NT - 06.07.1984, Blaðsíða 7

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 7
■ ...,J‘að er líka athyglisvert, að sjálfstæðismenn treysta sér sjaldan til að gagnrýna starsemi SÍS út um land. Það er ekki fyrr en Sambandið festir sig í sessi í Reykjavík, að ramakvein postula frelsi s heyrast. A höfuðborgarsvæðinu á einkaframtakið að njóta sín án hinnar „hættulegu" samkeppni SÍS. og kaupfélaganna..." að Þorsteinn Pálsson er utan stjórnar, og getur því ekki sýnt flokksmönnum sínum hvers hann er megnugur sem flokks- formaður, né þjóðinni hvernig hann er lagaður til að fara með völd. Ríkisstjórnin hlýtur að sitja meðan verkefnum henn- ar er ólokið. Hún getur ekki hlaupið frá þeirri skyldu sinni að tryggja bætt kjör með minnkandi verðbólgu og upp- byggingu atvinnulífsins. Það væri fullkomið ábyrgðarleysi að hverfa frá þeim verkefnum, sem nú eru fram undan. Ég gæti orðað það svo, að á þeim þrettán mánuðum, sem liðnir eru frá myndun ríkisstjórnar- innar hafi verið hreinsað til, jarðvegurinn plægður, áætlan- ir gerðar. Nú er kominn tími uppskeru, framkvæmda. Enn verður að fara að með mikilli gát, en þjóðin á rétt á því að hafist verði handa um réttláta skipt- ingu þjóðarauðsins, Fram- sóknarflokkurinn er til, og hana þannig að ekkert fari á milli mála um giidi hennar. Skömmu eftir að bókin um Albert kom út var stofnað nýtt sölufyrirtæki til þess að selja lítið magn af sjávarafurðum til Bandaríkjanna. Fyrirtækið hefur aðsetur í Kaliforníu og ber konunglegt nafn. Það er stofnað samkvæmt kenningu Alberts um að dreifa sölunni til fleiri og smærri aðila. Þetta fyrirtæki hefur nú starfað í heilt ár og er því orðið tíma- bært að bera saman árangur þess og þeirra fyrirtækja sem selja í miklu magni til Banda- ríkjanna. Hefur þetta fyrirtæki selt á hærra verði en sölusam- tökin svo „að stórir gjaldeyris- sjóðir myndist", eða hefur það selt á sama verði þannig að tilkoma þess valdi einungis auknum sölukostnaði? Ekki dettur mér í hug að það hafi selt á lægra verði. Ýmislegt bendir til þess að þessu fyrirtæki hafi farnast vel í þetta eina ár sem það hefur starfað. Fjárfesting þess vestur í Kaliforníu hefur verið mikil og hún hefur verið fjármögnuð að mestu af eigin aflafé, þannig að ljóst virðist að tekjuaf- gangur þessa fyrirtækis sé meiri en hefðbundnu fyrirtækj- anna, sem hafa á síðustu mán- uðum verið með tæpa afkomu. Það er því vel þess virði að athuga hvort þarna er ekki það sem koma skal. Albert Guð- mundsson ætti að beita sér fyrir því að kenning hans yrði sönnuð rækilega í verki með því að birta allar staðreyndir um rekstur þessa fyrirtækis sem virðist renna stoðum undir að kenningar hans séu réttar. Almenningur hlýtur að eiga heimtingu á að fá að fylgjast með svona breytingum á jafn mikilvægum þætti í þjóðar- búskapnum og útflutnings- verslunin er. Royal lceland Skipulag útflutningsverslun- ar hefur verið undir verulegri gagnrýni margra þeirra sem aðhyllast frjálsa verslun. En eins og kunnugt er hafa fram- leiðendur útflutningsvara að verulegu leyti sameinast í sér- stökum sölufélögum um sölu á framleiðsluvörum sínum. Áður en Albert Guðmundsson varð íslandsráðherra bauð hann sig fram til embættis forseta. Hann skýrir svo frá í bókinni Albert að þegar svo var komið hafi honum þótt nokkurs um vert að vita meira um sölu íslenskra afurða og hann brá sér til Bandaríkjanna og heimsótti sölufyrirtækin þar til þess að kynna sér hina endanlegu sölu afurðanna. Við að kynnast þessari starfsemi brá honum svo í brún að hann lét alla kosningabaráttu lönd og leið og fór að reyna að vekja áhuga ráðamanna hér heima á því ófremdarástandi sem ríkti í þessum málum og benda þeim á úrræði til úrbóta. Þau úrræði voru að sjálfsögðu fólgin í því að leysa upp núver- andi söluskipulag, þar sem fáir selja mikið og taka í staðinn upp það skipulag að margir seldu sitt lítið hér og sitt lítið þar. Kenning Alberts Guð- mundssonar er sú að sala lítils fyrirtækis á litlu magni géfi hærra verð en sala stærra fyrir- tækis á miklu magni. „Við eigum að senda menn til allra átta bjóðandi okkar vöru, selja lítið eitt hér, lítið eitt þar; aðalatriðið er að Jtá trygga sölu, traustan markað, því að þegar hinir smáu markaðir eru lagðir saman, myndast stórir gjaldeyrissjóðir hér heima. Það hlýtur að vera undirstaða velmegunar þjóðarinnar", seg- ir Albert. Það er skoðun þess, sem þetta ritar að mjög vel hafi verið staðið að sölu íslenskra afurða á erlendum mörkuðum. Skipulag útflutningsmála hafi reynst okkur mjög vel og muni svo verða enn um skeið. En það er einnig skoðun þess sem þetta ritar að allt verði að vera í endurskoðun og svo geti farið að rétt sé og eðlilegt að annað skipulag leysi núverandi skipu- lag af hólmi. En það