NT - 16.11.1984, Blaðsíða 14

NT - 16.11.1984, Blaðsíða 14
■ Sóley og Anna opnuðu hárgreiðslu- og snyrtistofu. Hárhöll S.H.S. og Snyrtistofa Önnu Bergmann ■ Sóley Herborg Skúladóttir og Anna Bergmann Reynis- dóttir opnuðu nýlega hár- greiðslu- og snyrtistofu á Laugavegi 82, Barónsstígs- megin. Sóley vann áður á hárgreiðslustofunni Salon VEH en síðastliðin tvö ár bjó hún í Danmörku og vann þar m.a. hjá STUHR í Kaup- mannahöfn. Anna vann áður á Snyrti- stofunni Maj u og hefur séð um andlitsförðun fyrir sýningar. Hún er með hinar þekktu snyrtivörur Orlane og Jean d’avezi frá París. Þær stöllur bjóða upp á allt það nýjasta í hárgreiðslu og snyrtingu hverju sinni, jafnt fyrir dömur og herra. Beisk tár Petru von Kant ■ Alþýðuleikhúsið sýnir um þessar mundir leikritð Beisk tár Petru von Kant eftir Fassbinder. Sýnt er að Kjarvalsstöðum, föstudagskvöld kl. 20.30, laugar- dag og sunnudag kl. 16.00 og mánudag kl. 20.30. Húsfyllir hcfur verið á hverja sýningu. LeikstjórierSigrún Val- bergsdóttir, þýðandi er Böðvar Guðmundsson og leikarar eru: María Sigurðardóttir, Kristín Anna Þórarinsdóttir, Vilborg Halldórsdóttir, Edda V. Guð- mundsdóttir, Erla B. Skúladóttir og Guðbjörg Thoroddsen. ■ Atríði úr leikritinu Beisk tár Petru von Kant. ■ Sigríður Ella Magnúsdóttir sem Carmen. Gífurieg aðsókn að Carmen ■ íslenska óperan sýnir Carmen eftir Bizet á föstudag og sunnudag kl. 20.00. Uppselt er á báðar sýningar föstudaginn 23. nóvember og sur.nuduginn 25. nóv. og eru það 7. og 8. sýning. í aðalhlutverkum eru Sigríður Ella Magnúsdóttir, Garðar Cortes, Simon Vaughan og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Fræðslufundur Hjartaverndar á 20 ára afmæli ■ Hjartavernd, landssamtök hjarta- og æðaverndarfélaga, er 20 ára um þessar mundir (stofnuð 25. okt. 1964) í tilefni afmælisins held- ur Hjartavernd fræðslufund fyrir almenning um hjarta- og æðasjúk- dóma, rannsóknir, lækningar og nýjungar, laugardaginn 17. nóv- ember næstk. kl. 14.30 í Domus Medica. Sjö fyrirlesarar flytja erindi á fundinum og á eftir verða um- ræður og fyrirspumum svarað. Dagskráin verður þessi: Dr. Sig- urður Samúelsson prófessor: I’átt- ur Hjartaverndar í heilbrigðis- þjónustunni, Ottó J. Björnsson tölfræðingur: Rannsóknarferill Hjartaverndar og næstu verkefni, Nikulás Sigfússon yfirlæknir: Hvernig gengur í barátturnni við hækkaðan blóðþrýsting?, dr. Guðmundur Þorgeirsson læknir: Dánarorsakir í hóprannsókn Hjartavemdar, Gestur Þorgeirsson læknir: Nýjungar í lyfjameðferð kransæðasjúklinga, dr. Þórður Harðarson prófessor: Ný tækni við hjartarannsóknir, dr. Árni Kristinsson læknir: Um hjarta- skurðlækningar hér á landi. Snorri Páll Snorrason yfirlæknir stýrir hringborðsumræðum og tekur við spurningum fundar- manna. Öllum er frjáls aðgangur meðan húsrúm leyfir. ■ Snorri Páll Snorrason yfir- læknir stýrir hríngborðsum- ræðum. §unnudagsferð Utivistar ■ Sunnudaginn 18. nóvember fer Útivist í eina dagsgöngu sem hefst kl. 13.00. Farið verður á Músarnes og gengið eftir skemmtilegri strönd að Saurbæ á Kjalarnesi. Brottför er frá BSÍ - bensínsölu. Dagsferð F.Í. ásunnudag: ■ Ferðafélag íslands fer dagsferð sunnudaginn 18. nóv. Ekið verður í Kjósarskarð að Stóra-Sauðafelli, gengið með Laxá að Þórufossi og Pokafossi, þar sem bíllinn bíður. Þetta er auðveld gönguleið og foss- ar í klakaböndum. Brottför frá Um- ferðarmiðstöðinni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Þjóðleikhúsið: Frumsýning á Litla sviðinu ■ Á sunnudagkvöldið frumsýnir Þjóðleikhúsið á Litla sviðinu nýtt bandarískt verðlaunaleikrit, Góða nótt, mamma, eftir Marsha Norman. Þetta leikrit aflaði höfundinum Pul- itzer-verðlauna á síðasta ári og er verkið nú