NT - 16.11.1984, Blaðsíða 7

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 7
Föstudagur 16. nóvember 1984 7 framkvæmda. Útlán Stofn- lánadeildar og stuðningur við stofnun nýbýla hefur líka geng- ið þvert á þessi markmið. Mikilvægari skýring á sam- drætti búvöruframleiðslunnar er því vafalítið lækkun útflutn- ingsuppbóta og niðurgeiðslna og nýmæli í verðlagningu á innlagðri mjólk. Ef haldið verður áfram að draga úr því styrkjakerfi, sem nú ýtir undir offramleiðslu landbúnaðar- afurða og verðmynduninni verður breytt, bendir flest til þess, að framleiðslan muni laga sig að markaðnum án allra framleiðslutakmarkana. Öll sú skriffinnska sem kvóta- kerfi fylgir er því óþarfi. Mismunun og óhagræði Hér að framan voru mikil- vægustu þættir landbúnaðar- stefnunnar raktir. Fleira má þó færa til betri vegar. Eitt er verðjöfnunarkerfið. Nú er þeim ívilnað, sem búa afskekkt á kostnað þeirra sem búa nærri þéttbýli í formi verðjöfnunar, sem dregur úr þeirri eðlilegu og jákvæðu viðleitni að búseta ráðist af hagkvæmnisástæðum. Annað dæmi er kjarnfóður- skatturinn, sem færir til fjár- magn frá alifugla-, svína- og eggjaframleiðendum til sauð- fjár- og mjólkurframleiðenda. Skatturinn hefur einnig þá stjórnarfarslegu sérstöðu, að hann er innheimtur og honum ráðstafað utan fjárlaga. Þriðja dæmið er það geiðslufyrir- komulag sem viðgengst á milli bænda og kaupfélaga og gerir það að verkum, að kaupfélögin hafa undir höndum reiðufé, sem þau geta ávaxtað með sínum hætti. Þá má nefna þá „átthagafjötra“ sem bændum eru búnir vegna óeðlilegara skilyrða við sölu á jörðum sínum. Ráðstöfunarréttur bænda á eignum sínum er skertur, þannig, að þeim er ekki gert kleift að fá hæsta mögulega verð fyrir jarðir sínar. Loks má nefna vaxandi tilhneigingu hagsmunaaðila innan landbúnaðarins til að fara „í kringum hlutina“. Þannig er kjarnfóðurskattur utan fjárlaga, en er ráðstafað af Framleiðsluráði landbúnað- arins, og síðan 1981 hafa út- flutningsbætur verið umfram það, sem gert er ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga. Með því að afnema verð- jöfnun, kjarnfóðursskatt og núgildandi lög um sölu jarð- eigna verður bændum ekki mismunað og ekki beittir því misrétti sem nú viðgengst. Með afnámi verðjöfnunarkerf- is verður hætt að raska búsetu- skilyrðum. Með afnámi kjarn- fóðurskatts minnkar sá að- stöðumunur sem er á milli einstakra geina innan landbún- aðarins og með því að afnema núgildandi lög um sölu jarð- eigna er von til þess að bændur geti nýtt sér til fullnusfu þá sölumöguleika, sem jarðir þeirra bjóða. Lokaorð Eins og fram hefur komið hafa landbúnaðinum verið sköpuð vandamál vegna mið- stýringar. Miðstýringin miðast við óskynsamleg markmið. Hún miðlar að því að framleið- endur njóti tiltekinna tekna, án tillits til markaðarins, sem hefur ærinn kostnað í för með sér fyrir skattgreiðendur og lætur neytendur sitja á hakan- um. Það er misskilningur, að landbúnaðarvöruframleiðsla þurfi að njóta einhverrar sér- stöðu umfram aðra framleiðslu að því er verðákvörðun snertir. Framleiðendur iðnað- arvöru hafa t.d. sýnt að aukið frjálsræði í verslun með vörur þeirra og þar með aukin sam- keppni hefur hvatt þá til dáða. Á sama hátt má búast við, að bændur sýni hvað í þeim býr, bæði þeim og neytendum til góða, ef verslun með landbún- aðarvörur og verðmyndun þeirra yrði gefin frjáls og styrkj- um hætt, jafnvel þótt landbún- aður njóti áfram þeirrar sér- stöðu að eiga forgang að ís- lenska markaðnum. Árni Árnason. Með því að afnema verðjöfnun, kjarnfóðurskatt og núgildandi lög um sölu jarðeigna verður bændum ekki mismunað og ekki beittir því misrétti sem nú viðgengst. Formaður í leit að ráðherrastól: En hvar er stefnan? Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður skrifar ■ „Sú ríkisstjórn sem sat á undan þessari var vond ríkis- stjórn. Þessi sem nú situr fór vel af stað, en hefur nú brugðizt hrapalega, m.a. með þeim afleiðingum að misrétti og óréttlæti í þjóð- félaginu er nú meira en verið hefur um langt skeið. Það er talað um að skattsvik séu á bilinu 7-9 milljarðar á ári. Þeir aðilar í þjóðfélaginu, sem hafa tök á því að svíkja undan skatti, og gera það, eru að verða að ríkri yfirstétt í landinu. Á hinum kantinum eru láglaunamenn, en stærsti hópurinn er i miðjunni, menn sem hafa þokkalega góð laun, en borga sína skatta. Þetta er óréttlæti, sem ekki getur viðgengist. Það verður að breyta skatta- löggjöfinni í réttlætisátt." (Þorgeir Ibsen, skólastjóri í viðtali viðMbl. 25.10 1984). Hvernig má það vera, að forystumenn stjórnarflokk- anna eru slegnir slíkri blindu á afleiðingar gerða sinna, að sjáandi sjá þeir ekki og heyr- andi heyra þeir ekki, þótt þeir hafi sýnilega gengið feti framar en sæmilegt er í kröfuhörku sinni og óbilgirni gagnvart vinnandi fólki í landinu? Ein skýringin er sú, að forystumenn þessara flokka tilheyra sjálflr forréttinda- stéttinni og hafa fjarlægst fólkið í landinu svo mjög, að þeir þekkja kjör þess aðeins af afspurn. Önnur skýring er sú, að báðir eru þessir flokkar pólitísk verkfæri öflugra sérhags- munahópa, sem ráða stefn- unni í helztu málaflokkum, eins og t.d. málefnum land- búnaðar og sjávarútvegs, peninga- og vaxtamálum, og skattamálum. Það er ekki einleikið að Ein skýringin er sú, að forystu- menn þessara flokka tilheyra sjálfri forrétt- indastéttinniog hafa fjarlægst fólkið í landinu svo mjög, að þeir þekkja kjör þess aðeins af afspurn þetta er í annað sinn, sem ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks mistekst gersamlega að ná tökum á verðbólgunni, vegna skiln- ingsleysis á kjörum almenn- ings og óbilgirni í sam- skiptum við launþega. Það spáir ekki góðu um framtíð lýðveldisins, ef stjórnmála- þróun verður áfram með þeim hætti, að annar hvor þessara flokka hljóti óhjá- kvæmilega að hafa forystu fyrir samsteypustjórnum margra flokka. Það er óumdeilt að stjórn- arflokkarnir hafa brugðizt því trausti sem kjósendur þeirra sýndu þeirn í seinustu kosningum. Bágborin frammi- staða einstakra ráðherra staðfestir þetta í hverjum málaflokki á fætur öðrum: • Fyrstu fjárlög hins nýja fjármálaráðherra reyndust botnlaus. Á seinustu stundu var stoppað upp í „fjárlaga- gatið'' með nýjum erlendum lánum - þvert ofan í heit- strengingar ráðherrans og ítrekuð loforð um afsögn, ef ekki yrði við staðið. • Bankamálaráðherrann er að sliga atvinnulífið með ok- urvöxtum, sem velta jafn- harðan út í verðlagið. Hann horfir aðgerðarlaust á for- kastanlega fjárfestingu og bruðl bankakerfisins. Þ.á.m. að Seðlabankinn reisi risa- vaxiö minnismerki um óstjórn pengingamála á liðn- um árum, á sama tíma og ríkið þykist ekki hafa efni á að greiða þeim sem skúra „báknið" sómasamleg laun. • Sjávarútvegsráðherrann hefur reynt að yfirfæra kvóta- kerfi landbúnaðarkerfisins á sjávarútveginn, án árangurs. Hann hefur slegið á frest óhjákvæmilegum ákvörðun- um um fjárhagslega endur- skipulagningu þessa helzta atvinnuvegar þjóðarinnar. Hann hefur ekkert aðhafzt til að lækka tilkostnað, auka samkeppnishæfni eða tryggja frambúðarrekstrargrundvöll á vel reknum fyrirtækjum. • Húsnæðislánakerflð, sem var komið að fótum fram í tíð fyrirrennara Alexanders, er nú í rjúkandi rústum undir stjórn félagsmálaráðherra Framsóknar. Síendurtekin' loforð hans til ungu kynslóð- Það er von að reiðin sjóði í óbreyttum framsóknar* mönnum og rit- stjóra NT, sem er uppálagt að verja ósköpin ■ Jón Baldvin Hannibals- son armnar í landinu um skjótar úrbætur liafa reynzt hald- laus. Eini ráðherann, sem náð hefur umtalsveröum árangri í sínum málaflokki, eriðnað- arráðherra með samningum við Alusuisse um hækkað orkuverð. Nýkjörinn for- maður Sjálfstæðisflokksins hefur reynzt utangátta og áhrifalaus og sérlega klaufsk- ur í samskiptum sínum við launþega, þrátt fyrir fengna reynslu af samskiptum aðila á vinnumarkaðinum. Það er von að reiðin sjóði á óbreyttum framsóknar- mönnum og ritstjóra NT, sem er uppálagt að verja ósköpin. Það er von að sjálf- stæðismenn leiti dauðaleit að nýjum (ráðherra) stól handa formanni sínum. Allt kemur það samt fyrir ekki. Því að stefnan er röng í grundvallaratriðum. Og því getur þetta gamla, þreytta ráðherragengi ekki