NT - 06.07.1984, Blaðsíða 4

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 4
Föstudagur 6. júlí 1984 4 Verður gripið til valdboðs til að verja nýræktina? Blöndubændur deila um nytjar af heiðalöndum ■ „Nýlegt beitarþolsmat bæði á Auðkúluheiði og eins á Ey- vindarstaðaheiði sýnir glögg- lega að heiðarnar eru u.þ.b. hóflega nýttar með þeim fjölda sauðfjár, sem áformað er að reka þangað í sumar. Hvert hross, sem þangað verður rekið, er því umfram beitarþol heið- anna að því er ég tel,“ sagði Sveinn Runólfsson, land- græðslustjóri, m.a. um ástandið á þessum tveim afréttum sex hreppa í A-Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu. Sveinn hefur setið á löngum og ströngum fundum með sveitarstjórnar- mönnum þessara hreppa og kvað allt verða gert til að ná samkomulagi um að menn hætti við að reka hross á þessar heið- ar, enda hafi mönnum verið Ijóst í allmörg ár að að því mundi koma. Spurður sagði hann það aðeins verða ef í algjört óefni væri komið, að gripið yrði til utanaðkomandi valdboðsaðgerða. Sveinn var spurður skýringa á þeim helmings mun á beitar- þoli afréttanna, sem fram kæmi í skýrslum, sem gefnar voru út með tveggja ára millibili. Hvernig eiga menn að taka mark á slíkri skýrslusmíði? Hann kvaðst taka undir að mönnum væri þarna töluverð vorkun og eðlilegt að þeim gengi illa að skilja þennan gífur- lega mun. (20.000 ærgildi og 10.500 ærgildi). í fyrri skýrsl- unni - sem stuðst var við við gerð Blöndusamninganna - sé byggt á svokölluðu útreiknuðu beitarþoli þar sem að miklu leyti sé stuðst við grunnrann- sóknir, sem fóru fram á 7. áratugnum. Síðari skýrslan byggi á rannsóknum á raunveru- legu beitarþoli miðað við gróð- urfarsástand heiðanna eins og það vars.l. sumar, þarsem fram kom að ástandið var helmingi verra en hið útreiknaða. Á Auðkúluheiði hefur nú þegar verið sáð í um 700 ha af þeim 3.000 ha sem Landsvirkj- un samdi um að græða þar upp á örfoka landi. Sveinn kvað ennþá ekkert benda til annars en að þessar uppgræðslutilraun- ir muni takast, en ljóst sé að dreifa verði áburði á þessa ný- rækt í mörg ár. Hvorki Land- græðslan, Landsvirkjun eða bændur geti unað við að þessi viðkvæma nýrækt verði nöguð upp af hrossum. Fyrst og fremst sjálfstæðismál „Fyrst og fremst held ég að mönnum finnist þetta sjálf- stæðismál, þ.e. að fara ekki einhliða að afsala sér sínum rétti. Sumir búa kannski aðal: lega með kýr og svo hross og það liggur í augum uppi að þeir fara ekki að afsala sér beitarrétti sínum á afréttinni til að færa hann í hendurnar á einhverjum öðrum - menn vilja ráða hvern- ig þeir nýta hann“, sagði Por- steinn Gunnarsson á Syðri- Löngumýri m.a. um afstöðu þeirra Svínvetninga, sem á sveitarfundi felldu tillögu hreppsnefndarmanna um að banna upprekstur hrossa. Uppgræðslu Landsvirkjunar á afréttinni sagði hann ekki eiga að hafa áhrif á búskaparmáta manna. Landsvirkjun eigi að skaffa þær fóðureiningar sem fara undir lón, en það sé hins vegar hcimamanna að ákveða innbyrðis hvernig þær verði nýttar. Þetta séu tvö óskyld málefni. Varðandi skýrslu um ofbeit á afréttinni sagði Þorsteinn menn verða að hafa í huga að hún hafi verið gerð miðað við ástand á afbrigðilegu sumri. „Og skýrsl- ur eru líka alltaf skýrslur - tölur alltaf tölur og vísindamenn alltaf vísindamenn." Þorsteinn kvað menn Iíka verða að athuga það að ef knýja eigi menn til að draga hrossin af afréttinni þá gefi það auga leið að það lendi alfarið á sauðfjár- bændum að manna heiðina í smalamennskur. „Þeir geta þá ekki farið að væla utan í hrossa- bændum eða leggja gjald á jarðir þeirra fyrir fjallskilasjóð, eins og mér skilst að dæmi séu um að gert hafi verið hjá bónda, sem eingöngu rekur kúabú", sagði Þorsteinn. Spurning um leiðir „Innan hreppsnefndarinnar erum við á því að draga verði úr álagi á afréttina og þetta mál snýst einfaldlega um leiðir til þess. Við töldum það auðveld- ast með því að taka af þeim hrossabeitina, en út úr fundin- um kom að fólk vill ekki þá leið ■ Friðmundarvatn á Auðkúluheiði. Beitarþolsrannsóknir, sem gerðar voru með tveggja ára