NT - 16.11.1984, Blaðsíða 25

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 25
HUSGÖGN OG INNRÉTTINGAR SUÐURLANDSBRAUT18 68 69 00 Gullfalleg ítölsk sófasett Margar gerðir - Leður- og tauáklæði Ótrúlega lágt verð: Frá kr. 37.850.- í tauáklæði og frá kr. 45.500.- í leðuráklæði Franskt plútoníum komið til Japans Nóg í 20 atómsprengjur Tokyo-Reuter ■ 288 kfló af plútoníum komu snemma í gærmorgun til Tokyo frá Frakklandi með japanska skipinu Seishin Maru. Mikill viðbúnaður var vegna komu þess enda höfðu kjarnorkuandstæðingar mót- mælt því að svona mikið magn af plútoníum skyldi sent heimshornanna á milli. Þrjú hundruð sérþjálfaðir lögreglumenn úr japönsku óeirðalögreglunni gættu þess að mótmælendur gætu ekki hindrað affermingu skipsins. Blöð höfðu áður sagt frá því að þetta plútoníum nægði til að framleiða 20 atomspreng- jur af sömu stærð og Banda- ríkjamenn vörpuðu á Naga- ;saki árið 1945. Það verður notað í kjarnorkuveri í Tokai, fyrir norðvestan Tokyo, þar sem gerðar eru tilraunir með kjarnorkuofna með mjög.öra kjarnaklofn- un. Kj arnorkuandstæðingar og náttúruverndarmenn í Evrópu mótmæltu mjög kröftuglega í Evrópu áður en japanska skipið lagði af stað með farm sinn frá Frakklandi. Þeir töldu ekki verjandi að flytja svona mikið magn í einu. Mót- mælaaðgerðirnar við komu skipsins í Japan voru hins vegar fámennar enda kom skipið mjög snemma dags í höfn þar. Að sögn lögregl- unnar tóku aðeins 300 manns þátt í mótmælum í gærmorg- un skammt frá höfninni. ■ Japanskir flutningabílar flytja geislavirkan plútoníumfarm frá Tokyohöfn til kjarnorkuvers í Tokai fyrir norðvestan Tokyo. s„„amvnd-i'OLFOK. fíí? Föstudagur 16. nóvember 1984 25 LlIJ Útlönd Ítalía og Vatikanið: Skrifuðu undir sátt- mála um skatta og laun Rómverks-kaþólska ekki lengur ríkistrú á Ítalíu Rom-Rcuter ■ Ítalía og Vatikanið skrifuðu í gær undir sáttmála þar sem kveðið er á um stöðu kirkju- deilda gagnvart skattyfirvöldum og að Ítalíustjórn muni hætta að greiða hluta af launum presta. í sáttmálanum er afmarkað hvaða deildir innan rómverks- kaþólsku kirkjunnar hafi rétt til skattaívilnana.Ríkisstjórn Ítalíu mun viðurkenna stofnanir sem eru hluti af arfleið kirkjunnar, eins og klausturskólar, en fram- Iög til góðgerða ýmiskonar verða að tengjast trú og guðs- dýrkun til að vera frádráttarbær frá skatti. Samkvæmt sáttmálanum, sem undirritaður var í gær af Bettino Craxi forsætisráðherra og Agostino Casaroli kardínála, innanríkisráðherra Vatikans- ins, geta einstakar kirkjur því aðeins fengið skattaívilnanir ef þær eru ^pnar öllum almenn- ingi. Stofnanir sem reknar eru aftrúarhópum innan kirkjunn- ar, eru ekki taldar gildar nenta Vatikani viðurkenni þær. Samkvæmt sáttmálanum mun ríkið hætta að gre'iða hluta af launum presta árið 1989,eneftir það munu biskupar greiða prestum laun úrsérstökum sjóð- um sem trúaðir geta lagt til framlög í. Ítalía greiðir nú yfir 150 milljónir Bandaríkjadala á ári í laun til presta, biskupa og annarra kirkjunnar manna. Þessi sáttmáli þýðir að róm- versk -kaþólska er ekki lengur ríkistFÚ á Italíu og tryggir opin- berlega trúfrelsi í landinu. