NT - 16.11.1984, Blaðsíða 13

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 13
 Föstudagur 16. nóvember 1984 13 LlL Útvarp — — Sjónvavp — Útvarp sunnudag kl. 13.20: „Brúðkaup furst- ans af Fernara" Sjónvarp laugardag kl. 20.40: ■ Á undanförnum árum hefur Karl Ingalls oft orðið að þerra tár af vöngum dætra sinna. Sjónvarp sunnudag ki. 16.10: Húsið á slétt- unni er byrjað ■ Á sunnudag kl. 16.10 koma gamlir og góðir húsvinir okkar á skjáinn, en þá hefjast sýningar að nýju eftir sumarfrí á Húsinu á sléttunni. Skammdegið hcfur sínar góðu hliöar, ckkert síður en þær vondu. Eit gott, sem hefur fylgt skammdcginu sl. 6-7 ár í hugum margra, cru sunnu- dagssýningar sjónvarpsins á þessum fjölskylduþáttum. Sjá margir sjónvarpsáhorfendur oftar vini sína í Hnetulundi en nánustu fjölskyldu sína! Utvarp sunnudag kl. 22.35: ■ Á sunnudaginn kl. 13.20 verður flutt í útvarpi leikritið „Brúðkaup furstans af Fern- ara" eftir Odd Björnsson. Leikritið er hið fyrsta í flokki endurfluttra lcikrita eft- ir Odd Björnsson. Sex lcikrit hans verða flutt að þessu sinni og er áætlað að flytja þau annan hvern sunnudag á sama tíma. Flutt verða eftirtalin leikrit: „Brúðkaup furstans at' Fernara" (fyrst flutt í útv. 1970), „Einkennilegur maður" (1963) á dagskrá 2. des. „Hvernig heiðvirður kaup- sýslumaður fær sig til að nef- hrjóta yndislega eiginkonu sína í viðurvist annarra" (1975). á dagskrá 16. des. „Krabbinn og sporðdrekinn" (1982). á dagskrá 6. jan. og „Sarma og söngur nætur- drottningarinnar", tveir ein- þáttungar sem frumfluttir voru iyrr á þessu ári. Þeir verða á dagskrá sunnudaginn 20. jan. 1 Brúðkaupi furstans af Fernaraerfjallað á gamansam- an hátt um ólifnað og glæpi smákónga og hefðarfólks á Ítalíu endurreisnartímans. Um það efni sarndi höfundur raun- ar tvö önnur leikrit, sviðsverk- in Köngurlóna, sem flutt var af Grímu 1962, og Dansleik sem fluttur var í Þjóðleikhúsinu 1974. Tónlistin í Brúðkaupi furstans er eftir Leif Þórarins- son og leikstjóri er Sveinn Einarsson. Leikendur eru: Þorsteinn Ö. Stephensen, Erlingur Gísla- son, Kristín Anna Þórarins- dóttir, Sigrún Björnsdóttir, Jón Sigurbjörnsson, Harald G. Haraldsson, Pétur Einarsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Guðmundur Magnússon, Bríet Héðinsdóttir og Róbert Arnfinnsson. Áður en leikritið hefst flytur Jón Viðar Jónsson stutt for- málsorð um útvarpsleikrit Odds Björnssonar. ■ Signý Pálsdóttir byrjar nú aftur meö Kotru-þætti sína. NT-mynd: Árni Sæberj> ■ Það er mörg búmannsraunin. Ekki hafa þau Barbara og Tom Good fyrr leyst einn vanda en annar skýtur upp kollinum. Hafa þau fundið sinn sælureit? ■ Á laugardaginn var hóf göngu sína nýr breskur fram- haldsflokkur í sjónvarpinu, sem kallast á íslensku „I sælu- reit". Apalpersónurnar eru hjónin Tom og Barbara Good, sem ætla að finna sér sinn sælureit heima fyrir og hætta kapphlaupinu úti í stóra vonda heiminum. Fyrsta skrefið var fyrir Tom að segja upp í vinnunni, kaupa sér traktor og plægja upp garðinn sinn til að undirbúa grænmetisrækt. Enginn er smiður í fyrsta sinn er haft fyrir satt, og það sama hlýtur að gilda um aðrar atvinnugreinar. Það er þess vegna ekki hægt að lá þeim hjónum, þó að þeim gangi heldur brösuglega í fyrstu að koma sínu lífi í þann farveg, að þau geta lifað af landinu og nytjum þess. Þau eiga