NT - 21.08.1984, Page 23
Þriðjudagur 21. ágúst
Iþróttir
Valssigur
í slökum leik
Einkunnagjöf NT
ÞÓR KR ÞRÓTTUR
BaldvinGuim.s........4 SletánJóhannss. ...4 Gubm.Erlingsson ..2
Jónas Róbertsson .. 3 Jón G. Bjarnass.....5 Arnar Friðriksson ... 3
Óskar Gunnarsson .. 3 Wiilum Þórsson .... 4 Kristján Jónsson ... 3
Árni Stelánsson .... 4 Sævar Leilsson.....5 Ársaell Kristjánsson . 3
Sigurbj. Viðarsson .. 5 Jakob Pétursson ... 3 Pétur Arnþórsson ... 4
Nói Björnsson......4 Jósteinn Einarss .... 5 Páll Ólafsson......4
Kristj. Kristjánss. ... 3 Ágúst M. Jónss...4 Þorst. Þorsteinsson . 5
Guðjón Guðm.s......3 Haraldur Haraldss. .. 3 Ásgeir Eliasson .... 4
HalldórÁskelss.....2 BjðrnRalnsson.......4 Þorv.Þorvaldsson ..4
Bjarni Sveinbj.s...2 Sæbj. Guðmundss .. 3 Ottó Hreinsson.....5
Einar Arason.......4 Hálfdán Örlygss .... 3 Birgir Sigurðsson ... 4
Nikulás Jónsson.... 4
VALUR
Stefán Arnarson ... 5
Örn Guðmundsson.. 4
Grimur Sæmunds... 4
Guðm, Kjartansson .4
Ingvar Guðmundss.. 5
Þorgr. Þrálnsson .... 3
Guðni Bergsson .... 3
Hilmar Sighvatss ... 3
ValurValsson.....2
Guðm. Þorbjömss .. 3
Bargþór Magnúss... 3
Þóraf
■ Ársæll Krist-
jánsson og
Guðmundur Þor-
björnsson berjast
um boltann í leik
Þróttar og Vals í
gærkvöldi,
NT-mynd: Sverrir
Frá Gylfa Kristjánssyni íþróttafréttamanni
NT á Akureyri.
■ KR-ingar höfðu það á orði þegar
þeir yfírgáfu leikvanginn á Akureyri í
gærkvöldi að það væru einhver álög á
þeim þegar þeir leika þar.
„Við getum ekki unnið leik hérna
hvernig sem á því stendur“ sögðu þeir
og lái þeim það hver sem vill, því KR
hefur ekki unnið sigur á Akureyri
síðan 1977, sama hvort leikið hefur
verið í 1. eða 2. deild.
„Þetta var sanngjarn sigur Þórsara“
sagði Hólmbert Friðjónsson þjálfari
KR í samtali við fréttamann NT eftir
leikinn gegn Þór í gærkvöldi, en
honum lauk með 3-1 sigri Þórs.
„Þórsarar eru með eitt skemmtileg-
asta liðið í 1. deild en jafnframt eitt
það grófasta og við bera réðum ekki
við þetta“ bætti hann við.
Halldór Áskelsson var hetja Þórs í
gærkvöldi og skoraði tvö af mörkum
liðsins. „Þetta voru kærkomin mörk,
þau fyrstu sem ég skora á heimavelli
og það var tími til kominn. Ég er samt
ekkert mjög ánægður með leikinn í
heild, en stigin þrjú og mörkin mín er
ég ánægður með“ sagði Halldór.
Þór fékk óskabyrjun, mark strax á
4. mín. Þórsarar léku upp miðjan
völlinn og sókninni lauk með skoti
frá Guðjóni Guðmundssyni, boltinn
lenti í einum KR-ingi og fór í sveig
framhjá Stefáni í KR-markinu.
Strax í upphafi síðari hálfleiks
komst Þór í 2-0. KR-ingar reyndu
rangstöðu „taktik“ sem gekk ekki
upp og Halldór komst einn innfyrir
og skoraði í fjærhornið með fremur
lausu skoti.
KR minnkaði muninn skömmu
síðar. Þeir fengu aukaspyrnu fyrir
utan vítateig og Hálfdán Örlygsson
skoraði með lausu skoti, en mark-
vörður Þórs Benedikt Guðmundsson
var allt of framarlega.
Á 61. mín kom svo þriðja mark
Þórs. Hornspyrna Bjarna Svein-
björnssonar rataði á höfuð Halldórs
Askelssonar og hann sneiddi boltann
laglega í markið, einn og óvaldaður.
Leikurinn var ekki mjög rishár, en
geysileg barátta einkenndi hann og
jaðraði oft á tíðum við að slagsmál
brytust út á vellinum. Sigur Þórs var
sanngjarn og hefði getað orðið enn
stærri. Þannig Iét Bjarni Sveinbjörns-
son verja frá sér kominn einn innfyrir
vörnina hjá KR og Guðjón Guð-
mundsson átti skot í þverslá.
Bestu menn liðanna í gærkvöldi
voru þeir Halldór Áskelsson og
Bjarni Sveinbjörnsson hjá Þór og hjá
KR voru þeir Jakob Pétursson og
Sæbjörn Guðmundsson góðir í annars
jöfnu KR liði.
