NT - 13.12.1984, Blaðsíða 4

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 4
Á 5. milljón I Eþíópíusöfnunina: Fimmtudagur 13. desember 1984 4 „Bjuggumst ekki vid öðrum eins viðtökum“ - segir Gunnlaugur Stefánsson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar hefðu einnig tilkynnt franiiög, og fyrirtæki í matvælaiönaði heföu lýst sig reiöubúin til samstarfs. Einnig hafa á annaö hundraö manns boðið sig fram til hjálpar- starfa í Eþíópíu og þar á meðal eru læknar, hjúkrunarfræðing- ar, sjúkraliðar og félagar úr björgunarsveitum. Hjálparstofnunin ætlar að verja söfnunarfénu til kaupa á mjólkurdufti, kexi og fískmeti og verða hjálpargögnin send til Eþíópíu með einni eða fleiri íslenskum flugvélum og er von- ast til að það verði fyrir miðjan janúar. Georg Stanley Aðalsteinsson skipstjóri frá Vestmannaeyjum fer til Eþíópíu á vegum Hjálpar- stofnunarinnar á næstu döguin. Georg verður í borginni Mass- awa í Eritreu og þar mun hann skipulegga endurrcisn fískveiða og útgcrðar á staðnum, sem voru hlómlegar, en hafa nú legið í láginni. Verkefni þetta stendur næstu tvö árin og sagði Gunn- laugur Stefánsson að iniklar vonir væru bundnar við starf Georgs þar syðra. „Fólkið situr raunverulega á ströndinni og bíður eftir honum,“ sagði Gunnlaugur Stefánsson starfsmaður Hjálp- arstofnunar kirkjunnar. ■ „Við hjuggumst aldrei við að fá aðrar cins viðtökur. Við höfum ekki fyrr fundið fyrir jafn skjótuni viðbrögðum í upp- hafí, cinsognúna,“ sagðiGunn- laugur Stefánsson starfsmaður Hjáiparstofnunar kirkjunnar í samtali við NT uin söfnunina til handa bágstöddum á þurrka- svæöunum í Eþíópíu. Hjálpar- stofnuninni hafði borist á fímmtu milljón króna, þegar framlögin voru tekin saman í fyrradag, og fé var stöðugt að streyma inn. Gunnlagur sagði, að starfsfólk á ýmsum vinnu- stöðum hefði tckið sig saman og gefíð sameiginlega, fyrirtæki ■ Faðir og sonur í hjálparbúöum við Bati í Wollo-héraöi í Norður-Eþíópíu. I*ar eru nú 15-20 þúsund manns, iila á sig komin. ______________ ■ Fórnarlömb hungursneyðarinnar í Shoa búðunum í Norður-Eþí- ópíu, þar sem dvelja um 10 þúsund manns. Ástandið var einna verst í þessum búðum. Myndir: Giinnlaiigui Slclúnsson, Hjálparstornun kirkjunnur Hljómsveitin KIKK leik- ur fyrir Eþíópíusöfnun ■ Hljómsveitin KIKK heldur hljómleika í kvöld, fimmtudaginn 13. desember í veitingahúsinu Safari kl. 22:00-01:00. Einnig ntunu koma óvæntir gestir. Allur ágóði af tónleikunum rennur tii Hjálparstofnunar kirkj- unnar vega Eþíópíusöfnun- arinnar. ■ Sigríöur Beinteinsdóttir| söngkona í KIKK. ( BLAÐBERA') Kasparov með betra ' VANTAR ' ESKIHLÍÐ ENGIHLÍÐ MJÓUHLÍÐ • BLÖNDUHLÍð FROSTASKJOL NESVEG KAPLASKJÓLSVEG SÖRLASKJÓL FAXASKJÓL EINNIG VANTAR BLAÐBERA Á BIÐLISTA ■ 94. dagur cinvígis Karpovs og Kasparovs gekk í garð í gær, en þá tefldu þeir félagar 32. skák einvígisins. 94 dagar er heldur lengri tími en í Baguio fyrir sex árum þegar Karpov tefldi við Kortsnoj. Þá voru tefldar 32 skákir og alls stóð einvígið í 93 daga. Þetta er því nýtt met í dögum talið því þótt Aljékín og Capablanca hafi teflt 34 skákir í einvígi sínu 1927 voru þeir mun fljótari. Metin í þessu einvígi eru orðin nokkuð mörg og þó ekki þau met sem menn hrópa hæst fyrir, heldur einhverskonar lengdarmet: lengsta jafnteflis- Síðumúli 15. Sími 686300 runan, lengsta einvígið t dögunt. Þetta er þó ekki leiðin- legasta einvígið að mínum dómi. Aljékín og Capablanca tefldu leiðinlegasta heimsmeist- araeinvígið til þessa, sama byrjun, drottningarbragð varð upp á teningnum í nálega hverri einustu skák þess einvígis. Skák gærdagsins var nteð hressilegásta móti. Kasparov, sem átt hefur í vök að verjast nær allt einvígið. fékk sannkall- aða óskastöðu út úr byrjuninni. 