NT - 13.12.1984, Blaðsíða 3
01
Fimmtudagur 13. desember 1984
Aflastuldur og kvótastuldur:
Fjórðungur af lans
bókfærður sandur!
■ Skelfiskvinnslufyrirtækið
Rækjuver á Bíldudal hefur nú
verið ásakað um stórfelldan
aflastuld frá sjómönnum með-
an stóð á verkfalli BSRB og
þar með Ríkismatsins. Úrkast
úr hörpudiski vegna „sands og
þessháttar" náði allt að 40% á
þessu tímabili en er alla jafna
1 til 7%. Rækjuversmenn voru
einir í ráðum um matið en þeir
segja það byggt á nýtingu á
aflanum. Að meðaltali var
„sandurinn" 25% af afla. Sama
magn reiknast svo ekki til
kvóta.
„Maður veit að þetta nær
ekki nokkurri átt. Þetta hlut-
fall getur farið í 5 til 6% en er
venjulega aðeins 1 til 2%. Það
er ekkert vafamál að þarna er
verið að hlunnfara sjómenn",
sagði Halldór Jónsson mats-
maður Ríkismatsins á Bíldu-
dal. Halldór sagði ennfremur
að þessi stuldur væri til kominn
fyrir handvömm í verksmiðj-
unni og í sama streng tóku þeir
rækjusjómenn sem NT ræddi
við á Bíldudal. Segja þeir að
stórum hluta aflans hafi verið
ekið á haugana.
Þá sagði Halldór að hann
hefði verið boðinn og búinn að
meta hörpudiskinn svo fremi
að sótt hefði verið um undan-
þágu fyrir sig meðan verkfallið
stóð en fyrir því hefði enginn
áhugi verið hjá Rækjuvers-
mönnum.
Eyjólfur Þorkelsson fram-
kvæmdastjóri Rækjuvers
viðurkenndi að hluti skeljarinnar
hefði farið á haugana en það
væri hlutur sem báðir aðilar
bæru ábyrgð á. En meginorsök
þessa taldi Eyjólfur að þau
mið, sem sjómenn hefðu sótt,
biðu upp á mikil óhreinindi og
að skelin væri illa hreinsuð um
borð í bátunum.
„Það er ekki raunhæft að við
eigum að taka á okkur þennan
skaða. Þeir höfðu heilt ár til
þess að gera við þá hluti sem
þurfti að laga,“ sagði Gunnar
Karl Garðarsson formaður smá-
bátaeigenda í samtali við NT,
og vísaði um leið á bug rök-
semdum Eyjólfs um léleg mið.
Gunnar tók sem dæmi úr upp-
gjörsskýrslum sínum að einn
dag hefði hann landað 1489
kílóum af hörpudiski en þar af
hefði Rækjuver úrskurðað upp
á sitt eindæmi 610 kíló í sand.
Níu bátar gera nú út á
hörpudisk á Bíldudal og eru
þrír þeirra í eigu Rækjuvers.
Eigendur hinna og fiskvinnslan
á staðnum hafa nú sótt um
leyfi fyrir eigin skelvinnslu
vegna áralangra erfiðleika í
samvinnu við Rækjuvers-
menn. Rækjuver hf. er að
stærstum hluta í eigu Reykvík-
inga.
Sjá ennfremur viðtal við Jón
B. Jónasson.
C-15 ferðatæki
Stereó útvarp/ segulband með
FM, langb., miöb. og stuttb. 5
banda tónjafnari og 2 way
losanlegir hátalarar.
Verð kr. 13.658,- staðgr.
Rækjuversmálið:
„Ef mönnum er
ekki treystandi“
- segir Jón B. Jónasson í sjávarútvegsráðuneyti en þar skoða
menn nú umsókn heimamanna um eigin skelfiskvinnslu
■ „Ef það kemur í ljós að
mönnum er ekki treystandi til
þess að fara með þann einkarétt
sem þeir hafa á vinnsluleyfi þá
verður að endurskoða það“,
sagði Jón B. Jónasson skrif-
stofustjóri sjávarútvegsráðu-
neytisins aðspurður um deilur
skelfisksjómanna og Rækjuvers
á Bíldudal. „Þetta mál verður
afgreitt þegar allar upplýsingar
liggja fyrir. Það hafa svo komið
fram formlegar óskir frá aðilum
þarna á staðnum um að fá að
setja á fót eigin skelfiskvinnslu
og það er í athugun hjá okkur
og tengist þessu máli“, sagði I
Jón ennfremur. I
Aðspurður um deilumál af
þessu tagi vegna verkfalls BSRB
sagði Jón að annars staðar á
landinu hefðu menn komið sér
saman um fiskmat án þess að
árekstrar yrðu. En auðvitað
væri ekki fært, sagði Jón, að
bara annar aðilinn tæki einhliða
ákvörðun.
