NT - 13.12.1984, Blaðsíða 6

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 6
w ’ k c Fimmtudagur 13. desember 1984 O Ríkisstjórnin hefur úrslita- vald í vaxta- og peningamálum Vitnað í greinargerð Jóhannesar Nordals og Gylfa Þ. Gíslasonar ■ Um þessar mundir fara fram umræður um hvort það sé Seðlabankinn eða ríkisstjórn- in, sem fari með úrslitavald í vaxta- og peningamálum. Það er því ekki úr vegi að rifja upp eftirfarandi atriði. Það virðist talsvert útbreidd skoðun, að Seðlabankinn fari með valdið í vaxtamálum. Þetta byggist á því, að menn vitna þá í 13. grein laganna, án samhengis við aðrar greinar laganna og greinargerðina, sem fylgdi frumvarpinu að lög- unum um Seðlabankann þegar það var lagt fyrir Alþingi. 13. grein laganna hljóðar á þessa leið: „Seðlabankinn hefur rétt til að ákveða hántark og lágmark vaxta, sem innlánsstofnanir, er um ræðir í 10. grcin, mega reikna af innlánum og útlán- um. Nær þetta vald einnig til að ákveða hámarksvexti sam- kvæmt lögum nr. 73/1933. Vaxtaákvarðanir skulu birtar í Lögbirtingablaði. Ákvörðun- arvald þetta nær einnig til þóknunar, sem jafngildir vöxt- um að áliti Seðlabankans." Þessi ákvæði virðast afdrátt- arlaus, ef þau eru slitin úr samhengi við 4. grein laganna, en þá verður annað uppi á teningnum. Fjórða greinin Fjórða grein Seðlabankalag- anna hljóðar svo: „í öllu starfi sínu skal Seðla- bankinn hafa náið samstarf við ríkisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum varðandi stefnu í efnahagsmál- um og framkvæmd hennar. Sé um verulegan ágreining við ríkisstjórnina að ræða, er Seðlabankanum rétt að lýsa honum opinberlega og skýra skoðanirsínar. Hannskalengu að síður telja það eitt megin- hlutverk sitt að vinna að því að sú stefna, sem ríkisstjórnin markar að lokum, nái tilgangi sínum." í greinargerð fyrir Seðla- bankafrumvarpinu, sem fjall- að var um og afgreitt sem lög á þinginu 1960-1961, segir svo um 4. greinina: „Grein þessari er ætlað að skilgreina stöðu Seðlabankans gagnvart ríkisvaldinu. Hér er um þrjú meginatriði að ræða: 1. að bankinn skuli hafa nána samvinnu við ríkisstjórn og gera henni grein fyrir skoðunum sínum; 2. að bankanum sé rétt sem sjálfstæðum, sérfróðum að- ila að halda fram skoðunum sínum opinberiega, jafnvel þótt um ágreining við ríkis- stjórn sé að ræða; 3. að endanlegt ákvörðunar- vald um stefnu í efnahags- málum hljóti þó ætíð að vera hjá ríkisstjórninni og undir það hljóti Seðlabank- inn ætíð að beygja sig að lokum. Um þetta atriði er sérstak- lega rætt í hinni almennu grein- argerð hér að framan." Sjálfstæði Seðla- bankans Víkjum þá næst að því, sem segir í almennu greinar- gerðinni um þetta efni: „Umræður um fyrirkontulag á stjórn Seðlabankans hafa mjög snúist um það, hvort æskilegt væri, að Seðlabankinn væri í störfum sínum og stefnu óháður þeirri ríkisstjórn, sem við völd er hverju sinni. Halda sumir því fram, að bankinn eigi að vera sem sjálfstæðastur og vera reiðubúinn að ganga í berhögg við stefnu ríksstjórn- arinnar, ef hann telur hana ranga eða