NT - 13.12.1984, Blaðsíða 28
HRINGDU t»Á Í SÍMA 68-65-62
Við tökum við ábendingum um fréttir allan sólarhringinn. Greiddar verða 1000 krónur fyrir hverja ábendingu sem leiðir tii
fréttar í blaðinu og 10.000 krónur ffyrir ábendingu sem leiðir til bitastæðustu fréttar mánaðarins. Fullrar nafnleyndar er gætt
NT Síðumúli 15, Reykjavík, sími: 686300, auglýsingar 18300
Kvöldsímar: áskrift og dreifing 686300 • ritstjórn 686392 og 687695 • íþróttir 686495
UEFA-keppnin:
Meistarnir
halda áfram
■ Enska stórliöiö Tottenham
Hotspur skaut sér áfram í
UEFA-keppninni í knattspyrnu
með því að gera jafntefli gegn
tékkneska liðinu Bohemians í
Prag, l-l. Tottenham, sem eru
núverandi UEFA-meistarar eft-
ir sigur á Anderlecht í úrslita-
leikjunum í fyrra, skoraði strax
á 8 mínútu í leiknum í gærkvöldi
og var þar að verki Mark Falco.
Hann er óstöðvandi um þessar
mundir og skorar í hverjum
leik. Tékkarnir jöfnuðu rétt eft-
ir leikhlé með marki Prokes.
Mark Falcos kom eftir fallega
fyrirgjöf frá einum besta manni
Tottenham, útverjanum Tony
Galvin sem stóð sig nijög vel.
Falco skallaði inn mjög örugg-
lega. Eftirþettamark varstaðan
orðin samanlegt 3-0 fyrir Spurs
og lítil von fyrir Tékkana.'
Leikurinn leystist upp í hálfgert
miðjuþóf og voru sjö leikmenn
bókaðir. Þrír frá Tottenham og
fjórir frá Boheminvas.
Glen Hoddle var borinn af
velli fyrir leikhlé eftir að hafa
lent í samstuði við einn leik-
ntann Tékka. Talið er að hann
hafi ekki meiðst alvarlega.
Real burstaði
Anderlecht
Frá Reyni Þór Finnbogasyni frétta-
manni NT í Hollandi:
■ Anderlecht fékk heldur
háðuglega útreið í UEFA-bika-
rnum í gærkvöld, tapaði 1-6 í
Madrid og féll þar með út úr
keppni. Anderlecht vann fyrri
lcikinn 3-0 i Briisscl, en það
dugði skaninit í gær.
Þróttarar
seinheppnir
■ Þróttarar voru miklir
klaufar að vinna ekki leik
sinn gegn Víkingi í 1.
deildinni í handbolta í
Laugardalshöll í gær-
kvöldi.
Þeir voru með foryst-
una síðari hluta seinni
hálfleiks en Víkingar
náðu að jafna 26-26.
Jafnt var einnig 27-27
en þegar hálf mínúta var
eftir skoruðu Þróttarar 28,
markið og sigurinn heföi
átt að vera í höfn. Það
héldu Þróttararnir líka cn
áður en þeir náðu að
snúa sér almennilega við
höfðu Víkingar komið
boltanum inn á línu og
jafnað 3 sek.íyrir leiks-
lok.
Mörkin hjá Víkingi: Þorbergur
9, Viggó 5, Karl 6, Hilmar 3,
Guðmundur Siggeir og Einar 2
hver.
Þróttur: Sverrir 6, Birgir, Gísli
og Konráð 8, Páll 4 og Lárus 3.
Spánverjarnir voru grimmir í
leiknum og höfðu öll völd.
Spánverjarnir skoruðu þrjú
fyrstu mörkin, en þá svöruðu
Danirnir í liði Anderlecht.
Arnesen og Olsen lögðu upp
gott færi fyrir Frtmann sem
skoraði. Staðan varsvo 4-1 fyrir
Spánverjana í leikhléi, og strax
í upphafi síðari hálfleiks bættu
Madridarmennirnir um betur,
og höfðu yfir 6-1 eftir 49 mín-
útna leik. Þannig var staðan til
leiksloka.
Emilio Butragueno skoraði
þrjú mörk fyrir Real, og marka-
skorarinn argentínski, Vald-
ano, tvö. Sanchez skoram eitt.
Kom Real á bragðið á þriðju
mínútu.
■ Pierre Littbarski skoraði beint úr aukaspyrnu fyrir Köln í gær gegn Spartak Moskva, 2-1 og það dugði Kölnarliðinu til sigurs.
Símamynd Polfoto
NT á Miingersdorfer Stadion:
Fögnuður í Köln
er Köln sló Spartak Moskva út - Inter sló SHV út
Frá Guðmundi karlssyni frcttamanni NT i
Köln:
■ Það var mikið fagnað hér í
Köln þegar 1 FC Köln sló út
Spartak frá Moskvu í UEFA-
keppninni í gærkvöld. Spartak
hafði sigrað 1-0 í fyrri leiknum
sem var í Moskvu, en Köln náði
forystu 2-0 seint í síðari hálfleik
og hélt henni. Fr Iiðið þar með
komið áfrani í keppninni.
