NT - 13.12.1984, Blaðsíða 2

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 2
 Fimmtudagur 13. desember 1984 Vaxtafrelsið: Ekki rétt að vextir séu orðnir frjálsir - segir Landsbankastjóri og bíður ákvörðunar Seðlabankans Enn um for- mannaþáttinn ■ „í raun og veru er ekki rétt að vextir hafi verið gefnir frjálsir, þar sem það vaxtafrelsi sem bankarnir fengu var á alveg ákveðnum grundvelli," sagði Jónas Haralz, Landsbanka- stjóri, aðspurður hvers vegna nú er beðið vaxtaákvörðunar Seðlabankans eftir þá umræðu sem nú hefur verið um vaxta- frelsi. Vegna þeirra stóru útlána og innlánaliða sem Seðlabankinn einn ræður vöxtum á, sagði Jónas það skoðun þeirra hjá Landsbankanum að þeir geti ekki haft forgöngu um frekari vaxtabreytingar fyrr en vitað sé um ákvarðanir Seðlabankans. Þetta sé að sjálfsögðu bagalegt, þar sem nauðsyn sé á breyting- um sem fyrst. Jónas sagði fyrsta áfanga vaxtafrelsis hafa komið í febrú- ar sl. er bönkum var heimilað að ákveða vexti innlána til 6 niánaða eða lengri tíma. í ágúst var bönkunum síðan heimilað að ákveða vexti inn- og útlána, en Seðlabankinn ákvað vexti almennra sparisjóðsbóka svo og vexti á skuldabréfum, afgreidd- um fyrir 11. ágúst. Jafnframt ákveður Seðlabankinn dráttar- vexti, sem nú eru 33%. í tillögum til ríkisstjórnarinn- ar gerir Seðlabankinn síðan ráð fyrir að hann ákveði vextina á éinum flokki enn, þ.e. verð- tryggðum útlánum, „Og ákveði hann útlánsvextina verða bank- arnir að sjálfsögðu að laga inn- lánsvextina eftir því, til að halda sínum vaxtamun," sagði Jónas. Hann sagði mikinn hluta út- lána bankanna bundinn í óverð- tryggðum skuldabréfum, en mikinn hluta innlána á almenn- um sparisjóðsbókum. „Það frelsi sem bankarnir hafa nær því aðeins til hluta inn- og útlána og um vexti á þeim hluta verðum við auðvitað að taka mið af öðrum inn- og útlána- vöxtum,“ sagði Jónas. Þannig að vaxtabreytingar er tæpast að vænta fyrr en ákvarð- anir Seðlabankans liggja fyrir? „Nei, það er nær ómögulegt fyrir bankana að ákveða slíkt, nema að hafa viðmiðun við þá þætti sem Seðlabankinn ákveð- ur,“ sagði Jónas Haralz að lokum. ■ Páll Magnússon, þingfréttaritari sjónvarps, hafði sam- band við NT út af frétt blaðsins í gær þar sem sagt var frá því að Svav- ar Gestsson og Þor- steinn Pálsson hefðu ekki viljað mæta í Þingsjá. Sagði Páll það rangt að sjónvarpið hefði hótað því að Þingsjá yrði lögð niður, ef þeir kappar mættu ekki. Samþykkt út- varpsráðs gekk út á það að formönnum yrði boðið og þess vegna hafnaði sjónvarpið því að aðrir yrðu sendir í þeirra stað. Þessi afstaða var tek- in sameiginlega af þeim Páli, Pétri Guðfinns- syni ogsr. Emil Björns- syni. Okkurvantar 20.000 störf - handa ungu fólki á næstu áram Ellefu stiga hiti og sunnan blíða í Fljótum Frá fréttaritara NT í Fljótum: ■ Sérlega gott tíðarfar hefur verið í Fljótum það sem af er vetri. Má heita alveg snjólaust á láglendi, sem er óvanalegt á þessum árstíma. Ellefu stiga hiti og sunnan gola var í Fljótum s.l. þriðjudag. ■ Fram að næstu aldamótum bætast um 20.000 manns við á vinnumarkaöinn. Á sama tíma niun störfum í landbúnaði og sjávarútvegi fara fækkandi. Strokufanginn: Hefði losnað eftir eitt ár ■ Leit stendur nú yfir að stroku- tanga sem slapp úr höndum lög- reglunnar þegar hún ætlaði að leiða hann inn í hegningarhúsið á Skólavörðustíg. Maðurinn afplán- ar refsingu á Litla-Hrauni fyrir fíkniefnabrot en átti að losna að rúmu ári liönu. Maðurinn var í bæjarferð með lögreglu til þess að leita sér lækn- inga og var læknisferð afstaðin þegar honum tókst að hlaupa burt frá vörðum laganna á Skólavörðu- stígnum. Þetta kemur m.a. fram í greinargerð með þingsályktunar- tillögu þingmanna Bandalags Jafnaðarmanna, þar sem fjallað er um eflingu atvinnulífs með stuðningi við stofnun og rekstur smáfyrirtækja. í tillögunni er gert ráð fyrir að stuðningurinn verði í formi fræðslu, tímabundinnar, ódýrr- ar sérfræðiþjónustu og með því að fjárhagslegur grundvöllur smáfyrirtækja verði styrktur með ýmsum hætti. í greinargerðinni segir enn- fremur að einkenni „þriðju iðn- byltingarinnar" er hafi orðið á Vesturlöndum á liðnum árum, sé hugvit og þekking einstakl- ingsins, og einnig kemur fram að fjárfesting á