NT - 16.11.1984, Blaðsíða 6

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 6
 Föstudagur 16. nóvember 1984 6 Vettvangur Árni Árnason framkvæmdastjóri Verslunarráðs: Ný landbúnadarstefna ■ I grein í NT þann 27. október sl. gerði Halldór Kristj- ánsson að umtalsefni tvær setn- ingar úr landbúnaðarstefnu Verzlunarráðs íslands. í grein sinni snýr hann svo rækilega út úr, að það er síður en svo auðhlaupið að rökræða þau skrif. Landbúnaðarmálin eiga þó skilið málefnalega um- fjöllun, ekki síst í Ijósi þeirra tímamótaákvarðana, sem þar hljóta að standa fyrir dyrum, fyrr en síðar. Landbúnaðarstofnun Sam- einuðu þjóðanna - FAO - hélt 14. svæðisráðstefnu sína hér í Reykjavík í september síðast- liðnum. Þar var margt merkra mála til uniræðu. Voru þau skilmerkilega undirbúin með vönduðum skýrslum. Eitt at- hyglisverðasta málið, sem þar var til umræðu, en þó gerð minnst skil í fjölmiðlun, var landbúnaðarsteína Evrópu- landanna. í skýrslu fundarins kemur fram, að einungis Ungverja- land og Búlgaría af löndum A-Evrópu flytja út matvæli, en önnur lönd eru ekki sjálfum sér næg. Ógöngur landbúnað- ar Sovétskipulagsins eru slíkar, að nær V) af hcildar- framleiðslu eggja, kjöts og grænmetis í Sovétríkjunum, kemur ekki frá samyrkjubúun- um, heldur frá heimilisgörðum starfsmanna þeirra. Vandinn í V-Evrópu er algjör andstæða þessa. Norðurlöndin og lönd V- Evrópu standa nú öll frammi fyrir því að hemja offram- leiðslu landbúnaðarvara, sem skapast hefur vegna mikillar tæknivæðingar, sem hátt verð á landbúnaðarvörum hvatti til að yrði nýtt. Þessi framleiðsla kostar mun meira en sem nem- ur heimsmarkaðsverði, en með útflutningsstyrkjum fékkst að fólks hækka fara þær í að fullnægja nýjum þörfum. Samhliða þessu hefur landbún- aðurinn tileinkað sér nýjustu framleiðslutækni, þannig að færri framleiðendur og hag- kvæmari rekstur geta fullnægt eftirspurninni. Þótt bændur séu færri, eru þeir ennþá fleiri en þarf til að fullnægja eftir- spurn eftir landbúnaðarvörum innanlands. Við íslendingar höfum ekki enn til fulls lagað okkur að þessum staðreyndum. Enn er varið miklu fé til að viðhalda afskiptum ríkisvaldsins af framleiðslu og sölu landbúnað- arvara, sem hófust sem neyð- arráðstöfun í kreppunni á fjórða áratugnum. Ný stefna í frumvarpi til fjárlaga fyrir næsta ár er lagt til að verja verulegum fjárhæðum til að örva framleiðslu landbúnað- arafurða. Til uppbóta á útflutt- ar landbúnaðarafurðir (kinda- dilkakjöts á síðasta ári sé um 2.200 tonn eða nálægt Va af innanlandsneyslu. Þeir sem hagsmuna hafa að gæta við sölu á dilkakjöti knýja á, að skattgreiðendur styrki útflutn- inginn, svo að birgðir hlaðist ekki upp. Að öðrum kosti er rætt um það að auka þurfi innanlandsneysluna á dilka- kjöti, sem nú er um 44 kg á mann á meðan hún er í kring- um 3 kg víða annars staðar og t.d. um Vi kg í Svíþjóð og Danmörku, enda mest neytt af svína- og nautakjöti. í lögum eru ákvæði um að útflutningur búvara skuli styrktur, þó að hámarki sem nemur 10% af heildarverð- mæti framleiðslu landbúnaðar- vara. Þetta er eitt form beins kostnaðar vegna offram- leiðslu. Annað form eru ýmis konar niðurgreiðslur, þótt lát- ið sé í veðri vaka, að þeim sé ætlað að aðstoða efnalítið fólk og halda verðlagi niðri. Ljóst er að „útflutningsþörfin" Hins vegar hefur mönnum orðið Ijós- ara, hversu ofboðslega dýr landbún- aðarstefna Vesturlanda er orðin fyrir skattgeiðendur og hversu mikilli truflun ríkisstyrkt offramleiðsla veldur í milliríkjaviðskiptum. Enn er varið miklu fé til að viðhalda afskiptum ríkisvaldsins af fram- leiðslu og sölu landbúnaðarvara, sem hófust sem neyðarráðstöfun í kreppunni á fjórða áratugnum. losna við umframframleiðsl- una til útlanda. Kostnaður við þennan útflutning nemur veru- legum fjárhæðum og setur aðrar þjóðir í vanda, sem gætu flutt út landbúnaðarvörur án styrkja. Þetta eru ekki nein ný sann- indi. Hins vegar hefur mönnum orðið ljósara, hversu