hættulega. Aðrir eru hins vegar á þeirri skoðun, að Seðlabankinn sé aðeins ein grein ríkisvaldsins og eigi að ■ Gylfi Þ. Gíslason. fara í einu og öllu eftir fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar. Svo virðist vera í þessu máli sem fleirum, að hvorugur deiluaðili hafi með öllu rétt fyrir sér. Reynsla flestra þjóða hefur sýnt það greinilega, að ekki er mögulegt fyrir seðlabanka, hversu óháður sem hann er að nafninu til, að reka til lengdar stefnu, sem gengur í berhögg við fyrirætlanir ríkisstjórnar- innar í efnahagsmálum. Ef til átaka kemur, hlýtur valdið að vera í höndum ríkisstjórnar, sem hefur á bak við sig meiri- hluta hinna kjörnu fulltrúa þjóðarinnar. Sú skipting fram- kvæmdavaldsins, sem mundi felast í raunverulegu sjálfstæði Seðlabankans, er því ekki sam- rýmanleg þingræðisstjórn, eins og við þekkjum hana. Þetta. hefur komið glögglega fram í því, að þeir seðlabankar, sem verið hafa í einkaeign, eins og áður var títt, hafa yfirleitt leitast við að móta stefnu sína sem mest í samræmi við vilja ríkisvaldsins. Á hinn bóginn er sjalfsagt, að tekið sé verulegt tillit til skoðana Seðlabankans varð- ■ Jóhannes Nordal andi stefnu í efnahagsmálum og honum gefið hæfilegt ákvörðunarvald í þeim málefn- um, sem liggja innan starfsviðs hans. í þessu sambandi er vert að íhuga, hverjar eru höfuðá- stæðurnar fyrir því, að sá hátt- ur er nú kominn á í öllum löndum að fela sérstökum seðlabanka að fara með mikil- væga þætti í stjórn peninga- og gjaldeyrismála. Hér er annars vegar um það að ræða, að stjórn þessara mála er að veru- legu leyti sérfræðilegt viðfangsefni, sem heppilegra er að hafa í höndum sérstakrar stofnunar er hefur aflað sér reynslu og þekkingar til að leysa úr þeim án pólitískra afskipta. Hins vegar er það eitt meginhlutverk Seðlabankans að standa vörð um gjaldmiðil þjóðarinnar og varðveita traust manna til hans innan lands og utan. En þessu hlut- verki getur hann því aðeins gegnt tii fulls, að menn sjái að hann sé annað og meira en verkfæri í höndum ríkisstjórn- arinnar.“ Endanlega valdið hjá ríkisstjórninni í framhaldi almennu grein- argerðarinnar segir: „Af þessu ætti að vera aug- ljóst, að komast verður á náin samvinna og eðlileg verka- skipting á milli Seðlabankans og ríkisstjórnarinnar, er bygg- ist annars vegar á því, að ríkis- stjórnin viðurkenni sjálfstætt hlutverk Seðlabankans og taki fullt tillit til skoðana hans varðandi þau mál, sem hann hefur sérþekkingu á, en hins vegar á því, að Seðlabankinn skilji, að endanlegt úrskurðar- vald varðandi stefnu þjóðar- innar i efnahagsmálum hlýtur að vera hjá ríkisstjórninni, en ekki honum. í því frumvarpi, sem hér liggur fyrir, er reynt að skilgreina aðstöðu Seðlabank- ans gagnvart ríkisstjórninni í 4. grein. Þar er Seðlabankan- um falið að hafa nána sam- vinnu við ríkisstjórnina og gera henni grein fyrir skoðunum sínum. Verði um verulegan ágreining að ræða milli bank- ans og ríkisstjórnarinnar, er bankanum rétt sem sérfróðum og ábyrgum aðila að skýra skoðanir sínar opinberlega. Engu