NT - 16.11.1984, Blaðsíða 9

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 9
T II Föstudagur 16. nóvember 1984 9 Vettvangur háhri Svar við furðuskrifum feS ■ NT hefur verið beðið að birta eftirfarandi bókun sem samþykkt var á fundi hrepps- nefndar Vatnsleysustrandar- hrepps mánudaginn 12. nóv. ■ I Víkurfréttum þann 1. nóv. s.l. birtist grein undir fyrirsögninni „Furðuflutningar á Vatnsleysuströnd." Dag- blaðið NT gerir grein þessa síðan að heilsíðufrétt þann 8. nóvember, en leiðréttir hana þó lítillega þótt mikið vanti á að rétt sé með farið. Höfundur greinarinnar í Víkurfréttum hefur kosið að birta greinina nafnlausa og seg- ir það sína sögu. í greininni eru bæði rang- færslur og dylgjur sem kunnug- ir sjá í gegnum, en aðrir ekki og er því nauðsynlegt að koma nokkrum leiðréttingum á framfæri. Greinarhöfundur þykist vera að gera hlutlausa úttekt á þeirri þjónustu sem íbúum Vatnsleysustrandar er veitt með þessari einu ferð á dag og reiknar síðan út kostnaðinn við þessa þjónustu miðað við þann tíma sem ferðin tekur daglega. Eftirtalin atriði koma þó ekki fram einhverra hluta vegna: 1. Ferðir þessar hafa verið greiddar að hluta til úr sveitar- sjóði frá 1975, þar sem þeim er ætlað að þjóna þeim rúinlega eitt hundrað íbúum sern á Ströndinni búa og ekki njóta neinnar þjónustu af hálfu Sér- leyfisbifreiða Keflavíkur, ef undan er skilið, að bifreið sú, sem úr Reykjavík fer kl. 19.00, fer um Ströndina þ.e.a.s. ef einhver farþegi innan að er á leið þangað, annars ekki. Ætti öllum að vera ljóst, að á slíkt er harla lítið að treysta fyrir þá sem af Ströndinni þurfa að komast. 2. Á Ströndinni býr margt fólk á efri árum sem ekki hefur ökuréttindi. Þessa hádegisferð getur það notað til að komast suður í Voga, m.a. til að leita til læknis, eða í verslunarerind- um og að sjálfsögðu til að komast í veg fyrir rútuna o.fl. mætti nefna. 3. Nemendur grunnskólans og Fjölbrautaskólans, sent á Ströndinni búa geta notfært sér þessar ferðir og sparar það sveitarfélaginu því nokkurn kostnað við skólaakstur. Fleiri atriði mætti eflaust tilgreina varðandi notagildi þessara ferða, en látum þetta duga. Næst er rétt að athuga nánar aðferðir greinarhöfundar við kostnaðarútreikninga, sem hann hefur í tveimur tölusett- um liðum. Þar skiptast á stað- leysur og rangfærslur að veru- legu leyti og skulu hér tilgreind nokkur dæmi: 1. Höfundur gengur út frá 22 km akstri á dag í stað 40 km. Stjórn Pósts og síma hefur tvívegis látið mæla akstursleið- ina og mældist hún 40 km. Póstur og sími greiðir fyrir þennan akstur skv. þeirn taxta sem í gildi er fyrir landspósta um land allt. Þessi mismunur á kílómetrafjölda greinarhöf- undar og þess sem greitt er samkvæmt, lækkar kílómetra- gjaldið úr kr. 68.19 í kr. 34.96. 2. Greinarhöfundur telur aðeins eina klst. fara í hverja ferð. Þessi áætlun er í samræmi við greinina í heild. Til þess er ætlast, að landspóstur skili öllum ábyrgðarpósti og pökkum heirn á hvern bæ, þcgar um slíkan póst er að ræða og vitanlega tekur slíkt drjúgan tíma. Auk þess kemur all oft fyrir, að fara þarf auka- ferð úr Vogum í Brunnastaða- hverfi. þegar margir farþegar eru á heimleið. Fyrir þær ferðir er ekki greitt aukalega. Á veturna lengist þessi tími einn- ig, þegar slæm eru veður og færð erfið. Má því reikna með að oft taki ferðin tvöfaldan þann tíma sem greinarhöf- undur gengur út frá í sínum útreikningum. 