NT - 13.12.1984, Blaðsíða 15

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 15
 Fimmtudagur 13. desember 1984 15 Niöurgírun. Algengur snún- ingshraði hverfils er um 20- 40.000 sn. á mín. Þessir spaðar þjappa lofti inn í sprengrýmið. Brunahólfið þar sem elds- neytið blandast lofti og brennur. Heitt utþanið loftið skellur af krafti á þessum spöðum og snýr hjólinu sem þeir eru festir á. ■ Hér er einföld skýringarmynd af hreyfli venjulegrar skrúfuþotu, í stað loftskrúfunnar til vinstri má ímynda sér tengsli við hjól bíls. ■ Áriðl952vorunokkurein- tök af þessum straumlínulag- aða bíl (Cd0,19!) smíðuð í samvinnu Jean Grégoire og flugvélamótorsamsteypunnar SOCEMA. 100 hestafla hverf- illinn kom honum létt upp í 200 kílómetra hraða. ■ Fyrstir til að taka gashverfil- knúna bíla alvarlega var Rover í Bretlandi. Þessi mynd af tilraunabílnum Jet 1 var tekin árið 1950, og upp úr því var hannaður fjölskyldubíil með hverfil. Hann fór í framleiðslu, en með venjulegar stimpilvélar í stað þotumótorsins, tilraun- um með gashverfla var síðan hætt hjá Rover um 1970. Bílvél framtíðarinnar er gashverfi ■ Þennan gashverfil sýndi annar stærsti bílaframleiðandi Japans, Nissan, á bílasýningunni í París í haust. Þótt upplýsingar væri erfitt að kría upp úr kurteisum tæknisérfræðingum Nissan var augljóst að þetta stykki var ckki þarna bara upp á skraut, heldur væri unnið að rannsóknum á fullum krafti. NT-mynd: AA ■ Gashverfla þekkjum við öll úr flugvélum, þeir eru í daglegu tali kallaðir „þotumótorar" (á ensku Gas Turbine) og hafa sent okkur milli landa í 20 ár með meira öryggi, meiri hraða og á hljóðlátari hátt en þekktist á dögum stimpilvélanna. Auk þess að knýja farþega og orrustu- þotur hafa gashverflarnir nær frá byrjun verið beislaðir til að snúa loftskrúfum flugvéla rétt eins og stimpilhreyfill, og flest- allar þyrlur nota þennan kraft- mikla, létta og fyrirferðarlitla hverfil til þess að snúa hægfara spöðum sínum. Hvers vegna þá ekki nota gashverfil til þess að snúa hjól- um bíls? Kostirnir ættu að vera þeir sömu og við notkun þeirra í flugvélum, og á næstu öld verður meirihluti bíla knúinn gashverflum, sannið til og geym- ið þetta eintak af NT. En tækni- leg vandamál eru nokkur áður en hægt er að setja bíl með gashverfilmótor á markað fyrir Pétur og Pál, auk þess er fram- leiðslukostnaður margfaldur á við venjulegan stimpilhreyfil eins og er í öllum bílum í dag nema Mazda RX7. í stimpilvélum og Wankelvél- inni líka er fljótandi eldsneyti eins og bensíni blandað í hæfi- legum hlutföllum saman við loft í smáskömmtum, kveikt í hverj- um skammti fyrir sig og hann brenndur upp, nýr skammtur tekinn inn í staðinn o.s.frv. í gashverflinum fer hins vegar fram stöðugur bruni, engar einangraðar sprengingar, og þenslan á loftinu sem hitnar við samruna kolvetnasambanda eldsneytisins við súrefni notuð til að snúa hjóli með spöðum á rétt eins og þegar við blásum á rellu á sautjánda júní, í stað þess að nota hana til að ýta frá sér stimpli innan í strokk. Þessi upp og niður hreyfing stimpl- anna getur ekki annað en skapað ójafnvægi og titring þegar þarf svo þar að auki að breyta henni í snúningshreyfingu. Hjól bíla fara jú ekki upp og niður eins og stimplarnir, heldur snúast. Það sem háir gashverflinum til notkunar í bíla og komið hefur í veg fyrir algjöra yfirtöku hans í fiugvélum er fyrir utan meiri stofnkostnað - meiri eyðsla. Hvers vegna? Bræslumark málma þeirra sem við notum í hluti eins og bílvélar er nokkur hundruð stig- um undir því hitastigi sem skap- ast við fullkominn bruna bensíns eða olíu í súrefni. Það kemur ekki að sök, þar sem bruninn fer fram á mjög skömmum tíma og hámarks hitastigið stendur aðeins í augnablik, ef það nær því. Þess á milli leiðum við hitann í burtu með kælivatni eða lofti og höldum hitastigi málms- ins örugglega undir bræðslu- marki. Takist það ekki sem skyldi eins og stundum gerist bráðnar gat á vélina eða vélar- hlutar bráðna saman. Hvernig verður ástandið þá í vél þar sem fram fer stöðugur bruni og ekkert ráðrúm gefst á milli hitatoppa til að kæla málminn? Þið sjáið að þar er vandi á höndum. Það verður að lækka hitastig gassins sem kemst í snertingu við veggi vélarinnar með einhverju móti og leiða hitann burt eins og mögulegt er til að hindra bráðnun. Það er gert til dæmist með því að blanda í loftið heldur meira af eldsneyti en fyrir er af súrefnis- mólikúlum þannig að umfram - eldsneytið gufi upp og taki þann- ig í sig varma. Sama hugsun liggur að baki vatnsinnspýtingu, það er að lækka hitastig í sprengi- rýminu. Sagt á einfaldan hátt er reynt að koma í veg fyrir fullkominn bruna-eldsneytisins í súrefuinu til þess að hitastigið í vélinni fari ekki upp fyrir hið krítíska bræðslumark efnanna sem vélin er smíðuð