NT - 06.07.1984, Blaðsíða 26

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 26
Föstudagur 6. júlí 1984 26 Fyrsta lands- keppni islands í kraftlyftingum ■ Fyrsta landskeppni íslands í kraftlyftingum verður haldin á Glasgow- dugvelli í Skotlandi á laugardag. Keppt verður við Skota, og mun 10 manna lið frá hvoru landi keppa. Sigur í keppninni ræðst af fjölda gullverðlauna, en keppt er í þyngdar- flokkum. íslendingar völdu Skota sem and- stæðinga í fyrstu lands- keppninni, þar sem þang- að er ódýrt að ferðast, og aðstæður eru allar eins og best verður á kostið. Flogið vcrður til Glasgow, gist á hóteli við flugvöllinn. Keppnisstað- urinn er fimm mínútna gangur frá hótelinu, í Paisley. Landskeppnir í kraft- lyftingum liafa verið vin- sælar erlendis lengi. Það sem helst hefur háð ís- lensku kraftlyftinga- mönnunum varðandi það að taka þátt í slíkum keppnum er rnikill ferða- kostnaður. Landslið Islands í keppninni er þannig skipað: 67.5 kg Kári Elísson ÍBA 75 kg Halldor Eyþórsson KR 82.5 kg Freyr Aðalsteinsson ÍBA 90 kg Gunnar Steingrímsson ÍBV 100 kg Hörður Magnússon KR 110 kg Óskar Sigurpálsson 125 kg Jón Páll Sigmarsson KR 125 kg Hjalti Árnason KR 125 kg Torfi Ólafsson KR , - Vandræðaástand framundan í dómaramálum í körfubolta: Þrír eftir ■ Mikið vandræðaástand er nú framundan í dómaramálum í körfuknattleiksíþróttinni. Megnið af þeim dómurum sem dæmdu í úrvalsdeildinni á síð- astliðnu keppnistímabili munu hætta að dæma og sennilega verða aðeins þrír þeirra áfram starfandi næsta vetur. Kristbjörn Albertsson, sem er alþjóðlegur dómari, er flutt- ur til Luxemborgar þar sem hann tók við starfi hjá Flug- leiðum, Gunnar Valgeirsson og Gunnar Bragi Guðmundsson munu að öllum líkindum ■ Gunnar Valgeirsson körfuknattleiksdómari að störfum. Hann mun að líkindum stunda nám á erlendri grundu næsta vetur, og verður sjónarsviptir að þessum sérstaka dómara í körfuboltanum. Margir fleiri munu ekki dæma, og útlit er fyrir hreint vandræða- ástand í dómaramálum körfuboltans á næsta keppnistímabili. NT-mynd Róbert Breytingar á körfuboltareglunum: Þrjátíu sekúndur ekki uppá nýtt stunda nám erlendis næsta vet- ur og Davíð Sveinsson er flutt- ur til Stykkishólms. Þá mun Kristinn Albertsson, sá ungi og efnilegi dómari, ætla að láta sér nægja að leika íþróttina á vetri komanda, en hann er einnig efnilegur leikmaður. Ef enginn þessara manna dæmir áfram eru þrír menn Knattspyrnuskóli Vals: Markamaskínur í heimsókn ■ Á næsta námskciöi knattspyrnu- skóla Vals, sem hefst 9. júlí næst- komandi, munu tvær mestu marka- maskínur Vals á sídari árum, þeir Hermann Gunnarsson og Ingi Bjöm Albertsson koma í heimsókn, og kenna galdra sína við aö skora mörk. Þá mun hinn leikni Þórir Jónsson kenna margar kúnstir með knöttinn. Aðalleiðbeinendur í knattspyrnu- skóla Vals eru sem áður lun Ross þjálfari meistaraflokks Vals, og Jó- hann Þorvaröarson kennari og leik- maður Vals. Innrítun í námskeiðin er í félagsheimili Vals, sími 11134. eftir af þeim sem dæmdu hvað mest í fyrra. Það eru þeir Sigurður Valur Flalldórsson, Jón Otti Ólafsson og Hörður Tuliníus. Ekki verður með nokkru móti séð að þeir félagar komist yfir að dæma alla leiki sjálfir, þannig að