NT - 21.08.1984, Síða 14
Allt of auðvelt er að eyði-
leggja þær einstöku aðstæður í
Fundyflóa sem laða hvali
þangað. Aætlanir hafa verið
gerðar um að reisa olíuhreinsi-
stöð, kjarnorkuver og orkuver
sem nýttu sér hinn mikla mun
á flóði og fjöru. Þótt heimurinn
þurfi mjög á nýjum orku-
linduni að halda, þá gætu
olíuleki, geislavirkur úr-
gangur og önnur mengun vald-
ið miklum skaða á einstakri
náttúru og dýralífi Fundyflóa.
Ástæða er þó til nokkurrar
bjartsýni. Áætlanirnar um
olíuhreinsistöðina hafa verið
lagðar á hilluna, og þeir sem
eru að skipuleggja flóðorku-
verið fara rnjög varlega í sínum
áætlunum og framkvæmdum.
Þýðandi og þulur er Óskar
Ingimarsson.
Bresk fréttamynd
um ástandið í Iran
■ Á lóáraafmæliinnrásar
Sovétmanna í Tékkó-
slóvakíu sýnir sjónvarpið
mynd scm brcskir
sjónvarpsmenn gerðu í
íran. Þeir dvöldust þar í
þrjár vikur og gerðu mynd
sem fjallar um styrjöldina
við íraka og þjóðfélagið þar
sem trúarbrögðin eru sett
ofar öllu.
Þýðandi og þulur er Bogi
Ágústsson.
■ Þannig líta
sumir á Khomeini
erkiklcrk í íran.
Útvarp kl. 22.35:
Smfóníublús,
rokksönófur
og kammerdjass
■ Undir lok útvarpsdag-
skrárinnar í dag er tónlistar-
þátturinn Sinfóníublús,
rokksónötur og kammer-
djass. Sigurður Einarsson
■ Verk eftir Gunnar
Reyni Sveinsson verður
spilað í þættinum Sinfón-
■ublús, rokksónötur og
kammerdjass.
sér um þennan þátt og hann
var beðinn að skýra frá efni
hans.
„í þessum þætti er öll
möguleg tónlist, það mætast
þarnar ólíkar tónlistarhefð-
ir. Það er fjallað um klass-
íska höfunda sem hafa sam-
ið í anda jass og öfugt.
í þessum þætti verður
indversk tónlist, Ychudi
Menuin leikur á fiðlu. Síðan
verður leikið verk eftir
Penderezki, pólskt tónskáld
sem samdi verk fyrir jass-
sveit. Þetta er þungur nú-
tímajass. Einnig verður
leikið verk eftir Gunnar
Reyni Sveinsson, Samstæð-
ur, og Ebonykonsertinn eft-
ir Stravinsicy, sem hann
samdi fyrir jasssveit.
Ég leik Iíka verk af einni
Bítlaplötu, það er af Sgt.
Peppers, verk sem George
Harrison samdi undir
áhrifum frá indverskri
tónlist.
Hvalir eru algengir í Fundyflóa.
Sjónvarp
kl. 20.35:
Fundyflói
Bresk náttúrulífsmynd um einstakt náttúrufyrirbæri
■ Á dagskrá sjónvarpsins í
kvöld er myndin Fundyflói.
Þetta er bresk náttúrulífs-
mynd, um Fundyflóa að sjálf-
sögðu, en flói þessi eða fjörður
er á austurströnd Kanada milli
fylkjanna New Brunswick og
Nova Scotia.
Tvisvar á dag þrýstast mill-
jarðar tonna af vatni inn í
þennan trektlaga flóa, og verð-
ur þarna mesti munur á flóði
og fjöru sem fyrirfinnst á jörð-
inni. Þegar flóðið kemur í
mynni flóans, þrýstist það upp
með ströndinni eftir því sem
flóinn mjókkar. Munur á há-
flóði og lægstu fjöru getur
Land klerkanna
verið allt að 17 metrar. í innsta
hluta flóans verður flóðaldan
að hárri bylgju, sem oft getur
verið nokkurra metra há.
