NT - 16.11.1984, Blaðsíða 2

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 2
Fóstudagur 16. nóvember 1984 Nú er deilt um hver á að bæta 22 milljóna tjón á Klakki Orsök þess aö Vestmanna- eyjatogarinn Klakkur valt á hliðina í slipp í Bremerhaven í Þýskalandi í síðustu viku er enn í rannsókn og ekki búist við miðurstöðu næstu daga, að sögn Gísla Ólafssonar, forstjóra Tryggingamiðstöðvarinnar í gær, en þá var nýlokið fundi með fulltrúum tryggingafélags- ins, útgerðarfélagsins Samtogs í Vestmannaeyjum og forsvars- manna slippsins í Þýskalandi. Hver ábyrgð ber á slysinu og þar með á hverjum lendir að bæta tjónið er því óútkljáð ennþá. En tjónið hefur Verið áætlað á bilinu 20-22 millj. króna. Viðgerðarkostnaður vegna óhappsins hefur verið áætiaður 20-22 milljónir og tæpast minna en 2 mánuðir sem viðgerð mun taka. Klakkur hefur nú aftur verið tekinn upp í slippnum í Bremer- haven. Undanfarna daga hefur verið unnið að því að hreinsa úr skipinu sjó og drullu og reyna að forða frekari skemmdum á því. Rafmótorar hafa m.a. allir verið teknir og komið á verk- stæði til athugunar. Upphaflega var Klakkur tekinn upp vegna venjulegrar klössunar og smá- vægilegrar viðgerðar sem ekki átti að taka nema um 2 vikur. Um 18-20 manna áhöfn Klakks verður fyrir verulegu tekjutapi vegna þessa langa stopps. Áhöfnin að 2-3 yfir- mönnum undanskyldum er nú á leið heim með togaranum Breka sem seldi 226 tonna afla í Bremerhaven nú í vikunni. Þess má geta að sala Breka var góð eða um 24.19 kr. fyrir kílóið að meðaltali. Af aflanum voru um 100 tonn af ufsa en hitt karfi. Vatn á völlinn Hagvirki lægst ■ Hagvirki hf. í Hafnarfirði átti lægstu tilboð í vatns- og frárennslislögn í nýju flugstöð- ina á Keflavíkurflugvelli. Kostnaðaráætlun Almennu Verkfræðistofunnar hljóðaði upp á 39.217.791 krónu, en tilboð Hagvirkis var 29. 459.100 krónur. Alls bárust ellefu tilboð. ili „Ég er gull og gersemi ■ Nú standa yfir sýningar á leikritinu „Einkalíf" hjá Leik- félagi Akureyrar, en það er fyrst verkefni leikárs félagsins. „Einkalíf" er eitt vinsælasta verk leikritahöfundarins, leikarans, lagasmiðsins og rit- höfundarins Noel Coward sem Elísabet Englandsdrottning sló til riddara fyrir leikhússtörf árið 1970. „Einkalíf" fjallar um fráskilin hjón sem hittast af tilviljun í brúðkaupsferð með nýjum mökum á frönsku sumarhóteli. Það kviknar í gömlum glæðum og eftirleikurinn verður ævin- týralegur. Margir heimsþekktir leikarar hafa glímt við aðalhlutverkin í þessu leikriti, en hjá Leikfélagi Akureyrar eru það Sunna Borg og Gestur E. Jónasson sem leika aðalhlutverkin. Leikstjóri er Jill Brooke Árnason, leik- mynd gerir Una Collins. Signý Pálsdóttir og Jill Brooke Árna- son þýddu verkið en um lýsingu sér Álfreð Alfreðsson. /Efingar eru hafnar á næsta verki sem frumsýnt verður 28. desember, en það er „Ég er gull oggersemi", nýr sjónleikur eftir Svein Einarsson sem byggður er á skáldsögu Davíðs Stefánsson- ar „Sólon íslandus". Með þeirri sýningu rætist langþráður draumur L.A. um að koma sögu Davíðs um lista- manninn, flakkarann og heim- spekinginn Sölva Helgason sem flæktist um landið á síðustu öld á fjalir leikhússins. Þetta verður fjölmenn