NT - 06.07.1984, Blaðsíða 5

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 5
Bjart útlit í Laxá í Leirársveit Um 180 laxar voru komnir upp úr Laxá í Leirársveit þegar blaðið fékk fréttir þaðan í gær. Veiðin fór mjög vel af stað, datt svo niður í nokkra daga en er nú að glæðast eftir rigningarnar. Vænn fiskur hefur fengist úr ánni, þann stærsta fékk Garðar Svavarsson, 18 pund, fisk sem tók „Colli-bog“ flugu. Nú er smærri fiskur farinn að ganga í ánna og að sögn veiðimanna er mikið af fiski í ánni og hann genginn upp eftir allri á. Fimm stangir voru í ánni til að byrja með, en nú eftir að útlendingar hófu að veiða í henni eru stangirnar sjö. Útlendingarnir veiða eingöngu á flugu. Dræmt í Miðfjarðará Dræm veiði hefur verið í Miðfjarðará undanfarna tvo þrjá daga, en hún var ágæt fyrstu dagana eftir að áin opnaði 18. júní. Til að byrja með var veitt á níu stangir en þeim var fjölgað í 10 á sunnudaginn var. Tæplega 180 laxar voru komnir á land á þriðjudag, og er það talsvert meira en á sama tíma í fyrrasumar. Veiðitölur hjá því holli sem nú er að veiðum liggja ekki fyrir, en þó fréttist síðdegis í gær að eitthvað væri að lifnayfir. Laxinn íMiðfjarðaráervænn. Útlendingar byrjaðir í Haff jarðará Haffjarðará opnaði 15. júní og voru íslendingar þar að veiðum þar til nú fyrir nokkrum dögum, en nú eru útlend- ir laxveiðimenn teknir við . Veitt er á 16 stangir og hefur veiðin verið mjög góð, betri en mörg undanfarin ár, að sögn Óttars Ingvarssonar, veiðivarðar. Ekki liggja fyrir nákvæmar veiðitölur, en Óttar sagði að laxinn væri genginn upp um alla á og að hann væri vænn. Þegar hefðu fengist nokkrir 15 punda. Gott í Elliðaánum Meira en 230 fiskar voru komnir upp úr Elliðaánum í hádegishlénu í fyrra- dag. Veiðin undanfarið hefur verið mjög góð og þykir ekki tíðindum sæta þótt menn fái fimm til sjö fiska á stöng á hálfum degi. í gegnum teljarann voru komnir 292 fiskar og í gær fékkst einn 15 punda á flugu úr ánum og eru þá komnir tveir 15 punda í sumar. Stærri fiskar hafa ekki fengist. Sérstætt fjársvikamál: Sveik út fisk og seldi í Reykjavík ■ Rannsóknarlögregla ríkisins (RLR) vinnur nú að rannsókn allsér- stæðs fjársvikamáls 43 ára Reykvík- ings. Mun maðurinn hafa keypt fisk á nokkrum stöðum á Suðurnesjum, en aldrei greitt fyrir hann, heldur haldið með fiskinn beinustu leið til Reykjavíkur og selt hann þar. Tókst manninum að svíkja út rösklega 10 þúsund kr. með þessum hætti. Maðurinn mun hafa keypt um 100 kg af skötu og öðru góðmeti á hverjum stað og bar því ætíð við að hann myndi koma aftur seinna og gera upp við fisksalanna. Lét hann ennfremur að því liggja að hann hefði hug á frekari kaupum. Er engar efndir urðu á því fór fisksalanna að gruna að maðkur væri í mysunni og í lok júní kærðu fisksalar í Hafnarfirði og Garði athæfi mannsins til RLR. Auk þessara staða mun maðurinn hafa svikið út fisk í Grindavík og Vogum. A fimmtudag í síðustu viku var Reykvíkingurinn í Sandgerði og var verið að vigta fyrir hann fisk, er einhver á staðnum bar kennsl á manninn. Var kaupunum riftað þeg- ar í stað og hann handtekinn daginn eftir. Þá tengist þessu máli skjalafals- brot, en eitthvað mun vera gruggut varðandi kaup Reykvíkingsins á bíl þeim sem hann notaði við iðju sína. Pantanir óskast staðfestar. Munið okkar /. greiðsluskilmála. Nota ma mbmh kortin til útborgunar á samningi. tssnw Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Sími 10600 Húsgagnadeild - Sími 28601 vtsa 11 Bílasýninqaœdict hejfur heltekict~&kkur ÞAÐ VERÐA ÞRJÁR UM HELGINA, HVER ANNARRIBETRI Á AKRANESI: LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 10-18 Í BÍLASÖLU HINRIKS VIÐ VALLHOLT. SÖLUMAÐUR FRÁ INGVARI HELGASYNI HF. VERÐUR Á STAÐNUM. Á REYÐARFIRÐI: LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17 BÍLASÖLUNNI LYKLI, BÚÐAREYRI 25. SÖLUMAÐUR FRÁ INGVARI HELGASYNIHF. VERÐUR Á STAÐNUM. í REYKJAVÍK: LAUGARDAG OG SUNNUDAG KL. 14-17 AÐ MELAVÖLLUM VIÐ RAUÐAGERÐI OG AUÐVITAÐ VERÐA OKKAR MENN Á STAÐNUM. HJÁ 0KKUR ER: FJÖLBREYTNIN MEST 0G KJÖRIN BEST. qr _Ll INGVAR HELGASON HF. Sýningarsalurinn/Rauðagerði, simi 33560.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.