NT - 06.07.1984, Blaðsíða 3

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 3
 TlíT Föstudagur 6. júlí 1984 3 j ulí Geir viðrar kröfur um hafsbotnsréttindi í suðri: Skref í átt að Rockall ■ „Pctta er gífurlegt hagsmunamál fyrir okkur íslendinga - að mínu viti lang- stærsta hagsmunamál þjóðarinnar í dag“, sagði Eyjólfur Konráð Jónsson, formað- ur utanríkismálanefndar Alþingis, þegar NT ræddi við hann um Rockallmálið svokallaða. Eins og komið hefur fram í fréttum afhenti Geir Hallgrímsson, utanríkisráð- herra, sendiherrum Dana og Breta á íslandi greinargerð til kynningar varð- andi afmörkun íslenska landgrunnsins, sem samin hefur verið að tilhlutan ríkis- stjórnarinnar um hafsbotnsréttindi í suðri. í greinargerðinni, sem jafnframt var afhent írskum stjórnvöldum, eru leidd rök að því, að ísiand beri á umræddu svæði víðtæk réttindi. „Okkar krafa er sú, að við fáum hafsbotnsréttindi, einir eða með öðrum, allt að 700 mílur suður í haf,“ sagði Eyjólfur Konráð. „Menn vita náttúrlega ekki fyrir víst hvaða verðmæti gætu leynst þarna á hafsbotninum. En sam- kvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna tilheyra hafsbotninum allar líf- verur sem ekki hreyfast öðru vísi en með snertingu við botninn, það er að segja allur skelfiskur, krabbadýr og annað slíkt. Svo er ekkert um það vitað hvort á þessu svæði er að finna olíu eða gas,“ sagði Eyjólfur Konráð. Arekstur í Alfheimum ■ Tveir voru fluttir á slysadeild eftir Þá varð annar árekstur á mótum Álf- allharðan árekstur á mótum Álfheima og heima og Gnoðarvogs spölkorn frá fyrri Suðurlandsbrautar. Þar rákust á leigu- slysstað, seint í gærkvöld. Annars var bifreið sem kom vestan að eftir Suður- dagurinn í gær fremur rólegur, að sögn landsbraut og ætlaði inn Álfheima og lögreglu. Lada sem ók vestur Suðurlandsbrautina. Saltfiskverð hækkar enn á heimsmarkaði ■ Saltfiskverð á heimsmarkaði hefur hækkað jafnt og þétt að undanförnu. Eins og komið hefur fram náðist 10 til 12% meðaltals- hækkun á verðinu þegar Sölusam- band íslenskra fiskframleiðenda gerði samninga í vetur og síðan hefur það enn hækkað þótt ekki sé hægt að tala um stökkbreytingar á verðinu. „Við gerðum samningana í vetur í SDR, sem að hálfu þróast með dollarnum. Þvert ofan í allar spár hefur dollarinn hækkað mikið undanfarnar vikur. Það náttúrlega færir okkur fleiri krónur, en veikir líka stöðuna í samképpninni því að okkar helstu keppinautar gerðu sína samninga í veikari myntum“, sagði Friðrik Pálsson, fram- kvæmdastjóri SÍF, í samtali við NT. Friðrik sagði að saltfiskfram- leiðsla væri núna hlutfallslega álíka og hún hefur verið undanfarin sumur, sem náttúrlega þýðir að hún hefur minnkað talsvert vegna afla- samdráttar. Hann sagði, eins og reyndar hefur komið fram, að á vetrarvertíðinni, sem er aðalfram- leiðslutíminn, hefði