sýning með söngvum og tónlist. Leikstjóri verður Sveinn Einarsson, leikmynda- hönnuður Örn Ingi Gíslason, búningahönnuður Freygerður Magnúsdóttir, höfundur tónlist- ar Atli Heimir Sveinsson og um lýsingu sér David Walters. Það verður Theódór Júlíusson sem leikur Sölva Helgason. Þriðja verkefni leikársins 'verður söngleikurinn um Edith Piaf sem farið hefur sigurför um heiminn síðan hann var frum- sýndur í London 1978. í titil- hlutverki verður Edda Þórarins- dóttir gestaleikari frá Þjóð- leikhúsinu. Frumsýning söng- leiksins er áætluð í lok febrúar. Endanleg ákvörðun um fleiri verk hefur ekki verið tekin, en nokkrar líkur eru á að leikár- inu Ijúki með barnaleikriti sem ekki hefur verið ákveðið hvert verður. ■ Svo virðist sem tvívinna þurfi ýmis verk í Kópavogi. Hér er það brúin fræga sem lætur undan, en sennilega var það ekki tæknideild Kópavogskaupstaðar sem hér var að verki. Verksvit í Kópavogi! Var einhver að tala um Hafnfirðinga? ■ Bæjarbúar í Kópavogi vilja vita hvers vegna fjármunum þeirra sé eitt í tvíverknaði og margverknaði við opinberar framkvæmdir. Þetta er efni fyrirspurnar sem bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins í Kópavogi hafa borið fram og óska eftir skriflegum svörum við. I fyrirspurn bæjarfulltrúanna kemur fram að mýmörg dæmi séu af margverknuðum tækni- deildar bæjarins, og spyrja þeir hverséu mörk á tvíverknuðum. Bæjarfulltrúarnir nefndu nokkur dæmi; veggur var hlað- inn við Nýbýlaveg, hlaða þurfti annan til að stýðja hinn og loks að skipta um jarðveg í kring en Hæstiréttur: Vísar frá lögbanns- kröfu Eimskips á verkfallsvörslu BSRB ■ Hæstiréttur hefur vísað frá kæru Eimskipafélags ís- lands á synjun fógetaréttar Mýra- og Borgarfjarðarsýslu um að lögbann yrði sett á aðgerðir verkfallsvarða BSRB við Urriðafoss en hann á við Grundartanga meðan á verkfalli BSRB stóð. Þá vísaði Hæstiréttur einnig frá þeirri kröfu Eim- skipafélagsins að setudómar- anum Eggert Óskarssyni borgardómara yrði veitt á- minning. Úrskurður fógetaréttarins var kærður til Hæstaréttar 23. október. Þar krafðist Eimskipafélagið að lögbann yrði lagt á aðgerðir verkfalls- varða við Urriðafoss en til vara að hinn kærði úrskurður yrði úr gildi felldur og lagt fyrir fógeta að taka lögbanns- kröfuna til efnislegrar með- ferðar. Hvernig sem málið fari að öðru leyti var þess krafist að setufógetanum yrði veitt áminning „fyrir aö hafa synjað lögbannskröfu kæranda á þeim grundvelli að lögbann sé ekki tiltækt réttarúrræði í vinnudeilu svo sem fram kemur í forsendum úrskurðar hans". í dómi Hæstaréttar segir að úrskurðir fógetaréttar um það hvort fógetagerð skuli fara fram eða ekki sæti eigi kæru til Hæstaréttar sam- kvæmt lögum. Verði því ekki hjá því komist að vísa aðal- kröfu og varakröfu kæranda frá dómi. í dómnum segir að héraðs- dómari verði eigi látinn sæta viðurlögum, samkvæmt sömu lögum, fyrir rökstuðn- ing sinn fyrir dómsúrlausn. Um hann verði eigi fjallað í Hæstarétti nema í sambandi við löglegt málskot dómsúr- lausnar. Flokksráðsfundur Alþýðubandalagsins: Stefnumótun og miðstjórnarkjör nú er búið að grafa þann jarðveg burt. Malbik sé varla orðið kalt þegar hafist er handa við að brjóta