NT - 06.07.1984, Blaðsíða 13
Analit
ísex
pörtum
- Rætt við Henriette van Egten, sem
opnar sýningu í Nýlistasafninu í kvöld
Henriette van Egten
■ Henriette van Egten heitir
ung, hollensk stúlka sem mikil
tengsl hefur við ísland. Hún
býr og starfar í Amsterdam og
Berlín, en hefurreyndareinnig
búið og starfað hérna, og hefur
sýnt hér. Hún kom hingað
fyrst fyrir 7 árum og sýndi þá í
Gallerí Suðurgötu 7, en einnig
hefur hún sýnt í Gallerí Háhól
og Rauða húsinu á Akureyri,
Bókasafni ísafjarðar og í
Flatey.
Henrietta opnar sýningu á
verkum sínum í Nýlistasafninu
Vatnsstíg 3b í kvöld, föstudag-
inn 6. júlí kl. 20. Nafn sýning-
arinnar er Phantom Portraits.
Henrietta hefur aðallega feng-
ist við teikningar af ýmsum
gerðum, grafík, collage, mál-
verk og bókagerð. Flest af
þessu verður á sýningunni.
Við náðum tali af Henriettu,
hún kom upp á NT með Egg-
erti Péturssyni, sem starfar
mikið í Nýlistasafninu og voru
þau að fara á öll blöðin til að
kynna sýninguna. Við fórum
með þeim niður í bæ til að ná
viðtali, og settumst niður í
Ingólfsbrunni, einu kaffihús-
anna í miðbænum.
Henrietta var spurð að því
hvernig hún hefði kynnst ís-
landi.
„Það var í gegnum sameigin-
lega vini að ég hitti nokkra
íslenska myndlistarmenn í
Hollandi. Ég hitti elstu ís-
lensku myndlistarmennina í
Hollandi, þ.á.m. Kristján
Guðmundsson.“
Meira um það á eftir. En
geturðu lýst list þinni?
Ég byrjaði á því að mála
landslag og andlitsmyndir, en
fór svo út í að búa til bækur.
Þetta eru handunnar bækur,
svokallaðar folders, sem eru
eins og ferðalaga bæklingar,
eða auglýsingabæklingur,
maður brýtur þær út. Ég geri
þær í mörgum eintökum eins
og grafík. Síðan bý ég til alls
konar prentmyndir og teikn-
ingar.
Það má segja að ég hafi
þróað list mína út frá landslagi
og andlitmyndum og út í það
að horfa öðru vísi á hlutina.
Landslag getur verið meira en
bara mynd, maður getur séð
fleira en eitt atriði út úr því
með því að horfa nógu lengi og
stíft.
Síðan geri ég töluvert af því
að fletta upp í orðabókum og
finna orð, sem ég síðan vinn
myndverk útfrá.
Það má segja að kjarninn í
listinni hjá mér sé að sýna fleiri
hliðar á raunveruleikanum en
eru augljósar við fyrstu sýn.“
Henriette bjó nokkur árí
Flatey í Breiðafirði, á sumrin,
og sýndi þar.
„Það var mjög indælt. Ég
bjó þarna í einn eða tvo mán-
uði á sumrin og það var mjög
gott að vinna þarna. Núna bý
ég á Hjalteyri. Þangað hef ég
komið undanfarin 4 ár á sumr-
in og unnið. Ég hef líka fengist
svolítið við að fiska þar, á
trillu. Við eigum bátinn nokk-
ur saman, og héldum að eins
árs fiskirí myndi borga hann
upp, en það er líklega misskiln-
ingur.
Við erum öll listamenn sem
eigum bátinn, og búum þarna
á Hjalteyri, það eru Kristján
Guðmundsson, Jan Voss (eig-
inmaður Henriettu), Kees
Visser og Rúna Þorleifsdóttir,
og einnig Sólveig Magnúsdótt-
ir, eiginkona Kristjáns. Við
búum þarna á sumrin og gerum
myndir og fiskum til skiptis.
Síðan fer ég og vinn í Am-
sterdam og Berlín á veturna.
Ég fæ hugmyndirnar hér á
íslandi og vinn úr þeim úti. Ég
fæ svona margar hugmyndir
hérna vegna þess að hér er ég
ótrufluð, það er ekkert sem
glepur og ró og næði.“
Þú lifir af list þinni?
„Já. Ég á prentstofu í Am-
sterdam þar sem ég bý til
bækur mínar. Húsið er mjög
nálægt rauðuljósasvæðinu í
borginni."
Við vorum búin með kaffið
og ég þurfti að fara í banka, og
þau á afganginn af blöðunum.
Við urðum sammála um að
hittast aftur upp í Nýlistasafni,
og þar fengi ég að sjá myndirn-
ar hennar.
Þegar þangað kom mátti sjá
fjölda af litlum málverkum við
einn vegginn. Henriette raðaði
nokkrum þeirra upp, og þá
mátti sjá að þetta voru and-
litshlutar, augu, nef, munnur
og eyru, sem voru í rauninni
eitthvað annað, eins og fólk,
tré á engi, fjöll í eyðimörk,
kona á rúmi o.s.frv. Hægt er
að breyta um nef, augu, munn
eða eyru, og fá þannig ýmsar
samsetningar. Áhorfendum á
sýningunni gefst kostur á að
raða þessu að eigin vild. Mynd-
irnar verða seldar 6 saman,
semsagt eitt andlit, og kostar
hvert andlit 10.000 kr.
