NT - 06.07.1984, Blaðsíða 23
Friður í Beirut en
barist í Tripoli
Beirut-Reuter.
■ Risastórar jarðýtur og
gröfur voru notaðar til að rjúfa
skörð í víggirðingarnar beggja
vegna grænu línunnar í Beirut í
gær. Hljótt var yfir borginni
annan daginn í röð og svo
virðist sem líbanski herinn hafi
tekið öryggisgæsluna í borginni
í sínar hendur, eins og stjórn
Karamais hefur fyrirskipað.
Margir mánuðir eru nú liðnir
síðan ekki hefur heyrst skothríð
í borginni á hverjum degi.
Hermennirnir voru óáreittir
við störf sín að rjúfa víggirðing-
arnar, en herskáir kristnir
hægrimenn og andstæðingar
þeirra múhameðstrúar höfðu
lagt niður vopn sín og söfnuðust
í hópa og fylgdust með fram-
kvæmdum hersins.
■ Líbanskir hermenn og franskir gæsluliðar hafa gætur á jarðýtu sem er að rjúfa skarð í víggirðinguna
á milli Austur- og Vestur-Beirut.
Fréttamenn sáu nokkra vopn-
aða menn beggja vegna hlut-
lausu línunnar og er það brot á
samkomulaginu um vopnahlé,
að bera vopn í borginni, en
líbanski herinn lét það afskipta-
laust, enda höfðu þeir vopnuðu
sig ekki í frammi.
Flugvöllurinn við Beirut
verður opnaður í dag, en höfnin
ekki fyrr en á mánudag.
í borginni og sérstaklega á
grænu línunni og umhverfis
hana er mikið af ósprungnum
jarðsprengjum og fallbyssukúl-
um og er því ekki áhættulaust
að hreinsa til í borginni og
nágrenni hennar.
I Tripoli, næststærstu borg
Libanon var barist þriðja daginn
í röð. Borgin er á valdi múham-
eðstrúarmanna og standa
götubardagarnir á milli þeirra
sem fylgja Sýrlendingum að
málum og þeirra sem eru á móti
afskiptum Sýrlendinga í Liban-
on. Vitað er um að minnsta
kosti 41 maður hafi látið lífið í
bardögunum og 150 særst. Skól-
ar eru lokaðir í borginni og
flestar verslanir einnig, höfnin
er lokuð, en bardagarnir fara
fram víða um Tripoli.
Ástardraum
ar Frakka
kannaðir
■ Draumadís franskra
karlmanna er buxnalaus
og franskar konur dreymir
um að gera hitt í vatni eða
á strönd. Þetta kemur
fram í hávísindalegri
könnun sem hin virta
stofnun Quota Research
gerði um hvernig Frakkar
vilja helst að ástarleikir
fari fram.
Könnunin var gerð árið
1982 og náði til 1600
manns, helmingurinn
karlar og hinn helmingur-
inn þá náttúrlega konur.
Niðurstöður voru ekki
kynntar fyrr en núna rétt
nýverið.
100% franskra kvenna
dreymir um ástarleiki úti í
náttúrunni. 88% vilja
verklega ást í vatni og
66% eru spenntar fyrir að
elska heitt á sandströnd.
96% karla telja það hafa
kynörfandi áhrif ef konur
eru í kjól einum fata. 96%
kvenna eru þjónustufúsar
og elskulegar við hitt kyri-
ið í dagdraumum sínum
um kynmök.
Það sem freistar karla
næst á eftir nekt kvenna,
er að þær klæðist kynæs-
andi undirfötum undir lát-
lausum kjólum. 77,6%
karla þykja leðurfata-
klæddar konur kynæsandi.
Um ástarleiki á ferð og
flugi kemur í ljós að konur
eru ekki fráhverfar slíku í
járnbrautarlest. 56% að-
spurðra kvenna kváðust
gjarnan vilja hafa þann
háttinn á.
Um helmingur beggja
kynja dreymir um að eiga
kynmök við kvikmynda-
stjörnur af gagnstæðu
kyni.
Þær franskar konur og
karlar sem dreymir um
skringilegheit og uppá-
komur í ástarlífi eru undir
30%.
fundir
Landgræðslan
boðar til fundar
með bændum og landeigendum í Biskupstungna-og
Hrunamannahreppi vegna fyrirhugaðra breytinga
á afrennsli Sandvatns á Biskupstungnaafrétt.
Fundurinn verður haldinn í Aratungu miðvikudag-
inn 11. júlí n.k. kl. 14.
atvinna - atvinna
Fóstra óskast
Að leikskólanum Lönguhólum, Höfn, Hornafirði
frá 20. ágúst 1984.
Upplýsingar gefur forstöðumaður í síma 97-
8315.
Ritari.
Lítið fyrirtæki óskar að ráða vanan ritara til starfa
strax.
Umsóknir sendist NT merktar Ritari fyrir mánu-
dagskvöld 9. júlí.
Ritari óskast
Nátturuverndarráð óskar eftir að ráða ritara til
starfa sem fyrst. Starfið er einkum fólgið í vélritun,
skjalavörslu og fjármálum stofnunarinnar, en um
mjög fjölbreytt starf er að ræða. Stúdentspróf eða
sambærileg menntun æskileg. Umsóknir með
upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist
skrifstofu Náttúruverndarráðs, Hverfisgötu 26,
101 Reykjavík fyrir 25. júlí n.k. Farið verður með
umsóknir sem trúnaðarmál og öllum umsóknum
svarað.
Náttúruverndarráð.
Frá menntamála-
ráðuneytinu.
Lausar stöður.
Við Menntaskólann á Egilsstöðum eru lausar til umsóknar hálf
staða kennara í frönsku og hálf staða I efnafræði.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntum og fyrri störf
sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 22. júlí.
Menntamálaráðuneytið.
PÓST- OG
SÍMAMÁLASTOFNUNIN
óskar að ráða
Fulltrúa hjá aðalbókhaldi Fjármáladeildar. Verslunar-
menntun eða mikil reynsla við bókhaldsstörf æskileg.
Skrifstofumann hjá hagdeild Fjármáladeildar. Verslunar-
menntun æskileg.
Nánari upplýsingar hjá starfsmannadeild sími 91-26000.
til sölu
Til sölu beltagrafa JCB 808 1979. Vélin er nýinnflutt og í mjög
góðu ástandi. Löng belti og 1500 lítra skófla.
Góðir greiðslumöguleikar.
Upplýsingar í síma 91-83151.
Til sölu
Angora kanínur
2 karldýr, 8 kvendýr, 20-30 ungar og búnaður.
Verð kr. 60 þúsund.
Upplýsingar í síma 99-5624.
Dráttarvéla-
hjólbarðar
Eigum af sérstökum ástæðum eftirtalda dráttar-
vélahjólbarða:
12.4-11 x 28-6 pr. Verð kr. 11.722 (nýir)
Notaðir ca. 30^10% eftir af mynstri. 12.4-11 x
36.6 pr. og 13.6-12 x 36-6 pr.
Verð kr. 5500 pr. stk.
Vélkostur h.f
Skemmuvegi 6
Kópavogi
Sími 91-74320
tilkynningar
Oskum eftir
riðstraumsröful-
um.
220/380 volta 15-40 KW.
Upplýsingar í símum 91-44417 og 91-28490.
Síldarnót.
Óskum eftir að kaupa síldarnót 60-80 faðma
djúpa.
Upplýsingar veitir Gunnlaugur Ingvason fram-
kvæmdastjóri í síma 97-8880
Búlandstindur h.f.
Djúpavogi.