spurning er hvort að flytja verði inn dóm- ara. Mjög illa er komið fyrir körfu- knattleiksíþróttinni ef skortur verður á dómurum, nóg var kvartað meðan nóg var af þeim. Það kemur alltaf fram í síðara verkinu sem gert er í því fyrra stendur einhversstaðar og það sannast heldur betur í þessu máli. Fræðslumálum dómara og uppbyggingu í þeim málum hefur ekki verið sinnt á undanförnum árum, forráða- menn íþróttarinnar eiga því vafalaust eftir að naga sig í handarbökin í vetur fyrir að hafa ekki sinnt þessum málum betur á liðnum árum. Einungis örfáir menn eru til, sem geta tekið við af þeim sem hætta. ■ Eins og fram kom í NT fyrir skömmu þá voru umtals- verðar breytingar á körfubolta- reglunum samþykktar á árs- þingi Alþjóða körfuknattleiks- sambandsins. sem haldið var Lætin í úrslitaleiknum í Basel: Juventus sektað ■ ítalska knattspyrnuliðið Juventus var dæmt í sekt að upphæð 630 þúsund ísl.kr. fyr- ir ólæti sem urðu á úrslitaleik Juventus og Porto í Evrópu- keppni bikarhafa, í Basel í' Sviss fyrir skömmu. Áhangendur liðsins skemmdu sirðineu. brutust inná völlinn, hentu reyksprengj- um og öðrum hlutum inná völlinn meðan á leiknum stóð. Það var aganefnd UEFA sem kvað dóminn upp. Tottenham Hotspur var einnig dæmt til að greiða 75 þúsund ísl.kr. í sekt, vegna þess að flösku var hent inná völlinn í leik Tottenham og Anderlecht í síðari úrslitaleik félaganna í UEFA bikar- keppninni í London á dögun- um. Flaskan lenti skammt frá dómara leiksins. fyrír skömmu. Veigamesta breytingin er sú, að þrjú stig verða nú veitt fyrir körfu sem skoruð er af 6,25 metra færi, eða lengra. Varðandi breytingar á tíma- töku verða þær breytingar að lið verður að reyna skot innan 30 sekúndna frá því það hefur sókn. Þótt innkast eða villa séu dæmd, liefst ekki nýtt 30 sek- úndna tímabil eins og áður heldur verður sóknarklukkan sett í gang þar sem frá var horfið. Þrjátíu sekúndna sóknar- klukkan verður að30>sekúndna skotklukku. Þetta gefur liði sem leikur góða vörn aukna möguleika. Lið sem nær að slá boltann út af þegar 25 sekúnd- ur eru liðnar af sókninni hjá andstæðingunum, kemur þeim í þá aðstöðu að þeir verða að reyna körfuskot innan 5 sek- úndna eftir að boltinn er tekinn í leik með innkasti. Þessi regla ætti að ýta undir að körfuknatt- leikslið landsins leiki betri varnarleik. Þetta fyrirkomulag er í bandarísku NBA atvinnu- mannadeildinni, en þar er skotklukkan 24 sekúndur á móti 30 sekúndum í alþjóðlegu reglunum. Um aðrar breyting- ar á tímatöku í íþróttinni verð- ur ekki að ræða. Þá munu líklega verða nokkrar breytingar á fyrir- komulagi með vítaskotum þannig að fari liðsvillur í hvor- um hálfleik yfir 7 þá komi skotrétturinn til sögunnar (bónus). Áður gaf níunda villa skotrétt. Velji lið tvö vítaskot þegar skotrétturinn er í gildi, þá verður viðkomandi leik- maður að hitta úr fyrra vítask- otinu, til þess að fá það síðara. Sé brotið á leikmanni í skoti utan þriggja stiga línunnar, skulu dæmd þrjú skot til að gera tvö stig. Sé hins vegar brotið á honum innan þriggja stiga línunnar skulu veitt tvö vítaskot og skiptir þá ekki máli hvort skorað er úr því fyrra eða ekki. Þessar breytingar á vítaskot- unum hafa ekki fengist stað- festar, en