NT - 16.11.1984, Blaðsíða 10

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 10
 fíYT Föstudagur 16. nóvember 1984 10 LlIÍ Minning Gísli Gestsson Nú týnir óðum tölunni kyn- slóð foreldra minna - vinir og kunningjar sem hafa verið fast- ur hluti af tilverunni frá því fyrsta. Einn þeirra var Gísli Gestsson safnvörður, sem var borinn til grafar 12. október. Gísli var kvæntur Guðrúnu föðursystur minni, og við þekkt- umst svona eins og frændur og tengdamenn ólíkra kynslóða gera. En svo var ég svo dæma- laust heppinn að kynnast þeim Guðrúnu og Gísla alveg upp á nýtt, á þann hátt sem maður helst kynnist fólki - í starfi og um sameiginleg áhugamál. Það gerðist þannig, að þegar Gísli vann sinn síðasta stóra uppgröft austur í Álftaveri sumrin 1972- 75 var kona mín meðal aðstoð- armanna hans um tíma, Guðrún var ráðskona hópsins, en ég ásamt fleirum að stjákla í ösku- lögum með það fyrir augum að reyna að aldurssetja rústina í Kúabót. Svo hélt þessi nýi en þó gamli kunningsskapur áframt uns yfir lauk - Gísli dó úr hjartabilun 4. október, eftir að hafa átt í viðskiptum við lækna og sjúkrahús síðan í vor. Gísli var elstur 7 barna Mar- grétar Gísladóttur og Gests Ein- arssonar á Hæli í Hreppum. Gestur á Hæli var kunnur gáfu- maður, hagmæltur vel og sjálf- stæður í lund, en dó ungur frá barnahópnum úr spönsku veik- inni. Einn vísubotn kann ég eftir hann sem á skilið eilíft líf: Þeir Gestur og Brynjólfur frá Minna-Núpi voru á ferð saman norður yfir Sprengisand. Brynj- ólfur hafði fengið kross fyrir fræðimennsku sína; hann var lítill hestamaður og lallaði ein- hesta á eftir hópnum. En Gestur var nýtrúlofaður Margréti, og var Brynjólfur eitthvað að gant- ast um ástamál hans og kastaði fram fyrra parti: Meyjarkoss er mesla hnoss, munar-blossi fríður. Sem Gestur svaraði um hæl: Krossatossi á eftir oss einn á hrossi ríður. Eftir fráfall Gests á Hæli hélt Margrét áfram búskapnum af frábærum myndarskap. Þar var svo mikil tónlist, að Hælisbræð- ur sungu fjórradda við heyskap- inn, enda allir músíkalskir, og sumir urðu landsfrægir söngmenn. En af móður sinni lærði Gísli að spila á orgel, og seinna lærði hann meira í píanóleik. Gísli lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1926 og sigldi til Kaup- mannahafnar þá um haustið til að læra efnaverkfræði. Á skip- inu kynntust þau Guðrún, sem var á leið til Hafnar til að halda áfram námi þar, og gengu í hjónaband 1931. Gísli las efna-' verkfræðina í 5 ár en lauk ekki prófi - „kerfið“ í Kaupmanna- höfn hefur reynzt mörgum erfitt svo sem dæmin sanna, en tónlist átti síaukinn hlut í áhuga hans. Eftir heimkomuna settu þau Guðrún á stofn heimili hér í bænum, en Gísli gerðist banka- starfsmaður í 20 ár. Þau eignuð- ust fjögur börn: Önnu sjúkra- þjálfara, Margréti kennara og forvörð fornleifa, Sigrúnu lyfja- fræðing og Gest jarðfræðing. Bankastörf voru þá og endra- nær þrautalending margra sem ekki fengu vinnu við sitt hæfi - í eina tíð unnu t.d. flestir félagar heimspekingafélagins í banka, er mér sagt - og fundu sig yfirleitt ekki í starfinu. En sé grannt skoðað sést oft að „allt í heimi hér stefnir til hins besta“ eins og heimspekingurinn Alt- unga sagði, og sumarið 1951 réð tilviljun því, er Gísli var í sumarleyfi ásamt fjölskyldu sinni að Ásólfsstöðum í Þjórs- árdal, hjá systur sinni og mági, að Kristján Eldjárn var að grafa í dalnum og fékk Gísla til að- stoðar. Varð það upphafið að aðal-ævistarfi Gísla, sem upp úr því réðst safnvörður að Þjóð- minjasafninu og starfaði þar æ síðan, síðustu starfsárin sem vara-forstöðumaður þess. Á Þjóðminjasafninu nýttust vel bæði kunnátta Gísla frá Kaup- mannahöfn og margvíslegir hæfileikar: Hann var hagur vel, ágætur og kunnáttusamur Ijós- myndari, lærður í efnafræði, mælingum og teikningu, og kunn- ugur af eigin reynslu atvinnu- háttum íslendinga í 1000 ár, því þeir breyttust víst ekki að marki frá landnámstíð og fram á þessa öld - en öll er þessi kunnátta nytsamleg við uppgröft, túlkun og varðveislu fornleifa. Gísli stóð fyrir eða tók þátt í margvís- legum fornleifarannsóknum, og setti upp byggðasöfn, svo sem á Selfossi, Reykjum í Hrútafirði og ísafirði. Ferðamaður var hann góður og í stjórn Forn- leifafélagsins og félagi í Vís- indafélagi íslendinga. Væntan- lega birtist í Árbók Fornleifafé- lagsins ritaskrá Gísla og ítarleg ævi- og rannsóknasaga hans. Gísli var allra manna skemm- tilegastur, þegar hann vildi það við hafa, og kunni margar kát- legar sögur. En um fræðileg áhugamál sín, eins og fornleifa- fræði og sögu, var hann mjög vandur og alvörugefinn. Og allra manna sjálfstæðastur í lund þeirra sem ég hefi þekkt: hann myndaði skoðanir sínar sjálfur, óháð tísku og áróðri, og gat stutt þær gildum og vitur- legum rökum ef eftir var sótt. En svo eðliskurteis var Gísli, að hann reyndi aldrei að þröngva skoðunum upp á nokkurn mann. Tónlistin fylgdi Gísla til ævi- loka: ungur ólst hann upp við söng og heimilis-hljóðfæraleik, í Höfn kynntist hann virku æðra tónlistarlífi, og eftir heimkom- una sótti hann reglulega tón- leika til dauðadags; átti auk þess prýðilegt plötusafn. Og nú er Gísli Gestsson allur. Þótt hann væri orðinn 78 ára virtist hann miklu yngri, léttur á fæti, kvikur í hreyfingum og snarpur í anda fram undir það síðasta. Gísli slapp því við langa og leiða elli, en Guðrún og fjöl- skylda þeirra eiga á bak kærum vini að sjá. Eftir lifa dýrmætar minningar. Sigurður Stcinþórsson Afmælis- og minnmgargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélritaðar. 4) BÍLASMIÐJAN W KYKDILL Stórhöfða 1 8 II Bilamálun Bílarettingar Vönduð vinna SÍMI35051 KVÖLDSÍMI 35256 DESOUTTER LOFTVERKFÆRI DITZLER BÍLALAKK. BINKSSPRAUTUKÖNNUR Bíleigendur athugið Við höfum margra ára reynslu í viðgerðum á mikið löskuðum bifreiðum, þess vegna notum við eingöngu Guy Chart réttingar og mælitæki. Við bjóðum viðskiptavinum okkar staðgreiðsluafslátt á allri tækjavinnu, greiðslukjör og föst verðtilboð á allri vinnu. A málningarverkstæði okkar notum við Ditzler málningarefni sem er amerískt efni og sú staðreynd að General Motors og margar aðrar amerískar bílaverksmiður nota Ditzler efni tryggir fagmönnum árangur. Þar ætlum við líka að koma viðskiptavinum á óvart. Við sækjum bílinn og sendum eiganda að kostnaðariausu. Eigum á lager Desoutter loftverkfæri, amerískar Binks sprautukönnur og varahluti f þær og Ditzler málningarefni STÓRHÖPÐ' FUNAHOFOI shiðshofoi n, „YRJARHOF01 hamarshordi S OVERGSHÖFOI ? VAGNHOFOI ; TANGARHÖFOI ? BILDSHOFOI bifreh)»eftirutid :i; X V: LJÓS Einar Gestsson - bóndi á Hæli Einar Gestsson bóndi á Hæli í Gnúpverjahreppi lést á heimili sínu aðfaranótt 14. október. Hann var jarðsettur á Stóra- Núpi 20. október, að viðstöddu fjölmenni. Langri baráttu er lokið, sem ekki gat endað nema á einn veg. Einar fæddist á Hæli 15. október 1908, næst elstur af börnum Gests Einarssonar bónda á Hæli og Margrétar Gísladóttur konu hans. Tíu ára gamall missti Einar föður sinn og atvikin höguðu því svo til, að ungur að árum fór hann að standa fyrir búi hjá móður sinni. Að undanskildri skólavist í Flensborgarskóla og árs dvöl í Noregi við landbúnaðarstörf hefur Einar búið á Hæli eða nær sextíu ár. Ekki er ólíklegt að sú ábyrgð sem Einar axlaði að standa fyrir búi á ungum aldri á erfiðum tímum hafi mótað nokkuð skapgerð hans og þroska og hann orðið fyrr full- tíða