NT - 16.11.1984, Blaðsíða 24

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 24
 t B Föstudagur 16. nóvember 1984 24 Útlönd Vestur þýskir læknar: Telja AIDS* faraldur ekki yfirvofandi Munchen-Kcuter ■ Sérfræðingar í Vestur- Þýskalandi hafa varað við of miklu fjaðrafoki vegna áunn- innar ónæmisbæklunar, AIDS, þar sem ólíklegt sé að sjúkdóm- urinn breiðist hratt út og verði að faraldri. Á ráðstefnu scm lauk í gær voru vestur-þýskir smitsjúk- dómafræðingar sammála um að AIDS gæti aðeins smitast við kynmök og blóðgjafir. Vírusinn sem veldur sjúkdómnum berist ekki á milli fólks við aimenna snertingu. Engar sannanir liggja fyrir um að sjúkdómurinn gcti borist milli fólks á almenningssalcrn- um, strætisvögnum eða í lestum. Vírusinn er mjög við- kvæmur og hægt er að eyða honum með sótthreinsiefnum. Heilbrigðisyfirvöld í Þýska- landi vita af um 100 manns sem sýnt hafa örugg merki um að hafafengið sjúkdóminn. Þegar hafa 50 manns látist í Vestur- Þýskalandi af völdum AIDS. En virtur vestur-þýskur veiru- fræðingur hefur sagt að yfir 10.000 manns gætu orðið AIDS að bráð í Þýskalandi á næstu sex árum ef ekkert yrði að gert. Börn í móðurkviði geta fengið AIDS ■ í Boston í Bandaríkjunum var síðan í gær tilkynnt að sannanir hefðu fengist fyrir að kvenfólk sem fengið hefur AIDS án þess að sýna sjúk- dómseinkcnni, geti smitað ófædd börn sín af sjúkdómnum. Dr. Jeffrey Laurcnce og fé- lagar hans á Cornell sjúkrahús- inu í New York, skýrðu frá því í gær að þrjár mæður, sem allar væru eiturlyfjasjúklingar, hefðu fengið veikina, án þess að sjúk- dómseinkenni kæmu í Ijós. Ófædd börn þeirra fengu hins- vegar AIDS meðan þau voru enn í móðurkviði og eitt þeirra hefur látist. Þetta kann að sýna, að sögn læknanna, að mótefni sem ættu að eyða AIDS veirunni, virki ekki sem skyldi. Kanada sparar: Lokar fimm sendiráðum Otlawa-Keuter ■ Kanada er að loka einu scndiráði og fjórum ræðismannsskrifstofum vegna sparnaðaráðstafana sem miða að því að spara 2,5 milljónir Bandaríkja- dala. Sendiráðinu í Ougado- ugou, höfuðborg Burkia Faso, vcröur lokað ásamt ræðismannsskrifstofum í Rio de Janiero, New Orle- ans, Birmingham og Bord- eaux. Joe Clark, utanríkisráð- herra Kanada, sagði fréttamönnum að þetta þýddi alls ekki neinar breytingar á samskiptum Kanada við þessi lönd. Þarna væri aðeins um sparnaðarráðstafanir að ræða og hægt væri að sinna samskiptum við löndin með öðrum hætti. ■ Það var mikið um dýrðir í höfnum í Norður-Kóreu í septemberlok þegar norður-kóresk skip lögðu af stað með aðstoð handa fórnarlömbum mikilla flóða í Suður-Kóreu. I framhaldi af þessari aðstoð hófust verslunarviðræður milli Norður- og Suður-Kóreu sem menn vonast til að muni draga úr spennu á Kóreuskaganum. Vinsamlegar viðræður - verslunarfulltrúa frá Norður- og Suður-Kóreu Punmunjom, Kóreu-Keuter ■ Verslunarfulltrúar frá Norður- og Suður-Kóreu hittust í gær í fyrsta skipti í landamæra- þorpinu Panmunjom og ræddu viðskipti milli ríkja sinna. Umræðurnar voru mjög vin- samlegar og ræddu fulltrúarnir veðrið í smátíma áður en form- lcgar viðræður hófust. Rætt var um hugsanlegt fyrirkomulag verslunar og annars samstarfs. Suður-Kóreumenn sögðust t.d. hafa áhuga á að kaupa kol, járngrýti, blý, zink, brotajárn og fleiri málma og námuefni frá Noröur-Kóreu þar sem er að finna mjög auðugar námur. Suður-Kóreumenn vilja einnig kaupa ýmiss konar matvæli t.d. fisk, rauðar baunir, mais og grasalyf. í staðinn bjóða þeir Norður- Kóreumönnum að kaupa af sér stál, vélar til iðnaðar- og heim- ilisnota, bíla, reiðhjól, vefnað- arvörur, píanó, lyf og rafeinda- tæki. Verslunin yrði að miklu leyti byggð á vöruskiptum en einnig yrði hægt að ganga frá greiðslum