NT - 16.11.1984, Blaðsíða 27

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 27
Föstudagur 16. nóvember 1984 27 Alfreð meiddist Frá Guðmundi Karlssyni, frétta- manni NT í V-Þýskalandi: ■ Alfreð Gíslason meiddist í leik Essen gegn Huttenberg á útivelli í þýsku Búndeslígunni í handknattleik í fyrra- kvöld. Alfreð meiddist eftir 10 mínútna leik, tognaði illa á hægra fæti er hann lenti á andstæð- ingi á leið niður úr upp- stökki. Leiknum lauk með sanngjörnu 20-20 jafn- tefli, en Húttenberg hef- ur ekki tapað stigi fyrr á heimavelli í vetur. Staðan í hálfleik var 10-8 Hútten- berg í hag. Alfreð skoraði eitt mark áður en hann fór útaf, og síðan tvö mörk úr vítaköstum sem hann kom sérstaklega inná til að taka eftir að búið var að kæla meiðslin niður. Önnur úrslit í fyrra- kvöld urðu þau að Gross- wallstadt vann Schwab- ing 27-18 heima og Dúss- eldorf vann Reinichs- dorfer Fuchse 23-18 heima. Staðan er nú þannig að Essen, Húttenberg og Grosswallstadt eru efst og jöfn með 11 stig hvert og þrjú töpuð, en Kiel, lið Jóhanns Inga Gunn- arssonar þjálfara, er næst með 8 stig og 2 töpuð. Handknattleikur 1. deild: Ofsalega spennandi viðureign Þorbergur í hæstu hæðum og boltinn í netinu skömmu seinna. NT-mynd Ámi Bjarna Handknattleikur 1. deild: KR burstaði - í slökum leik í gærkvöldi Þrótt ■ KR-ingar unnu Þrótt í Laugardalshöll' í gærkvöldi með 24 mörkum gegn 12, eftir að staðan hafði verið 12-7 fyrir KR í leikhléi. Það voru samt Þróttarar sem byrjuðu að skora og voru fyrri til uns staðan var 4-4. Þá tóku KR-ingar sprett og gerðu 5 mörk í röð, 9-4 og sá munur hélst út hálfleikinn. í byrjun seinni hálfleiks gerðu KR-ingar svo 5 mörk á móti 2 og staðan orðin 17-9. Þá kom hroðalegur kafli hjá Þrótt- urum og KR gerði 6 mörk í röð, 22-9 og stór sigur í höfn. Lokatölur urðu sem áður segir 24-12. Atli náðaður? Frá Guðmundi Karissyni, frétla- manni NT í V-Þýskalandi: ■ Eins og NT skýrði frá fyrir skömmu fékk Atli Hilmarsson mánaðar- bann frá handknattleik eftir að hafa brotið á andstæðingi í leik Tura Bergkamen við Kiel í Búndeslígunni í hand- bolta. Atli fékk rauða spjaldið fyrir þetta brot, og síðan mánaðarleik- bann. Á myndbandi virðist brot Atla ekki eins gróft og talið var, og heyrast nú raddir um það hér að Atli kynni að verða náð- aður, eða dómur hans mildaður á næstunni. í upphafi leiksins benti ekk- ert til þess að um slíkt burst yrði að ræða. Þróttarar börðust vel, eins og KR-ingarnir og jafnræði var með liðunum. En síðan slökuðu Þróttarar á í vörninni og KR-ingar gengu á lagið. Á stundum var sóknar- leikurinn líka ráðleysislegur og mikið um fljótfærnisleg mistök Þróttara. KR-ingar voru aftur á móti ákveðnir allan tímann og stundum sáust skemmtilegar fléttur í sókn þeirra. Það var ekki til að hjálpa Þrótturum að dómgæslan var mjög léleg og bitnaði mest á þeim. Var oft á tíðum furðulegt að sjá misræmið milli liðanna í dómum. Þróttarar voru um- svifalaust reknir útaf fyrir minnstu