NT - 21.08.1984, Page 10

NT - 21.08.1984, Page 10
Þriðjudagur 21. ágúst 1984 10 Minning M Þórhallur Sæmundsson fyrrv. bæjarfógeti á Akranesi Fæddur 24. júní 1897 • ■ Þórhallur Sæmundsson fyrrv. bæjarfógeti á Akranesi andaöist í Sjúkrahúsi Akraness 11. ágúst s.l. 87 ára að aldri. Hann haföi legið í sjúkrahúsinu frá því seint í apríl, en auk þess átt viö nokkra vanheilsu að stríða síðustu misserin. Útför hans verður gerð í dag frá Akraneskirkju. Þórhallur var fæddur að Stærra-Árskógi á Árskógs- strönd, þann 24. júní 1897. Foreldrar hans voru hjónin Sig- ríður Jóhannesdóttir frá Þöngla- bakka í Þorgeirsfirði Jónssonar prests Reykjalín og Sæmundur Tryggvi bóndi og skipstjóri, síð- ar hafnarvörður á ísafirði, Sæ- mundsson bónda í Gröf í Kaup- angssveit í Eyjaíirði Jónasson- ar. Sæmundur er kunnur af ævisögu sinni - Virkir dagar - sem Guðmundur G. Hagalín rithöfundur skráði fyrir löngu síðan og er ein af fyrstu bókum Hagalíns þeirrar tegundar. Börn þeirra hjóna voru 8 og eru 3 þeirra enn á lífi. Guðmundur og Jón búsettir í Reykjavík og Ingileif á Blönduósi. Þegar Þór- hallur er innan við fermingar- aldur andaðist móðir hans. Hann þurfti því snemma að vinna fyrir sér og treysta á sjálfan sig. Hugur hans stóð til mennta, þótt þar væri við ramm- an reip að draga vegna fátæktar. Stúdentsprófi lauk Þórhallur 1919 og prófi í lögum frá Há- skóla íslands 1924. Með þrot- lausri vinnu og miklum sparnaði tókst Þórhalli að ná þessu marki. Hann kunni margar sögur af því, hvernig hann flcytti sér áfram fjárhagslega. Varð stundum að fresta námi, ef sumarvinnan brást, sem fyrir kom. Hann tók sig til og gerðist kennari að vetrinum og eftir að í háskólann kom kenndi hann oftast nær með náminu. Frá þessum árum átti hann ýmsa þjóðkunna ncmendur, eins og sveitunga sinn Davíð skáld frá Fagraskógi og sr. Sigurð Stef- ánsson síðar vígslubiskup á Möðruvöllum. Árin 1924-'30 stundaði Þór- hallur málfærslustörf í Vest- mannaeyjum og rak þar jafn- framt útgerð og fiskverkun. Á þessum árum var hann einnig meö atvinnurekstur í Hnífsdal. Hann stundaði lögfræðistörf i Dáinn H.ágúst 1984 Reykjavík og Hafnarfirði 1930 og 1931. Varð lögreglustjóri á Akranesi frá 1. janúar 1932 og jafnframt oddviti þar og hafn- argjaldkeri til 1. febrúar 1936. Þegar Akranes fær kaupstaðar- réttindi I. janúar 1942 varð Þórhallur bæjarfógeti og því starfi gegndi hann til 1. okt. 1967, er hann lét af embætti vegna aldurs. Eftir þetta var Þórhallur settur bæjarfógeti í Neskaupstað í tæpt ár. Einnig vann hann við sýslumannsem- bættið í Stykkishólmi og á Sauð- árkróki stuttan tíma. Þetta varð til þess - að við ýmsir vinir hans og starfsmenn - gáfum honum nafnið landfógeti og líkaði hon- um það að sjálfsögðu vel. Þórhallur kvæntist þann 19. des. 1925, Elísabetu Guð- mundsdóttur kaupmanns og út- vegsbónda í Hnífsdal Sveins- sonar. Þau hafa alið upp fjögur fósturbörn, sem eru náskyld þeim hjónum og reynst þeim sem bestu foreldrar. Þau eru, talin í aldursröð: Sigríður Sig- mundsdóttir húsmóðir á Sel- tjarnarnesi, Guðmundur Sam- úelsson arkitekt og prófessor í Hannover í Þýskalandi, Lilja Gestsdóttir húsmóðir í Reykja- vík og Þórhallur Már prentari í Reykjavík. Öll hafa þau stofnað sín eigin heimili og eiga marga afkomendur. Fósturforeldrum