breytt. Málsvari frjálslyndis, samvinnu og félagshyggju Útgefandi: Nútíminn h.f. Framkvæmdastjóri: Sigurður Skagfjörð Sigurðsson Markaðsstjóri: Haukur Haraldsson Ritstjóri: Magnús Ólafsson (ábm). Fréttastjóri: Kristinn Hallqrímsson Innblaðsstjóri: Oddur Ólafsson Tæknistjóri: Gunnar Trausti Guðbjörnsson Skrifstofur: Síðumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300 Auglýsingasími: 18300 Kvöldsímar: 686387 og 686306 Verð í lausasölu 25 kr. og 30 kr. um helgar. Áskrift 275 kr. Setning og umbrot: Tæknideild NT. Prentun: Blaðaprent h.f. Falsaðar kannanir ■ Skoðanakönnun NT virðist heldur betur hafa farið fyrir brjóstið á þeim DV mönnum. Á mörgum stöðum, svo sem í útvarpi, í leiðaraskrifum og nú síðast í Sankornum, sem er ómerkilegasti slúðurdálkur íslenskrar blaðamennsku, hefur verið gefið sterklega til kynna að ekki hafi verið rétt staðið að gerð skoðanakönnunar NT. Slíkt skítkast er auðvitað ekki samboðið virðingu heiðar- legs dagblaðs. Þetta er slíkt undrunarefni, að við verðum aðeins að staldra við og reyna að átta okkur á þeim hvötum, sem hér geta legið að baki. í fyrsta lagi er ljóst, að DV kærir sig alls ekkert um að fá samkeppni á þessu sviði. Það kærir sig ekkert um að aðrir séu að framkvæma skoðanakannanir. I því sambandi minnast menn mikillar árásar blaðsins á Hagvangskönnun fyrr á árinu. Lesendur hljóta að spyrja sig hvernig standi eiginlega á þessari hræðslu. Þá er það ljóst, að ásakanir blaðsins um að ekki sé heiðarlega að máli staðið, hljóta að hafa einhvern uppruna. Þar sem engum hefur dottið slíkt í hug nema þeim, hlýtur sá uppruni að vera í eigin herbúðum. Þá virðist aðeins ein skýring vera fyrir hendi: DV beitir brögðum við gerð skoðanakannana sinna og er því ekki treystandi. Þetta er sorgleg niðurstaða, en því miður rökrétt. 1 þessu sambandi má benda á, að það hlýtur að teljast dularfullt, að spár byggðar á skoðanakönnunum DV benda ævinlega til fylgisaukningar Sjálfstæðisflokksins. Hún er oft svo mikil, að flokkurinn fær meirihlutafylgi samkvæmt þeim. Enginn hefur verið svo rætinn hingað til að skýra þessar niðurstöður með því að óvönduðum meðulum hafi verið beitt við gerð könnunarinnar. Það hlýtur þó að koma að því, að slíkar skýringar fái hljómgrunn og það verulegan í kjölfar skrifa DV um NT. Hið mikla fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum DV sem er ævinlega meira en hann fær út úr kosningum, hefur verið skýrt út með því að blaðið er talið véra hreint málgagn sjálfstæðisstefnunnar og stuðningsmenn hennar veigri sér því alls ekki við að svara spurningum blaðsins meðan aðrir geri það frekar. Gegnum árin hefur DV reyndar reynt að hvítþvo sig af slíkum stimpli, en í augum flestra hefur slíkur þvottur aldrei verið annað en hlægilegur. Og hvernig gæti annað verið, því það er ekkert nema hræsni að afneita tengslun- um við Sjálfstæðisflokkinn. Situr ekki þingmaður hans í ritstjórastól? Finnst betra málgagn markaðshyggjunnar á íslandi? Finnast annars staðar jafn heiftúðugar árásir á landsbyggðina og hennar málefni en einmitt í DV? Finnst annars staðar jafn mikil fyrirlitning á íslenskum landbúnaði og þeim sem starfa við hann en einmitt í DV? Muna menn ekki eftir árásunum á BSRB og aðra launþega, sem leiddu til skipulagðra fjöldauppsagna á blaðinu? Við vitum auðvitað öll svörin við þessum spurningum og það er einungis hálfspaugilegt að sjá tilburði blaðsins til að halda fram, að það sé „frjálst og óháð“. Niðurstaða þessarar umræðu hlýtur að vera þrenns konar. í fyrsta lagi hljótum við að fara fram á strangt eftirlit með skoðanakönnunum og NT mun beita sér fyrir að svo verði. f öðru lagi hljótum við að fordæma DV fyrir að dæma önnur blöð meðan það er jafn rammpólitískt sjálft og raun ber vitni. I þriðja lagi hljótum við að fordæma gamaldags aulafyndni DV í skrifum þess um önnur blöð. NT hefur aldrei stundað slík skrif enda eru þau óþekkt í öðrum löndum en á íslandi og vonast NT til þess að DV sjái sig um hönd og losi íslenska blaðamennsku við þessi þreyttu vinnubrögð.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.