NT - 06.07.1984, Blaðsíða 8

NT - 06.07.1984, Blaðsíða 8
 G W FöstudagurG. júlí 1984 8 Árnad he ill a Rannveig Þorsteinsdóttir - lögfræðingur og fyrrverandi alþingismaður áttræð Þær vóru ekki margar kon- urnar sem skipuðu bekki Al- þingis áratuginn eftir styrjöld- ina, oftast aðeins ein eða tvær. Og þær voru ekki heldur margar sem ráðist höfðu inn í eitthvert æðsta hof karlveldisins, lög- mannastúkuna, á þeim árum. Flestar þær konur sem slíkum áfanga höfðu náði í samféiaginu um miðja öldina, höfðu alist upp við góð kjör og notið efna og sterkra aðstandenda til brautargengis í uppeldi, námi og starfi. Það var líka fátítt á þeim árum, að fólk - allra síst konur - sem misst hafði af menntalestinni í fátæktinni á fyrstu þremur áratugum aldar- innar næðu henni aftur á fer- tugs- eða fimmtugsaldri. Þá voru engar öldungadeildir til. Samt sem áður gerðist það á fimmta áratugnum að fátæk sveitastúlka austan úr Mjóafirði kleif þennan sextuga hamar og varð að vonum þjóðfræg fyrir afrekið. Hún heitir Rannveig Þorsteinsdóttir og er áttræð í dag. Rannveig Þorsteinsdóttir fæddist á Sléttu í Mjóafirði í Suður-Múlasýslu 6. júlí 1904. Foreldrar hennar voru Þor- steinn Sigurðsson, sjómaður, og Ragnhildur Hansdóttir. Rann- veig fékk í ættararf góða greind og óbilandi dugnað, sem efldist og þroskaðist við uppvöxt í kröppum kjörum. Hún naut aðeins þeirrar skólafræðslu sem börnum og unglingum þeirrar tíðar bauðst í þrengsta stakki í íslenskri byggð, en teygaði því fastar af þeim nægtabrunni sem þjóðin átti úr langri sögu og harðri lífsönn. Hún var skarp- greind og brann af mennta- þorsta sem hún fékk ekki svalað. Hún fluttist til Reykja- víkur og varð snemma víkingur til starfa og liðtæk í margvís- legum félagsskap, t.d. ung- mennafélögum. Rúmlega tvítug að aldri gerðist hún afgreiðslu- maður Tímans í Reykjavík og mikilvirk í félagsstarfi Fram- sóknarflokksins þar á þessum frumbýlingsárum. Þessu starfi gegndi hún fullan áratug, eða til 1936, en var næsta áratuginn bréfritari hjá Tóbakseinkasölu ríkisins, enda hamhleypa við vélritun. En á þessum árum fór Rann- veig að huga að meiri menntun sinni í hjáverkum samhliða brauðstarfinu. Hún tók að lesa til stúdents að mestu utan skóla og tók stúdentspróf við Mennta- skólann í Reykjavík 1946, þá42 ára að aldri. Þetta var fátítt og vakti athygli. En hún lét ekki þar við sitja heldur settist í háskólann og lauk þar lög- fræðiprófi á þremur eða fjórum árum og sýndi og sannaði með því að lærdómslistin er engin sérgrein unglinga. Þetta varð enn meira frægðarefni. Rann- veig gaf með þessu fordæmi sínu fjölmörgu miðaldra fólki, sem ekki hafði getað svalað menntaþrá á yngri árum, nýja von og vissu um að hægt væri að bæta þetta upp að nokkru þótt komið væri á fimmtugsaldur. Framsóknarmönnum í Reykjavík hafði orðið heldur þungt fyrir fæti að efla áhrif sín í höfuðborginni og ekki hlotið nema svo sem 5% atkvæða í kosningum til Alþingis þar á fimmta áratugnum og það nægði ekki til þingmanns. Þegar Rann- veig hafði unnið fræðgarafrek sitt 1949 varð að ráði að leita til hennar um framboð í Reykja- vík, enda var