millibili, gáfu mjög ólíkar niðurstöður. ■ Hvað gera menn í Torfulækjarhreppi, sem hafa samið við Landsvirkjun um að reka ekki hross á afrétt ef þeir horfa upp á Svínvetninga reka þangað stóð? og þá verður að taka fækkunina með öðru móti,“ sagði Sigurjón Lárusson á Tindum, oddviti þeirra Svínvetninga. Hvaða aðrar leiðir séu færar sagði hann ekki fullkannað enn sem komið er. Eitt folald eða 13 dilkar „Það virðist vanta beit fyrir um þriðjung þess búfjár sem rekinn var á heiðina í fyrra. Að mati Ólafs Dýrmundssonar, landnýt- ingarráðunauts, og fleiri sem að því starfa, þá er talið að hross hafi tekið nálægt einum þriðja hluta beitarinnar. -Jafnframt er talið að meri með folaldi bíti á við 10 ær með 13 lömbum. Með tilliti til kjötarðs er þetta því trúlega erfitt hlutfall fyrir hross- in gagnvart fénu og því ekki út í bláinn að fyrst sé ýtt við hrossunum," sagði Jóhann Guðmundsson í Holti í Svína- vatnshreppi, m.a. í samtali við NT. Spurður um grasnytjar heimahaga bar Jóhann Ólaf einnig fyrir því að Svínavatns- og Torfulækjarhreppar væru meðal gróðursælustu hreppa landsins, jafnvel gróðursælli en í Rangárþingi þar sem hrossa- kóngar hafa aldrei rekið hross á afrétt. „Það er t.d. einn bóndi hér, sem ekki hefur látið hross sín á afrétt í nokkur ár og hann er með mun vænni hross á haustin en aðrir," sagði Jóhann. Að vísu kvað hann vandamál geta skapast á nokkrum jörðum ef hætt væri að reka hross á afrétt - en það væri hægt að leysa enda sveitarstjórn búin að tryggja sér lönd á leigu til þess og Landsvirkjun boðið fram fjárstyrk. Það virðist hins vegar sáluhjálparatriði hjá sumum að hrossin verði rekin. Þá skeður eitthvað Hvað segja svo og gera menn í Torfulækjarhreppi, sem samið hafa við Landsvirkjun um að reka ekki hross á afrétt, ef þeir horfa svo á Svínvetninga reka þangað stóð? „Við bíðum þangað til eitt- hvað gerist í samningum ellegar að menn fara að reka hrossin - en þá verður sjálfsagt eitthvað sem gerist. Leyfi Landgræðslan einhverjum að reka hross á afrétt þá hljótum við að fara að athuga málin upp á nýtt,“ sagði Torfi Jónsson, oddviti í Torfu- lækjarhreppi, sem sagði menn þó ekkert gera í þessu fyrr en á reyni. Hæstiréttur: Vatnsnesingar reki hrossin um Vatnsdal - dómur undirréttar í upprekstrarmáli staðfestur ■ Á þriðjudag var staðfestur í hæstarétti dómur undirréttar í máli Þverárhrepps gegn hreppsnefndum Þorkelshóla- Ása- og Sveinsstaðahrepps um upprekstur hrossa á afrétt. Var Þverárhreppi gert að greiða allan málskostnað í hæstarétti, 25000 krónur. Deilan stóð um upprekstrar- leið, en þar vildu Vatnsnesing- ar (Þverárhreppsmenn) fá að reka hross sín yfir lendur bænda eins og þeir höfðu gert um nokkurt skeið. Því vildu jarðareigendur aftur á móti ekki una og töldu að hrossin skildu rekin um Vatnsdal og þaðan á umrætt afréttarland. I dómsorði undirréttar sem var staðfest af hæstarétti var sú krafa landeigenda, sem hreppsfélög þeirra voru í for- svari fyrir, talin réttmæt og Vatnsnesingum gert að hlíta henni eftirleiðis. Veiðivötn í júlí: Veiðileyfin nær uppseld ■ „Mér skilst að fólk veiði nokkuð vel í Veiðivötnum núna. Veðurblíðan veldur því líka að fólk er duglegra að vera við þetta,“ sagði Sigríður Theódóra, hús- freyja í Skarði í Landssveit, spurð hvernig veiði og sala á veiðileyfum í Veiðivötnin hafi gengið síðan byrja mátti veiðar þar þann 19. júní s.l. Hún sagði sölu á veiði- leyfum ganga mjög vel, en selja má 40 leyfi á dag. Segja megi að allt sé þegar uppselt út júlímánuð, a.m.k. um all- ar helgar, en helst að eitt- hvað sé laust á virkum dögum í miðri viku. „Fólkið er ánægt, enda veiðihúsin, sem við erum með þarna innfrá, afskaplega vinsæl og veiðin heldur betri en verið hefur, að því er maður heyr- ir“, sagði Sigríður. í Landssveit, sagði Sig- ríður ýmsa bændur byrjaða að slá, suma af fullum krafti, en öðrum fyndist þó tæplega nógu sprottið enn til að hefja slátt af krafti. Lítið sé þar um að menn slái há, og því þyki ekki gott að slá fyrr en tún séu orðin fullsprottin.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.