NT - 06.07.1984, Blaðsíða 27

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 27
 ■ Ásbjörn Björnsson skorar annað mark KA í leiknum gegn Val í gær. Ásbjörn og aðrir sóknar- menn á vellinum stóðu í ströngu í leiknum. Leikur- inn var opinn og bauð upp á mörg færi sem hefðu getað orðið mörk. Þau urðu líka fjögur á meðan á venjulegum leiktíma stóð, tvö í framlengingunni á eftir, og í vítaspyrnukeppn- inni voru skoruð 9 mörk úr 12 spyrnum. Áhorfendur fengu því nóg fyrir aurana SÍna. NT-mynd Ámi Bjarna Fundur Olympíu- nefndaríslandsígær: Fjórum nýjum bætt ■ Olympiunefnd ís- lands ákvað á fundi sínum í gær að bæta fjórum íþróttamönnum við þann hóp sem þegar hefur ver- ið valinn til farar á Olympíuleikana í Los Angeles til að keppa þar fyrir íslands hönd. Þau eru Árni Sigurðsson sundmaður úr Vest- mannaeyjum, íris Grön- feldt spjótkastari úr UMSB og siglinga- mennirnir Gunnlaugur Jónasson og Jón Péturs- son. íris Grönfeldt spjót- kastari varð á dögunum bandarískur háskóla- meistari í spjótkasti, og náði þar alþjóðlegu lág- marki í greininni, er hún kastaði 56,14 metra. íris á góða möguleika á að komast í úrslit í greininni í L.A., þó hún sé um 16 metra frá heimsmeti, því miklu munar á þeim bestu og þeim sem síðan koma næst í spjótkasti kvenna. Árni Sigurðsson hefur æft í Bandaríkjunum sl. ár, og náð góðum árangri á íslenskan mælikvarða í bringusundi. Hann veitti Tryggva Helgasyni Olympíufara allharða keppni á síðasta meist- aramóti. Siglingamennirnir Gunnlaugur og Jón eru færir í sinni grein, hafa keppt erlendis nokkrum sinnum á undanliðnu ári, og náð þar ágætum árangri. Bikarkeppni KSI: ■ Þorvaldur Jónsson skíðastökkvari og markvörður KA í knattspyrnunni var hetja liðs síns í gær er það vann 8-7 sigur á Val eftir vítaspyrnukeppni í 16 liða úrslitum Bikarkeppni KSÍ. Þorvaldur varði tvær vítaspyrnur í vítaspyrnukeppninni og lagði þar með grunninn að sigri KA. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 2-2, og 3-3 eftir framlengingu. KA átti fyrsta orðið í leiknum, er Ásbjörn Björnsson skoraði með góðu skoti utan vítateigs. Valsmenn áttu síðan tvö dauðafæri, fyrst Hilmar Sighvatsson sem skaut framhjá fyrir opnu marki, og síðan Guðmundur Þorbjörnsson. Þá, á 18. mín- útu meiddist Birkir Kristjánsson markvörð- ur KA, braut fót og sleit liðbönd, og Þorvaldur Jónsson kom í hans stað. Þor- valdur byrjaði strax með hörkutilþrifum, og varð þrisvar mjög vel á stuttum tíma. KA hafði yfir 1-0 í hálfleik, og Ásbjörn bætti við öðru marki sínu og KA eftir varnarmistök á 47. mínútu. Valur Valsson minnkaði muninn með hörkuskoti af stuttu færi á 61. mínútu, og Bergþór Magnússon komst á auðan sjó á 77. mínútu og jafnaði. KA sótti meira í fyrri helmingi framleng- ingarinnar, og komst síðan yfir í síðari helmingnum. Hafþór Kolbeinsson skoraði af stuttu færi eftir góða sendingu Njáls, 3-2. En Valsmenn börðust áfram, og Þorgrímur Þráinsson skoraði eftir þvögu í vítateignum á lokamínútunni. Valur Valsson skoraði örugglega fyrir Val úr fyrstu spyrnunni, en Bjarni Jónsson jafnaði. Hilmar Harðarson skoraði úr næstu fyrir Val, en Þorvaldur Örlygsson jafnaði 5-5. Guðmundur Kjartansson skor- aði næst, og Ásbjörn jafnaði. Þá varði Þorvaldur, sem alltaf fór í rétt horn, hjá Guðmundi Þorbjörnssyni, og Njáll Eiðsson skoraði af öryggi fyrir KA. Ingvar Guðmundsson jafnaði 7-7 fyrir Val úr fimmtu spyrnunni, og Stefán Arnarson varði hjá Mark Duffield er hann hafði tækifæri á að gera út um leikinn. En Þorvaldur var ekki búinn að segja sitt síðasta, varði sjöttu spyrnu Vals sem Þor- grímur Þráinsson tók og Ormar Örlygsson tryggði sigurinn með fastri spyrnu, 8-7 fyrir KA. \ \L>T' 0 Blaðberar óskast fyrir eftirtaldar götur Neðstaleiti Miðleiti Tjarnargötu Bjarkargötu Hringbraut Síðumúla 15 sími: 686300 Föstudagur 6. júlí 1984 27 Kvennadeildin í knattspyrnu: Óvæntá Isafirði Þorvaldur hetja KA KA vann Val 8-7 eftir framlengdan leik og vítaspyrnukeppni ■ Þrír leikir voru í fyrstu deild kvenna í knattspyrnu í gærkvöld. Ovæntustu úrslitin urðu á ísafirði, þar sem ÍBÍ lagði KR í spennandi leik 2-1. Þá urðu allóvænt úrslit á Akra- nesi, þar sem Valur vann sigur á Akranesi, 3-2. KR-ingar komust í 1-0 á Isafirði. Arna Steinsen skoraði markið í fyrri hálfleik, og þann- ig var staðan í hálfleik. Þá voru KR-stúlkurnar öllu atkvæða- meiri í jöfnum leik, en ísafjarð- arstúlkurnar börðust vel, og höfðu heldur undirtökin í síðari hálfleik. Stella Hjaltadóttir skíðadrottning náði að jafna, og Ingibjörg Jónsdóttir skoraði svo sigurmarkið. Skagastúlkurnar áttu meira í fyrri hálfleiknum gegn Val, en engu að síður hafði Valur 3-0 yfir í hálfleik. Sólrún Astvalds- dóttir skoraði fyrsta mark Vals með skoti frá vítateig, Erna Lúðvíksdóttir bætti öðru við úr aukaspyrnu og Guðrún Sæ- mundsdóttir skoraði þriðja rnarkið með skoti af löngu færi. Ragnheiður Jónasdóttir minnkaði muninn í 1-3 strax eftir leikhlé. og Laufey Sigurð- ardóttir skoraði 2-3 skömmu síðar. Skagastúlkunum tókst síðan ekki að skapa afgerandi færi, og Valsstúlkurnar fór með stigin heim. Breiðablik vann auðveldan sigur á Víkingi í Kópavogi, 5-0. Erla Rafnsdóttir skoraði 3 marka Breiðabliks, Ásta María Reynisdóttir og Sigrún Sævars- dóttir skoruðu hin. Sigur Breiðabliks hefði getað orðið stærri. SRItiyÍHHM SOLUBOÐ ...vöruverð í lágmarki W C/J ZA W W H P o= r C3

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.