NT - 21.08.1984, Síða 19
________________Þriftjudagur 21. ágúrt 1984 19
Útlönd
Sankara sparkar
ráðherrum sínum
Ouagadiugou-Rcuter
■ Thomas Sankara höfuðsmaður, ríkisstjóri Bourkina Fasso, (fyrrum
Efri-Voita) leysti upp ríkisstjórn landsins í gær. Ríkisútvarp landsins
sagði að utanríkis-, varnarmála-, upplýsinga- og heilbrigðisráðhcrrarnir,
sem nú eru erlendis, myndu halda embættum sínum þar til þeir kæmu
aftur til landsins.
í yfirlýsingu frá Sankara sagði
að ráðherrar hefðu verið leystir
frá embættuni sínum og ráðuneyt-
isstjórar myndu taka við störfum
þeirra. Ekki var tilkynnt hvenær
ný ríkisstjórn yrði mynduð í land-
inu, sem var áður nýlenda Frakka.
Nafni Efri-Volta var breytt í
Bourkina Fasso (land hinna ó-
spilltu manna) fyrr í þessum mán-
uði. Nú er ár liðið síðan núverandi
herforingjastjórn tók völdin í
landinu og var nafninu breytt á
ársafmæli stjórnarinar. Sankara
hrifsaði völdin af Jean Baptiste
Quedraogo en Sankara var for-
sætisráðherra í stjórn hans.
Aðeins tvær vikur eru síðan
reynt var að steypa Sankara af
stóli en þá lést ráðherra í stjórninni
af skotsárum sem hann fékk þegar
óþekktur maður hóf vélbyssu-
skothríð á bíl hans á götu í
höfuðborg Bourkina Fasso,
Ouagadiugou. Talið er að brott-
rekstur ráðherranna nú standi í
sambandi við valdaránstilraunina.
Síðan landið fékk sjálfstæði árið
1960 hafa borgaralegar stjórnir og
herforingjastjórnir skipst á
völdum. Þrjár stjórnarbyltingar
hafa verið gerðar undanfarin
fjögur ár og hefur það enn aukið á
glundroðann í landinu sem er eitt
það fátækasta í heimi.
Glæpum
fækkar í Kína
■ Kínverjar hófu mikla
herferð gegn glæpum á
síðasta ári en þá hafði
glæpum farið fjölgandi um
nokkurt skeið. Samkvæmt
opinberum heimildum
voru framdir að meðaltali
um 7 glæpir á hverja 10.000
íbúa á undanförnum
árum. Þetta hefur Kín-
verjum þótt jaðra við
glæpafaraldur þótt þessi
glæpatíðni sé mun minni
en þekkist á Vestur-
löndum.
Alntenningur krafðist
strangari löggæslu og
harðari dóma. Yfirvöld
urðu við þessum kröfum
almennings, dómsmálum
var hraðað og refsingar
hertar. Á nokkrum ntán-
uðum voru mörg þúsund
manns teknir af lífi fyrir
ýmis konar alvarlega of-
beldisglæpi eins og morð,
vopnuð rán og nauðganir.
t’essi herferð gegn glæp-
um virðist hafa skilað ár-
angri og opinberar tölur
sýna að dregið hefur úr
tíðni glæpa niður í um
þrjá á hverja 10.000 íbúa.
Raðaug lýsinqar
þjónusta
Húseigendur
Þarf að ganga frá lóðinni þinni?
Við steypum og/eða helluleggjum
bílaplön, innkeyrslur og gangstéttar.
Útvegum löggilta menn til að leggja
snjóbræðslulagnir. Gerum föst verð-
tilboð.
Látið fagmenn vinna verkin
Hjörtur sími 91-77591
atvinna - atvinna
Atvinna
Laus er til umsóknar staöa forstööumanns á
barnaheimilinu á Dalvík. Einnig er laus til um-
sóknar staða við barnagæslu. Fóstrumenntun
æskileg. Umsóknarfrestur er til 10. september
n.k. Upplýsingar veita fyrir hönd félagsmálaráðs
Kristín Gestsdóttir sími 96-61323 og Þóra Rósa
Geirsdóttir sími 96-61411. Umsóknum skal skila
á skrifstofu Dalvíkurbæjar.