má ekki gerast fyrr en að vandlega yfirveguðu máli. Albert Guðmundsson gegnir einu veigamesta embætti hér á landi. Hann er einn af áhrifa- mestu leiðtogum Sjálfstæðis- flokksins og hefur um árabil verið einn vinsælasti leiðtogi hans, ef ekki sá vinsælasti, samanber það að hann skipar efsta sæti lista flokksins hér í Reykjavík. Það fer því ekki hjá því að það verði að hlusta á kenningar hans, því að búast má við að þær komist til fram- kvæmda fyrr en varir. Það er því rétt að prófa þessa kenn- ingu og það vill svo vel til að nú er einmitt hægt að prófa ■ „Kenning Alberts Guðmundssonar er sú að sala lítils fyrirtækis á litlu magni geFi hærra verð en sala stærra fyrirtækis á miklu magni." hann er sem jafnan áður reiðu- búinn að taka ábyrgð á stjórn- arforystu. Hann lætur sig skipta öll málefni lands og þjóðar og þessi misserin er liann að gegna álíka mikils- verðu hlutverki og á kreppuár- unum milli 1930 og 1940. Þá var lyft Grettistaki á erfiðum tímum. Framsóknarmenn munu ekki hvika, hvorki fyrir von unr pólitískan stundarhagn- að né kaldar kveðjur úr röðum samstarfsflokksins. Haraldur Ólafsson „Ríkisstjórnin hlýtur að sitja meðan verkefnum hennar er ólokið." ■' ‘V S! Föstudagur 6. júlí 1984 7 Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Ritstjórar: Magnús Ólafsson (ábm) og Þórarinn Þórarinsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 686387 og 686306. Verð í lausasölu 25 kr.og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent hf. r Gjaldtaka fyrir herstöðina ■ Ekki kemur á óvart sú niðurstaða skoðana- könnunar, sem efnt var til eftir þingkosningarnar 1983 undir leiðsögn Ólafs Harðarsonar háskóla- kennara og stjórnmálafræðings, að mikill meirihluti landsmanna sé fylgjandi aðild íslands að Atlantshafs- bandalaginu, en nokkru minni meirihluti fylgjandi herstöðinni á Keflavíkurflugvelli. Skoðanakönnunin er eigi að síður gagnleg staðfesting á þessari vit neskj u. Hitt mun koma mörgum á óvart, að helmingur þeirra, sem spurðir voru, eða 49%, voru algerlega sammála gjaldtöku fyrir herstöðina, en 14% frekar sammála. Algjörlega ósammála voru 22%, frekar ósammála 7% og blendnir 9%. Það hefur verið yfirlýst stefna stjórnarvalda og flokkanna, að taka ekki gjald fyrir herstöðina í formi leigu eða á annan svipaðan hátt. Land það, sem herstöðin fengi til umráða, væri framlag Islands til hinna sameiginlegu varna N ATO og kæmi vegna þess, að íslendingar legðu ekki fram her og tækju ekki á sig neins konar herkostnað. Hins vegar hafa skoðanir verið nokkuð skiptar og óljósar um það atriði, hvort íslendingar ættu einir að bera kostnað við framkvæmdir utan herstöðva- svæðisins, sem leiddu beint eða óbeint af hersetunni, t.d. varðandi vegagerð, flugstöðvarbyggingar og fleira. T.d. hafa margir lagt áherzlu á, að Bandaríkja- menn ættu alveg að standa undir kostnaði við byggingu hinnar nýju flugstöðvar á Keflavíkurvelli, þar sem bygging hennar er þáttur í nauðsynlegum aðskilnaði landsmanna og hersins. Þá hafa ýmsir talið, að það væri óeðlilegt, að herinn greiddi ekki tolla af innflutningi, þótt hann þyrfti ekki að greiða sérstaka leigu vegna her- stöðvarinnar. Vera má, að þetta hafi meira og minna blandazt saman hjá mörgum, þegar þeir svöruðu spurning- unni, hvort taka skyldi gjöld fyrir herstöðina á Keflavíkurflugvelli. Vanræksla af hálfu stjórnarvalda og flokka getur hafa valdið því, að mörgum var ekki fyllilega ljóst hvað um var að ræða, þegar þeir svöruðu spurningunni um gjaldtöku af herstöðinni. Eins og áður segir hafa það verið ein meginrökin fyrir því að herinn greiddi ekki leigu af herstöðinni, að hér væri um að ræða framlag íslands til hinna sameiginlegu varna vestrænna þjóða. Til viðbótar hafa svo komið þau rök, að óheppilegt væri að íslendingar yrðu verulega fjárhagslega háðir herstöð- inni og væru því reiðubúnari til þess en ella að framlengja hersetuna eftir að hennar væri ekki lengur þörf. Éetta kemur ekki sízt til athugunar, ef þróunin verður sú, að Vestur-Evrópuþjóðirnar taki varnir sínar í vaxandi mæli í eigin hendur, og Bandaríkin telja því hyggilegra að efla sérstaklega eigið varna- kerfi. Þá gæti aukizt þrýstingur frá þeim um að fá varanlega herstöð hér. Það verður að vera stefna íslendinga að verða ekki fjárhagslega háðir herstöðinni. Þaðgæti leitt til afsals á sjálfu sjálfstæðinu. Þær upplýsingar, sem fengizt hafa við framan- greinda skoðanakönnun, hvetja vissulega til þess, að slíkar kannanir séu látnar fara fram öðru hvoru, m.a. með tilliti til breytinga, sem geta orðið í alþjóðamál- um. Afstaðan í framtíðinni kann að fara nokkuð eftir því, hvort spennuslökun kemur til sögu eða kalda stríðið harðnar enn.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.