mjög líklegt er að þær hafi verið samþykktar á þingi FIBA. Reykjavíkurmaraþon: 50 erlendir þátttakendur ■ Um 50 erlendir keppendur hafa þegar látið skrá sig í alþjóðlega Reykjavíkurmara- þonhlaupið, sem háð verður 26. ágúst. Hér er aðallega um að ræða fólk frá Bretlandi, V-Þýska- landi og Bandaríkjunum og von er á enn fleiri erlendum keppendum. Að sögn Knúts Óskarssonar hjá ferðaskrif- stofunni Úrvali má reikna með á annað hundrað útlendingum hingað, til að taka þátt í þessu fyrsta alþjóðlega maraþon- hlaupi sem fram fer hér á landi. Landinn hafur ekki tekið við sér ennþá, en ástæða er til að hvetja alla trimmara til að láta skrá sig sem fyrst í hlaupið. Tekið er á móti skráningum á skrifstofu frjálsíþróttasam- bandsins í íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Hér er um að ræða einstakt tækifæri fyrir trimmara og aðra íþróttamenn, til dæmis skíða- menn, að taka þátt í sögufrægu móti. Ekki þurfa allir að hlaupa heilt maraþon, sem er 42 kíló- metrar, heldur verður einnig boðið uppá skemmri vega- lengdir, hálft maraþon og 1/4 maraþon. Allir þáttakendur í hlaupinu fá viðurkenningar- skjal fyrir að hafa verið með. Lyftingamenn æfa í Kópavogi sperrum og góðum ásetningi um bætta heilsurækt ríkari. „Það er alls ekki ætlunin að gera stöðina að neinni lyftinga- stöð, hún heldur starfsemi sinni óskertri og vel það fyrir allan almenning, þungu lóðin eru sér og almenn líkamsrækt er því ótrufluð af því,“ sagði Óskar Sigurpálsson. „Viðhöfumlengt opnunartímann, nú er opið frá klukkan 7 á morgnana til klukkan 22 á kvöldin. Við erum með 4-5 tíma í leikfimi á dag, og er þar hægt að velja um almenna leikfimi, aerobic leik- fimi ogsvokallað „músíkstuð," sem er blanda af dansi og leikfimi," sagði Óskar. Lyftingamenn ætla sér að æfa í Æfingastöðinni þar til nýtt hús lyftingadeildar KR rís ■ Blaðamaður með of þungt farg. Upp upp mín sál og allt mitt.... NT-mynd Árni Bjarna ■ Lyftingadeild KR hefur keypt einn sjöunda hluta í Æfingastöðinni Engihjalla, og flutt þangað tæki sín og tól. Æfingastöðin skipti um eigend- ur á dögunum, og eru nýju eigendurnir margir hverjir þekktir lyftingakappar. Eig- endur eru auk lyftingadeildar KR Birgir Þór Borgþórsson, Ólafur Sigurgeirsson, Viðar Sigurðsson, Þorsteinn Schev- ing og Óskar Sigurpálsson. Óskar Sigurpálsson sér um daglegan rekstur stöðvarinnar, og tók ljúfmannlega á móti blaðamanni og ljósmyndara NT í gær, leiddi þá í allan sannleika um stöðina og bauð uppá æfingahring. Blaðamaður og ljósmyndari þáðu það, og komu út ófáum svitadropum fátækari og nokkrum harð- ■ Óskar Sigurpálsson við léttar æflngar í Æflngastöðinni. Óskar er í lóðunum alla daga, sér um rekstur Æflnjastöðvarinnar, og æfír kraftlyftingar af kappi. Óskar er í landsliði Islands í kraftlyftingum, sem keppir við Skota í Glasgow á laugardag. NT-mynd Ámi Bjama í Vesturbænum, en plata þess hefur þegar verið steypt. Jaka- bólið fræga í Laugardal hefur verið rifið, og með því framtaki lyftingamannanna að kaupa hlut í Æfingastöðinni hafa þeir. tryggt sér æfingaaðstöðu þar til húsið rís. ■ Ljósmyndari að losa um svita, og færa brjóskassann ofar. NT-mynd Samútl Öm.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.