brot en KR-ingar fengu aðeins áminningar. Það var nú samt ekki dóm- gæslan sem réði úrslitum í þessum leik, KR-ingar voru mun betri aðllinn. Jakob Jóns- son var bestur á þessum leik og gerði 7 mörk, mörg með glæsi- legum langskotum. Páll Björg- vinsson og Jóhannes Stefáns- son gerðu 5 mörk hvor og léku vel. Jens var einnig ágætur á markinu. Hjá Þrótti var Birgir hæstur með 4 mörk og Sverrir kom næstur með 3. Dóntararnir Gunnar Kjartansson og Rögn- vald Erlingsson dæmdu illa. ■ Hann var æsispennandi leikur Víkinga og Stjörnunnar í 1. deild karla í handknattleik í Höllinni í gærkvöldi. Eins og æsispennandi leik á að Ijúka þá lauk þessum með jafntefli, 22- 22. Taugar strekktar og æs- ingur á velli sem á pöllum - virkileg stemmning og hand- knattleikur í betra lagi. Leikurinn byrjaði með þreif- ingum á báða bóga og var staðan jöfn upp í 3-3. Þá korn skrattinn í Víkingana og þeir gerðu þrjú mörk í röð, niest fyrir góða markvörslu Kristjáns. Stjörnumenn gáfust þó ekki upp, frekar en fyrri daginn, og sigu smám saman á. Aldrei í fyrri hálfleik tókst þeim þó að jafna en sjá mátti tölur eins og 9-8, 10-9, 11-10. Þorbergur átti svo síðasta orðið í fyrri hálfleik og staðan 12-10, Víkingsmegin. Síðari hálfleikur virtist ætla að verða eins og sá fyrri. lngi- mar skoraði fyrst fyrir Stjörn- una en Viggó og Hilmar svör- uðu skjótt. En er staðan var orðin 14-13 fyrir Víkinga þó hljóp skrattinn í þá aftur og þeir gerðu 5 mörk í röð, nær öll úr hraðaupphlaupum. Héldu menn að nú væri úti ævintýrið og sigurinn hjá Víkingum. Svo var þó ekki. Komið var að Guðmundar þætti Þórðarson- ar, Stór-Stjörnu. Hann skoraði nú 5 mörk í röð og leikurinn Úrvalsdeildin: Njarðvík sigraði ÍS auðveldlega ■ Eins og flesta grunaði sigr- uðu Njarðvíkingar lið ÍS í viðureign þeirra í gærkvöldi. Leikurinn endaði með 30 stiga mun 84-54. Það voru sárafáir áhorfendur Sigurður á fulla ferð fræðinga hér á meðan hann átti í þessum alvarlegu meiðslum, og allt bendir til að hann verði mjög sterkur næsta sumar. Meiðsli Sigurðar síðastliðið sumar komu á afar slæmum tíma. Hann hafði þá nýverið sett íslandsmet í stangarstökki, 5.31 meter og átti talsvert langt í toppinn. Telja má nokkuð víst að Sigurður hefði keppt á Ólympíuleikunum í Los Ánge- les s.l. sumar, því hann vantaði ekki nema 4 cm til að ná lágmarkinu þegar hann slasað- ist. Frá Guðmundi Karissyni, fréttamanni NT í V-Þýskalandi: ■ Sigurður T. Sigurðsson, stangarstökkvarinn háfleygi, sem dvelst hér í Köln við nám og æfingar, er nú sem óðast að ná sér eftir hin slæmu meðsli sem hann varð fyrir síðastliðið sumar, er sin í hné hans slitn- aði. Sigurður hefur verið í sjúkra- þjálfun alllengi, og hefur nú hafið styrkjandi æfingar af miklu kappi. Hann fékk mjög góða meðhöndlun frægustu sér- sem lögðu leið sína í íþróttahús Kennaraháskólans, en þar fór leikurinn fram. Það sem kom mest á óvart var að Njarðvíkingar skyldu ekki rjúfa 100 stiga múrinn, en þeir létu alla leikmenn