Síðan sýndi hún mér bækur
sínar, ein bókin var eins konar
dagbók í myndum, og önnur
var myndabók um holur og
göt. Einnig voru þarna grafík-
myndir sem byggðust á sama
prinsippi og málverkin, voru
myndir af ýmsum hlutum sem
síðan mynduðu andlit. Að síð-
ustu sýndi hún mér myndir
sem byggðust á orðum, og
áður var minnst á, og hét fyrsta
myndin Stage. Stage þýðir
svið, og þarna var mynd af
sviði, ensíðan varönnurmerk-
ing í myndinni, age var tekið
aftan af stage og þýðir aldur,
og á sviðinu sat gamall maður
sem sagði age. Þarna voru
margar fleiri myndir þar sem
Henríetta lék sér með orð sem
■ í gær opnaði Ólafur
Sveinsson málverkasýningu í
sýningarsal veitingastaðarins
„Hornið" í Hafnarstræti. Er
þetta þriðja einkasýning Ólafs
sem er aðeins tvítugur að aldri,
ættaður frá Lambavatni á
Rauðasandi, en faðir hans er
einn af fáum myndskerum sem
enn eru staríandi hér á landi.
Ólafur hefur teiknað og mál-
að allt frá því að hann fyrst gat
byrjuðu á ST, eins og St(air),
St(art), St(utter) o.s.frv.
Ég spurði hana að síðustu
um álit hennar á listastarfsemi
í Berlín og Amsterdam. Hún
sagði að ástandið væri ekki
gott í Amsterdam, þar væri
klíkuskapur ráðandi í meöferð
styrkja frá ríkinu og ekki margt
áhugavert að gerast. í Berlín
væri hins vegar gróska, þótt
menn ættu þar í meiri fjárhags-
erfiðleikum. Sjálf sagði hún
að það væru aðallega Sviss-
lendingarafeinhverjumástæð-
um sem keyptu myndir
hennar, og einnig nokkuð af
íslendingum.
Sýningin er opin daglega 16
til 20, og 16 til 22 um helgar.
Henni lýkur 15. júlí.
lyft blýanti og hyggur á frek-
ari landvinninga í list sinni.
Að lokinni sýningunni á Horn-
inu er ferðinni heitið til Flórens
á Ítalíu þar sem hann mun
nema næstu árin.
Á sýningunni á Horninu eru
15 vatnslita- og pastelmyndir
og eru þær allar til sölu á
viðráðanlegu verði. Sýningin
verður opin til 5. ágúst.
Ferðafélag
íslands
Sumarleyfisferðir
Ferðafélagsins:
1. 13.-18. júlí (6 dagar):
Landmannalaugar - Þórsmörk
Gönguferðir milli sæluhúsa
(Biðlisti).
2. 13.-21. júlí (8 dagar);
Borgarfjörður eystri - Loð-
mundarfjörður. Flogið til Eg-
ilsstaða, þaðan með bíl til
Borgarfjarðar. Gist í húsum.
Fararstjóri: Tryggvi Halldórs-
son.
3. 13.-21. júlí (9 dagar):
Borgarfjörður eystri - Seyðis-
fjörður. Gönguferð með við-
leguútbúnað. Gengið um víkur
og Loðmundarfjörð til Seyðis-
fjarðar. Fararstjóri: Guðm-
undur Jóelsson.
4. 14.-22. júlí (9 dagar):
Vestfjarðahringurinn. Ekið
vestur um Þorskafjarðarheiði,
ísafjarðardjúp til ísafjarðar og
suður firði. Markverðir staðir
skoðaðir á Vestfjörðum. Skoð-
unarferðir norðan og sunnan
ísafjarðardjúps og á öllum
fjörðum, auk þess farið út á
Látrabjarg. Gist í svefnpoka-
plássi. Fararstjóri: Daníel
Hansen.
5. 19.-28. júlí (10 dagar):
Jökulfirðir - Hornvík.
Gönguferð með viðlegubún-
aði. Gengið frá Grunnavík til
Hornvíkur. Fararstjóri: Gísli
Hjartarson.
Helgarferðir 6.*8. júlí:
1. Miðfjörður - Vatnsnes -
Sótafell (Húnaþíng). Gist í
húsi. Skoðunarferðir um fjöl-
breytt landslag.
2. Þórsmörk, gist í Skag-
fjörðsskála, en þar er aðstaða
sem ferðamenn sækjast eftir.
Skipulagðar gönguferðir um
Mörkina.
3. Landmannalaugar, gist í
sæluhúsi F.í. Gönguferðir um
Laugasvæðið.
4. Eiríksjökull og kringum
Eiríksjökul. Gist í tjöldum við
Draugagil (1 nótt), í Jökulkrók
(1 nótt). Gengið yfir Eiríks-
jökul eða umhverfis. Jeppar
flytja farangur. Fararstjóri:
Þorsteinn Þorsteinsson o.fl.
5. Hveravellir, gist í sælu-
húsi F.í. Skoðunarferðir í ná-
grenni Hveravalla.
Dagsferðir Ferðafélags-
ins 8. júlí (sunnudag)
1. kl. 09. Þríhyrningur -
Fljótshlíð. Fararstjóri Tryggvi
Halldórsson. Verð kr. 400.
2. Kl. 09. Þórsmörk-dagsferð.
Verð kr. 650.
3. Kl. 13. Skálafell (sunnan
Hellisheiðar) - Trölladalur.
Fararstjóri Hjálmar Guð-
mundsson. Verð kr. 250.
Miðvikudag 11. júlí:
Kl. 08. Þórsmörk - sumarleyf-
isgestir ath. að panta tíman-
lega.
Ki.20. Hrauntunga - Gjásel.
Létt kvöldganga. Verð 150 kr.
Farmiðasala og allar upplýs-
ingar á skrifstofu F.í. Oldu-
götu 3. Allir velkomnir.
Eitt af andlitum Henríette
Olafur Sveinsson
sýnir á Horninu