■ Jón B. Jónasson: Deilurnar ■
nú og umsókn annarra en
Rækjuversmanna um að fá að
reka skelfiskvinnslu skoðað í I
samhengi. NT-mynd: Róbert
Hækkun
fjárlaga
231 m.kr.
■ Á næsta ári verður 2 milljónum króna veitt til
að rita iðnsögu íslendinga en 500.000 krónum til að
kynna íslenskar iðnaðarvörur.
Þetta kemur fram í breytingartillögum fjárveit-
inganefndar við fjárlagafrumvarpið.
Fjárveitinganefnd gerir tillögur um útgjaldaaukn-
ingu upp á 231 milljón króna, eða um 1% af
heildarútgjöldum fjárlagafrumvarpsins.
Meðal þeirra liða sem hækka mest eru hafnarmál,
28 milljónir, sjúkrahús og læknisbústaðir, 22 mill-
jónir króna, landgræðsla 19,7 milljónir króna,
bygging grunnskóla og íbúða fyrir skólastjóra, 16,3
milljónir króna og Háskóli íslands, 15,7 milljónir
króna.
Þá hækkar kostnaður við Alþingi um 10 milljónir
króna og verður 119 milljónir króna, embætti forsta
íslands hækkar um 3,2 milljónir og verður 11,5
milljónir króna.
Fjallað verður um fjárlagafrumvarpið á þingi í
dag, og er það önnur umræða, en enn hefur
lánsfjáráætlun ekki verið lögð fram.
Börn
skrifa um
hættur í
umferð
■ HerborgHauksdóttir, 12
ára stúlka á Seltjarnarnesi,
fékk fyrstu verðlaun í rit-
gerðasamkeppni Eurocard,
sem efnt var til í haust.
Ritgerðasamkeppnin bar
yfirskriftina: Leið mín í skól-
ann og hætturnar sem leyn-
ast á leiðinni.
Alls bárust á annað hundr-
að úrlausnir, en auk Her-
borgar hlutu tíu börn önnur
viðurkenningu fyrir ritgerð
sína.
Þá hlaut ungur Skagapilt-
ur, Eiríkur Jónsson, 2500
króna aukaviðurkenningu
fyrir bestu ritgerð barna á
aldrinum 6-10 ara, en Eirík-
ur er 7 ára.
Fyrstu verðlaun voru
10.000 krónur, og voru verð-
launin afhent á Hótel Sögu
um helgina.
■ Verðlaunahafarnir í Eurocard-ritgerðasamkeppninni. Talið frá vinstri: Heiðdís Magnúsdóttir, Sauðárkróki,
Guðný Guðjónsdóttir, Akranesi, Eiríkur Jónsson, Akranesi, Hegi Sigurðsson, Rvík , Edda Gísladóttir, Rvík , Auður
Þórsdóttir, Rvík , Herborg Hauksdóttir, sigurvegarinn, Kjartan Hansson, Rvík, þær systur Hlín og Sif Ólafsdætur,
Egilsstöðum og Anna Gunnarsdóttir, Rvík.
NT-mynd: Ámi Bjama
VTC M 20 myndsegulband
Fyrsta flokks BETA mynd-
segulbandstæki með þráðlaus-
ri fjarstýringu.
Verð aðeins kr. 39.900,-
staðgr.
Rafmagnsrakvélar
Verð frá kr. 1.735,-
Gunnar Ásgeirsson hf.
Sudurtandsbraut 16 Simi 9135200
Rétt og jöfn
loftþyngd eykur öryggi,
bætir aksturshæfni,
minnkar eyöslu eldsneytis
og
nýtir hjólbarðana betur.
Ekki þarf fleiri drö um þetta
-NEMA -
slitnir hjélbaröar
geta orsakað alvarlegt
umferöarslys.