NT - 16.11.1984, Blaðsíða 5

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 5
Um 10% af útf lutningstekjunum fer í ferðakostnað í útlöndum ■ Útgjöld íslendinga (í er- lendum gjaldeyri) vegna ferða- og dvalarkostnaðar erlendis voru 23,3% meiri að raunvirði á fyrri helmingi þessa árs en á sama tíma í fyrra - þ.e. hvor- tveggja reiknuð á meðalgengi mánuðina jan.-júní 1984, sam- kvæmt upplýsingum frá Seöla- bankanum. I krónum talið hefur upphæðin hækkað um 55,3% þ.e. úr 716 millj. fyrri hluta árs 1983 í 1.112 millj. króna fyrri hluta ársins 1984. Til að átta sig betur á stærð þessarar tölu má geta þess að heildarvöruútflutn- ingur landsmanna fyrri helming ársins nam 10.692 milljónum kr. Á ferðalögum okkar erlend- is höfum við því notað meira en 10. hluta þess gjaldeyris sem fæst fyrir útflutningsvörur Is- lendinga. Séu þessar 1.112 millj. króna bornar saman við samsvarandi tölur 1983 má áætla að gjaldeyr- isnotkun íslendinga erlendis komi til með að nema 2.500 til 2.600 milljónum króna á þessu ári (mesti ferðatíminn eftir í júní). Og verði skipting þessa kostnaðar í svipuðum hlut- föllum og verið hefur munu um 1.570 milljónir af upphæðinni fara í ferðamannagjaldeyri (um 6.500 kr. á hvern einasta íslend- ing), um 550 millj. niunu fara til dvalarkostnaðar námsmanna erlendis og kostnaður vegna verslunar-og viðskiptaferða ís- lendinga mun verða um 340 milljónir króna. Miðað við heildarupphæðina nemur gjaldeyrisnotkun okkar til ferðalaga og dvalar í út- löndum því um 10-11 þús. krón- um á hvern landsmann að með- altali. Tekið skal fram að í framangreindum tölum eru ekki innifaldar greiðslur í erlendum gjaldeyri til áhafna skipa og flugvéla sem í ár má áætla um 240 millj. króna, né heldur kostnaður við opinberan erind- rekstur í útlöndum. (Fargjöld greidd ísl. krónum eru ekki innifalin í fyrrnefndum tölum, né heldur gjaldeyrir sem af ein- hverjum ástæðum hefur aldrei komist inn í tölur bankanna.) Gjaldeyristekjur íslendinga af erlendum ferðamönnum fyrri helming ársins námu samtals 342 millj. króna, og höfðú auk- ist um 39% frá fyrra ári. Með sömu viðmiðun og að framan má áætla að þær hafi verið urn 750 millj. króna allt árið 1984. Meðal Islendingurinn fær þar með rúmar 3.000 kr. í gjaldeyri upp í sinn 10-11 þús. króna gjaldeyrisreikning erlendis. Flugleiðir fjölga Par- ísarferðum ■ Parísarferðum Flugleiða verður fjölgað um helming á næsta sumri, úr einni á viku í tvær. Parísarflugið stóð yfir í uin þrjá mánuði í sumar og má búast við, að svipað verði uppi á teningnum á næsta ári. Sæmundur Guðvinsson frétta- fulltrúi Flugleiða sagði, að aukn- ing hefði orðið á farþegum frá París til íslands, og markaðssér- fræðingar félagsins á meginland- inu væru bjartsýnir um enn meiri aukningu næsta sumar. Fluglcið- ir hafa auglýst Islandsferðir vel í Frakklandi og hefur sú starfsemi skilað miklum árangri. Verðlaun fyrir matjurtagarða íÁrnessýslu ■ Sjö húsmæöur í Árnessýslu voru verðlaunaðar fyrir ræktun matjurtagarða á formannafundi Sambands sunnlenskra kvenna sem haldinn var nýlega á Sel- fossi. Verðlaunin eru úr Minn- ingarsjóði Rögnu Sigurðardótt- ur frá Kjarri. Á fundinum kom m.a. fram að fleiri konur en nokkru sinni fyrr - alls 73 - sóttu orlof húsmæðra í Árnes- og Rangár- vallasýslum sem haldið var í Húsmæðraskólanum á Laugar- vatni 1.-8. september s.l. Þá var á fundinum kynnt samkeppni um heppilegan rninja- grip sem SSK og Ferðaþjónusta bænda standa fyrir. Gripurinn skal vera þjóðlegur og auðveld- ur í vinnslu. Samkeppnin stend- ur til næstu áramóta og eru góð verðlaun í boði. ■ Konurnar sem verðlaunaðar voru fyrir ræktun matjurtagarða í Arnessýslu, ásamt þrem konum úr garðyrkjunefnd Sambands sunnlenskra kvenna. Frá vinstri: Ragnhildur á Ósabakka, Magnea í Selparti, Ásthildur í Birtingaholti, Sigríður á Hrafnkelsstöðum - sem hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir þrotlausa ræktun í 65 ár - Sigurvina á Hellu, Helga í Bryðjuholti, Margrét í Haga, Jóna og Guðlaug frá Uppsölum og Jóhanna í Haga. 16. nóvember 1084 5 Fæst gjald- eyrir fyrir ammoníaks- fiskinn? ■ Allar horfur virðast nú á því að íslenska þjóð- arbúið fái sínar gjaldeyr- istekjur óskertar fyrir þau tæplega 500 tonn af fiski sem eyðilögðust af am- moníaki í vöruskemmu Eimskipfélagsins í Sunda- höfn á dögunum. Þótt enn sé ekki Ijóst hver er endan- lega bótaskyldur, virðist ólíklegt að sá aðili verði íslenskur, því Eimskip tryggir erlendis, auk þess sem leiðslukerfi það sem leki komst að, var frá dönsku fyrirtæki og aðeins tveggja til þriggja mánaða gamalt. Telja fróðir menn lík- legast að hin endanlega ábyrgð muni lenda á danska framleiðandanum eða tryggingafélagi hans og afurðir þessar muni þannig að lokum skila ís- lenska þjóðarbúinu fullum gjaldeyristekjum, þótt orðið hafi að henda þeim. Borgarráð: Staðsetning tónlist- arhússertilumræðu ■ Borgarráð samþykkti á síð- asta fundi sínum að bjóða Sam- tökum áhugafólks um byggingu tónlistarhúss upp á viðræður um hugsanlega staðsetningu slíks húss í Reykjavík. Lóðir þær sem um er að ræða eru svæðið vestan Glæsibæjar, Vatnsmýrin og svæði í Öskju- hlíðinni. lipur þjönusta - lágt verð Líttu við hjá okkur og bragðaðu á þessum sérdeilis ljúffengu kjúklingabitum. Þú getur borðað þá á staðnum í snyrti- legu umbverfi eða tekið þá með þér heim. Og eins og áður bjóðum við uppá fjölda annara gómsætra rétta og lipra þjónustu.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.