hún mikil og góð flokkskona. Hún varð við þess- um tilmælum og skipaði efsta sæti B-listans 1949. Mér er þessi kosningabarátta sérstaklega minnisstæð, enda starfaði ég þá við Tímann. Okkur Tíma- mönnum var mikið í hug að herða þann róður sem fyrir dyrum var og láta ekki okkar hlut eftir liggja við að koma Rannveigu á þing. Hún var okkar fulltrúi og heimamaður. Og Rannveig gekk ekki að þessu verki með neinni hálf- velgju fremur en öðru. Mér er sérstaklega minnisstætt hve gott var að vinna með henni. Hún var í senn eftirlát við okkur um ýmsar tiltektir í baráttunni og skelegg í málflutningi í besta lagi. Mérereinkum minnisstætt samstarf hennar við Jón Helga- son, ritstjóra. sem lagði sig mjög fram til þess að hún næði kosningu og átti líklega mikil- vægasta þáttinn íþvímeðhenni, þótt margir legðu þar gott lið til, einnig ýmsir utan flokksmark- anna, því að Rannveig naut þá mjög mikilla almennra vinsælda og aðdáunar fyrir það, hvernig hún haðfi brotið ísinn á menntabrautinni. Konur litu mjög til fordæmis hennar og vildu styrkja liana sem best, enda átti hún þá sæti í stjórn Kvenfélagasambands íslands og var tekin að beita sér fast í kvenréttindamálum. Fylgirit NT um Ferðir og frístundir kemur út 12. júlí n.k. Lifandi blað fyrir lifandi fólk Auglýsingar sem birtast eiga í blaðinu, þurfa að hafa borist auglýsingadeild NT í síðasta lagi föstudaginn 6. júlí n.k. Símarnir eru: 18300 - 687648 og 686481 Lifandi blað Árangur þessarar glaðbeittu kosningabaráttu varð sá, að Rannveig náði kosningu sem þingmaður Reykvíkinga og jók fylgi Framsóknarflokksins þar um helming. Þannig hafði hún líka brotið ísinn fyrir hann í höfuðborginni. Rannveig var þingmaður Reykvíkinga 1949-53 oglétýmis góð mál til sín taka þar, einkum í félagslegum efnum og jafnrétt- ismálum. Þó hygg ég, að lang- setur á Alþingi hafi ekki átt sem best við hana, heldur hafi hún fremur kosið fjölþættari störf úti í samfélaginu í meiri snert- ingu við fólkið. Raunin varð líka sú að hún sneri sér meira að lögfræðistörfum og rak lög- fræðiskrifstofu í Reykjavík til 1974, varð héraðsdómslögmað- ur 1952oghæstaréttarlögmaður 1959. Hún átti sæti í Verðlags- dómi Reykjavíkur nokkur ár og var fulltrúi íslands á þingi Evr- ópuráðsins um skeið eftir 1950. Einnig starfaði hún að marg- víslegum félagsmálum af lífi og sál, var formaður Kvenstúd- entafélags íslands og Félags ísl. háskólakvenna 1949-57 og í stjórn Kvenfélagasambands ís- lands hálfan annan áratug og formaður þess 1959-63. Hún átti og sæti í útvarpsráði 1953-56 og í yfirskattanefnd Reykjavík- ur allmörg ár. Hún ritaði ýmis- legt um lögfræðileg efni og þýddi a.m.k. eina bók eftir Estrid Ott. Rannveig Þorsteinsdóttir er minnisstæð og mikilhæf kona og lífsdæmi hennar er lýsandi vitn- isburður um það, hvað hægt er að gera ef nægilegur vilji, dugn- aður og skapfesta eru trúar heimanfylgjur, þótt ýmislegt annað veganesti sé af skornum skammti. Manni finnst að hún hafi sýnt og sannað, að vilji er allt sem þarf. Framlag Rann- veigar til jafnréttismála á þeim árum þegar fyrstu steinunum var rutt af þeim vegi, sem síðan hefur verið genginn er ekki einskis vert. Hjálpsemi hennar Nígerísk harmsaga ■Nkem Nwankwo: My Merc- edes is Bigger than yours. Fontana Books 1981 (2. útg.). 