla,
átta vikna gamla hundsins,
sem henni var færður að
gjöf fyrir nokkrum
dögum. Það er ósköp
notalegt og þá skiptir í
rauninni engu máli hvern-
ig veðrið er.