Köln lék miklu betur í leikn-
um. Sóknir liðsinsbuldu á marki
Spartak, en Dazhayev mark-
vörður stóð þar sem klettur og
var besti maður síns liðs. Köln
náði forystu úr horni númer 7
sem Littbarski tók . Uwe Bein
skallaði í netið, 1-0 Engels
komst einn í gegn á 28. mínútu
og Dazhayev varði í stöng og út.
Hartwig komst í gegn á 33.
mínútu og skaut í slá, en þrátt
fyrir fleiri færi náði Köln ekki
að skora meira í fyrri hálfleik.
í upphafi seinni hálfleiks kom
Spartak sterkara til leiks, og
Shablov skaut í slána af 20
metra færi á 53. mínútu. Eftir
þetta kom Köln aftur inn í
leikinn og á 75. mínútu fengu
Þjóðverjarnir aukaspyrnu um
25 metra frá marki. Littbarski
skaut bein úr aukaspyrnunni
efst í markhornið nær, óverj-
andi fyrir Dazhayev. Eftir þetta
var Köln áfram sterkara og var
nær því að skora en sovéska
liðið.
Áhorfendur voru 38 þúsund
á Múngersdorfer Stadion, og
fengu þeir allar peysur Kölnar-
leikmanna eftir leikinn svo sem
siður er þegar stórir sigrar
vinnast.
Grátið í Hamborg
Það var ekki eins mikill
fögnuður í Hamborg þar sem
Inter Mílanó náði að slá út
Hamburger SV, en liðin mætt-
ust í síðari leik sínum í Mílanó.
írinn Liam Brady tryggði sínu
liði sigur með því að skora úr
vítaspyrnu á 78. mínútu, og
þar með komst Inter áfram.
HSV vann leikinn í Hamborg
2-1, samanlagt varð því 2-2 og
Inter kemst áfram á marki skor-
uðu á útivelli.
■ Ingemar Stenmark er ekki eins brosmildur þessa dagana eins og
hann er á þessari mynd. Hann hefur aðeins náð að Ijúka einni keppni
af fjórum það sem af er heimsbikarkeppninni og varð þrettándi.
Hættir Stenmark?
■ Að því sem að sænskt dag-
blað segir í gær eru líkur til að
sænski skíðakeppinn Ingemar
Stenmark hætti keppni í heims-
bikarkeppni á skíðum eftir
heimsmeistarakeppnina í
Bormio á Ítalíu.
Stenmark varð aðeins 13. í
stórsvigi í Sestriere um helgina
og tókst ekki að ljúka keppnun-
um þremur sem þar voru á
undan.
Mótið í Bormio er sjálft
heimsmeistaramótið og blaðið
telur að þar sern Stenmark telji
sig ekki lengur eiga möguleika
á að vinna heimsbikarkeppnina
muni hann einbeita sér að því
að reyna að vinna heimsmeist-
aratitilinn. Ef það tekst þá er
það þriðji HM-titill hans í röð.
Sænsk dagblöð eru ekki alls
kostar ánægð með frammistöðu
Stenmarks í heimsbikarkeppn-
inni til þessa.
Þau eru þó sammála um að
Stenmark stefni á að vinna í
Bormio og þar með eina keppni
í heimsbikarkeppninni enda
yrði það hans 80. sigur í henni.
Múhren tryggði
Man, Utd. sigur
■ Það var Arnold
Múhren, hollenski lands-
liðsmaðurinn hjá Manc-
hester United sem tryggði
þeim þátttökurétt í 8 liða
úrslitum UEFA-bikar-
keppninnar.
Múhren skoraði sigur-
markið 12 mínútum fyrir
leikslok með þrumuskoti
frá vítateigshorninu sem
lenti í bakinu á Gordon
McQueen og kastaðist af
honum í vinstra hornið á
marki Dundee.
Þá var markvörðurinn í
loftinu á leiðinni í hitt
hornið.
Sannkallað heppnismark
hjá Múhren, sem lék í stað
Jesper Olsen Danansknáa.
Man. United tók foryst-
una með marki Mark Hug-
hes en Dundee jafnaði.
Þar var Davie Dodds að
verki. Næsta mark Manc-
hester Utd. var sjálfsmark
sem Gary McGinnis var
svo óheppinn að skora.
En Paul Herty jafnaði
óðara 2-2, og allt stefndi í
framlengingu þegar Mú-
hren setti þriðja markið.
Ron Atkinson sagði eftir
leikinn: „Við sönnuðum
getu okkar. Leikmenn
sýndu yfirvegun og baráttu
og þetta var sigur liðsheild-
arinnar".