3. Það skilyrði var sett af hálfu hreppsnefndar árið 1975. að notuð yrði stór bifreið við þessa fólksflutninga, Allan tírnann hafa verið notaðir ný- legir góðir bílar. vel útbúnir til aksturs við erfið skilyrði. í dag er notuð nýleg bifreið. sem tekur sjö farþega. Kostar slík bifreið á áttunda hundrað þús- und krónur. Þann stofnkostn- að hlýtur að verða að taka inn í dærnið ása'nit afskriftum. í stað þess reiknar greinarhöf- undur eingöngu bensínkostn- að til frádráttar og fær þannig út hið háa tímakaup konunnar. Þá má geta þess að bifreiöin er bundiní þessum akstri og tak- markar það vitanlega notkun- armöguleika hennar sem heim- ilisbifreiðar. 4. Greinarhöfundur tekur til viðmiðunar þann kostnað sem af því hlytist að láta leigu- bifreið annast þessa þjónustu. Enn einu sinni verður honum á í messunni: a) Ennþá reiknar hann með 22 km í stað 40 krn. b) Engin leigubifreið er gerð út innan hreppsmarkanna og yrði því að fá bifreið frá Hafnarfirði eða Kefla- vík og bætist þá verulegur kílómetrafjöldi við. Auk þess yrði bifreiðin aö vera fyrir sjö farþcga og þar af leiðandi á hærri larhrepps taxta en greinarhöfundur reiknar með. c) Áætlunartími rútunnar úr Keflavík í Voga er kl. 13.45, en rútunnar úr Reykjavík 14.10. Trúlega kæmi því biðtímagjald til viðbótar. væri leigubifreið notuð. Þessi samanburöur er því engan veginn raunhæfur. 5. Höfundur hneyklast á því, að „barnungur" sonur konunnar leysi hana af í sumarleyfum. Sannleikurinn er sá, að í þau níu ár sem hún hefur siíint þessu starfi, hefur hún aðeins þrívegis þurft á afleysingarmanni að halda, þ.e.a.s. þriðja hvert ár. Lesendum ætti að vera orðiö Ijóst, að harla lítiö stendur orðið eftir að þeini tölum og fullyrðingum sem fram voru settar í umræddri grein Víkur- frétta. Hreppsnefnd fær ekki skilið hver tilgangurinn með skrifum sern þessum er, úr því menn ekki þora að leggja nafn sitt við þau. Flestir ábyrgir menn hefðu byrjað á því, að senda skriílega fyrirspurn til réttra aðila, sem í þessu tilfelli eru hreppsnefnd Vatnsleysu- strandarhrepps ásamt stjórn Pósts og síma, í stað þess að rjúka beint til fjölmiðla til að skapa leiöindi. Hefði viökom- andi gert það og engin svör fengið, þá var í lagi aö snúa sér að fjölmiðlunum. Aö lokum má geta þess. lesendum til fróðleiks, að stjórnvöld landsins hafa brugö- ist íbúum Vatnsleysustrandar illilega í samgöngumálum. Þegar ákveðiö var að Reykja- nesbrautin skyldi lögö svo langt frá bæjunum á Strönd- inni, sem áður voru í þjóö- braut, var íbúunum lieitið því af ráðherrum, að gerð yrði út sérstök fólksflutningabifreið til aksturs um Ströndina í veg fyrir Keflavíkurrútuna. Þetta var gert í nokkur ár, en síöan aflagt þar sent ríkið neitaði að standa við sinn hluta samningsins og þess gjalda íbúarnir enn þann dag í dag því miður. Stutt at- hugasemd ■ I upphafi þessarar greinar- gerðar frá hreppsnefnd Vatns- leysustrandarhrepps er gefið í skyn að athugasemdir þær sem þar eru gerðar eigi allt að því jafnt við um grein í NT 8. nóv. og grein þá sem birtist í Víkur- fréttum þann 1. nóv. Þegar greinargerðin er Iesin verður hins vegar ekki séð að þar sé sett út á nein efnisatriði í grein NT. Þvert á móti er í greinargerðinni að finna stað- festingu á þeirri meginstað- reynd að fyrir þennan akstur eru nú greiddar 34.96 kr/km að meðaltali yfir árið, þ,e. tvöfald- ur taxti landpósta. Verður því ekki betur séð en öll meginatriði í grein NT um málið frá 8. nóv. sl. standi óhögguð eftir sem áður. Jón Daníelsson iatnlega launaðir. Opinberir startan'enn misiatniega iaunau... . 30000 á mánuði tyrir 40 km akstur á dag! b^e»lKm»iVa*nrte»w*a«d«teW w B j-srrrr; Gjafahappdrætti ■ Sumargleðinnar ‘84 | Nr. 3403 Kolster litsjónvarp frá Sjón- varpsmiðstöðinni. Nr. 1756 Hjónarúm frá Hreiðrinu. | Nr. 3948 B.B.C. tölva frá Sterio, Hafn- arstræti 5. HERÐATRÉ nlstyrktar fötluðum bömum SÖLUDAGUR 17 NÓVEMBER Vinsamlega takió sölubörnum vel. Lionsklúbburinn NJÖRÐUR MER&ATftÉ HERf@| fötludum bömum

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.