Þrátt fyrir þessi læti í náttúr-
unni er mjög fjölbreytt dýralíf
við flóann. Þegar fjarar út,
koma í Ijós víðáttumiklar
leirsléttur og sandrif. Leirinn
er fullur af alls kyns kvikindum
sem eru veislumatur þúsunda
stað- og farfugla. Flóinn er
lífsnauðsynlegur fyrir milljónir
sendlinga sem afla sér þar orku
til að fljúga til vetrarstöðva
sinna í Suður-Ameríku.
í mynni flóans veldur flóð-
aldan því að mikið af smá-
krabbadýrum berst upp á
yfirborðið. Stórir hópar fugla
og hvala gæða sér þar á veislu-
mat.
idagur 21. ágúst 1984 14
Útvarp
kl. 11.15:
Hljóðdósin
Tónlistarþáttur af
léttara taginu með
Ólafi Þórðarsyni
■ Á dagskrá útvarpsins kl.
11.15 í dag er þátturinn Hljóð-
dósin, sem Ólafur Þórðarson
sér um. Við höfðum samband
við hann og báðum hann að
segja okkur frá þættinum, sem
er nýr í dagskránni.
„Þessi þáttur inniheldur
létta músík, en ekki popplög
eða þess háttar, heldur mikið
til jass, og frekar það sem
kallað er instrúmental lög, eða
lög eingöngu leikin á hljóðfæri.
Nú, þeir sem spilaðir verða
í þættinum í dag eru þessir: Pat
Metheny, Charlie Christian,
sá sem umturnaði öllum jass-
gítarleik hér á árunum, og svo
píanóleikararnir Oscar Peter-
son og Teddy Wilson. Einnig
verða leikin lög með sænskum
kappa sem kom hér einhvern-
tíma á árunum og heitir Char-
lie Norman.
Þetta er ekki alveg instru-
mental þáttur, það kemur fram
einn og einn söngvari, það
verða af og til þjóðlög frá
ýmsum löndum og svo smá-
klassík, af léttara taginu. Það
verður semsagt ekkert popp í
þættinum. Þátturinn verður á
dagskrá eitthvað frameftir. Ég
var með fjóra þætti í þessum
dúr í júní, þeirvoru nafnlausir,
en svo fann ég þetta nafn.
Hljóðdós er það sem er fremst
á plötuspilaraarminum."
Er ekki stundum erfitt að
finna nöfn á útvarpsþætti?
„Jú, það getur verið erfitt.
Það hafa komist ýmis skrýtin
nöfn á blað. Eitt var Hljóm-
botninn, þá átti að spila bara
léléga tónlist og illa gerða. Það
var nú meira í gríni. En það
hafa fleiri nöfn komið upp og
aldrei verið notuð, t.d. Úr
gjallarhorninu, Millileikur,
Músíkaskjan og Niðurlag, svo
eitthvað sé nefnt.“
■ Ólafur Þórðarson.
Þriðjudagur
21. ágúst
7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn. I
bítið. Hanna G. Sigurðardóttir og
lllugi Jökulsson. 7.25 Leikfimi.
7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur
Eiriks Rögnvaldssonar frá kvöld-
inu áður.
8.00 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir.
Morgunorð - Pétur Jósefsson,
Akureyri, talar.
9.00 Fréttir
9.05 Morgunstund barnanna:
„Eins og ég væri ekki til“ eftir
Kerstin Johansson Sigurður
Helgason les þýðingu sína (6).
9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar.
Tónleikar. Þulur velur og kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For-
ustugr. dagbl. (útdr.).
10.45 „Ljáðu mér eyra“ Málmfriður
Sigurðardóttir á Jaðri sér um þátt-
inn (RLIVAK).
11.15 Hljóðdósin Létt lög leikin af
hljómplötum. Umsjón:ÓlafurÞórð-
arson.
12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning-
ar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til-
kynningar. Tónleikar.
13.30 Shirley Bassey og Placido
Domingo syngja
14.00 „Við bíðum“ eftir J.M. Coet-
zee Sigurlina Davíðsóttir les þýð-
ingu sina (10).
14.30 Miðdegistónleikar St. Martin-
in-the-Fields hljomsveitin leikur
Sinfóníu nr. 1 i D-dúr eftir Sergej
Prokofjeff; Neville Marriner
stjornar.