t.d. eftir að komast að raun um það, að það er lítið gagn af hænsna- Tengsl Hávamála og nútímans - í Kotruþáttum ■ í fyrravetur flutti Signý Pálsdóttir, leikhússtjóri á Ak- ureyri, reglulega þætti í útvarp, sem hún nefndi Kotru. Leitaði hún þá gjarna fanga í Spámanninum eftir Kahil Gibran. Nú á sunnudagskvöld hefur hún aftur flutning þátta meðsama nafni. Viðspurðum, hvaða viðfangsefni hún hefði valið sér að fjalla um í vetur. - Núna ætla ég að byggja á Hávamálum, segir hún. Ekki vill hún þó meina, að hér verði um neina fræðilega úttekt að ræða - „að sjálfsögðu ekki, ég læt aðra um það“ - segir hún. Hins vegar ætlar hún að reyna að finna hvaða tengingu Háva- mál hafa við nútímann. „Þetta verður bara mín persónulega upplifun á Hávamálum og hvað þau segja mér í dag,“ segir Signý Pálsdóttir. rækt, ef hænsnin láta það ógert að verpa. Og hvað er þá til ráða? Við það vandamál slást þau hjón í þættinum í kvöld. ■ Nú ætlar útvarpið að endurflytja flokk leikrita eftir Odd Björnsson. Laugardagur 17. nóvember 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. Bæn Tón- leikar. Þulur velur og kynnir. 7.25 Leikfimi. Tónleikar. 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veður- fregnir. Morgunorð - Halla Kjart- ansdóttir talar. 8.30 Forustugr. dagbl. (útdr.). Tón- leikar. 9.00 Fréttir. Tilkynningar. Tónleikar. 9.30 Óskalög sjúklinga. Helga Þ. Stephensen kynnir. (10.00 Fréttir. 10.10 Veðurfregnir.) Óskalög sjúklinga, frh. 11.20 Eitthvað fyrir alla Sigurður Helgason stjórnar þætti fyrir börn. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.40 íþróttaþáttur Umsjón: Her- mann Gunnarsson. 14.00 Hérog nú Fréttaskýringaþáttur í vikulokin. 15.15 Úr blöndukútnum - Sverrir Páll Erlendsson. (RÚVAK). 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15 Veður- fregnir. 16.20 íslenskt mál Guðrún Kvaran sér um þáttinn. 16.30 Bókaþáttur Umsjón: Njörður P. Njarövík. 17.00 „Let the People Sing“ 1984 Hátíðartónleikar EBU í Mennta- skólanum við Hamrahlíð. Formað- ur alþjóðlegu dómnefndarinnar, Sverre Lind, afhendir Hamrahlíð- arkórnum verðlaunin í samkeppni æskukóra 1984 (Beint útvarp). 18.10 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.35 „Heims um ból á páskum“ Stefán Jónsson flytur siðari frá- söguþátt sinn. 20.00 Útvarpssaga barnanna: „Ævintýri úr Eyjum“ eftir Jón Sveinsson Gunnar Stefánsson les þýðingu Freysteins Gunnars- sonar (4). 20.20 „Carmen“, stuttur útdráttur Maria Callas, Nicolai Gedda o.fl. syngja með kór og hljómsveit frönsku óperunnar í Paris; Georg- es Prétre stj. 20.40 Austfjarðarútan með viðkomu á Reyðarfirði. Umsjón: HildaTorfa- dóttir. 21.15 Harmonikuþáttur Umsjón: Sigurður Alfonsson. 21.45 Hawali - fimmtugasta ríkið. Umsjón: Harpa Jósefsdóttir Amin. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins. 22.35 Heima eða heiman Þáttur um hjartaaðgerðir. Umsjón: Önundur Bjömsson. 23.15 Óperettutónlist 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. 24.00 Næturútvarp frá RÁS 2 til kl. Laugardagur 17. nóvember. 24.00-03.00 Næturvaktin. Stjórn- andi: Bertram Möller. (Rásir 1 og 2 samtengdar kl. 24.00 og heyrist þá i Rás 2 um allt land.) Sunnudagur 18. nóvember 13.30-18.00 S-2 (sunnudags þáttur) Tónlist, getraun, gestir og létt spjall. Þá eru einnig 20 vinsæl- ustu lög vikunnar leikin frá kl. 16.00-18.00. Stjórnendur: Páll Þorsteinsson og Ásgeir Tómas- son. Laugardagur 17. nóvember 14.45 Enska knattspyrnan Watford - Sheffield Wednesday Bein út- sending frá 14.55-16.45. Umsjón- armaður Bjarni Felixson. 