sínum hafa þau sýnt tryggð og umhyggjusemi, eins og best get- ur veriö og því meir, sem þörfin var brýnni, er aldur færðist yfir þau. Er sú ræktarsemi við æskuheimilið til fyrirmyndar. Elísabet er frábær kona að allri gerð. Mikil móðir barna sinna og fyrirmyndarhúsmóðir, eins og heimili þeirra hjóna hefur best borið vitni um, enda reynst mörgum mikill rausnargarður. Lögreglustjóri og bæjarfógeti á Akranesi var Þórhallur í tæp 36 ár og kom mjög við sögu bæjar- ins á því tímabili. Á þeim árum óx Ákranes úr 1200 manna kauptúni í 4500 manna kaup- stað. Hann átti sæti í fyrstu bæjarstjórn Akraness 1942-’46. Var þar bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn. Hann var mjög virkur í starfi. Hafnarmál- in lét hann einkum til sín taka í bæjarstjórninni og sýndi þar framsýni og stórhug. Hann sat í hafnarnefnd og var lengi for- maður hennar, enda voru hafn- armálin mál málanna fyrstu 30 árin í sögu bæjarins. Fræðslu- málum bæjarins sýndi hann mikinn áhuga og átti lengi sæti í fræðsluráði og var formaður þess í mörg ár. Hann var vand- látur við ráðningu starfsmanna að skólum bæjarins, en greiddi vel götu þeirra, sem hann treysti til góðra verka. Hann varð formaður Sjúkrasamlags Akra- ness við stofnun þess 1938 og gegndi því starfi í nær 40 ár. Lengi endurskoðandi Síldar- og fiskimjölsverksmiðjunnar h/f á Akranesi og Kaupfélags Suður- Borgfirðinga, enda áhugasamur samvinnumaður alla tíð. Átti sæti í miðstjórn Framsóknar- flokksins og var um langt skeið einn af forvígismönnum flokks- ins á Akranesi. Þá var hann í áratugi mjög virkur félagi í Rotaryklúbbi Akranessogstúd- entafélaginu á Akranesi. Af framanrituðu má Ijóst vera að Þórhallur var að eðlisfari mjög félagslyndur maður og kom víða við á langri ævi. Ég gat þess áður að Þórhallur missti móður sína á viðkvæmum aldri og skólaárin urðu honum erfið sökum fátæktar. Ég held að þetta hafi sett nokkurt mark á manninn og mótað lífsskoðan- ir hans. Hann var í eðli sínu sparsamur, hjálpfús og traustur málssvari þeirra, sem höllum fæti stóðu í lífsbaráttunni. Það brást ekki. Hann sýndi mildi og mannúð í embættisstörfum sín- um og ekkert var fjær honum, en láta fólk kenna á valdi sínu. Hann reyndi ætíð að hvetja til sáttar og samkomulags, svo lengi sem kostur var á. Hann var þrautseigur sáttasemjari og trúði einatt á það góða í mann- inum. En lund hans var við- kvæm og hann gat orðið sár, ef menn brugðust trausti hans. Al- þýða manna á Akranesi átti góðan fulltrúa þar sem Þórhall- ur var, enda átti hann velvild hennar og hlýhug. Hinsvegar var hann skyldurækinn embætt- ismaður, heiðarlegur og réttsýnn. Þegar lögin og heil- brigð skynsemi fór ekki saman, lét liann hjartað ráða. Þórhallur var mikill heimilis- faðir og umhyggjan fyrir börn- unum fjórum og börnum þeirra, átti sér engin takmörk. Hann var gestrisinn og góður heim að sækja, eins og margir munu minnast. Hann var viðræðugóð- ur, vel að sér í sögu og ættfræði, kunni mikið af Ijóðum íslensku góðskáldanna og unni öllu því sem íslenskt var. Málamaður var hann mikill og las lengi fram eftir ævinni erlend tímarit sér til fróðleiks og skemmtunar. Nú er langri starfsævi lokið. Þegar kraftarnir eru þrotnir er hvíldin kærkomin. Samstarfs- menn og samherjar - vinir og aðrir samtíðarmenn - munu lengi minnast Þórhallar Sæ- mundssonar og þakka honum kynnin á lífsleiðinni. Jafnframt senda þeir Elísabetu, börnun- um og öðrum vandamönnum innilegar samúðarkveðjur á skilnaðarstundinni. Að lokum langar mig að kveðja Þórhall með síðasta er- indinu úr kvæðinu Mold, eftir æskuvin hans og sveitunga - Davíð skáld frá Fagraskógi: „Moldin er þín. Moldin er trygg við börnin sín, sefar allan söknuð og harm og svæfir þig við sinn móðurbarm. Grasið hvíslar sitt Ijúfasta Ijóð á leiðinu þínu. Moldin er hljóð og hvíldin góð... “ Blessuð sé minning hans. Daníel Ágústínusson Þá er yfirvald okkar Akurnes- inga um langt skeið, Þórhallur Sæmundsson fyrrverandi bæjar- fógeti allur og fer jarðarförin fram frá Akraneskirkju í dag. Þórhallur var sonur þess kunna skipstjóra og athafna- manns, Sæmundar Tryggva Sæmundssonar og konu hans Sigríðar Jóhannesdóttur, Stærri Árskógi, Árskógsströnd og átti þannig ekki langt að sækja áræði og dugnað, er strax kom í Ijós er hann braust til mennta, svo erfitt sem það var alþýðu manna í þá daga, er aðeins var einn Menntaskóli í Reykjavík og enginn lánasjóður eða styrkir upp á að hlaupa. En þetta tókst þó með fádæma dugnaði, reglu- semi og þrotlausri vinnu og lauk hann stúdentsprófi frá MR 1919. Innritaðist þá í lagadeild Háskóla íslands og lauk þaðan prófi með hárri 1. einkunn 1924. Næstu árin stundaði Þór- hallur málfærslustörf í Vest- mannaeyjum og einnig útgerð frá Hnífsdal, en þaðan var hans merka og vel menntaða kona, Elísabet Guðmundsdóttir, kaupmanns. Lögreglustjóri á Akranesi varð Þórhallur í ársbyrjun 1932 og jafnframt oddviti hrepps- nefndarinnar og var það vissu- lega ærið starf einum manni, með tilliti til þess líka, að hann varð að hafa skrifstofuna inni á heimilinu, þar sem húsakostur var ekki alltof ríflegur. Kom sér þá vel, að frú Elísabet tók fyllilega sinn þátt í að leysa þessi erfiðu viðfangsefni, bæði hvað heimilið snerti og eins að aðstoða bónda sinn við skrif- stofustörfin, þar sem mikið þurfti að handskrifa og reikna án hjálpar skrifstofu og reikn- ingsvéla. Bæjarfógeti á Akranesi varð Þórhallur 1942 og gegndi því starfi til 1967, að hann fékk lausn frá embætti. Með stofnun bæjarfógetaembættisins breytt- ist að sjálfsögðu öll aðstaða hvað snerti skrifstofuhald og starfsemi við embættið, sem allt varð stærra í sniðum en verið hafði. Auk embættisstarfa hlóð- ust á Þórhall ýmiss trúnaðar og ábyrgðarstörf í hafnarnefnd. Þannig var hann lengi formaður stjórnar Sjúkrasamlags Akra- ness.í hafnarnefnd yfir 20 ár og í fræðsluráði Akraness og yfir- kjörstjórn Vesturlandskjör- dæmis, svo eitthvað sé nefnt. Öll embættis og trúnaðarstörf rækti Þórhallur með stakri samviskusemi og sérstaklega þótti einkenna alla starfsemi hans að leysa öll ágreiningsmál í sátt og samlyndi en forðast allt valdboð í lengstu lög. Sérstakur talsmaður alla tíð var Þórhallur allra þeirra sem minna máttu sín og við erfið kjör eða and- streymi áttu að búa, minnugur uppruna síns og lífsbaráttu í æsku og unglingsárum við þrot- lausa baráttu að ná settu mark- miði, sem oft virtist svo fjarlægt og tvísýnt, hvernig til tækist þó allt færi vel og að óskum, eins og framan greinir. Við hjónin fluttum til Akra- ness á haustdögum 1934, þar sem ég gerðist kennari við