úr. Að taka varma og leiða hann í burtu ónýttan er að henda eldsneytinu sem skapaði hann og það er ástæðan fyrir hinni fáránlega lélegu nýtingu eldsneytis í hreyflum þeim sem við notum og höfum notað, aðeins 15 til 20% varmaorkunn- ar sem sólin lagði í plönturnar sem við hellum á bensíntanka bílanna okkar nýtist til að hreyfa bílinn áfram, og raunar minna en það. Afgangurinn fer að mestu út um kælikerfi og útblást- ur sem hiti, í minna mæli sem núningsmótstaða og önnur mótstaða í vél, gírkassa, drifi, legum o.fl. Ef hægt væri að nýta allan varmann sem myndast við bruna í vélinni okkar í að þenja út gasið sem þar er og nýta alla útþensluna í snúningsátak má með öörum orðum skera eyðslu niður fimm eða sexfalt! Undir það hillir nú þegar. Með því að einangra bruna- hólfið (sem getur verið í stimpil- vél, í gashverfli eða bara í venju- legum ofni) þannig að enginn varmi sleppi út fer hann allur í að hita upp það sem inni er, og við höfum það einhverjar loft- tegundir, það skiptir ekki máli hverjar, ailar lofttegundir þenj- ast út við hitun. Lofttegundirn- ar þrýsta þá á allt sem fyrir verður og við beislum þessa þenslu (sem er margföld við þann hita sem um er að ræða, nálægt 1900°á C), til þess að ýta á stimpil (í stimpilvélinni) eða spaða (í gashverflum). Ef loft- tegundirnar ná að kólna áður en þær ýta á stimpilinn/spaðana, dragast þær saman og þá erum við búin að týna orkunni sem fór í að þenja út/hita upp. Til þess að ná fullkominni nýtingu þarf síðan að ná aftur inn í kerfið varmanum úr því heita lofti sem fer framhjá stimplunum eða spöðunum. Það er gert í nýjustu bílagashverfium með varma- skipti sem tekur varma úr not- uðu útblástursgasi og færir hann yfir í inntaksloftið. Til þess að nýta sér þessi einföldu grundvallaratriði fyrir breytingu varmaorku í snúnings- orku með loft sem millilið er gashverfillinn mun betur fallinn en hinn flókni en ófullkomni stimpilhreyfill. Nákvæmlega rétt blanda þarf að vera í brunahólfi stimpilhreyfils við allar aðstæður og á einhvern hátt þarf að koma brunanum (samrunanum við súr- efni) af stað á nákvæmlega rétt- um stað og tíma, hvorki fyrr né seinna. Gashverfill er gangsettur þannig að spöðum hans er snúið til þess að ná upp þrýstingi í brunahólfið, og þá er einn neisti gangsetningarkerfis nóg til þess að setja af stað bruna sem síðan heldur áfram sjálfkrafa svo lengi sem eldsneyti er spýtt inn í brunahólfið. Tap í núningsmót- stöðu er hverfandi og bruninn er jafn, ótruflaður og góður. Gas- hverflar geta brennt hverju sem að kjafti kemur, ef ekki fæst ódýr olía á aldamótabílinn þinn geturðu alvég eins sett á hann Johnny Walker eða Chanel No 5 5. Og þá er loksins komið að lykilorðinu í þessum greinarstúf: , KERAMIK 1 stað hinna rándýru málma sem hingað til hafa verið notaðir til þess að þola álagið í gashverfi- um, nikkel, króm títaníum og fleiri kemur algengasta frumefni jarðar, kísill, raðað upp í efna- fræðilegar langlokur. Hráefnin í keramikefni þessu ervenjulegur sandur og grjót og útkoman er einskonar ofursterk útgáfa af brenndum leir. Þessi nýju gervi- keramikefni hafa svipaðan styrk miðað við rúmmál og algeng hersla af stáli, vega um einn þriðja en fyrst og fremst: Þola miklu meiri hita. Margir kannast við plöturnar sem geimferjurnar bandarísku er klæddar með til þess að þær brenni ekki upp við komuna inn í andrúmsloftið, þessar flísar þola að loga log- skurðartækis sé haldið að þeim án þess að það liafi áhrif á þær, en það sem meira er og gerir þær enn meira spennandi til okkar nota er að enginn hiti berst í gegn um nokkurra millimetra þykka plötuna, það er alveg óhætt að halda við hina hliöina meðan loginn leikur um. Gashverfiar með spöðum úr þessu efni hafa þegar verið reyndir og eru í gangi víða um heim en enn hefur ekki tekist að ná nægilega góðri endingu og framleiðslukostnaði niður. Meðan rannsóknir halda áfram á miklum hraða eru þessi efni aðeins búin til á rannsóknastof- um. Japanarnir virðast vera lengst komnir, í næsta mánuði líklega kemur á markað afgas- forþjappa frá Mitsubishi með túrbínuhjól úr einu af þessum nýju keramikefnum, þannig að það er þá orðið talið öruggt til að setja á markað. Fyrsti gashverfibíllinn er þó vart væntanlegur á almennan markað innan áratugs, út frá því að dæma sem þegar er vitað. í þeim harða heimi samkeppni sem bílaverksmiðjurnar hrærast í er samt sem allra minnst látið uppskátt um raunverulegan gang rannsókna á gashverflun- um og látið nægja að gefa örlitla nasasjón endrum og sinnum og yfirlýsingar þess að milli. Það eina sem vitað er fyrir víst af Japönum er að þeir eru komnir mjög langt, hve langt fáum við ekki að sjá fyrr en þeir vilja sjálfir. En biðin verður þess virði. AA

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.