32. einvígisskák: Hvítt: Garrí Kasparov Svart: Anatoly Karpov Drottningarindvcr.sk vörn 1. d4 (Kasparov tekur til við drottn- ingarpeðið að nýju eftir tveggja skáka hvíld. Hann komst lítt áleiðis gegn Petroffsvörn heims- meistarans en fékk þó engu verri útkomu mcð kóngspeðs- byrjun heldur en í öðrum skák- um þessa einvígis þegar hann hefur stýrt hvítu mönnunum. Mörgunt lék hugur á að vita Itvað hann hefði í pokahorninu. Fyrir skákina tók heimsmeistar- inn sér frí e.t.v. til þess að athuga helsta fræðilega innlegg Olympíumótsins í Saloniki.) 1. ..Rfó 3. RO bó 2. c4 eó 4. Rc3 (Eitthvað nýtt er í bígerð. Kasp- arov hefur aðeins einu sinni teflt þannig áður, í 10. skák- inni.) 4. .. Bb7 5. a3 (Petrosjan-afbrigðið, byrjana- kerfi sem fært hefur Kasparov ótölulegan fjölda glæsilegra sigra gegn flestum sterkustu stórmeisturum heims. Karpov hlýtur að hafa rannsakað þetta afbrigði mjög rækilega fyrir ein- vígið.) 5. ..d5 6. exd5 Rxd5 7. Dc2 (Kasparov lék 7. e3 í 10 skák- inni en komst ekkert áleiðis. Textaleikurinn skaut upp koll- inum í nokkrum skákum Itins unga meistara á millisvæðamót- inu í Moskvu 1982 svo varla hefur Itann komið Karpov á óvart eða svo skyldi maður ætla.) 7. ..Rd7 (Svipuð leikaðferðogí lO.skák- inni en á þá svaraði heimsmeist- arinn 7. e3 með þessum hætti.) 8. Rxd5 exd5 9. Bg5! (Óþægilegur leikur einkum fyrir skákmann á borð við Karpov sent er lítið fyrir það gefinn að veikja peðastöðu sína.) 9. ,.f6 (í raun þvingað svar. 9.-Be7 er svarað með 10. Bxe7 og svartur verður að drepa til baka nteð kóngnum vilji hann ekki tapa c7-peðinu. Þá svarar hvítur 9. - Rf6 með 10. Bxf6! o.s.frv.) 10. Bf4 c5 ll. g3 g6 12. h4! (Hér er maður farinn að þekkja pilt. Framrás h- peðsins hefur ýmis óþægindi í för með sér. Nú þegar hefur Kasparov tekist að ná öruggu frumkvæði í fyrsta sinn síðan í 16. skákinni þegar rakinn vinningur gekk honum úr greipum.) 12. ..De7 13. Bg2 Bg7 (Ekki 13. -g5 14. Be3 ásamt - Bh3 við tækifæri.) 14. h5 f5 15. Dd2 Bf6(?) (Dálítið undarlegur leikur. Nær hefði verið að leika 15. - Rf6 en Karpov er lítið gefinn fyrir að láta e5 reitinn af hendi. Með þessum leik gefur hann Kaspar- ov kost á hrókstilfærslu sem virðist stórhættuleg.) ló.Hcl! (Með hótuninni 17. Hc3. Svar Karpovs er þvingað.) 16. ..Hc8 19. Hxe6 Dxe6 17. Hc3 Hc6 20. Rg5 De7 18. He3 He6 21. dxc5 (Sérfræðingar í Moskvu voru ekki ánægðir með þannan leik og töldu 21. hxgóstrax nákvæm- ara. Hvítur vinnur þá peð bóta- laust því eftir 21. - hxg6 22. Hxh8+ Bxh8 23. dxc5 strandar 23. - Dxc5 á 24. Re6 og 25. Rc7+. Eftir 23. - Rxc5 24. Bxd5 er hvítur einfaldlega sælu peði yfir. En leikurinn er þó ekki alveg svo slæmur því Kasp- arov missir raunverulega af lest- inni tveimur leikjum síðar.) 21. ..Rxc5 22. hxg6 d4 A'm "m ‘Bi' á v/ 1 ■ ■ n i WB V/ 23. g7? (Ekki verður betur séð en að hvítur hafi hér misst af upp- lögðu tækifæri. : 23. Bxb7 Dxb7 24. f3 hxgó 25. Hxh8+ Bxh8 26. b4! og svartur er í úlfakreppu. Best virðist 26. - Rd7 (26. - Rb3 27. Dc2!) en eftir 27. Da2 Rf8 28. Re6 er engin leið að finna viðunandi vörn fyrir svartan. Það merkilega við þessi afbrigði er sú staðreynd að atburðarásin er að meira eða minna leyti þvinguð.) 23. ..Bxg7 24■ B*b7 Dxb7 25.13 (Svipað að mörgu leyti og í afbrigðinu hér á undan. Munur- inn er sá að svartur á leik.) 25. ..Dd5 (Til greina kom 25. -h6 26. Rh3 Dd5 þó hvítur hafi undirtökin eftir 27. Rf2 o.s.frv.) 26. Hxh7 Hxh7 32. Dxg5 Dxb2 27. Rxh7Db3 33. Dxf5 Dcl + 28. Bd6! Re6 34. Kf2 De3+ 29. Rg5Bh6 35. KHDcl + 30. Bf4 Bxg5 36. Kg2 Dx«3 31. Bxg5 Rxg5 37. Dh5+! (En ekki 37. De4+ De7 o.s.frv.) 37. ..Kd7 39. Dxd4 b5 38. Dg4+ Kc6 40. g4 b4 í þessari æsispennandi stöðu fór skákin í bið og dylst væntan- lega engum að möguleikarnir eru Kasparovs megin þó einung- is afar nákvæmar rannsóknir geti leytt í Ijós hvort yfirburöir hans dugi til vinnings. Kapp- hlaup peðanna heldur áfram á morgun.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.