NT - 16.11.1984, Blaðsíða 23

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 23
Hafa sovéskir húsasmiðir 10 þumalfingur? Útlönd Moskva-Reufer ■ Fimm hæða íbúðablokk í Sovétríkjunum hrundi, rétt áður en fyrstu íbúarnir áttu að flytja inn í hana, vegna þess að blokkin var svo hroð- virknislega byggð. Að sögn sovéska blaðsins Daily Trud var það hrein mildi að ekki urðu slys á fólki því byggingin hrundi klukk- an sex að morgni, rétt áður en verkamenn' komu til að leggja síðustu hönd á húsið. Blokkin var í borginni Sverdlovsk í Úral. Daily Trud sagði að húsið hefði hrunið vegna trassaskapar við bygg- ingu þess, styrktarstöplar voru illa festir og múrstein- arnir voru lélegir. Blaðið sagði að tugir húsa í nágrenn- inu hefði verið reist á sama hátt. Fimm verkfræðingar sem unnu að byggingunni hafa verið ákværðir fyrir van- rækslu og sektaðir. Fóstudagur 16. nóvember 1684 23 Grænfriðungar mótmæla ■ Dýraverndunarmenn og grænfriðungar víða um heim hafa mótmælt áframhaldandi hvalveiðum Japana. Þeir telja sam- komulag Bandaríkjamanna og Japana um að Japanir skuli hætta hvalveiðum eftir nokkur ár ekki fullnægjandi. Grænfriðungar í Vestur-Þýskalandi mótmæltu hvalveiðum Japana í gær með því að hengja þennan borða á ræðisskrifstofu Japana í Múnchen. Á borðanum stendur: „Japan, hættu hvalamorðunum." Símamynd-POLFOTO Reaganfyndni: Keppt í gerfi- tunglalyftingum á Ólympíuleikum? Canaveralhöfði-Reuter ■ Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, hringdi í gær geimsímtal til bandarísku geimfaranna sem nú eru um borð í geimferjunni Dis- covery. Hann sagðist vera stoltur vegna þess árangurs sem geimfararnir hafa náð í ferðinni en þeim hefur tekist að ná aftur tveimur gerfi- hnöttum sem voru á rangri braut. Við það þurftu þeir að beita handafli til að færa hnettina sem eru næstum því eitt tonn hvor. Reagan sagði m.a. í sím- talinu: „Við höfum lítinn æfingasal í Hvíta húsinu og ég fæst þar stundum smáveg- is við lyftingar þegar ég hef tíma, en ég veit ekki með gerfihnattalyftingar“... Kannski það verði ný há- tækni Ólympíuíþrótt.“ Geimfararnir viður- kenndu að þeir hefðu verið nokkuð þreyttir þegar þeir unnu við að ná gerfihnött- unum en þeir hefðu hins vegar sýnt að geimfarar gætu hæglega höndlað mjög þunga hluti úti í geimnum. Bretar draga úr þróunar- aðstoð London-Rcutcr ■ Utanríkisráðherra Breta, GeofTrey Howe lá- varður, hefur viðurkennt að breska stjórnin hafi í hyggju að draga úr er- lendri aðstoð sinni. En hann fullyrti að aðstoð við lönd í þriðja heiminum yrði aðeins minnkuð mjög óverulega. Utanríkisráðherrann lofaði því að niður- skurðurinn myndi ekki koma niður á neyðarað- stoð Breta við Eþíópíu- menn eða önnur svæði þar svipað ástand myndaðist. Nú er hafin mikil undir- skriftaherferð í Bretlandi fyrir því að stjórnvöld hefji samvinnu við önnur ríki til að koma í veg fyrir hungursneyð í Afríku í framtíðinni. Skipuleggj- endurherferðarinnarsegj- ast ætla að safna milljón undirskriftum. í bæna- skjali sem fylgir undir- skriftalistunum er hvatt til þess að neyðaraðstoð verði send áfram næstu 12 mánuði til hungursvæð- anna í Eþíópíu og annars staðar þar sem neyðin er mikil. Þá eru stjórnvöld einnig hvött til að tryggja að aðstoðin komist til allra svæða án tillits til stjórn- máladeilna. Prestastefna á Bretlandi: Samþykkja kvenpresta fyrir breskar kirkjur - og mótmæla örbirgð og óstjórn ■ Yfirleitt þegja höfðingjar biskupakirkjunnar um það sem þeim finnst miður fara í stjórn landsins. Robert Runcie, erki- biskup af Kantaraborg, braut þessa meginreglu í síðasta mán- uði. Þá sagði hann að efnahags- stefna íhaldsstjórnarinar hefði kostað „atvinnuleysi af áður óþekktri stærðargráðu, örbirgð, skrifræði, vonleysi um framtíð ýmissa byggðarlaga og óréttláta skiptingu þeirra fórna sem hafa verið færar.