Hvað segja bændur nú?
Töðugjöíd í Bournemouth,
því ekki það?
8 daga sérstaklega skipulögð ferð fyrir bændur
og aðra bústólpa frá 26. ágúst — 2. september.
Skoðunarferðir á bændabýli, bændaskóla og
gömul landbúnaðarsöfn. Ekið í hestvögnum.
Hvernig bjuggu enskir bændur fyrr á öldum?
Stórkostleg ferð. Draumur bóndans.
Verð frá kr. 15.500. íslensk fararstiórn.
Sjómenn og aðrír veiðimenn
Fyrir ykkur er sérstaklega skipulögð 8 daga ferð
til Bournemouth frá 8. —15. september.
M.a. höldum við smásjóstangaveiðimót í 2
| daga. Við megum ekki taka í „blökkina" í
' breskri landhelgi en við megum taka í veiði-
stangirnar og róum til fiskjar fram
á hin fengsælu mið.
| Skoðum stærstu höfn í heimi, sem gerð er af
náttúrunnar hendi, að ógleymdum aldargömlum
sjómanna „pub".
Og samtaka nú, allir með. Verð frá kr. 15.500.
íslensk fararstjórn.
i\aoú
Draumaferð fyrir aldraða
Frá 15. —22. september höfum við sórhannað 8
daga ferð til Bournemouth fyrir eldri aldurshópa.
Vel skipulagðar skoðunarferðir til undurfagulrra
staða. Hvar eyddu Diana og Karl hveitibrauðs-
ti dögunum? Spurningunni verður svarað með ferð
‘ á staðinn.
Og takið nú eftir verðinu. Bara eitt verð.
Aðeins kr. 13.950.
Já, já, þetta er laukrétt, aðeins kr. 13.950 á mann
og 2 íslenskir fararstjórar.
Samvinnuferóir - Landsýn
AUSTURSTRÁETI 12 - SÍMAR 27077 & 28899
■ Valsmenn mættu ákveðnir
til leiks gegn Þrótturum í gær-
kvöldi og uppskáru fyrir vikið
þrjú stig. Valsmenn voru nán-
ast eina liðið á vellinum í fyrri
hálfleik og Þróttarar voru mjög
slakir. í síðari hálfleik jafnaðist
leikurinn mjög og Þróttarar
komu meira og meira inní
myndina. Undir lok leiksins
munaði ekki miklu að Þróttur-
um tækist að jafna leikinn. En
lokatölurnar urðu 2-1 fyrir Val.
Það var ekki mikið liðið af
leiknum þegar yalsmenn
skoruðu. Valur Valsson gaf
fyrir á Hilmar Sighvatsson sem
skoraði gott mark, 1-OfyrirVal.
Á 13.mín komst Hilmár í
gegn, gaf á Bergþór Magnússon
skaut yfir úr góðu færi. Vals-
menn sóttu áfram og á 28. mín.
Skaut Guðmundur Þorbjörns-
son yfir, eftir að Ingvar Guð-
mundsson hafði gefið boltann
á hann.
Það var síðan á 31. mín að
Valsmenn bættu öðru marki
við. Hilmar tók aukaspyrnu á
hægri kantinum og gaf á nær-
mor>
■ Slukúr leikur ug mikið um
lirkliugur. Valsmemi munii
lielri aOitinu i fyrri
cn 1‘rollarur r|fusi|> uppi
huineiknum og iniijr..
Iiiuninn, Miirkin sknruðu ,
■Val: llilmar Síghvalsnm>á,
min. 0g Cuömundúr
bjömssou á 31; mín. Mark
l’riiUur skuraöi Amar f riöriks.
son a SS.miu. . .
stöngina, þar sem Guðmundur
Þorbjörnsson sneiddi boltann
laglega í markið. Guðmundur
Þróttar markvörður var nálægt
því að verja, en vörn Þróttar
hefði átt að koma í veg fyrir
markið.
Valsmenn sóttu áfram, en
þeim tókst ekki að bæta við
fleiri mörkum. ■/
Þróttarar voru mun áðSeðn-
ari í síðari hálfleiknum fenda
varla annað hægt og veitlí Val
harða mótspyrnu.
Þegar lOmínúturvoruliðnar
af síðari hálfleiknum tókst
Þrótturum að laga stöðuna, er
Arnar Friðriksson skoraði með
lausu skoti úr vítateignum.
Boltinn rúllaði yfir Stefán í
markinu. Mikið klaufamark.
Staðan 2-1 fyrir Val.
Lítið var um tækifæri það
sem eftir var af leiknum. Helst
að Þróttarar væru hættulegir
við markið. Valsmenn voru þó
ekki langt frá því að skora á 80,
mín. er Hilmar gaf á Guðmund
Þorbjörnsson og Guðmundur
skaut hörkuskoti að marki
Þróttar. Boltinn small í þver-
slánni og fór þaðan niður á
marklínuna og Þróttarar
hreinsuðu frá.
Leikurinn var mjög grófur
og oft sáust ljótar„tæklingar"á
báða bóga. Dómari leiksins var
Kjartan Tómasson og var frem-
ur slakur að þessi sinni.