NT - 16.11.1984, Blaðsíða 11

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 11
 Heimsfrægur bandarískur píanisti með Islensku hljómsveitinni: „Hugmyndin að íslensku hljómsveitinni er góð“ - segir Stephanie Brown í samtali viðNT ■ Þegar að loknu meistaraprófi vakti hún athygli t'yrir öryggi í tækni og túlkun og síðan hefur hróður hennar vaxið jafnt og þétt með hverjum tónleikunum víða um heiminn. Og nú er hún komin hingað til íslands á vegum íslensku hljómsveitarinnar og ætlar að gleðja íslenska tónlistarunnendur með píanóleik sínum um helgina. Kemur hún tvisvar fram, í fyrra skiptið á Selfossi á morgun og í seinna skiptið í Reykjavík á sunnudag. Þá mun hún leiðbeina í opinni kennslustund á þriðjudaginn kemur áður en hún hverfur á ný af landi brott. Á efnisskrá tónleika íslensku hljómsveitarínnar eru m.a. verk eftir Chopin og Mozart, þar sem Stephanie leikur einleik, en um frammistöðu hennar við flutning píanókonserts Mozarts hafa stórblöð erlendis m.a. skrifað: „Stephanie Brown er sannarlega undursamlegur píanóleikari, með eigin tón og ákveðinn listrænan persónuleika," segir gagnrýnandi N.Y. Times og kollegi hans á Washington Post tekur í sama strenginn: „Stephanie Brown er ungur píanisti með stórar hugmyndir og tækni sem hæfir þeim. Blæbrigðin voru í fögru jafnvægi og styrkleikabreytingarnar virtust hlíta innra afli hennar.“ Þegar tíðindamaður NT hitti Stephanie að máli var hún nýkomin til landsins og kvaðst lítið geta tjáð sig um land og þjóð, þó væri ekki hægt annað en veita veðrinu eftirtekt, en auðvitað rigndi þann daginn í Reykjavík, eftir margra daga froststillur og fagurt veður. Síðan barst talið að erindi hennar hingað og var hún beð- in um að gera í fyrstu stuttlega grein fyrir sjálfri sér. Lauk meistaraprófi 22 ára! „Ég er fædd og uppalin í Colorado, en fluttist 14 ára gömul með foreldrum mínum til New York og byrjaði í Juilliant tónlistarháskólanum, þar sem ég öðlaðist tónlistar- menntun mína. Ég byrjaði að ferðast um og halda tónleika begar ég var 19 ára gömul...“ - Svo þú laukst meistara- prófi aðeins 19 ára. „Nei, nei, ég var að ljúka BA prófi og samtímis þvffékk ég tilboð um að leika á hljóm- leikum sem ég gat ekki annað en tekið, en síðan lauk ég meistaraprófi 3 árum seinna 22 ára gömul.“ - Svo þér hefur strax á unga aldri gefist tækifæri til að spila með þekktum hljómsveitum og öðlast mikilvæga reynslu? „Já, það er rétt. Ég hef ferðast vítt og breytt um Bandaríkin og einnig komið víða við í Evrópu. Nýlega lék ég með svissnesku hljómsveit- inni undir stjórn Peter Mack og stuttu áður en ég kom hingað flutti ég einmitt Píanó- konsert nr. 9 í Es-dúr eftir Mozart með St. Paul Chamber Orchestra undir stjórn Pinkas Zukerman, en það verk ætla ég einnig að flytja hér með íslensku hljómsveitinni. Af öðrum þekktum stjórnendum sem ég hef unnið með má t.d. nefna Henry Schneider." Málamiðlun nauðsynleg - Hvernig er að vinna með þessum mönnum? „Það er alltaf athyglisvert því að hver tónlistarmaður hef- ur sínar sérskoðanir og þegar maður vinnur sem einleikari með stjórnanda verður að vera hægt að ná einhvers konar samkomulagi á milli þessara tveggja, milli sinna eigin hug- sýna með túlkanda og þeirra hugmynda sem stjórnandinn hefur. Þannig getur vel átt sér stað, ef maður leikur sama verkið með tveim ólíkum stjórnendum, að það verði töluverður blæbrigðamunur á túlkuninni hverju sinni eftir persónuleika þess sem unnið er með. Samtímis er það mjög þroskandi að vinna með ólík- um tónlistarmönnum sem standa í fremstu röð og maður lærir heil ósköp af því.