Félagsmálaráð Dalvíkur
Barnagæsla
Barngóð kona óskast til að gæta tveggja barna,
2ja ára og 10 mánaða.
Þyrfti helst að geta komið heim.
Upplýsingar í síma 11684.
Barnagæsla
Óska eftir unglingsstúlku til að gæta 6 ára telpu
nokkur kvöld aðra hvora viku. Er í vesturbænum.
Upplýsingar í síma 621042 eftir kl. 5 í dag og á
morgun.
húsnæði óskast
íbúð óskast
3-4 herbergja íbúð óskast til leigu í vesturbænum.
Skilvísi og reglusemi heitið. Upplýsingar í síma
91-621365 í dag og sunnudag eftir kl. 7.
til leigu
TIL LEIGU
Borvagn - Sprengingar
Belta- og traktorsgrafa
Dráttarbílar til þungaflutninga
BORGARVERK HF
BORGARNESI
Símar: 93-7134 og 93-7144
Jörð til leigu
Á Suðvesturlandi er jörð til leigu. Bústofn getur
fylgt. Túnstærð 50 hektarar.
Upplýsingar í síma 620608 eftir kl. 6
Til leigu
Afkastamikil
traktorsgrafa
í stór og smá verk.
Vinn einnig um helgar.
Logi, sími 46290
SÍMAR:
72977 og 2528(f
ÓLAFUR M ÓLAFSSON BLIKAHÓLUM 4
Traktorsgrafa
M.F. 50 B traktorsgrafa er til leigu í smærri
og stærri verk.
Dag, kvöld og helgarsími 91-42855
Sindri
Traktorsgrafa
Til leigu CASE traktorsgrafa í stór sem
smáverk. Einnig með mold til sölu.
Sími 77010. o-
o:
7:7
')
i
S>
I
Körfubíli til leigu!
Lengsti körfubíll landsins til leigu
í stór og smá verk.
Lyftihæð 20m.
Upplýsingar í síma 91-41035.
Traktorsgrafa
og loftpressur
I stór og smá verk
Vanir menn Sími: 44757
^leinberc^/^
ökukennsla
Ökukennsia
og æfingatímar
Kenni á Audi ’82. Nýir nemendur geta byrjað
strax og greiða aðeins tekna tíma.
Æfingatímar fyrir þá sem hafa misst réttindi.
Æfing í borgarakstri. Greiðslukjör.
Lærið þar sem reynslan er mest.
Símar 27716 og 74923.
Ökuskóli Guðjóns Ó. Hanssonar.
tilkynningar
Auglýsing
um rækjuveiðar innanfjarða á hausti komanda
Umsóknarfrestur til rækjuveiða á Arnarfirði, fsa-
fjarðardjúpi og Húnaflóa á rækjuvertíðinni 1984
til 1985, er til 5. september n.k. í umsókn skal
greina nafn skipstjóra og heimilisfang, ennfremur
nafn báts, umdæmisnúmer og skipaskrárnúmer.
Umsóknir, sem berast eftir 5. september n.k.,
verða ekki teknar til greina.
Sjá varútveg sráðu neyti ð,
17. ágúst 1984
Hugmyndasamkeppni
Skútustaðahreppur (Mývatnssveit) efnir til sam-
keppni um merki fyrir sveitarfélagið. Samkeppnin
er öllum opin. Merkið má höfða til megineinkenna
sveitarinnar t.a.m. landslagseinkenna, gróður-
fars, dýralífs, eldvirkni, en einnig menningar- og
félagslegrar sögu, náttúruverndar og atvinnulífs.
Veitt verða þrenn verðlaun: Kr. 20.000,- kr
10.000,-og kr. 5.000,-
Hugmyndir skal senda skrifstofu Skútustaða-
hrepps, Múlavegi 2 660 Reykjahlíð fyrir 15.
október 1984 í lokuðu umslagi ásamt nafni
sendanda og heimilisfangi. Dómnefnd mun Ijúka
störfum fyrir 1. desember 1984. Skútustaða-
hreppur áskilur sér eignarrétt á verðlaunatillög-
unum.