að síður skal hann telja það eitt meginhlutverk sitt að vinna að því, að sú stefna, sem ríkisstjórnin markar að lokum, ■ Þórarinn Þórarinsson skrifar: nái tilgangi sínum. Nú er að sjálfsögðu hugsanlegt, að bankastjórn Seðlabankans geti með engu móti fallist á stefnu ríkisstjórnarinnar í mikilvægu máli. Getur þá svo farið, að eina lausn vandans verði sú, að bankastjórnin víki úr sessi. Með tilliti til þessa eru ákvæði í 27. grein frumvarpsins, er vernda sérstaklega hag banka- stjóra, sem vikið er úr starfi eða segir lausu strfi, t.d. vegna ágreinings við ríkisstjórn.“ Þessi greinargerð, sem hér hefur verið rakin og sennilegt er að þeir Jóhannes Nordal og Gylfi Þ. Gíslason hafi mest fjallað um, leiðir það ótvírætt í ljós að endanlegt ákvörðun- arvald í vaxtamálum og öðrum peningamálum er hjá ríkis- stjórninni, hvað sem líður 13. grein. Seðlabankanum ber að halda svo á því valdi sínu, sem felst í 13. grein, að það leiði ekki til árekstra við stefnu stjórnarinnar, sem hefur hið endanlega vald. Greinargerðin tekur af öll tvímæli. Ályktun 24. þings SÍBS: Tværveigamestuályktanir 24. þings SIBS ■ 24. þing SÍBS var haldið á Reykjalundi helgina 29. og 30. september. Formaður SÍBS Kjartan Guðnason setti þingið og minntist látinna félaga. Síð- an hófust þingstörf. Aðalefni þingsins var auk almennra þingstarfa, endur- hæfing. Fenginn hafði verið fyrirlesari frá Osló, Oddvar Sande, en hann er einn virtasti sérfræðingur Norðmanna á sviði endurhæfinga. Hann flutti erindi, er hann nefndi „Virksomheden for yrkeshem- mede i Norge.“ Einnig flutti Haukur Þórðarson yfirlæknir á Reykjalundi erindi um at- vinnulega endurhæfingu hér á landi og Steinar Gunnarsson framkvæmdastjóri Múlalundar flutti erindi er hann nefndi „Vernduð vinna innan stofn- ana.“ Fyrirlesarar svöruðu síðan fyrirspurnum. Síðan hófust al- menn þingstörf. Mikill sóknar- hugur var í þingfulltrúum og margar merkar ályktanir born- ar fram og samþykktar. Tvær þær veigamestu voru þessar: Um endurhæfingu fatlaðra 24. þing SÍBS leggur áherslu á að unnið verði að markvissri endurhæfingu fatl- aðra sem miði að því að gera þá starfhæfa á hinum almenna vinnumarkaði. Til að ná þessu marki þarf að leggja áherslu á eftirfarandi atriði: 1. Forsendur hins vinnufatl- aða til þjálfunar í ákveðið starf séu kannaðar gaum- gæfilega í samráði við hann sjálfan. 2. Stóraukin verði fræðsla er geri viðkomandi starfhæfan á nýju sviði, sé þess þörf. 3. Vinnumiðlun verði stór- aukin og hafi á að skipa sérmenntuðu starfsliði er myndi vinnuhóp með hin- um fatlaða, ásamt fólki úr heiibrigðis- og félagsþjón- ustu. 4. Unnið verði að því að fyrir- tæki taki fatlaða til þjálfun- ar og starfa, enda séu þau rækilega upplýst um gildi þess fyrir þau sjálf og sam- félagið. 5. Leggja ber áherslu á að fyrirtæki aðlagi húsnæði og alla aðstöðu fatlaðra á vinnustað, enda hljóti fyrir- tækin sjálf styrk til "þess samkvæmt lögum. 