maður með ríkari ábyrgð- artilfinningu en algengt var. Þegar ég var á ellefta ári fór Einar á Hæli að venja komur sínar að Mástungu. í fyrstu vissi ég ekki hverju þetta sætti en komst fljótlega á snoðir um, að Halla systir mín átti þar hlut að máli. Og þegar mér skildist að Einar ætlaði að nema Höllu á brott af heimilinu, leist mér ekkert á blikuna, auk þess sem mér féllu hreint ekki vel ýmsar hispurslausar athugasemdir hans og tilsvör. Þetta breyttist síðar. Enda þótt Einar á Hæli væri fyrst og fremst bóndi átti hann fjölmörg önnur hugðarefni og áhugamál. Hann ræktaði jörð sína og búfé af dugnaði og kostgæfni og hafði góðan arð af búi sínu, fylgdist vel með og tileinkaði sér nýjungar og tækni í búskap, þó aldrei nema að vel athuguðu máli, en var jafnframt fastheldinn á gamla og góða siði og venjur. Honum þótti sómi að teljast til íslenskrar bændastétt- ar hafði mikinn metnað fyrir hennar hönd og var skjótur til svara ef honum þótti ómaklega að bændum vegið. Ásamt bú- skapnum gegndi Einar margs konar félagsmálastörfum að mestu á sviði búnaðarmála og naut sín þá vel skörp dómgreind hans, áhugi og hæfileiki að sjá aðalatriði hvers máls. Einar á Hæli myndaði sér ákveðnar skoðanir á málefnum, átti hægt með að koma þeim á framfæri í Ijósu og glöggu máli og fylgdi þeim eftir við hvern sem var og hvar sem var. Hann fór aldrei í kringum hlutina heldur kom beint framan að mönnum og málefnum. Hreinskilni og bein- skeytt gagnrýni voru ríkir þættir í skapgerð hans oft blandin glettni og gamansemi. Það er kannski ekki alltaf auðveldasta leiðin að koma til dyranna eins og maður er klæddur og segja það sem manni býr í brjósti og fyrir kom, að mér þótti ekki auðvelt að verða fyrir hispurslausri gagnrýni Ein- ars, en þeim mun betra var að fá frá honum viðurkenningarorð þar sem treysta mátti, að hann meinti það sem hann sagði. Hann var ræktunarmaður, ekki aðeins jarðar og búfjár, heldur og þess mannlífs, sem í kringum hann var og við það notaði hann sínar eigin aðferðir. Einar á Hæli var ritfær vel, las mikið og var vandfýsinn á bækur hafði mikið yndi af ljóðum, enda vel hagmæltur sjálfur. Hann var greindur og gjörhug- ull alvörumaður, þótt glettni og gamansemi væri honum einnig ofarlega í hug. Á góðum stund- um var hann manna skemmti- legastur og hrókur alls fagnað- ar. Hann hafði næmt auga fyrir umhverfi sínu og mannlífi og tók ætíð virkan þátt í lífi og starfi, meðan þrek og heilsa entust. En Einar hefur ekki staðið einn. Ung gafst Halla honum og . hefur staðið við hlið hans síðan á hverju sem hefur gengið, í blíðu og stríðu, uns yfir lauk. Þau eignuðust fimm mannvæn- leg börn sem eru á lífi og tveir synir þeirra hafa tekið við búi á Hæli. Til Einats og Höllu var gott að koma, á heimili þeirra ríkit glaðværð og frjálslegt við- mót og þó jafnframt festa og öryggi. En skin og skúrir hafa skipst á hjá Einari og Höllu og mörg- um mun minnistæður 19. janúar ■ 1959 er íbúðarhúsið á Hæli brann á örskammri stund. Einar var við endurskoðunarstörf hjá Búnaðarbankanum í Reykja- vík, þegar bruninn varð, en Halla var heima. Bæði tóku þau þessu áfalli með miklu jafnaðar- geði og styrk og þökkuðu for- sjóninni að ekki skildi verða slys á fólki. Það atvikaðist svo að við Halla urðum samferða frá brunarústum ásamt syni þeirra ungum sem að vonum barst lítt af. Dökk af sóti úr þessum válega eldsvoða svaraði hún syni þeirra á þessa leið: „Við skulum ekki gráta, það verður byggður nýr bær! Og aftur var byggður nýr bær á Hæli og saman hjálpuðust þau að Einar og Halla að byggja upp heimilið að nýju, þakklát hvort fyrir annað. Ég þakka Einari langa og trausta vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar, Höllu, börn- um þeirra og öllum, sem stóðu Einari nær óska ég friðar og farsældar. Haraldur Bjarnason af Alla ríka Ásgeir Jakobsson: Lífið er lottcrí. Saga af Aðalsteini Jónssyni og' Alla ríka. Setberg 1984. 