NT - 16.11.1984, Blaðsíða 12

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 12
Rás 2 föstudagur kl. 23.15-03. Næturvakt með Skúla og Snorra Má ■ Á Næturvaktinni í kvöld koma þeir Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason með úr- slitin úr vinsældakönnun á íslcnskum dægurlögum, sem fórframsl.sunnudagá Rás2. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir Skúli og Snorri eru með Næturvakt. Þeir voru við sím- ann á Rás 2 sl. sunnudag meðan stóð yfir tónlistarþátt- ur, sem nefndist S-2 og var í umsjón þeirra Páls Þorsteins- sonar og Ásgeirs Tómassonar. Þá gafst hlustendum tækifæri til að hringja og segja til um, hvaöa íslensk dægurlög hafi - að þeirra mati -skarað fram úr á sl. 20 árum. Skúli sagði að þátttakan hafi verið niikil og fjöldi fólks hafi hringt og nefnt þau lög sem þeim voru minnistæðust frá þessum árum. - Nú fáum við að heyra stöðuna á Næturvaktinni í kvöld, sagði liann. Þá spilum við þau lög, sem hafa komið best út, og svo reynum við að fá gott fólk, sem var áberandi á þessu tímabili, til að koma til okkar á Næturvaktina í smá- viðtöl, -en við gefurn ekki upp nein nöfn. Bæði úrslitalögin og viðmælendur okkar eru cnn leyndarmál, - cn hlustendur geta þá spreytt sig á að giska á hver niöurstaðan úr vinsælda- könnuninni verður og skrifa hjá sér þau lög, sem þeir halda að vinni og sjá svo hversu getspakir þeir eru. Sjónvarpiöstudag kl.21.50: Hláturtaugarn- ar kitlaðar ■ Hláturinn lengir lífið kall- ast breskur myndaflokkur í 13 þáttum um gamansemi og gamanleikara í fjölmiðlum fyrr og síðar. í kvöld verður þriðji þáttur sýndur. í þeim þætti verður tekinn til athugunar sá munur, sem er á bandarískum og breskum grínþáttum, og vöngum velt yfir því, hvort finnanleg sé sameiginleg formúla fyrir bæði löndin, sem sé áreiðanleg til að skemmta áhorfendum. Finnist sú formúla, er eftir að vita, hvort hún á við fleiri lönd, þ.á m. ísland. Þýðandi þáttanna er Guðni Kolbeinss. ■ Það er fjölbreytt mannlíf í kringum Buster. Hér virðast herra og frú Olscn eitthvað hafa að leggja til málanna við hann. Sjónvarp föstudag kl. 19.25: Buster og veröld hans - 2. þáttur í kvöld ■ Sl. föstudag hóf sjónvarpið sýningar á nýjurn dönskum framhaldsmyndaflokki, Ver- öld Busters, og verður annar þáttursýnduríkvöldkl. 19.25. í Veröld Busters fáum við að kynnast skuggahliðum lífsins, stritinu viö að vinna sem sendisveinn á hjóli og alsælunni við að bera allt í einu þrjá handleggi undir fullu tungli. í umhverfi Busters kynnumst við litlu systur hans Ingeborg, gamalli og veikri nágrannakonu, frú Larsen, kennslukonunni hans Ásu, sem er svo yndisleg, og reikn- ingskennaranum hans Mar- tinsen, sem er alltaf fúll og leiðinlegur - ásamt mörgu öðru fólki af öðru sauðahúsi. Þá má ekki gleyma einkaóvin- uni Busters, Stig-Ole og Stóra- Lars. Þeir gera sitt ýtrasta til að gera Buster lífið leitt, en hans einkunnarorð eru: „Fólk með báða fætur á jörðinni, hangir ekki á trjánum". Til allrar hamingju á Buster kær- ustu, Joanna, fíngerða undra- barnið með mjóu hnén og stóru augun og tónlistargáfuna miklu. ■ Árni Óla rithöfundur Útvarp kl. 10.45: Föstudagur 16. nóvember 1984 12 Útvarp — Sjónvarp ■ Er til áreiðanleg formúla fyrir grín, sem skemmtir öllum jafnt? Hláturinn lengir lífíð nefnast föstudagsþættir sjónvarpsins og hafa vissulega vakið hlátur hjá íslenskum áhorfendum og er ekki ólíklegt að þeir hafí nú þegar lengt líf einhverra aðdáenda sinna! Árni Óla las Ijóð á hestbaki og skáldin teymdu undir honum! ■ í dag kl. 10.45 er Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli með þátt sinn í útvarpinu (RÚVAK): Mér eru fornu minnin kær. Þessi þáttur er mjög vinsæll hjá hlustendum og því vildum við forvitnast um það hjá Einari livað hann hefði nú að segja okkur. Hann brást vel við og upplýsti okkur unt, að honum hefði verið send frásögn eða ritgerð eftir Árna Óla, sem þekktur er af ritstörfum á langri ævi, bæði sem blaðamaður og rithöfund- ur. Þessi ritgerð hefur hvergi birst á prenti, svo þess vegna er hún enn forvitnilegri fyrir hlustendur. Einari sagðist svo frá: „Þetta er ritgerð sern Árni Óla skrifaði, og hefur hún hvergi verið prentuð. Það ligg- ur rnikið eftir hann í bókum, en hann hefur aldrei látið verða af því að koma þessari frásögn frá unglingsárum sín- um á prent. Árni var liðlega á fermingar- sveit í kaupavinnu. I ferðinni var 35 hesta lest, því að flutt hafði verið ull í kaupstaðinn og síðan fluttur heim varningur í staðinn á hestunum. Þarna eru með í ferðinni Jón Þorsteinsson, skáld á Arnar- vatni og Þorgils gjallandi (Jón Stefánsson) rithöfundur. Lest- in silast hægt áfram í góðu veðri, og þegar komið er inn fyrir Laxamýri, þá stansa þeir þar og eru þá búnir að dreypa eitthvað í ferðapela sína, og þá fara þeir að fara með kveð- skap sinn skáldin Jónarnir báðir. Svo var nú haldið áfram, en það var mikið eftir ólesið, af skáldskap. Þorgils gjallandi var að lesa, en átti í erfið- leikum með gleraugu sín, og þá settu þeir strákinn Árna Óla upp á hest, létu hann fá bók að lesa úr. Líklega hefur það verið „Upp við fossa“ eftir Þorgils. Svo las Árni og þeir teymdu undir honum skáldin bæði lengi dags!