6. Hlutast verði til um að hið opinbera gangi á undan með góðu fordæmi um ráðningufatlaðrasemnjóta i eða notið hafa endurhæf- ■ ingar til vinnu, samanber ákvæði í lögum þar að lút- andi. 7. Hinum vinnufatlaða séu tryggð full laun meðan á starfsþjálfun stendur. 8. Lögð sé áhersla á að fyrir- tæki komi upp þjónustu, sem miði að því að koma í veg fyrir ótímabæra skerð- ingu á vinnufærni starfs- manna sinna, m.a. vegna aðstæðna á vinnustað. Hér gæti t.d. verið um að ræða tilfærslu í starfi, líkams- þjálfun og kennslu í öðrum störfum og nám í því sam- bandi. Æskilegt er að full- trúar heilsugæslustöðva, fulltrúar vinnuveitenda og vinnuþega ásamt vinnuþega sjálfum myndi starfshóp til þess að vinna að þessum málum. Um lyfjakostnað og læknisþjónustu Ályktun yegna hækkunar á göngudeildarþjónustu, lyfja- kostnaði og læknisþjónustu: Á undanförnum áratugum hefur markvisst verið unnið að því hér á landi að tryggja öllum sem á þurfa að halda sem besta læknishjálp án tillits til efnahags. Jafnframt hefur verið unnið að því að tryggja þeim þolanlega afkomu sem standa höllum fæti vegna sjúk- dóma eða aldurs. Á svipstundu hefur þessu verið hrundið. Við höfum færst áratugi aftur í tímann og efna- lítið fólk þarf nú að hugsa sig um tvisvar áður en það leitar læknis. Kostnaðarhluti sjúk- linga í læknishjálp og lyfja- kostnaði hefur þre- til fjórfald- ast á sama tíma og grunnlífeyr- ir örorku- og ellilífevrisþega hefur hækkað um 14%. Eins og áður greiða elli- og örorkulífeyrisþegar hálft gjald fyrir þessa þjónustu. Einn er þó sá hópur öryrkja sem ekki fær neina lækkun. Það eru börnin (eða foreldrar fyrir þeirra hönd). Sú regla er óbreytt að því aðeins fái börn lækkun að bæði foreldri séu öryrkjar. Þeir sem oftast þurfa á læknishjálp að halda eru sjúkl- ingar með langvarandi sjúk- dóma. Öryrkjar, eldra fólk, barnmargar fjölskyldur og þeir sem verða fyrir slysum. Þetta fólk greiðir í dag fyrir bráð- nauðsynlega læknishjálp fjór- falda og jafnvel fimmfalda þá upphæð sem það greiddi í maí s.l. Þessi sérskattlagning sjúk- linga sem átti að vera til sparn- aðar í heilbrigðisþjónustunni hlýtur að verka öfugt. Þegar svo er komið að það er efna- litlu fólki fjárhagslega um megn að greiða læknishjálp og á stofum og göngudeildum hlýtur innlögnum að fjölga á sjúkrahús. Sparnaður ríkis- sjóðs af þessum reglugerðar- breytingum er því hæpinn. Hér verður því að verða breyting á, samviska þjóðar- innar krefst þess að allir geti án tillits til efnahags fengið þá læknishjálp sem þeir þurfa. Frá því að þessi síðari álykt- un var samþykkt hafa verið gerðar ýmsar breytingar til bóta í þessum málum. í stjórn SÍBS eru nú: For- maður Kjartan Guðnason, meðstjórnendur Rannveig Löve, Garðar P. Jónsson, Guðmundur Guðmundarson, Davíð Gíslason, Björn Ólafur Hallgrímsson og Hjörtþór Ágústsson. Varamenn Bóas Emilsson, Ingibjörg Friðriks- dóttir og Hafsteinn Þ. Stefáns- son. Oddur Ólafsson gaf ekki kost á sér og voru honum þökkuð mikil og farsæl störf í stjórn sambandsins. Þingforseti Ólafur Jóhann- essön þakkaði fulltrúum þing- setu og sleit síðan þessu 24. þingi SIBS.

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.