Barnaskólann. Brátt tókust góð kynni og vinátta með okkur og heimilum okkar og hefur staðið svo alla tíð síðan, sem við kunnum vel að meta og erum þakklát fyrir. - Ég hafði mikið saman við Þórhall að sælda við félags- og nefndarstörf og reyndist mér hann ætíð ráðholl- ur og tillögugóður og laginn að ná góðum árangri, þó skoðanir væru skiptar til að byrja með, eins og oft vill verða, en eins og áður segir, var Þórhallur maður friðar og sáttfýsi. Ekki spillti það til, að við vorum einlægir samherjar í stjórnmálum og átt- um á því sviði langt og farsælt samstarf. „Lét ei glys né böl sig blekkja bein hún gekk og veik eispönn, meyja, kona, aldin ekkja upplitsdjörf og prúð og sönn“. (Matth. Jock.) Hinn 7. ágúst s.l. andaðist í Reykjavík Kristín Halldórs- dóttir, fyrrum húsfreyja í Önd- verðarnesi í Grímsnesi, rúm- lega 94 ára að aldri. Hún var alla ævi mjög heilsugóð, en nokkur hin síðari ár fór þrek hennar minnkandi, eftir því sem aldur færðist yfir. Ekki þurfti hún að dveljast á sjúkra- húsi, en gat dvalið í íbúð sinni í rósemi ellinnar, án þess að þurfa að líða þjáningar og verða elli- móð. Hún var líka svo lánsöm að hafa sér til aðstoðar mikla ágætiskonu, sem annaðist hana af mikilli kostgæfni síðustu árin. Kristín Halldórsdóttir var fædd á Litlu-Reykjum í Hraungerðishreppi 25. maí 1890. Foreldrar hennar voru Halldór Stígsson fæddur á Brekkum á Rángárvöllum 14. júní 1858 og kona hans Þórunn ísleifsdóttir fædd á Kirkju- bæjarklaustri 12. júlí 1857, bú- andi hjón á Litlu-Reykjum. Árið 1901 flyst Kristín með foreldrum sínum að Öndverð- arnesi í Grímsnesi og ólst þar upp. Ung að árum giftist Kristín Bjarna Jónssyni frá Alviðru í Ölfusi. Bjuggu þau nokkur fyrstu árin í Reykjavík, þarsem Bjarni stundaði sjómennsku og var í mörg ár togarasjómaður. Árið 1918 flytja þau hjón að Öndverðarnesi og taka þar við jörð og búi af foreldrum Kristín- ar og farnaðist vel. En árið 1926 missir Kristín mann sinn af slysförum frá átta börnum og því níunda ófæddu. Þetta var mikið áfall fyrir heimilið og hefði ekki þótt tiltökumál, þó að ekkjan hefði látið bugast við slíkt reiðarslag. En Kristín var ekki þeirrar gerðar að láta hug- fallast þótt á móti blési. Hún tvíefldist við þessa miklu sorg og erfiðleika. Hélt búskap áfram af mikilli rausn og mynd- arskap með börnum sínum til ársins 1955 að hún lét af búskap og flutti til Reykjavíkur. Af níu börnum þeirra hjóna, Bjarna og Kristínar eru nú aðeins þrjú sem lifa móður sína. Það er því augljóst, að mörg og þung áföll hafa mætt á þessari konu á vegferð hennar gegnum lífið. En hún hélt alltaf reisn sinni og bar ekki á torg sorgir sínar og harma. En hitt má öllum Ijóst vera. að ekki hefur alltaf verið bjart framundan hjá þessari dugmiklu konu. í búskapartíð Kristínar var Öndverðarnes mikill rausnargarður. Bústofn mikill og góður, jörðin landstór og mikil hlunnindi. Gesta- gangur mikill því að allir sem komu fundu að þeir voru auð- fúsugestir. Heimilsfólkiðmargt, stór hópur myndarlegra barna, sem voru öllu einhuga um að hjálpa móður sinni sem best varð á kosið, enda var búskapur blómlegur og afkoma góð. Hér hefur verið getið helstu atriða úr lífi og starfi Kristínar frá Öndverðarnesi, en þrátt fyrir það er hetjusaga hennar ósögð og verður ekki rakin í stuttu