14.45 Upptaktur - Guðmundur
Benediktsson.
15.30 Tilkynningar. Tónleikar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður-
fregnir.
16.20 íslensk tónlist: a. „Lagasmið-
ur i hjáverkum" Sinfóníuhljóm-
sveit islands leikur lög eftir Ólaf
Þorgrimsson; Páll P. Pálsson stj. /
Karlakórinn Fóstbræður syngur
lög eftir Gylfa Þ. Gislason; Jón
Þórarinsson stj. / Pétur Þorvalds-
son og Ragnar Björnsson leika á
selló og orgel „Barnagælu" eftir
Gylfa Þ. Gíslason / Gunnar
Kvaran, Monika Abendroth, Krist-
inn Sigmundsson, Jónas Ingi-
mundarson, Smári Ólason, Hall-
dór Vilhelmsson, Friðbjörn G.
Jónsson og Karlakórinn Stefnir
flytja lög eftir Gunnar Thoroddsen;
Lárus Sveinsson stj.
17.00 Fréttir á ensku
17.10 Síðdegisútvarp Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar.
19.50 Við stokkinn Stjórnandi:
Gunnvör Braga.
20.00 Sagan: „Júlia og úlfarnir"
eftir Jean Graighead George
Geirlaug Þorvaldsdóttir les þýð-
ingu Ragnars Þorsteinssonar (5).
20.30 Horn unga fólksins í umsjá
Sigurlaugar M. Jónasdóttur.
20.40 Kvöldvaka a. Við héldum
hátíð Frásögn Gunnars M. Magn-
úss frá stofnun lýðveldisins 1944.
Baldvin Halldórsson les sjötta og
síöasta hluta. b. Norðurfjöll Bald-
ur Pálmason les flokk ferðakvæða
eftir Hannes Hafstein.
21.10 Frá ferðum Þorvaldar Thor-
oddsen um ísland 12. og siðasti
þáttur: Um hinn vísindalega ár-
angur o.fl. Umsjón: Tómas Ein-
arsson. Lesari með honum: Snorri
Jónsson
21.45 Útvarpssagan: „Vindur, vind-
ur vinur minn“ eftir Guðlaug
Arason Höfundur les (17).
22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá
morgundagsins. Orð kvöldsins
22.35 Sinfóníublús, rokksónötur
og kammerdjass Ólíkar hefðir
mætast - siðari hluti. Siguröur
Einarsson kynnir.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.
Þriðjudagur
21. ágúst
19.35 Bogi og Logi. Pólskur teikni-
myndaflokkur.
19.45 Fréttaágrip á táknmáli.
20.00 Fréttir og veður.
20.25 Auglýsingar og dagskrá.
20.35 Fundyflói. Bresk náttúrulífs-
mynd. Fundyflói er á austurströnd
Kanada milli Nova Scotia og New
Brunswick. Þar gætir sjávarfalla
meir en á nokkrum öðrum stað
vegna lögunar flóans. En einmitt
vegna þess er fugla- og sjávarlíf
óvíða auðugra. Þýðandi og þulur
Óskar Ingimarsson.
21.05 Aðkomumaðurinn
Fimmti þáttur. Breskur framhald-
smyndaflokkur i sex þáttum. Frank
Scully frestar brottför sinni ekki
síst vegna Fionu Neave. Henni er
enn jafn óskiljanlegt hvers vegna
Banner sálugi hefur arfleitt hana
og geymir Ijósmyndir af henni á
barnsaldri. Ungfrú Banner heldur
áfram að skrifa umdeilda og nafn-
lausa dálka í blaðið. Þýðandi Jón
O. Edwald.
21.55 Land klerkanna. Fréttamynd
frá breska sjónvarpinu. Breskir
sjónvarpsmenn heimsóttu Iran í
vor og dvöldust þar i þrjár vikur. I
myndinni er fjallað um styrjöldina
við l’raka og þjóðfélagið þar sem
trúarbrögðin eru sett ofar öllu.
Þýðandi og þulur Bogi Ágústsson.
22.45 Fréttir f dagskrárlok.