sína spreyta sig og léku ekki með sitt sterkasta ftö inná allan tímann. í upphafi seinni hálfleiks gekk Stúdentum illa að koma boltanum í körfuna og gerðu aðeins 4 stig fyrstu átta mínút- urnar. Guðmundur Jóhanns- son var stigahæsti leikmaður ÍS gerði 20 stig, þar af 17 í fyrri hálfleik, Ágúst kom næstur með 10, Valdimar gerði 8 og Árni 7. Hjá Njarðvík var Jónas stiga- hæstur með 14 stig, Valur og Helgi gerðu 10, Hafþór 11, Hreiðar og ísak 9 og aðrir minna. Skemmtilegasta atvik leiks- ins var tvímælalaust þegar hús- vörðurinn kom fram á pallana og kallaði í Árna Guðmunds- son sem var í miðju körfuskoti: „Árni minn, á ég að auka hitann á salnum?“ kominn á suðupunkt aftur. Steinar og Viggó skoruðu líka og staðan þegar um sex mínút- ur voru til loka, 21-19. Nú skoraði Magnús Teitsson af línunni og síðan jafnaði Sigurjón Guðmundsson fyrir Stjörnumenn 21-21 og allt brjálað. Viggó skoraði nú úr víti en Guðmundur Þórðarson sá um að Garðbæingar færu með eitt stig í suðurátt. Hann skoraði á síðustu mínútu úr víti. Guðmundur skoraði mest allra hjá Stjörnunni eða 9 niörk, þar af 7 af vítapunkti. Hannes Leifsson gerði 5. Hjá Víkingi bar mest á Viggó með sín 7 mörk, 3 úr víti og Þorbergi sem gerði 5 stykki. Norðmenn lögðu Svía Frá Arnþrúði Karlsdottur, frétta- manni NT í Noregi: ■ Norska karlalandslið- ið í handknattleik vann það sænska í fyrrakvöld með 23 mörkum gegn 21. Staðan í hálfleik var 8-12 Svíum í vil. Leikurinn var jafn framan af og eftir fyrstu 15 mínúturnar var staðan 5-5. Síðan virtust Svíar ætla að taka Norðmenn í kennslustund, því þeir skoruðu 5 mörk án þess að norsku leikmennirnir næðu að svara fyrir sig. f seinni hálfleik náðu hins vegar norsku leik- mennirnir yfirhöndinni og sigruðu 23-21 eins og 'fyrr segir. Besti leikmað- ur Norðmanna var tví- mælalaust Gunnar Pett- ersen, sem skoraði 10 mörk. Þetta varjafnframt hundraðasti leikur Pett- ersens með norska lands- liðinu. Lið Svía og Norð- manna ætla að leika tvo leiki í þessari lotu, en íslenska landsliðið mætir Norðmönnum um næstu mánaðamót í Polar Cup. World Cup í golfi: íslendingarnir byrjaðir ■ Kylfingarnir Sigurður Pét- ursson og Ragnar Olafsson eru farnir til Ítalíu og byrjaðir að keppa á World Cup mótinu í golfi, sem þeir unnu sér rétt til að keppa á með frábærri frammistöðu í írlandi á dög- unum svo sem frægt er orðið. í fyrradag kepptu piltarnir í sveitakeppni, og fengu til liðs við sig þrjá ítalska golfleikara þar sem fimm golfleikarar voru í hverri sveit. „íslenska“ sveitin lenti um miðja keppni, en Spánverjar sigruðu. í gær var svo ekkert keppt vegna gífurlegs regns og óveð- urs sem dundi á keppendum. Einn V-Þjóðverji varð fyrir því að eldingu laust niður í regnhlíf hans svo í hvein. Hann slapp þó ómeiddur úr aðförinni en dálítið skelkaður eins og við var að búast. Ekki rnunu Sig- urður og Ragnar 'hafa hlotið slíka útreið að því er best er vitað.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.