“ London-Reutcr ■ Prestastefna biskupakirkj- unnar í Bretlandi samþykkti í gær að semja reglur um vígslu kvenna til prestsembættis eftir 400 ára karlaveldi í ensku biskupakirkjunni. Ekki er samt búist við því að konur hljóti vígslu fyrr en eftir mörg ár þar sem mörg formsatriði eru enn ófrágengin. Biskupakirkjan samþykkti árið 1975 að hún væri ekki mótfallin því að konur gerðust prestar en nú gengur hún skrefi lengra með því að undirbúa vígslureglur fyrir þær. Samt er talið ólíklegt að fyrsta konan fái vígslu fyrr en ef til vill árið 1990. Andstæðingar þessarar ákvörð- unar héldu því fram að hún gæti orðið þrándur í götu nánari samskipta biskupakirkjunnar og rómversk-kaþólsku kirkj- unnar sem leyfir ekki kven- presta. Kvenprestar hafa lengi starfa við kirkjudeildir biskupa- kirkjunnar í Kanada, Hongkong, Nýja Sjálandi, Ken- ýa og Uganda en alls eru þeir taldir vera um 700 núna. A þessari prestastefnu, sem er haldin á fjögurra ára fresti, létu biskupar mörg hörð orð falla um ríkisstjórn Margrétar Thatcher og stefnu hennar. Þeir kenna stjórninni um atvinnu- leysið og ofbeldi í garð námu- manna. Erkibiskupinn í Kantara- borg, Robert Runcie, sem er andlegur leiðtogi biskupakirkj- unnar, var á meðal þeirra sem hvað harðast gagnrýndu stjórn- ina. Biskupakirkjan er ríkiskirkja og hafa yfirmenn hennar yfir- leitt fylgt stjórnvöldum dyggi- lega að málum. Gagnrýni kirkj- unnar manna og hörð orð í garð stjórnar íhaldsmanna er því nýlunda. íhaldsmenn eru kirkju- leiðtogum mjög gramir fyrir þessa afskiptasemi af verald- legum málum. En prestar og biskupar telja sig ekkki geta horft orðlausir á kjör fátæklinga, fjölgun atvinnu- leysingja og aukið ofbeldi í þjóðfélaginu. Þeir vara mjög við þeirri þróun að bilið á milli þeirra sem „eiga“ og hinna sem „ekki eiga“ sé að breikka í bresku þjóðfélagi. Sovéskur hershöfðingi: Getum eytt þeim öllum Moskva-Reuter ■ Soveski yfirhershöfðinginn, Vladimir Vishenkov, sem er Umsjón: Ragnar Baldursson i og Egill Helgason Ríki í Suðaustur-Asíu: Vilja meiri fjár- festingar frá EBE Dublin-Rcuter ■ Ráðherrar frá Suðaustur- Asíubandalaginu ASEAN, kvörtuðu í gær yfir minnkandi fjárfestingum Efnahagsbanda- lags Evrópu í löndum sínum. Utanríkisráðherra Malaysíu, Tengku Ahmad Rithauddeen, sagði að fjárfestingar EBE í Suðaustur-Asíu væru örugglega minni en fjárfestingar Japana þar. Ráðherrann sagði þetta á fundi utanríkisráðherra frá ASEAN og EBE sem nú stend- ur yfir í Dublin. Hann sagði m.a.: „Við veltum því stundum fyrir okkur hvort þið hafið ennþá áhuga á að hafa samstarf og samvinnum við okkur." Fundurinn er m.a. haldinn til að ræða fimm ára samning EBE og ASEAN um efnahagssam- vinnu sem rennur út á næsta ári. ASEAN-ríkin sjö, Thailand, Malaysía, Singapore, Filipps- eyjar, Indónesía og Brunei, vilja fá EBE til að auka fjárfest- ingar sínar í Suðaustur-Asíu jafnframt því sem þau fengju greiðari aðgang að Evrópu- mörkuðum. yfir í þeirri deild sovéska hersins sem hefur umsjón með lang- drægum eldflaugum, segir að Sovétmenn geti skotið lang- drægum kjarnaflaugum fyrír- varalaust á öll mikilvæg óvina- skotmörk og þurrkað þau út. { viðtali við Tass-fréttastof- una sovésku sagði hann m.a. að sovéskar hersveitir gætu gert mjög nákvæmar kjarorkuárásir á skotmörk nánast hvar sem, væri í heiminum. Eftir slíka árás gæti herinn hafið hérnaðar- aðgerðir á öðrum svæðum. Þetta stangast á við yfirlýsing- ar sovéskra yfirvalda um að kjarnastríð hefði óhjákvæmi- lega í för með sér gagnkvæma eyðingu. ■ Þessi mynd var tekin þegar fulltrúar frá ísrael, Líbanon og Sameinuðu þjóðunum settust aftur við samningaborðið í gær til að ræða framtíð Líbanon. Símamynd-POLFOTO Ræða framtíð Líbanon ■ Fulltrúar frá ísrael, Líbanon og Sameinuðu þjóðunum hófu aftur fundarhöld í gær um framtíð Líbanon eftir einnar viku hlé. Umræðurnar höfðu stöðvast vegna þess að ísraelsmenn handtóku fjóra embættismenn frá Amal-samtökum shita-mú-- hameðstrúarmanna. Talsmaður ísraelsku stjórn- arinnar segir að fsraelsmenn vilji ekki einn þumlung af líb- önsku landi. Líbanonstjórn hef- ur krafist þess í umræðunum að stjórnarherinn taki við þeim stöðvum, sem ísraelsmenn nú halda, þegar þeir draga her sinn til baka.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.