192 bls. ■ Austur á Eskifirði á maður heima og heitir Aðalsteinn Jónsson, oft nefndur Alli ríki af þeini, sem vaxa í augum eignir 'hans í skipum.'frystihúsi, mjöl- verksmiðju og fleiru. Sjálfur virðist hann vilja gera fremur lítið úr ríkidæmi sínu, enda mun það mála sannast, að fáir verða bein- línis auðugir af sjávarútvegi á þessu landi, þótt margir hafi að sönnu mikið umleikis, á stundum a.m.k. Saga Aðalsteins Jónssonar minnir um margt á gömul ævintýri. hann ólst upp í sárustu fátækt, tókst með mikilli vinnu að verða vel bjargálna og lenti svo í síldar- ævintýrinu. Þar veðjaði hann oft- ast á réttan hest, fékk góða menn til samstarfs og varð á skömmum tíma umsvifamikill útgerðarmaður og fiskverkandi. Margt í sögu hans getur að sönnu bent til heppni og sumir eru sagðir tala um glópalán. Víst fylgir áhætta allri útgerð, ekki síst á Islandi, en það mun þó sönnu nær, að þótt menn geti verið heppnir stöku sinum þá endist heppnin fáum áratugum saman og víst hefur söguhetja þessarar bókar orðið að fást við margt, sem erfitt er að flokka undir heppni. Það gat til að mynda alls ekki talist heppni fyrir útgerð- ina á Austfjörðum, eða síldarverk- endur yfirleitt, þegar síldin hvarf og byggja varð allt að nýju, en hverfa á braut ella. Þá dugði ekki annað en úrræðasemi. Og það kemur víða fram í sögunni, að Aðalsteinn hefur verið flestum öllum úrræðabetri, þótt því verði ekki neitað, að hann hafi jafnframt verið lánsamari en margir aðrir. Hitt er svo annað mál, að þeir, sem róa ekki fiska ekki. Um þessa bók má margt segja. Hún ber glögg höfundareinkenni beggja, útgerðarmannsins og söguritarans, að því leyti að hún er bráðskemmtileg aflestrar. Skal því þó ekki neitað, að undir lokin fannst mér sem söguritarinn væri farinn að teygja lopann helst til um of. í annan stað olli bókin mér þó vonbrigðum. Frásögnin af útgerð- arsögu Aðalsteins Jónssonar er harla snubbótt og á köflum nánast upptalning á skipum, fyrirtækjum, afla- og útflutningstölum. Allt á þetta sannanlega heima í sögunni, en stendur illa eitt sér og hefði þurft stuðning af ýtarlegri urtv fjöllun um atvinnulífið þar eystra í heild, samskipti við fólkið, sem þátt tók í uppbyggingunni og um- fram allt þær aðstæður, sem gerðu ævintýrið mögulegt. Frásögn af vinnubrögðum og verksháttum við ■ A ðalsteinn Jónsson i ríki sínu. síldina hefði einnig verið vel þegin, en þótt ótrúlegt kunni að viðrast fækkar þeim óðum, sem vita nokkuð um það hvernig síld var veidd og verkuð fyrir svo sem tveim áratugum. Og fólk, sem alið er upp við það í Reykjavik að aulýsingastarfsemi og sníkjulíf séu undirstöðuatvinnuvegur lands- manna mun seint skynja síldar- stemmningu, eins og hún gerðist best norðanlands og austan. Ásgeir Jakobsson hefur áður skrifað tvær af bestu ævisögum, sem lengi hafa veirð ritaðar á þessu landi, Einars sögu Guðfinns- sonar og Tryggva sögu Ófeigsson- ar. Það er stórhættulegt að skrifa góðar bækur því þá heimta lesend- ur altlaf aðrar jafn góðar og helst betri. Kannski er einmitt þetta ástæðan fyrir því að þessi bók olli undirrituðum vonbrigðum. Tökin á söguefninu eru ekki jafnsterk í þessari bók sem í hinum tveim, og söguefnið sjálft virðist einnig rýr- ara, ef til vill er söguhetjan ekki orðin nógu öldruð til að sjá ævina í blámóðu minninganna. Allur frágangur bókarinnar er með ágætum og hún er prýdd allmörgum og vel völdum myndum. Jón Þ. Þór.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.