NT - 13.12.1984, Blaðsíða 20

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 20
líl Gráir hestar - eftir Erling E. Halldórsson ■ Lcikritiö í kvöld, fimmtu- dagskvöld, kl. 20.00heitirGrá- ir hcstar og cr cftir Erling E. Halldórsson, sem einnig er lcikstjóri. Erling samdi leikritið upp úr smásögunni „End of Season" eftir írska rithöfundinn Bern- ard Mac Laverty, en efnið cr cndursamið út frá hérlendum ■ Margrét Helga Jóhanns- dóttir. Utvarp kl. 22.35: kringumstæðum. í kynningu á útvarpsleikriti þessu segir höt'undur: „Um „próvinsiö" hefur lítið vcrið fjallað í bókmenntum síðari ára, og þá einatt séð mcð augum borgarbúans, annaö tveggja á rómantískan hátt (sem athvarf fyrir þann sem flýr stórborgaramstrið) cða spaugilegan. Hér er horft út um hæjardyr fólksins í „pró- vinsinu." Octta útvarpsleikrit fjallar um tvær ógiftar systur, sem búa í íslcnsku sjávarplássi. Dag éinn kemur ókunnugur maður í hcimsókn og vcldur koma lians talsverðu róti í hugum þeirra. Leikcndur cru Margrét Hclga Jóhannsdóttir, Anna Kristín Arngrímsdóttir, Þor- stcinn Gunnarsson, Valgerður Dan, Sigríöur Hagalín, Hclgi Már Barðason og Guðbjörg Thoroddscn. Tæknimaður cr Friðrik Stcfánsson.. Erlingur E. Halldórsson hef- ur áður skrifað allmörg lcikrit, þar á meðal lcikritið Minkana, scm lcikið var á sínum tíma hjá Lcikfélagi Reykjavíkur. Fimmludagur 13. desember 1984 20 ■ Sigrún Hjálmtýsdóttir syngur í útvarpið í kvöld og Anna Guðný Guömundsdóttir leikur með á píanó. Útvarp kl. 21.30: Sigrún Hjálmtýsdótt- ir syngur klassík ■ í kvöld kl. 21.30 verður útvarpað cinsöng úr útvarps- sal. Þar er cngin önnur á fcrð en Sigrún Hjálmtýsdóttir, cnn bctur þckkt scm Diddú, sem um langt árabil gcröi garðinn frægan með Spilvcrki þjóð- anna og fleira góðu fólki., Söngstíll hennar þótti sérstæð- ur og afar skemmtilegur, þó að hún væri ólært náttúrubarn á þeim árum í sönglistinni. Fyrir nokkrum árum tók Sigrún sig upp frá Fróni og hélt til söngnáms í Bretlandi. Þar hefur hcnni sóst námið afburða vel, eins og Itennar cr von og vísa, og öðru hverju hcfur hún gefið okkur kost á að heyra framfarirnar. Og þess er skemmst að minnast að hún tók þátt í upptökum útvarpsins á Betlaraópcrunni í haust, sem hlustendur hafa að vísu ekki fengið að heyra ennþá, þar sem hún hefur í tvígang orðiö að víkja af fyrirfram gerðri dagskrá. -Á efnisskrá hjá Sigrúnu í kvöld eru annars konar lög en viö áttum að venjast frá hennar hendi hér á árum áður. Nú eru dægurlögin kornin á hilluna, en tónskáldin scm hún flytur okkur í kvöld eru Veretti, Messiacn og Elgar. Anna Guðný Guðmunds- dóttir leikur á píanó. „Dæmdur fyrir að segja satt en sýknaður af glæpnum“ - fjallað um „morðbréfamálið" í Milli stafs og hurðar ■ Kl. 22.35 hefst 70 mínútna þáttur, í útvarpi, sem hcfur hlotið nafniö Milli stafs og hurðar og er nal'niö drcgið af því að þar á að fjalla um þá sem lenda á milli stafs og hurðar í kerfinu, eða cinhverju kerfi, að sögn Ólafs H. Torfa- sonar, en hann hefur umsjón mcð þættinum ásamt Hildu Torfadóttur. Þátturinn verður ■ á dagskrá einu sinni í mánuði, á fimmtudagskvöldi. í þessum fyrsta þætti verður dómskerfið tekið fyrir, en síð- an vcrður auglýst cftir sam- starfi við hlustcndur og lcitað dæma úr skattakerfi, heil- brigðiskerfi, skólakcrfi o.s.frv., þarscm mcnn tcljasig eitthvað hlunnfarna eða eiga crfitt uppdráttar. í þáttunum vcrður eingöngu stuðst við raunveruleg dæmi. í þættinum í kvöld verður tekið til umfjöllunar næstum því aldarfjórðungs gamalt dómsmál, cða síðan 1060. Mál þetta var kallað „Morðbréfa- málið” og vakti hcilmikla at- hygli. Var svo mikill æsingur á meðan málið var flutt í hæsta- rétti, að hafa varð vörð