127 bls. ■ Udemezue Okudo var mik- ili maður, einn af höfðingjum ættar sinnar, sem hafói aðsetur í lítilli borg í Nígeríu. Hann naut virðingar nágrannanna og var einn af öldungum borgar- innar. Þegar þessi saga hefst, er Udemezue í önnum. Sonur hans Onuma er væntalegur heim frá Lagos, þar sem hann hefur dval- ist við nám og störf í 15 ár. Onuma hefur komist vel áfram, eins og sagt er, hann er i góðri vinnu sem eins konar upplýsinga fulltrúi hjá skipafélagi í eigu Evrópumanna og daglaun hans eru svipuð og hálf árslaun flestra íbúanna í borg föður hans. Onuma lifir hátt, klæðist jakka- fötum og hefur keypt sér bíl, glæsilegan Jaguar, sem fyrirtæk- ið lánaði honum að vísu fyrir. Og nú er Onuma að koma í heimsókn til að sýna foreldrum og ættingjum nýja bílinn. Udemezue og hans fólk halda mikla veislu í tilefni heimkomu óskasonarins og allt gengur að óskum. Onuma kemur akandi í glæsivagninum, stráir um sig peningum og nágrannarnir skríða fyrir honum. En svo fer að halla á ógæfuhliðina. Á árlegri uppskeruhátíð héraðsins nýtur Onuma sín vel, heillar kvenfólkið upp úr skónum og notar aftursætið í fína bílnum ótæpilega. En hann verður fullur, keyrir út af og telur bílinn ónýtan. Sér til mikillar ánægju kemst hann að því dag- inn eftir, að svo er ekki, en hann þarf krana og viðgerðarmann til að koma bílnum í samt lag aftur. Hann fer til Lagos og tekst þar að svíkja út fé til að fá viðgerðarmann með nauðsynleg tæki þangað sem bíllinn iiggur, en þegar þangað kemur hafa hrekkjalómar úr sveitinni eyði- lagt hann gjörsamlega. Eftir þetta er líf Onumas í rúst. Enginn ber virðingu fyrir honum lengur, manni sem einu sinni hreykti sér svo hátt, hann er peningalaus og hefur ekki löngun í sér til að gera neitt þarflegt. Hann verður fyrir hverri auðmýkingunni á fætur annarri. flækist inn í pólitík, þar sem hann gerist starfsmaður og stuðningsmaður tveggja and- stæðra fylkinga og sögunni lýkur með því að hann skýtur mann til að komast yfirbílinn hans,nýjan, glæsilegan Mercedes. Að verk- inu loknu ekur hann á brott alsæll. Harmsaga Onumas Okuda er athyglisverð fyrir margra hluta sakir. Þeir, sem vel þekkja til, og ósérhlífni hefur jafnan verið við brugðið og margir notið. í góðra vina hópi var hún og er glöðust og reifust allra, kát og söngvin, lagði jafnan gott til mála og var aufúsugestur á hverjum vinafundi. Á áttræðisafmæli Rannveigar Þorsteinsdóttur er margt að þakka, og fordæmi hennar er og hefur orðið mörgum mikilvægur leiðarvísir. Með fágætri atorku og viljaþreki tókst henni að klífa hamar sem mörgum hafði áður virst harla óárennilegur. Einhver spekingur sagði ein- hvern tíma: Æskan er dásam- leg, skömm að þurfa að spand- era henni á unglinga. Víst er að margir líta á æskuna sem skammvinnt æviskeið til þroska og náms. Rannveig sýndi að þetta skeið er ekki aðeins bund- ið við tvítugs- eða þrítugsaldur. Það er hægt að varðveita æskuna fram eftir árum, nema og læra meðan maður lifir. Með