NT - 16.11.1984, Blaðsíða 3

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 3
Föstudagur 16. nóvember 1984 Nú harðnar á dalnum hjá stúdentum: Þurf a stúdentar sjálf ir að greiða bankalánin sem LÍN átti að yfirtaka? þrátt fyrir yfirlýsingu Ragnhildar ■ Margt bendir nú til þess að þeir náms- menn sem tóku víxillán í bönkum á þessu hausti - samkvæmt tilskipun Ragnhildar Helgadóttur, menntamálaráðherra - þurfí sjálfír að greiða þau þrátt fyrir yfírlýsingar forráðamanna lánasjóðsins og menntamála- ráðherra um að LÍN myndi taka lánin yfír. Á fjárlögum fyrir árið 1985 hefur tillaga Fjárlaga- og hag- sýslustofnunar verið tekin inn, en hún gerir ekki ráð fyrir að lánasjóðurinn fái það fjármagn sem þarf til að taka umrædd víxillán yfir. í tillögum ráðu- neytisins er gert ráð fyrir að lánasjóðurinn fái 84 milljóna fjárveitingu vegna frestunar haustlána 1. árs nema, liins vegar er þessa fjárupphæð hvergi að finna í tillögu Fjár- laga- og hagsýslustofnunar Heildarupphæð til lánveitinga samkvæmt tillögu Fjárlaga- og hagsýslustofnunar hljóðar því upp á 679 milljónir í stað rúm- lega 800 milljóna í tillögum ráðuneytisins. „Samkvæmt forsendum Fjár- laga- og hagsýslustofnunar vant- ar um hundrað milljónir í fjár- lögin. Við höfum fengið þá skýringu í samtali við starfs- mann hagsýslustofnunarinnar að 84 milljónir hafi einfaldlega verið teknar út. En sú upphæð átti að vera til þess að yfirtaka víxillán fyrsta-árs nema," sagði Jónas Guðmundsson, fulltrúi SÍNE í stjórn lánasjóðsins, þeg- ar NT bar þetta undir hann. „Við höfum orð menntamála- ráðherra fyrir því að víxillánin verða greidd eftir áramót af lánasjóðnum, hvað sem líður öllum fjárveitingum,“ sagði Sig- urjón Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri LÍN í samtali við NT. „Við höfum gefið út skuld- bindandi yfirlýsingar þess efnis að lánin verði tekin yfir, og við verðum að standa við þær. Hvað verður um aðrar lánveitingar á næsta ári, er hins vegarekki gott að vita, enda verður ménnta- málaráðherra að svara því," bætti hann við. Sigurjón gat þess að stjórn LÍN hefði gert athugasemdir við fjárlagafrumvarpið eins og það liggur fyrir. Hafi stjórn sjóðsins reiknast til að fjárþörf LÍN væri allnokkru hærri en fram kemur á fjárlögum. Þá gat hann þess að útreikningar sjóðs- ins miðast við lög um námslán frá 1982. „Við neitum enn að trúa því að þetta eigi að gerast," sagði Jónas Guðmundsson. „Pað hljóta að vera mistök, að þetta skuli hafa farið svona inn á fjárlögin enda stangast þessi meðferð á námsmönnum algjör- lega á við yfirlýsingar mennta- málaráðherra" bætti hann við. Ekki reyndist unnt að ná tali af Ragnhildi Helgadóttur mennta- málaráðherra vegna málsins, í gær. Ný nefnd: Kannar orsakir hás orkuverðs ■ Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd þriggja óháðra sérfræðinga til að kanna or- sakir hins háa raforkuverð til almennings á íslandi og er það gert í samræmi við þings- ályktunartillögu frá þing- mönnum Alþýðuflokksins, sem samþykkt var á síðasta þingi. Formaður nefndarinn- ar er Júlíus Sólnes prófessor, en aðrir nefndarmenn eru Gamalíel Sveinsson hag- fræðingur og Bergsteinn Gissurarson verkfræðingur. I greinargerð með þings- ályktunartillögunni velta flutningsmenn því m.a. fyrir sér hvort orsakanna fyrir hinu háa raforkuverði hér á landi sé að leita í óhóflegri skattlagningu, óeðlilega háum virkjunarkostnaði, eða því hvort yfirbygging orku- fyrirtækjanna sé of mikil. Nefndinni var ekki settur ákveðinn starfstími, en gera má ráð fyrir, að hún skili áfangaskýrslu um störf sín um áramótin. GÓÐIR ÖKUMENN sem ábyrgðartryggja bifreiðar sínar hjá okkur fá við næstu endumýjun: “4 55%bónus eftir 5 ára samfelldan tjónlausan akstur *4 65%bónus eftir 11 ára samfelldan tjónlausan akstur ll.áriö frítt! eins og áður. Góðir ökumenn njóta bestu kjara hjá okkur - eins og endranær. SAMVINNU TRYGGINGAR ÁRMÚLA3 SÍMI 81411 UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.