hvern starfs- mann í smáiðnaði er mun minni en á starfsmann í stóriðju. Fulltrúar Hjaltlendinga og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins á fundi með fréttamönnum. NT-mynd: Róberí Hjaltlendingar í heimsókn: Aukið samstarf í sjávarútvegi ■ Fimm fulltrúar fiskiðnaðar- ins á Hjaltlandi hafa verið hér á landi undanfarna daga í boði Útflutningsmiðstöðvar iðnaðar- ins til þess að ræða samstarf við íslendinga á þessu sviði. Eink- um er rætt um samvinnu við Ríkismat sjávarafurða vegna fiskmats og kaup Hjaltlendinga á vélum og tækjum til sjávarút- vegsins frá íslenskum fyrirtækj- um. Þá hefur einnig komið til tals, að hafa samvinnu um sölu fiskafurða á Bandaríkjamark- aði. Útflutningsmiðstöðin hóf samstarf við Hjaltlendinga í sumar og að sögn Úlfs Sigur- Hvað var Steingrímur að smíða? ■ Það vekur að vonum at- hygli manna þegar forsætis- ráðherra þjóðarinnar verður fyrir slysi eins og gerðist nú á dögunum þegar Steingrímur Hermannsson skaðaðist á hendi þar sem hann var að vinna við vélsög heima hjá sér. Það fer náttúrlega ekki hjá því að fólk langi til að vita ileira um tildrög slyssins en frá er skýrt opinberlega og þannig hafa margir velt fyrir sér þeirri spurningu undan- farna daga, hvað Steingrímur hafi verið að srníða. Ekki er víst að þjóðin fái nokkurn tíma óyggjandi svar við þeirri spurningu, en dropateljari hefur hins vegar eftir áreiðanlegum heimild- um, og selur ekki dýrara en liann keypti, að Steingrímur hafi verið að smíða - stól handa Þorsteini. Um lög og láð ■ I þessum sömu umræð- um vakti Stefán Benedikts- son athygli á því að hann væri einn af flutningsmönn- um tillögu um að kjarnorku- vopn yrðu hér bönnuð á landi, láði og í lofti. Sam- kvæmt orðabókinni er land og láð hið sania. þannig að nú er spurningin, hvað Stef- áni finnist um að varðveita kjarnorkuvopn í Leginum. Háskólinn og menntakerfið ■ Ekki var laust við aðsum svör stjórnmálaleiðtoga þjóðarinnar viö spurningum utan úr sjónvarpssal í nýliðn- um Þingsjárþætti, væru ör- lítið kyndug. í spurningu sem beint var til Þorsteins Pálssonar korn frani að ákveðin fjárframlög . til Háskóla íslands hefðu ver- ið skorin niður um 100%, mundssonar, framkvæmdastjóra, hyggja menn á aukið samstarf við aðra nágranna okkar, Fær- eyinga, Skota og íra. Telur Ulfur, að í þessum löndum séu markaðir fyrir sjávarafurðir okkar. Meðal Hjaltlendinganna var íslendingurinn Ágúst Alfreðs- son, sem hefur búið þar í tæp 14 ár. Kæran á útvarps- ráðsmanninn: Saksókn- ari bíð ur eftir gögnum ■ Embætti ríkissaksókn- ara hefurennekkiákveðið hvort það verður við ósk Páls Magnússonar, þing- fréttamanns sjónvarpsins, um opinbera rannsókn á bókun fulltrúa Kvennalist- ans í útvarpsráði fyrir skömmu. Saksóknari hef- ur farið fram á að fá ná- kvæmari gögn frá Ríkisút- varpinu og er þeirra nú beðið. Páll taldi bókun fulltrú- ans ærumeiðandi og varða við almenn hegningarlög. Þar var sagt, að Páll gætti ekki hlutleysis í frétta- flutningi sínum frá Al- þingi. eða niður í núll. I svari sínu við spumingunni lét Þorsteinn í Ijós ákveðinn vilja Sjálf- stæðisflokksins til að hlúa að menntakerfinu. í huga dropateljara vakn- aði óðar spurningin; undir hvaða málaflokk heyrir Há- skólinn í stefnuskrá Sjálf- stæðisflokksins? Kvótinn í 1 árenekki3 - samkvæmt tillögum sjávarútvegsnefndar ■ Meirihluti sjávarútvegs- nefndar efri deildar Alþingis hefur sent frá sér nefndarálit um kvótalögin, og leggur þar m.a. til að lögin verði aðeins framlengd um I ár, í stað þeirra þriggja ára er kveðið var á unt í frumvarpi Halldórs Ásgríms- sonar. í greinargerð meirihlutans segir að ljóst sé að stofnstærð helstu nytjafiska okkar sé ekki meiri en var í fyrra og því nauðsynlegt að grípa til álíka strangra veiðitakmarkana og var gert á þessu ári. Minnihluti sjávarútvegs- nefndar hefur lagt fram breyt- ingatillögu sem felur m.a. í sér að sjávarútvegsráðherra skuli leita eftir áliti Alþingis með ýmis útfærsluatriði fiskveiði- stefnu. Þó heldur ráðherra, samkvæmt tillögum minnihlut- ans, valdi til að ákveða heildar- mark sem má veiða af tilteknum fisktegundum, og einnig há- marksafla tiltekinna fiskiskipa- gerða og veiðarfæra.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.