við dyrnar og segir Þór Vilhjálms- son forseti hæstaréttar það einsdæmi. Málavextir voru þeir að lög- reglustjóranum í Reykjavík bárust tvö hótunarbréf og var lögregluþjónn í Reykjavík ákærður íyrir að hafa skrifað bréfin. Mjög umfangsmikil réttarhöld hófust, og hinn ákærði, Magnús Guömunds- son, lét þau orð falla aö það væri ýmislegt annað að í lög- reglunni, sem mætti rannsaka, lögreglumenn séu akandi ölv- aðir og jafnvel seljandi sprútt. Hann er kærður fyrir þessi ummæli og dæmdur fyrir að bcra rangar sakargiftirá lög- rcglumenn. Hann er hins vegar sýknaður af ákærunni um að hafa ritað morðbréfin. Dómurinn neitaði hins vegar beiðni um að gagna yröi aflað í málinu og lögmanni Magnús- ar var vikið frá. Það var þcssi málatilbúnað- ur, scm fór svo mjög fyrir brjóstið á almenningi, að mannsöfnuður var fyrir utan lokaðar dyr hæstaréttar, þegar dómur var kveðinn upp. I til- efni af þessum málum öllum var ort eftirfarandi vísa: Magnús hefur farið flatt, flæktur rökunr hæpnum. Dæmdur fyrir að segja satt, en sýknaður af glæpnum. Magnúsi var boðin náðun skömmu eftir að dómur féll, en þaðermjögóvenjulegmáls- meðferö. Hann neitaði náðun- arboðinu, en slíkt er ekki unnt skv. ísl. lögum. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi lögregluþjónn. kemur frarn í þættinum og skýrir sín sjónarmið, en sem nærri má geta raskaði þetta mál mjög hans högum. í stúd- íói í Reykjavík er Jón Steinar Gunnlaugsson, formaður Lög- mannafélagsins, og svarar „Framsækin rokktónlist“ -byrjaði um 1976 ■ I dag kl. 16.00-17.00 er á Rás 2 þáttur sem nefnist Bylgj- ur - Framsækin rokktónlist. Það er Árni Daníel Júlíusson sem í dag sér um þáttinn, en að jafnaði eru þcir umsjónar- menn. hann og Ásmundur Jónsson. Árni Daníel var beðinn að útskýra hvað væri „framsækin rokktónlist." Hann sagði: „Þetta er kannski svolítið undarlcg nafngift, én þetta er eiginlcga hin svokallaða „ný- bylgju-tónlist." En þar með er talin sú tónlist sem varð til í kjölfar þeirrar breytingar á rokkinu scm „Scx Pistols" komu fram nreð um 1976. en þá hljómsveit má kalla frum- herja hinnar framsæknu rokk- tónlistar, - líkt og Bítlarnir voru nreð sína tónlist á sínum tíma." - - Hvaða hljómsveitir held- urðu að þú verðir helst með núna? „Ég hef ckki alveg fullákveð- ið það (þetta er skrifað á þriðjud.), en ég var að láta mér detta í hug að vera með „Echo And the Bunnymen", en það er reyndar ekki alveg víst. Við sjáum bara til. Kannski verð ég líka með Sheffield," sagði Árni Daníel og svo fékkst ekki meira út úr honum í þetta sinn. Árni Daníel Júlíusson. (NT-mynd: Róbcrt) ■ Ólafur H. Torfason, annar umsjónarmanna þáttarins Milli stafs og hurðar. hann spurningum og gefur skýringar. Þá tala þau Ólafur og Hilda við Sigurð Líndal prófessor. Einnig eru staddir gestir í stúdíói á Akureyri, sem líka leggja orð í belg. „Við erum ekki að setja upp ný réttarhöld eða neitt slíkt. Við tökum enga afstöðu, en við leyfum okkur að spyrja spurninga og leyfum okkur að velta upp vafamáli til umhugs- unar. Þetta er ekki til að gera ■ Magnús Guðmundsson var lögregluþjónn í Reykjavík, þegar hann var fyrst ákærður fyrir að hafa skrifað lögreglu- stjóra hótunarbréf og síðan fyrir að hafa borið lögreglu- menn röngum sakargiftum. Hann kemur fram í þættinum í kvöld og skýrir sín sjónarmið. réttarkerfið neitt tortryggilegt, en við notunr þetta mál til að bregða upp Ijósi yfir gang mála. Hvernig er það með gagnaöflun, hvernig er það með áfrýjun o.s.frv.?" segir Ólafur H. Torfason. Fimmtudagur 13. desember 7.00 Veöurfregnir. Fréttir. Bæn. Á virkum degi. 7.25 Leikfimi. 7.55 Daglegt mál. Endurt. þáttur Sigurö- ar G. Tómassonar frá kvöldinu aöur 8.00 Fréttir. Dagskrá. 