ofboðslega dýr landbúnaðar- stefna Vesturlanda er orðin fyrir skattgreiðendur og hversu mikilli truflun ríkisstyrkt of- framleiðsla þeirra veldur í milliríkjaviðskiptum. Land- búnaðarstefna einstakra landa er þannig ekki einungis innan- ríkismál, heldur einnig alþjóð- legt vandamál. Skal því engan undra, að ýmsir taki þessa alvarlegu þróun til umfjöllun- ar, enda snertir hún mun fleiri en þá eina, sem landbúnað stunda. Landbúnaðurþá og nú Á sínum tíma átti íslenskur landbúnaður mikinn þátt í að mynda hagvöxt hér á landi og leggja þannig grunn að batn- andi lífskjörum. Sú var tíðin að landbúnaður var helsti undirstöðuatvinnuvegurinn sem meira en 80% landsmanna hafði beint lífsviðurværi sitt af. Það er á grundvelli sparnaðar í landbúnaðarsamfélaginu gamla, sem við nutum hagvaxt- arþróunar í áratugi, sem aftur hefur gert okkur mögulegt að njóta ýmissa gæða, sem áður þóttu munaður. Matvæla- neysla hefur á hinn bóginn orðið sífellt lægra hlutfall af heildarneyslunni, en sú stað- reynd ásamt aukinni fram- leiðni í landbúnaði, þýðir að mun færri framleiðendur geta annað eftirspurninni. Landbúnaðarvörur eru þess eðlis, að eftirspurn er tiltölu- lega stöðug og breytist ekki að ráði með tekjum. Þegar tekjur kjöt verja og osta) er ráðgert að 380 milljónum króna. Niðurgeiðslur á verði mjólk- urafurða og kinda- og nauta- kjöts eiga að nema 630 milljón- um. Styrkur til Stofnlánadeild- ar landbúnaðarins er ráð- gerður 30,6 milljónir og fram- lög til jarðræktar eiga að nema 130 milljónum. Er þá ótalinn fjöldi framlaga til ýmissa stofn- ana, verkefna og félagasam- taka landbúnaðarins. Þau framlög sem hér eru talin, samtals að fjárhæð 1170 milljónir króna, eru 20.000 króna skattur á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. í Ijósi þessara talna má vera ijóst, að skattgreiðendum finnst landbúnaðarstefnan dýru verði keypt. Stefnubreyt- ingar er þörf, og það er í þágu langtímahagsmuna bænda að taka þátt í mótun hennar. Lykilþættirnir í nýrri stefnu í landbúnaðamiálum ættu eink- um að vera tveir: 1. Takmörkun landbúnaðar- framleiðslunnar við innan- landsþarfir, með samræmd- um aðgerðum, þannig að ckki komi til útflutnings á landbúnaðarafurðum, en eftirspurn verði mætt með nokkrum innflutningi í slæmu árferði. 2. Breytt verðmyndunarkerfi sem eykur aðhald og hag- kvæmni í dreifingu og vinnslu landbúnaðar- afurða, og dregur úr óvissu meðal bænda hverjar tekjur þeirra verða. Þessir tveir þættir þarfnast nánari útskýringa og rökstuðn- ings. Hvatt til offramleiðslu í ár er áætlað, að „útflutn- ingsþörfin" vegna framleiðslu myndi vaxa, ef niðurgreiðslur yrðu lækkaðar. Framleiðslan m.v. núverandi aðstæður fær ekki staðist, ef skattgreiðendur stæðu ekki undir kostnaðinum við hana. Neytendur eru ekki tilbúnir til að kaupa það magn á kostnaðarverði, sem þeir neyta nú. Hins vegar er komið aftan að þeim: Þeir eru skatt- lagðir til að kosta offram- leiðsluna. Þótt verulega hafi dregið úr offramleiðslu kindakjöts og mjólkurafurða, hefursá árang- ingsuppbætur og aðrir styrkir enn undir helsta einkenni vandans, offramleiðsluna. Það liggur því beint við að afnema alla þessa styrki, en það verður að gera í áföngum til að auð- velda aðlögun að breyttum að- stæðum. Útflutningsuppbætur mætti t.d. afnema á þremur árum. í stað þess að greiða þær með útflutningi ætti að greiða þær beint til fjárbænda t.d. miðað við bústofn um sl. áramót. Fjárhæðin færi lækkandi árlega en þessi háttur á greiðslu tæki fljótt fyrir útflutning og auð- veldaði bændum að laga bú- skap sinn að breyttum aðstæð- um og færa sig yfir í nýjar greinar. Með afnámi niðurgeiðslna verður einnig afnumin að hluta til mismunun milli bú- greina. Sú samkeppni, sem þá skapast, ætti að vera hvati til rekstrarhagræðis, vöruvönd- unar og meira vöruúrvals. Nauðsynlegt er að koma áfram til móts við tekjulágt fólk, en með öðrum hætti, helst bein- um fjárframlögum í tengslum