“ - Nú ert þú aðeins 29 ára gömul en þegar orðin listamað- ur á heimsmælikvarða. Hvern- ig tilfinning er það? „Ég hugsa ekki um það á þann veg. Ég lít einungis á það sem framhald <3 tónlistar- menntun minni. Ég er músík- ant og reyni að tileinka mér nýjungar jöfnum höndum og það er dásamlegt þegar maður fær tækifæri til að spila á góðum tónleikum. Þannig lít ég á málin og stjörnulífið hefur ekkert aðdráttarafl á mig.“ Líf og list haldast í hendur - Hver er skoðun þín á því hvenær tónlistarmaður sé á toppnum, jafnt tæknilega og andlega? „Ég held að það haldist í hendur við lífsferil listamanns- ins, hvernig hann lifir og hvað hann lærir og vonandi verður hann betri eftir því sem aldur- inn færist yfir. Því listamaður um fertugt, fimmtugt að hafa náð þroska sem hann hefur ekki um tvítugt og þannig eru t.d. þeir listamenn sem ég dái mest, Rubinstein og Brendan. Þeir hafa náð þessu stigi eftir margra ára þjálfun og hefur þeim tekist að sameina tónlist- arferil og stöðuga endurnýj- un.“ - Hvaða píanóleikari er í mestu uppáhaldi hjá þér? „Ég gæti hæglega nefnt yfir 20 manns, ég á svo marga uppáhalds píanóleikara, en ef ■ „Þroskandi að vinna með ólíkum tónlistarmönnum“ NT-mynd: Sverrir . ég verð að nefna eitt einasta nafn verður það að vera Brendan. Eins og ég sagði áðan þá dáist ég mjög að hon- um en get þó varla sagt að ég dái hann meira en hina. Ég hef hlustað mikið á hann í New York og það er alltaf upplifun en það væri að taka of djúpt í árinni að segja að hann væri í mestu uppáhaldi hjá mér.“ íslenska hljómsveitin góð hugmynd - Að lokum. Hvernig líst þér á að leika með íslensku hljómsveitinni? „Ég hlakka ntikið til þess og tel hugmyndina um að hafa unga tónlistarmenn, unga ein- leikara og unga stjórnendur vera mjög góða. Svo í mínum augum er þetta verulega spennandi." - Og hvert liggur leiðin þeg- ar þú hefur leikið hér? „Næstu tónleikar sem ég á að koma fram á eru. .eru. .ó, ég get ómögulega munað þetta allt saman...," sagði Stephanie og fórnaði höndum og hló. Þar með vorum við ekki að tefja hana lengur, þökkuðum fyrir og óskuðum henni gæfu og gengis á tónlistarbrautinni í framtíðinni“. Andstæður Fyrstu tónleikarnir verða í íþróttahúsi Gagnfræðaskólans á Selfossi á morgun og hefjast kl. 14.30 og verða þeir síðan endurteknir í Bústaðakirkju á sunnudagkl. 17. Yfirskrifttón- leikanna er Andstæður, enda annarsvegar teflt fram hermi- tónlist í fyrri hluta þeirra og síðan tekur við ómblíð tónlist Chopins og Mozarts. Litli Kláus og Stóri Kláus í Bæjarbíói í Hafnarfirði Úr leikrítinu Litli Kláus og Stórí Kláus. ■ Um síðustu helgi frum- sýndi Revíuleikhúsið í Bæjarbíói í Hafnarfirði barnaleikritið Litli Kláusog Stóri Kláus eftir H.C. Andersen. Leikgerð ereftir Lisu Tetzner. Jón Ólafsson samdi tónlistina í sýning- unni og Karl Ágúst Úlfsson samdi söngtexta. Leikmynd gerði Baldvin Björnsson og leikstjóri er Saga Jónsdótt- ir. Um tuttugu manns taka þátt í sýningunni og í helstu hlutverkum eru Júlíus Brjánsson og Þórir Stein- grímsson,sem leika Litla og Stóra Kláus. Aðrir leikarar eru: Guðrún Alfreðsdóttir, Margrét Ákadóttir, Bjarni Ingvarsson, Sólveig Páls- dóttir, Ólafur Örn Thor- oddsen og Guðrún Þórðar- dóttir. Revíuleikhúsið hefur starfað í fjögur ár og alltaf verið á hrakhólum með húsnæði eins og aðrir leikhópar á höfuðborgar- svæðinu. Það er því mikið átak að æfa svo stóra sýn- ingu sem þessa og hafa ekki fast húsnæði. Má þess geta að æft var á fimm stöðum og sýnt á þeim sjötta. Næstu sýningar verða laugardag og sunnudag kl. 14 í Bæjar- bíói í Hafnarfirði.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.