8.15 Veöur- fregnir Morgunorð - Esra Péturs- • son talar 9.00 Fréttir. 9.05 „Hvít jól“ Sigrún Guöjónsd.óttir les smásögu eftir Ragnheiði Jóns- dóttur. 9.20 Leikfimi. 9.30 Tilkynningar Tónleikar. 9.45 Þingfréttir, 10.00 Fréttir. 10.10 Veöurfregnir. For- ustugr. dagbl. (útdr.). Tónleikar. 11.00 „Ég man þá tíð“ Lög fjrá liönum árum. Ums|on: Hermann Ragnar Stefánsson. 11.30 „Sagt hefur það verið" Hjálm- ar Arnason og Magnús Gislason sjá um þatt af Suðurnesjum. 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.20 Fréttir. 12.45 Veðurfregnir. Til- kynningar. Tónleikar. 13.20 Barnagaman Umsjón: Sigrún Jóna Kristjánsdóttir. 13.30 Tónleikar 14.00 Á bókamarkaðinum Andrés Björnsson sér um lestur úr nýjum bokum. Kynnir: Dóra Ingvadóttir. 14.30 Á frívaktinni Sigrun Sigurðar- dóttir kynnir óskalög sjómanna. (RLIVAK) 15.30 Tilkynningar. Tónleikar. 16.00 Fréttir. Dagskrá. 16,15 Veöur- fregnir. 16.20 Siðdegistónleikar 17.10 Siðdegisutvarp Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kvöldfréttir. Tilkynningar. 19.50Daglegt mál. SigurðurG.Tóm- asson flytur þáttinn 20.00 Leikrit: „Gráir hestar" Höf- undur og leikstjori: Erlingur E. Halldórsson. Samið upp úr smá- sögunm „End of Season" eftir Bernard McLaverty. Leikarar: Mar- grét Helga Jóhannsdóttir. Anna Kristin Arngrimsdóttir. Porsteinn Gunnarsson, Valgerður Dan. Sig- riöur Hagalín, Helgi Már Barðason og Guöbjörg Thoroddsen. 21.30 Einsöngur i útvarpssal Sig- rún Hjálmtýsdóttir syngur lög eftir Veretti. Messiaen og Elgar. Anna Guöný Guðmundsdóttir leikur á píanó, 21.55 „Þangað til við deyjum", sma- saga eftir Jökul Jakobsson Krist- ín Bjarnadottir lés. 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. Orð kvöldsins 22.35 Milli stafs og hurðar. Umsjón: Hilda Torfadóttir og Ólafur Torfa- son. (RÚVAK) 23.45 Frettir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 13. desember 10:00-12:00 Morgunþáttur Fyrstu þrjátíu minúturnar helgaðar is- lenskri tónlist. Kynning á hljóm- sveit eða tónlistarmanni. Viðtöl ef svo ber undir. Stjórnendur: Kristján Sigurjónsson og Sigurður Sverris- son. 14:00-15:00 Dægurflugur Nýjustu dægurlögin. Stjórnandi: Leopold Sveinsson. •15:00-16:00 í gegnum tíðina Stjórn- . andi: Þorgeir Astvaldsson. 16:00-17:00 Bylgjur Framsækin rokktónlist. Stjórnendur: Ásmund- ur Jónsson og Árni Daníel Július- son. 17:00-18:00 Einu sinni áður var vinsæl lög frá 1955 til 1962 = Rokktímabilið. Stjórnandi: Bertr- am Möller. Hlé 20:00-24:00 Kvöldútvarp Föstudagur 14. desember 19.15 Á döfinni Umsjónarmaður Karl Sigtryggsson. Kynmr Birna Hrólfs- dóttir. 19.25 Veröld Busters Lokaþáttur. Danskur framhaldsmyndaflokkur i sex þáttum. Þýðandi Ólafur Hauk- ur Simonarson. (Nordvision - Danska sjónvarpiö) 19.50 Fréttaágrip á táknmáli 20.00 Fréttir og veður 20.30 Auglýsingar og dagskrá 20.40 Kastljós Þáttur um innlend . málefni. Umsjónarmaður Guðjón Einarsson. 21.25 Grínmyndasafnið. Kapp er best með forsjá. Skopmynda- syrpa frá árum þöglu myndanna. 21.45 Hláturinn lengir lífið Sjötti þáttur. Breskur myndaflokkur í þrettán þáttum um gamansemi og gamanleikara I fjölmiðlum fyrr og siðar. Þýðandi Guöni Kolbeinsson. 22.25 Kisuleikur Ungversk biómynd frá 1974, gerð eftir samnefndri sögu eftir Istvan Örkény. Leikstjóri Károly Kakk. Aðalhlutverk Margit Dayka og Samu Balázs. Myndin er um samband aldraðra systra og er jafnframt ástarsaga annarrar þeirra. Hún sýnir að ástin a sér engin aldurstakmörk fremur en aðrar mannlegar tilfinningar. Þjóö- ieikhúsið sýndi leikgerö sögunnar áriö 1982. Þýðandi Hjalti Krist- geirsson. 00.20 Fréttir i dagskrárlok

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.