við tekjuskattskerfið, sem yrði breytt í frádrægan tekjuskatt (negative income tax), enda ómarkvisst að greiða niður matarreikninga efnafólks. Helstu rökin með útflutn- ingsuppbótunum, að lands- menn þurfi að vera aflögufærir á samdráttartímabilum í land- búnaðarframleiðslunni, eru vafasöm. Samdráttarsveiflum mætti mæta með innflutningi. Sú leið væri mun ódýrari en að Neytendur eru ekki tilbúnir til að kaupa það magn á kostnaðarverði, sem þeir neyta nú. Hins vegar er komið aftan að þeim: Þeir eru skatt- lagðir til þess að kosta umframfram- leiðsluna. ur náðst þrátt fyrir ósamræmi í stefnumótun. Búmarkið er til, en landsmenn eru enn skatt- lagðir til að hvetja bændur til meiri framleiðslu. Dæmi um þetta eru hagstæð afurða- og rekstrarlán, sem bændur hafa notið til skamms tíma, en einnig ýmsir styrkir eins og framlög úr ríkissjóði til stofn- lána, svo og ríkisframlög til jarðræktar og húsabóta. Þessir styrkir nema á fjárlögum fyrir yfirstandandi ár rúmlega 139 milljónum króna. Þrátt fyrir vissan árangur í að draga úr framleiðslu, ýta þannig niðurgreiðslur, útflutn- halda uppi framleiðslu til út- flutnings, sem skilar bændum engu, þar sem útflutningsbæt- ur jafna einungis útlendan og innlendan verðmun svo og vinnslukostnað. Verðmyndunin Þótt beinn kostnaður land- búnaðarstefnunnar sé mikill, segir hann ekki alla söguna. Verðmyndunina þarf einnig að skoða. Það tilbúna verð, sem ák- veðið er af 6-manna nefnd gegnir ekki því mikilvæga hlut- verki, sem verð gerir í mar- kaðsbúskap. Það er ekki sú viðmiðun, sem það er í öðrum rekstri um, hvort borgi sig að framleiða meira eða minna og veitir ekki það aðhald, sem er forsenda hagkvæms rekstrar. Verðlagningu 6 manna nefndar er gefið það sem markmið, að tekjur bænda „verði í sem nánasta samræmi við tekjur annarra vinnandi stétta", eins og segir í fram- leiðsluráðslögunum. Þótt þessi viðmiðun sé merkingarlítið stjórnmálaslagorð, hefur hún í framkvæmdinni orðið sú að verðleggja hefðbundnar bú- vörur út frá áætlunum um laun bænda, rekstrarkostnað við- miðunarbús og vinnslukostnað búvara. í áætluninni eru laun bænda upphafsstærðin, en í raunveruleikanum afgangs- stærðin, þar sem laun bænda koma ekki í ljós fyrr en vinnslu og sölu afurðanna er lokið. Ef vinnslukostnaður reynist t.d. vanáætlaður eða hækkar á verðlagsárinu, skerðast tekjur bænda. Þeir fá einungis í sinn hlut það sem eftir er og hafa enga vissu í upphafi, hverjar tekjur þeirra endanlega verða. Núverandi tilhögun verð- myndunar örvar því miður ekki hagkvæmni í rekstri. Með því að auka á viðskiptafrelsi í landbúnaðinum má vænta þess að skapaður verði hvati til hagræðingar og að framleiðsl- an lagi sig að eftirspurn neyt- enda, sem hlýtur jú að vera megintilgangur hennar. Jafn- framt þessu verði síðan séð til þess að samkeppni sé næg, t.d. að vinnsla mjólkurstöðva og sláturhúsa verði aðskilin frá öðrum atvinurekstri á sama stað. Til að byrja með mætti hugsa sér svipaða tilhögun og á sér stað í sjávarútvegi, þ.e. að samið sé um sérstakt lág- marksverð, sem vinnslan borgi bændum. Vinnslustöðvar beri síðan ábyrgð á þeim vörum, sem þær hafa til vinnslu og geti ekki krafist endurgreiðslna eða gert bakkröfur á bændur, ef illa árar. Þetta fyrirkomulag ætti að leiða til vandaðri vinnu- bragða og meiri hagkvæmni samanborið við það fyrir- komulag, sem nú ríkir, þar sem skattgreiðandinn eða bóndinn er endanlega sóttur til ábyrgðar. Verðlagning sem tekur mið af markaðsaðstæðum er áhrifa- ríkasta og einfaldasta leiðin til að stýra framboði á vörum og þjónustu. Til að draga úr of- framleiðslu landbúnaðarvara hafa augu manna til þessa þó einkum beinst að fram- leiðslukvótum og skattlagn- ingu kjarnfóðurs. Endanleg afstaða til þessara leiða liggur enn ekki fyrir. Flest bendir til, að kjarnfóðurgjald hafi haft takmörkuð áhrif og búmarkið hefur aldrei fyllilega komið til

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.