hún aðeins ver- ið um % hlutar þess sem hún var á vertíðinni 1983. Fatlaðir hjóla ■ Tuttugu félagar úr norskum hjólreiðaklúbb koma til landsins í dag í þeim erindagjörðum að hjóla um ísland. Er um helmingur þeirra fatlaðir. Ætla þau að hjóla frá Keflavík til Reykjavíkur, um Suðurland og austur til Egilsstaða, uþb. 770 km langa leið með við- komu á níu stöðum. Markmið Norðmann- anna er að kynna þennan útivistar- og ferðamögu- leika og er einkunnarorð hópsins: „Ferðafrelsi fyrir fleiri". í BYCGlNGAtf ORUBI HAFA VERIÐ BRAUTRYÐJENDURí oð 3 D A VORUM OG ÞJONUSTU VIÐ HÚS- BYGGJENDUR, SAMANBER HINl ÝMSU AFSLÁTTAR-TILBOÐ OKKAR OG ÞAU VINSÆLU GREIÐSLUKJÖR SEM VIÐ HOFUM BOÐIÐ. I FRAM- HALDI AF ÞESSARI STEFNU ER NÝJASTA TILBOÐ OKKAR NÚ MARGS KONAR. . . CTAIU^DEIHCI II D ÞESSI STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR ER MISMUNANDI MIKILL EFTIR ÞVÍ í HVAÐA DEILD OKKAR ER VERSLAÐ OG FYRIR HVERSU HÁA UPPHÆÐ, EINS OG EFTIRFARANDI DÆMI SÝNA: — DEILD 1 GRÓFAR BYGGINGAVÖRUR: TIMBUR, JÁRN, EINANGRUN, PÍPULAGNINGAREFNI, OFNAR O.FL. Sé keypt fyrir: Kr. 5.000 er 2% afsláttur Kr. 10.000 er 3% afsláttur Kr. 30.000 er 4% afsláttur Kr. 50.000 er 5% afsláttur Kr. 75.000 er 6% afsláttur Kr. 100.000 er 7% afsláttur DEILD 3 MÁLNINGARVÖRUR OG VERKFÆRI Sé keypt fyrir: Kr. 5.000 er 5% afsláttur Kr. 25.000 er 7,5% afsláttur Kr. 50.000 er 10% afsláttur DEILD 2 GÓLFDÚKUR, LÍM, HREIN LÆTIS- OG BLÖNDUNAR- , TÆKI, FLÍSAR, KORKUR O.FLjH Sé keypt fyrir: /\l\ Kr. 5.000 er 5% afsláttur ' Kr. 10.000 er 7,5% afsláttur Kr. 30.000 er 10% afsláttur DEILD 4 GÓLFTEPPI, MOTTUR Sé keypt fyrir: Kr. 5.000 er 5% afsláttur Kr. 25.000 er 7,5% afsláttur^ Kr. 50.000 er 10% afsláttur ÆFTIRFARANDI AF HEILDARUPPHÆÐ ER LÍKA VEITTUR ÞEGAR UPPGJÖR A SKULDABREFI FER FRAM UM LEIÐ OG VIÐSKIPTI EIGA SÉR STAÐ OG ÚTBORGUN ER HÆRRI EN 20%, SEM ER LÁGMARKSÚTBORGUN. EN HAMARKSLANSTÍMI ER HALFT AR. 30 til 40% útborgun er afsláttur 1% 40 til 50% útborgun er afsláttur 2% 50 til 60% útborgun er afsláttur 3% 60 til 70% útborgun er afsláttur 4% 70% útborgun og meira er afsláttur 5% ráð® VERÐINU SJÁLF’. HIN VINSÆLU □ BYGGINGALÁN VIÐSKIPTAREIKNINGAR FYRIR HUSBYGGJENDUR UTTEKT FER FRAM í VIÐSKIPTAREIKNING. GEGN MÁN- ADARLEGU UPPGJÖRI FYRIR 10. NÆSTÁ MANAÐAR EFTIR ÚTTEKTARMÁNUÐINN . UPPGJÖR GETUR VER- ID MEÐ SKULDABRÉFI OG ER ÞA LAGMARKSÚTBORG- UN 20%, EN EFTIRSTÖÐVAR GREIÐAST MEÐ ALLT AD SEX MÁNAÐARLEGUM GREIÐSLUM. KOMIÐ EÐA HAFIÐ SAMBAND VIÐ OKKUR í SÍMA - SAMEIGINLEGA GETUM VIÐ ÁBYGGILEGA KOMIST AÐ HEPPILEGU SAMKOMULAGI. BYGGINGAVORUR HRINGBRAUT 120: Golfteppadeild Timburdeild Malnmgarvorur og verkfæri 28-603 28-604 28-605 Byggingavorur Flisar og hreinlætistæki Solustjori Skrifstofa Harðviðarsala 28-600 28-430 28-693 28-620 28-604

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.