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti þennan sáttmála í ágúst og búist er við að neðri deildin rnuni gera slíkt hið sama í næsta mánuði. Jafnteflin í Moskvu: Sálfræðihernaður á hæsta stigi? Moskva-Reutcr ■ Heimsmeistaraeinvígiö í skák hefur nú staðið hátt á þriðja mánuð og skákáhuga- menn velta því mikið fyrir sér hversvegna 14 síðustu skákirnar hafa endað með jafntefli. Þetta hefur ekki þótt spennandi og því hafa Kasparov og Karpov nú undir rós reynt að útskýra málið. Aðstoðarmenn Kasparovs segja að áskorandinn þurfi að öðlast sjálfstraustið á ný eftir að hafa tapað fjórum skákum í upphafi einvígisins. Langt ein- vígi er talið koma Kasparov vel þar sem úthald Karpovs hefur verið dregið í efa. Þeir vonast einnig til að sýna fram á að tapskákirnar í upphafi hafi verið vegna þess að Kasparov hafi Franska stjórnin: Hvetur Frakka til barn- eigna París-Reuter ■ Franska sósíalista- stjórnin hefur veitt auka- fjárveitingu til að hvetja fólk til að eignast fleiri börn. Með þessu er gert ráð fyrir að foreldrar fái fjárstyrki frá því sex mán- uðum áður en börn fæðast þar til þau verða þriggja ára gömul. Þá er einnig gert ráð fyrir að framvegis geti foreldrar fengið tveggja ára frí frá vinnu til að ala upp börn sín. Franskir stjórnmála- menn úr öllum flokkum hafa undanfarið lýstáhyggj um. sínum yfir því hve fá börn fæðast í landinu. Þessar ráðstafanir stjórn- arinnar, sem verða lagðar fyrir þingið sem lagafrum- varp, voru samþykktar á ríkisstjórnarfundi í gær. verið einum of baráttuglaður og bjartsýnn og með því að halda jöfnu svona lengi hafi Kasparov sannað að hann geti haldið sínu gegn Karpov. Náinn samstarfsmaður Kasparovs hefur cinnig sagt að með því að bjóða snemma jafn- tefli með hvítt sé Kasparov að þrýsta á Karpov. Það þýðir að heimsmeistarinn hefur í raun forskot í öllum „raunverulegu“ skákunum þegar hann hefur hvítt. Ef hann missti þolinmæð- ina og tapaði skák fengi Kaspar- ov sálfræðilegt forskot með því að finna fyrstu skák sína á svart. En þetta svarar ekki spurn- ingunni um hversvegna Karpov er tregur til að flækja skákirnar þar sem forskot hans í einvíginu leyfir honum að taka meiri áhættu. Sovéskir sérfræðingar telja að Karpov óttist að tónninn í ein- víginu kunni skyndilega að breytast, þar sem Kasparov er kunnur fyrir að ryðja inn vinn- ingum þegar hann hefur fundið „blóðbragð". En trúlegri virðist þó skýring stórmeistarans Gufeld; að metnaður heimsmeistarans sé að verja titilinn með bravör, og festa sig þannig í sessi sem einn mesti skákmaður allra tíma - hann vilji vinna einvígið 6-0. Svetlana í Moskvu ■ Hópur bandarískra sjónvarpsmanna náði þessari mynd af Svetlönu Alliluyeva, dóttur Jósefs Stalíns, fyrir utan hótel í Moskvu þar sem hún býr ásamt dóttur sinni. Svetlana „flúði“ aftur til Sovétríkjanna fyrir skömmu eftir margra ára dvöl í Vesturlöndum en þangað hafði hún „flúið“ frá Sovétríkjunum. Svetlana ber nú Vesturveldunum og dvöl sinni í þeim illa söguna en hún hefur lítið viljað ræða við erlenda fréttamenn síðan hún sneri aftur. Símamynd-POLFOTO

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.