“ ■ Einar Kristjánssun, frá Hermundarfelli aldri (fæddur 1888) þegar þetta gerist, og hann er þá að fara frá Húsavík upp í Mývatans- Föstudagur 16. nóvember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25. Leikfimi. 7.55. Daglegt mál. Endurtekinn þattur Sigurðar G. Tómassonar frá kvöld- inu áður. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð Jón Ól. Bjarnason talar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Breiðholtsstrákur fer í sveit" eftir Dóru Stefánsdóttur. Jóna Þ. Vernharðsdóttir les (13). 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar. Tónleikar. 9.45 Þingfréttir. 10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). 10.45 „Mér eru fornu minnin kær“ Einar Kristjánsson frá Hermundar- felli sér um þáttinn. 11.15 Morguntónleikar. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón Gunn- vör Braga. 14.00 „Á islandsmiðum". Eftir Pi- erre Loti. Séra Páll Pálsson á Bergþórshvoli lýkur lestri þýðingar Páls Sveinssonar(17). 14.30 A léttu nótunum. Tónlist úr ýmsum áttum. 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 Síðdegistónleikar. „Concent- us Musicus" hljómsveitin í Vínar- borg leikur Brandenborgarkonsert nr. 4. i g-dúr eftir Johann Sebasti- an Bach; Nicolas Harnoncourt stjórnar. Felicja Blumental og Nýja kammersveitin i Prag leika Pianó- konsert i D-dúr eftir Leopold Kozel- uch; Alberto Zedda stjórnar. 17.10 Síðdegisútvarp. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 20.00 Lög unga fólksins. Þóra Björg Thoroddsen kynnir. 20.40 Kvöldvaka. a. Frá Selfossi til Seyðisfjarðar. Guðmundur Arn- laugsson flytur ferðafrásögn. b. Ljóð úr ýmsum áttum. Þorbjörn Sigurðsson les. c. Þáttur af Axlar- Birni. Björn Dúason flytur. Umsjón Helga Ágústsdóttir. 21.30 Korriró. Tónlistarþáttur í- umsjá Rikharðs H. Firðrikssonar og Huldu Birnu Guðmundsdóttir. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 A sveitalinunni. Umsjón: Hilda Torfadóttir (RÚVAK). 24.00 Fréttir. Dagskrárlok. Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. 03.00. Föstudagur 16. nóvember 10.00-12.00 Morgunþáttur.Fjörug danstónlist. Viðtal. Gullaldarlög, ný lög og vinsaeldarlisti. Stjórnend- ur: Jón Ólafsson og Sigurður Sverrisson. 14.00-16.00 Pósthólfið. Lesin bréf frá hlustendum og spiluð óskalög þeirra ásamt annarri léttri tónlist. Stjórnandi: Valdis Gunnarsdóttir. 16.00-17.00 Bylgjur. Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Ásmund- ur Jónsson og Árni Daníel Júl- íusson. 17.00-18.00 í föstudagsskapi. Þægilegur músikþáttur í lok vik- unnar. Stjórnandi: Helgi Már Barðason. 23.15-03.00 Næturvakt á Rás 2. Stjórnendur: Skúli Helgason og Snorri Már Skúlason. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá í Þás 2 um allt land.) Föstudagur 16. nóvember 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. 19.25 Veröld Busters Annar þáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur i sex þáttum, gerður eftir sam- nefndri barnabók eftir Bjarne Reut- er og Bille August. Þýðandi Ólafur Haukur Símonarson. (Nordvis- ion-Danska sjónvarpið) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós þáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.10 Gestir hjá Bryndísi Fyrsti þáttur. Bryndis Schram spjallar við fólk i sjónvarpssal. I þáttum þess- um er ætlunin að gefa sjónvarps- áhorfendum þess kost að kynnast fólki i fréttum nánar en unnt er i hraðfleygum fréttatíma eða frétta- klausum dagblaöa. Upptöku stjórnar Tage Ammendrup. 21.50 Hláturinn lengir lífið Þriðji þáttur. Breskur myndaflokkur í þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara í fjölmiölum fyrr og síðar Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 22.25 Stjömuhrap (Stardust) Bresk bíómynd frá 1974. Leikstjóri Mic- hael Apted. Aðalhlutverk: David Essex, Adam Faith, Larry Hagman, Marty Wilde og Rosalind Ayres. Myndin er um breskan poppsöngvara á bitlaárunum, höpp hans og glöpp á framabraut- inni. Hún erframhald myndarinnar „Æskuglöp" (That 'II Be The Day) sem sýnd var í Sjónvarpinu 25. ágúst sl. Þýðandi Kristrún Þórðar- dóttir. 00.00 Fréttir í dagskrárlok.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.