í gegnum banka í öðrum löndum. Rætt var um að gera við járnbrautalínur sem áður tengdu norður- og suðurhluta Kóreuskagans auk þess sem vörurnar yrðu fluttar með skipum. Það var ákveðið að opna sérstakan síma sem aðeins yrði notaður til að ræða við- skipti og verslun. Umræðurnar stóðu í tvær og hálfa klukkustund og það var ákveðið að næsti fundur yrði haldinn 5. desember. Ýmsir telja að þessir fundir kunni að boða þáttaskil í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir meira en þriggja áratuga úlfúðar og vígvæðingar. Enn sem komið er hefur þó engin breyting orðið á vígbúnaðinum við landamærin þar sem talið er að um 1,5 milljónir hermanna bíði gráir fyrir járnum. Erlendum fréttamönnum þótti það góðs viti að á fundin- um í gær sátu norðanmenn aust- anmegin við samningaborðið í Panmunjom en sunnanmenn vestanmegin. Borðiðerferkant- að og staðsett á miðjum landa- mærunum. Hingað til hafa full- trúar frá Norður- og Suður-Kór- eu ávallt gætt þess að sitja kyrfilega sín megin við landa- mærin. Næstu verslunarfundir verða haldnir til skiptis í Seoul og Munsan í Suður-Kóreu eða í Pyongyang og Kaesong í Norður-Kóreu. Demantur seldur á 150 milljónir kr. Genf-Reuter ■ Perulaga blár demantur seldist fyrir 11 milljónir sviss- neskra franka (um 150 milljónir1 ísl.kr.) á uppboði í Genf í fyrrakvöld. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir nokkurn eðalstein til þessa. Sameinudu þjóðimar-Reuter ■ Javier Perez de Cueller, aöalritari Sameinuðu þjóðanna hefur verið gagnrýndur fyrir að gera of margar undantekningar á þeirri reglu að ferðalög á vegum Sameinuðu þjóðanna skuli ekki farin í fyrsta farrými flugvéla. Fulltrúi Breta í fjármálanefnd Sameinuðu þjóðanna kvartaði yfir því á fundi nefndarinnar að allt of margar undanþágur væru gerðar á reglum Sameinuðu þjóðanna um ódýran ferða- máta. Hann lagði til að þeir sem nú ferðuðust í fyrsta farrými skyldu framvegis ferðast í við- skiptafarrými. Fulltrúi Japana sagðist telja Demanturinn er 42.92 karöt sem gerir hann að þriðja stærsta demanti í heimi. Dýrasti eðal- steinn sem seldur hafði verið á uppboði fram til þessa var litlaus Pólarstjarna sem seldist fyrir næstum því níu milljónir franka í að fyrsta farrými ætti aðeins að nota í sérstökum tilvikum fyrir fólk sem væri slæmt til heilsunn- ar og ætti erfitt með ferðalög. Á meðan fulltrúarnir ræddu þessi mál var aðalritarinn á leiðinni til New York með franskri Concorde-þotu ásamt lífvörðum sínum, eftir að hafa nýlokið heimsókn sinni til hung- urssvæðanna í Eþíópíu. Hver miði með Concorde á þessari flugleið kostar 1.394 dollara. Talsmaður aðalritarans sagði að hann hefði valið Concorde þrátt fyrir dýr fargjöld þar sem það væri mikilvægt fyrir aðalritar- ann að komast aftur til New York áður en umræðurnar um Afganistan þæfust hjá Samein- uðu þjóðunum. Genf í nóvember 1980. Stærsti blái demanturinn sem vitað er um er hinn svokallaði „Blái Kaupmannahafnarsteinn" sem er 45,85 karöt. Það er ekki vitað hvar hann er niðurkominn núna. írskur skæruliði: Dæmdur í 1762 ára fangelsi Belfast-Reuter ■ Leiðtogi mótmæl- endahersveitar, sem viðurkenndi að hafa myrt fjóra kaþólika, var í gær dæmdur til fangelsisvistar í alls 1762 ár. Maðurinn, John Gibson, játaði sig sekan um 143 ákæruatriði. Hann hafði í réttarhöldunum gefið vitnisburð sem varð til þess að koma upp um fimmtíu félaga hans í her- sveitinni. Lovry lávarður, yfir- dómari Norður-írlands, setti ekkert lágmark á hve mikinn frádrátt frá fang- elsisdómnum, Gibson fengi fyrir að vera sam- vinnuþýður við yfirvöld við réttarhöldin. ! Sameinuðu þjóðirnar: Dýr ferðamáti gagnrýndur

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.