17.15 Hildur Þriðji þáttur Endursýn- ingDönskunámskeiö í tíu þáttum. 17.40 íþróttir Umsjónarmaöur Ingólf- ur Hannesson. 19.25 Bróðir minn Ljónshjarta Ann- ar þáttur. Sænskur framhalds- myndaflokkur í fimm þáttum, gerð- ur eftir samnefndri sögu eftir Astrid Lindgren. Þýðandi Jóhanna Jó- hannsdóttir. 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 í sælureit Annar þáttur. Bresk- ur gamanmyndaflokkur í sjö þáttum. Aöalhlutverk: Richard Bri- ers og Felicity Kendall. Þýöandi Jóhanna Þráinsdóttir. 21.10 Norma Rae Bandarisk bió- mynd frá 1979. Leikstjóri Marlin Ritt. Aðalhlutverk: Sally Field, Ron Leibman, Beau Bridges og Pat Hingle. Söguhetjan er einstæð móöir sem vinnur í spunaverk- smiðju i smábæ i Suðurrikjum Bandarikjanna. Þar verður uppi fótur og fit þegar aðkomumaður hyggst gangast fyrir stofnun verka- lýðsfélags. Norma verður ein fárra til að leggja málstaðnum lið. Þýð- andi Ragna Ragnars. 23.00 Bófi en besta skinn (Pas si méchant que ca) Svissnesk-frönsk biómynd frá 1974. Leikstjóri Glaude Goretta. Aðalhlutverk: Marléne Jobert, Gérard Depardieu og Dominique Labourier. Ungur maður lifir tvöföldu lífi annars veg- ar sem Ijúfur fjölskyldufaöir en hins vegar sem grimuklæddur ræningi. Þýöandi Ólöf Pétursdóttir. 00.55 Dagskrárlok. Sunnudagur 18. nóvember 16.00 Sunnudagshugvekja Séra Einar Eyjólfsson, frikirkjuprestur í Hafnarfirði. 16.10 Húsið á sléttunni Fyrsti þáttur nýrrar syrpu. Bandarískur fram- haldsmyndaflokkur, framhald fyrri þátta um landnemafjölskylduna i Hnetulundi. Þýðandi Óskar Ingi- marsson. 17.00 Með fiðlu i vesturvegi Norsk tónlistar- og heimildamynd frá þjóðlagahátið á Hjaltlandi. Tom Anderson fiðluleikari segir frá sögu Hjaltlands og tónlist og tengslum Hjaltlendinga við Norðurlönd. Is- lenskur texti Ellert Sigurbjörnsson. 18.00 Stundin okkar 18.50 Hlé 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.25 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Sjónvarp næstu viku. 20.55 Tökum lagið Fimmti þátfur. Kór Langholtskirkju, ásamt gestum í Gamla bíói, syngur undir stjórn Jóns Stefánssonar. Þessi þáttur er tileinkaðurhaustlögum. Umsjón og kynning: Jón Stefánsson. Stjórn upptöku: Tage Ammendrup. 21.40 Dýrasta djásnið (The Jewel in the Crown) Nýr flokkur - Fyrsti þáttur Breskur framhaldsmynda- flokkur í fjórtán þáttum, gerður eftir sagnabálkinum „The Raj Quartet” eftir Paul Scott. Leikstjórn: Christ- opher Morahan og Jim O'Brien: Leikendur: Peggy Ashcroft, Char- les Dance, Saeed Jaffrey, Gerald- ine James, Rachel Kempson, Ros- emary Leach, Art Malik, Judy Parfitt, Eric Porter, Susan Woold- ridge o.fl. Meóan breska heimsveld- ið var og hét þótti Indland mesta gersemin í ríki þess. Þar gerist sagan á árunum 1942 til 1947 þegar Indland öðlaðist sjálfstæði. Á þessum árum stendur frelsis- baráttan sem hæst með Gandhi í broddi fylkingar og heimstyrjöldin hefur viðtæk áhrif. I mynda- flokknum er fylgst með örlögum nokkurra karla og kvenna af bresku og indversku þjóðerni en þau mótast mjög af þessum um- brotatímum. Þýðandi Veturliði Guðnason. 23.20 Dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.