máli. Hún var sómi stéttar Og nú að leiðarlokum vil ég færa þessum vini mínum og samferðamanni hér í bæ um langt skeið þakkir fyrir sam- fylgdina og alla vinsemd fyrr og síðar, um leið og við hjónin sendum frú Elísabetu og fjöl- skyldu hennar einlægar vináttu og samúðarkveðjur. Guðmundur Björnsson sinnar, hvort sem litið er til bændastéttar þessa lands eða þeirra kvenna, er hlutu þau örlög að þurfa að gerast bæði bóndinn og húsfreyjan, faðir og móðir barna sinna og komast með miklum sóma frá því á allan hátt. Að leiðarlokum og á kveðju- stund komu margar fagrar minningar um þessa konu fram í hugann. Á þær ber engan skugga, eftir margra áratuga kynni mín af Kristínu frá Önd- verðarnesi. Örlögin höguðu því svo fyrir röskum fimmtíu árum, að ég varð sem eitt af börnum hennar. Og til dauðadags var hún svo sannarlega móðir mín í bestu merkingu þess orðs. Batt órofatryggð við mig og börnin mín öll. Heimili hennar í Önd- verðarnesi og síðar í Reykjavík stóð okkuröllum æfinlega opið. Þangað var ætíð hægt að leita með vandamál, sem að höndum bar. Þegar sorg og sárindi bar að okkar dyrum var það einnig hennar sorg. Hún gerði ætíð sitt besta til að léfta vandann og gera sem best úr öllu. Hjá henni áttu flest barna minna sumar- dvöl um margra ára skeið og síðar, eftir að hún var flutt til Reykjavíkur, hélt hún heimili fyrir þau, sem þá voru í skóla. Óneitanlega vekur það söknuð og trega, að nú skuli öllum samskiptum lokið. Krist- ín Halldórsdóttir er horfin sjón- um okkar að sinni. Konan sem við áttum öll svo mikið gott upp að unna. En þegar aldur færist yfir og líkamsþróttur dvínar, er dauðinn kærkominn og hvíldin þakksamlega þegin. Kristín frá Öndverðarnesi hefur kvatt sitt veraldarsvið, sátt við allt og alla. Horfin hljóðlát og prúð inn í forsal eilífðarinnar. Við, sem eftir stöndum, ósk- um henni af alhug góðrar ferðar til nýrra heimkynna. Valdimar Pálsson. Selfossi. Útför Kristínar Halldórsdótt- ur, fyrrum húsfreyju að Önd- verðarnesi í Grímsnesi, verður gerð frá Selfosskirkju í dag. Hún andaðist á hjúkrunarheim- ilinu Sunnuhlíð þ. 7. þ.m., 94ra ára að aldri. Kristín fæddist 25. maí 1890 að Litlu-Reykjum í Hraungerðishreppi, einkadóttir hjónanna Þórunnar ísleifsdótt- ur og Halldórs Stígssonar, sem þar bjuggu. Árið 1900 fluttist hún með foreldrum sínum að Öndverðarnesi t Grímsnesi og þar ólst hún upp. Ung að aldri fór hún til Reykjavíkur að læra t Útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu Ingibjargar Ásgeirsdóttur Lokastíg 23 fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 23. ágúst kl. 13.30. Þeir sem vildu minnast hinnar látnu eru beðnir að láta liknarfélög njóta þess. Óskar Gissurarson og fjölsk. Innilegustu þakkir til allra er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu Hólmfríðar Eysteinsdóttur Miklubraut B2 Reykjavík HlinGunnarsdóttir GeirSigurðsson Astríður Sigurðardottír Guðrún Sigurðardóttir Eysteinn Sigurðsson MagnúsSigurösson Sveinn L. Jóhannesson Helga Fossberg Ólafur Kristófersson Sigfús Jonsson Guðrún Ólafsdóttir og barnabörn Kristín Halldórsdóttir Fædd 25. maí 1890 - Dáin 7. ágúst 1984

x

NT

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: NT
https://timarit.is/publication/305

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.