sýnt við mikla athygli víða um heim. Margir gagnrýnendur álíta að Marsha Norman sé hugsanlegur arftaki leikskálda á borð við Eugene O’Neill og Arthur Miller. Olga Guðrún Árnadóttir þýddi verkið, leikstjóri er Lárus Ýmir Ósk- arsson, leikmynd og búninga gerði Þorbjörg Höskuldsdóttir, en Kristinn Daníelsson annast lýsinguna. í þessu leikriti eru aðeins tvö hlutverk, og eru þau í höndurn Guðbjargar Þor- bjarnardóttur og Kristbjargar Kjeld. Leikfélag Akureyrar um helgina ■ Á laugardag verður sýning á bandaríska gamanleiknum Einkalíf eftir Noel Coward. Þessi sígildi gamanleikur fjallar um fráskilin hjón, sem hittast af tilviljun á nýjan leik, þar sem bæði eru í brúðkaupsferð með nýjum mökum á frönsku sumarhóteli árið 1930. Það kviknar í gömlum glæðum og eftir- leikurinn verður ævintýralegur. í aðalhlutverkunum eru þau Sunna Borg, Gestur E. Jónasson, Guðlaug María Bjarnadóttir og Theódór Júl- íusson. Leikmynd og búningar eru eftir Unu Collins. Leikstjóri er Jill Brook Árnason. Lýsingu gerði Alfreð Alferðsson. Sýningum á Einalífi fer að Ijúka. Þjóðleikhúsið: Milli skinns og hörunds - uppselt í kvöld - ■ Um helgina verða þrjár sýningar á Milli skinns og hörunds eftir Ólaf Hauk Símonarson. í kvöld, föstu- dagskvöld, er uppselt, síðan verður sýning á laugardagskvöld og aftur á sunnudagskvöld. Leikstjóri er Þórhali- ur Sigurðsson, en með helstu hlutverk fara Gunnar Eyjólfsson, Þóra Friðr- iksdóttir, Sigurður Skúlason og Sig- urður Sigurjónsson. Tónleikar Musica Nova í Kristskirkju ■ 3. tónleikar Musica Nova á þessu starfsári verða haldnir í Kristskirkju mánudaginn 19. nóv. nk. og hefjast þeir kl. 20.30. Á þessum tónleikum, flytur Hörður Áskelsson organisti verk eftir fjögur tuttugustu-aldar tónskáld: Frakkana Jean Langlais, Oliver Messiaen og Jehan Alain, svo og ungverska tónskáldið György Ligeti. Þeir Messiaen og Ligeti eru í hópi þekktustu núlifandi tónskálda, og teljast orgelverk Messiaen til mestu stórvirkja orgelbókmennt- anna. Alain var af mörgum talinn eitt efnilegasta tónskáld sinnar kynslóðar í Frakklandi, en hann féll í síðari heimsstyrjöldinni aðeins tuttugu og níu ára að aldri. Orgelverk þeirra Langlais og Alains hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess á verkefnaskrá organista um víða veröld. Hátíðatónleikar í MH ■ Eins og fram hefur komið í fréttum, vann Hamrahlíðarkórinn undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur 1. verðlaun í flokki æskukóra í 19. alþjóðlegri keppni Evrópusambands útvarpsstöðva „Let the People Sing - 1984“, sem haldin var í Köln sl. vor. Að þessu tilefni mun samstarfsaðili útvarpsstöðvanna í Evrópu, Ríkisút- varpið, efna til hátíðatónleika í há- tíðasal Menntaskólans við Hamrahlíð laugardaginn 17. nóvember nk. kl. 17, þar sem formaður alþjóðlegu dómnefndarinnar, Sverre Lind, vara- tónlistarstjóri norska útvarpsins, mun afhenda Hamrahlíðarkórnum og stjórnanda hans sigurverðlaunin. Með þessum verðlaunum fylgir einnig boð um að taka þátt í alþjóð- legri keppni æsku-kóra, sem haldin verður á vegum Þýska músíkráðsins í tengslum við þýsku kórakeppnina dagana 22.-26. maí á næsta ári, ári tónlistarinnar, í Hannover. Sýning á keramikmunum ■ Sunnudaginn 18. nóvember nk. efnir Keramikhúsið Sigtúni 3, til sölu- og kynningarsýningar á kermikmun- um. Hér er um að ræða tvíþætta sýningu. Annars vegar verða sýndir fullunn- ir keramikmunir, málaðir og brenndir af starfsmönnum Keramikhússins, og hins vegar kynntir munir sem ætlaðir eru til lokavinnslu hjá kaupanda. Eru hinir síðarnefndu tilkomnir vegna ■ Sunna Borg og Gestur E. Jónasson í hlutverkum sínum í Einkalífi eftir Noel Coward.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.