því varð hún öðrum uppörvun, og er nokkurt lífsverk mikilvæg- ara? Henni auðnaðist einnig að veita samherjum sínum lið svo að um munaði á úrslitastundu þegar mikið lá við og skila sameiginlegri sókn þeirra í nýj- an áfanga fram á leið. Það er líka betra en ekki. Andrés Kristjánsson fullyrða að hún gefi raunsanna mynd af ákeðnum þáttum í nígeríska samfélagi, sýni stöðu þeirra, sem slitnað hafi úrtengsl um við það samfélag, sem þeir séu sprottnir upp úr en finni þó ekki fótfestu annars staðar og þurfi því á tilbúnum glæsileika að halda. Dapurlegat er þó, að Onuma gæti allt eins hafa verið til í Reykjavík um þessar mundir. Þá hefði hannlíkast til keypt sér lóð fyrir margföld árslaun for- eldra sinna. Nýríku plebbarnir, sem slitnað hafa úr tengslum við fortíð sína eru allsstaðar hinir sömu og markmið þeirra svipuð. Líf þeirra er oftast harmsaga þegar grannt er skoðar. Jón Þ. Þór England á valda- dögum útlendinganna. M.T. Clanchy: England and its Rulers 1066-1272. Foreign Lordship and National Identity. Fontana Paperbacks 1983. 317 bls. ■ Þegar Vilhjálmur sigurveg- ari lagði undir sig England eftir sigurinn í orrustunni við Hast- ings árið 1066, varð hann kon- ungur Englands, en hélt þó áfram hertogatign í hertoga- dæminu Normandí, handan Ermarsunds. Ríki hans stóð því traustum fótum beggja vegna Ermarsunds og allt fram á valdatíma Hinriks 111. á 13. öld lutu Englendingar stjórn út- lendinga. Normanarnir sam- löguðust þjóðum Bretlandseyja að sönnu smám saman, en á 12. öld leysti ríki Angevinættar- innar þá af hólmi, sem stjórn- endur Englands og réðu fransk- ar erfðareglur þar mestu um. Ríki Angevinættarinnar var víðáttumikið, náði allt norðan frá Skotlandi og suður að Pýrenea- fjöllum og eftir þá komu Poit- evínar til valda, en þeir voru viðlíka vinsælir með Englend- ingum og Smiður Andrésson og hans menn með íslendingum. Óstjórnin gat varla leitt til ann- ars en uppreisnar og árið 1258 risu enskir aðalsmenn upp, en fyrir kaldhæðni örlaganna var foringi þeirra enn einn Fransmaðurinn, Simon de Montfort. Þessi bók er bindi í ritröð um sögu Englands, sem Fontana útgáfan er nú að gefa út og áður hefur verið getið um hér í blaðinu. Höfundurinn lýsir stjórnarháttum á Englandi á þessum árum, en leggur megin- áherslu á að sýna fram á afstöðu íbúa Bretlandseyja til hinna út- lendu valdhafa. Hann lýsir valda- baráttunni á líflegan og skemmtilegan hátt, fjallar um stöðu Englands í Evrópu mið- aldanna og leggur mikla áherslu á endurreisnina svonefndu á 12. öld og þátt Englendinga í henni. Mjög skemmtilegur kafli er um það, hvernig þjóðernis- kennd Englendinga vaknar smám saman, m.a. með því að ensk tunga reis úr öskustónni. í framhaldi af því er svo fróðlegur kafli um uppreisnina 1258 og tilurð ensks þjóðríkis í kjölfar hennar. 1 bókarlok eru allar nauðsynlegar skrár og ættar- tölur. Höfundur þessarar bókar, M.T. Clanchy, er kennari í miðaldasögu við háskólann í Glasgow. Hann hefur ritað nokkuð um miðaldasögu, bæði bækur og ritgerðir og einnig fengist mikið við heimildaútgáf- ur. Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.