það upp. Fyrirspurnin er undirrituð af Richard Björgvinssyni, Braga Michaelssyni, Ásthildi Péturs- dóttur og Guðna Stefánssyni og óska þau skriflegra svara bæjar- stjóra. ■ Flokksráðsfundur Alþýöu- handalagsins hefst í Reykjavík í kvöld og stendur fram á sunnu- dag. Flokksráðsfundur er æðsta stofnun Alþýðubandalagsins á milli flokksþinga, sem haldin eru annað hvert ár, og rétt til fundarsetu eiga 130-140 manns, eða fulltrúar um 60 félaga. Á fundinum verður m.a. gerð grein fyrir stefnuumræðu, sem farið hefur fram í flokknum og kynntar verða niðurstöður spurningalista, sem sendir voru félagsmönnum Alþýðubanda- lagsins urn stefnumótun. Stefnumótunarumræðan í flokknum er rétt að byrja og verður henni líklega haldið áfram til flokksþingsins 1987. Þá munu alþýðubandalagsmenn starfa í vinnuhópum og ræða um efnahags- og kjaramál, og samstarf vinstri manna. Eina kosningin á flokksráðs- fundinum verður til miðstjórnar flokksins og fer hún fram á sunnudag. Alls verða kosnir 70 miðstjórnarfulltrúar og verða þeir tilnefndir á laugardag. Flokksráðsfundurinn er hald- inn í flokksmiðstöðinni að Hverfisgötu 105 og er þetta í fyrsta skipti, sem svo stór fund- ur er haldinn þar á vegum flokksins. Háskóli islands: 85 braut- skrádir ■ Háskóli íslands hefur brautskráð áttatíu og fimm stúdenta nú í upphafi haustmiss- eris. Þar af luku tuttugu og níu stúdentar kandidatsprófi í við- skiptafræðum, nítján luku prófi í verkfræði og raunvísindadeild og ellefu tóku B.A. próf í heimspekideild. Þá luku níu stúdentar B.A prófi úr félags- vísindadeild. Slysatryggingar: Erulífflugmanna dýrari en sjóara - °9 allir aðrir ódýrari en s/ómenn? ■ Ef flugmaður ferst í starfi greiðir tryggingafélag atvinnu- rekenda aðstandendum rúmar þrjár milljónir út í hönd en fyrir sjómann getur sú upphæð tæp- lega orðið hærri en ein og hálf milljón. Þar af fær sjómanns- fjölskyldan ekki nema 300 þús- und út, og 420 þúsund á næstu 8 árum. Fyrir hvert barn sjó- mannsins eru svo greiddar 2117 krónur mánaðarlega tii 17 ára aldurs, þó ekki lengur en í átta ár. Eigi sjómaður 4 börn, yngri en 9 ára, getur fjölskylda hans þannig fengið helming þeirrar greiðslu sem fjölskylda flug- mannsins fær út í hönd. Þá eru flestir aðrir launþega- hópar með lægri greiðslur en sjómenn en þessi mál eru samn- ingsbundin. Utan við þessar greiðslur koma svo bætur al- mannatrygginga og lífeyris- sjóða. Eru þær síðarnefndu mjög misjafnar og gildir oftast að hátekjumenn hafa mun meira en lágtekjumenn, flug- menn einna mest. Upphæð tryggingagreiðslna atvinnurekenda hetur miðast við hversu áhættusamt starf við- komandi vinnur. Er því athygl- isvert að aðstandendum flug- freyja sem fá eins og flugmanna aðeins eina greiðslu út í hönd er metin helmingi lægri upphæð en aðstandendum samstarfsmanna flugfreyja í stjórnklefanum. Eða rúmlega ein og hálf milljón. Þá eru verkfræðingar á skrifstof- um einnig hærra metnir í þessu heldur en byggingaverkamenn og svona mætti lengi telja. Af stærri hópum eru sjómenn næst- ir eftir flugmönnum. Greiðslur vegna örorku eru svo yfirleitt í einhverju hlutfalli við greiðslur vegna dauðaslysa.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.