NT - 13.12.1984, Blaðsíða 27

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 27
UBKskorti úthaldið Fimmtudagur 13. desember 1984 27 «n,.' lil fþarottir Handknattleikur 1. deild: ■ íslandsmeistarar FH fóru með einn sigurinn enn af hólmi í 1. deildinni í handknattleik í gærkvöidi. Þeir sigruöu nýliða UBK með 25 mörkum gegn 23 í Hafnarfirði eftir að staðan hafði verið 11-11 í leikhléi. Lengst af var leikurinn hníf- jafn en Breiðablik skorti ein- beitinguí lokin og meistararnir létu ekki segja sér það tvisvar. FH-ingar voru yfir í byrjun 2-3 mörkum en á 22. mínútu jafnar Breiðablik 8-8. Guðjón til ÍK ■ Guðjón Guðinundí- son, leikmaður með Þó. Akureyri og áður með FH, hefur verið ráðinn þjálfari 3. deildar liðs ÍK í knatt- spyrnu í Kópavogi. Guðjón mun að sjálfsögðu spila með liðinu líka. Guðjón verður liðinu eflaust mikill styrkur. Hann er 24 ára og var með markahærri leik- mönnum íslandsmótsins 1983. Breiðablik var svo fyrra til að skora fram að hléi en jafnt var á öllum tölum. í seinni hálfleik endurtók sagan sig, liðin voru til skiptis yfir. FH komst í 15-13 en Breiðablik jafnaði óðara 15-15 og komst svo yfir 16-15. FH komst í 17-16 og UBK næst í 18-17. A þessu tímabili var allt í járnum og ómögulegt að segja til um hvort liðið myndi sigra. En þá brást úthald UBK og FH náði þriggja marka forystu 22-19 og síðan fjögurra marka, 24- 20. Breiðablik minnkaði mun- inn svo í lokin í tvö mörk 25- 23. Hjá FH skar sig enginn úr, allir léku af svipaðri getu nema Haraldur í markinu sem átti ekki góðan dag. Sverrir var skárri þann tíma sem hann lék. Hjá UBK voru þeir Kristján Halldórsson og Björn Jónsson bestir. Mörkin skoruðu, fyrir UBK: Kristján H 8, Björn 6, Aðalsteinn 4, Kristján G og Magnús 2 hvor og Brynjar 1. FH: Hans 6, Kristján 5, Þorgils 5, Guðjón Árnason 4, Pálmi 4 og Jón Erling 1. Heimsbikarkeppnin: ■ Þróttur varð í gærkvöld Reykjavíkurmeistari í blaki í 9. sinn. Þróttur sigraði ÍS 3-0 í úrslitaleik, 15-7, 15-9,15-7. ÍS sigraði hins vegar í kvennaflokki 3-0,15-13,15-11 og 15-9. Á myndinni eru Reykjavíkurmeistarar Þróttar í kariaflokki, efri röð frá vinstri: Guðmundur E. Pálsson þjálfari og leikmaður, Einar Hilmarsson, Sveinn Hreinsson, Baldur Tumi Baldursson, Jason ívarsson. Fremri röð: Skúli Unnar Sveinsson, Gunnar Árnason, Lárentsínus Ágústsson, Jón Árnason og Leifur Harðarson fyrirliði. NT-mynd Samúcl Örn Kópavogshlaup ■ Kópavogshlaupið verður háð klukkan 11.00 á laugardag. Hlaupið verður frá Kópavogsvelli. Skráð verður á staðnum og þátttökugjöld kr. 50,- innheimt. Keppt verður í þremur flokkum, karla (7 km), kvenna (3 km) og drengja (4 km). Þeir sem ætla að vera með athugi breytta tímasetningu. 1. deild karla í handknattleik: Stjarnan sterkari sigraði Þór í Eyjum 24-19 í gærkvöld maðurinn í liði Stjörnunnar í þessum leik, og skoraði Snjóleysið til trafala ■ Snjóleysi hefur gert skipu- leggjendum heimsbikarkeppn- innar í Alpagreinum skíða- íþrótta gramt í geði það sem af er vetrar. Lítið hefur snjóað á lykistöðum í dagskrá keppn- innar, og nú er hver keppnin af annarri færð til bæði í tíma og rúmi. Þannig hefur mót í Kranjska Gora í Júgóslavíu 15. des. verið fært fram um einn dag og til Madonna di Campiglio á Ítalíu, og keppni í Santa Cater- ina á Ítalíu 13. des. verið færð aftur um eina viku. Að sögn talsmanna Alþjóðaskíðasamb- andsins mun verða tekin ákvörðun síðar um tilfærslu á keppnum á milli jóla og nýárs, ef með þarf. Frá Sigfúsi G. Guðmundssyni frétta- manni NT í Vestmannaeyjum: ■ Stjarnan var sterkari í viðureign sinni við Þór hér í Vestmanneyjum í gærkvöld. Garðbæingarnir náðu fimm marka forskoti um miðjan fyrri hálfleik og héldu því að mestu til loka. Stjarnan byrjaði strax betur, hafði 3-1 yfir eftir 5 mínútna leik, um miðjan hálfleik var staðan 6-3. Staðan 12-7 í hálf- leik. Þórarar byrjuðu síðari hálfleikinn vel og staðan 10-12 eftir fimm mínútur. Þannig var bilið fram í miðjan hálfleik, þá 14-16, en Stjörnumenn tóku þá mikinn kipp um leið og ekkert gekk upp hjá Þórurum. Staðan breyttist á átta mínút- um úr 14-16 í 14-21, og eftir það var ekki að sökum að spyrja. Þórarar klóruðu aðeins í bakkann í lokin og úrslitin 19-24. Hannes Leifsson var aðal- grimmt. Hann skoraði alls 7 mörk, Magnús Teitsson var einnig atkvæðamikill, skoraði 5 mörk. Eyjólfur Bragason skoraði 4, Hermundur Sig- mundsson 3, Sigurjón Guð- mundsson 2, Gunnlaugur, Ingimar og Guðmundur Þórð- ar 1 hver. Sigurbjörn Óskarsson var duglegastur Þórara í leiknum og markahæstur með 7 mörk. Herbert Þorleifsson skoraði 4, Gylfi Birgisson 3, Óskar Freyr Brynjarsson 2, Steinar Tómas- son 2 og Elías Bjarnhéðinsson 1. Brynjar Kvaran var all sterk- ur í marki Stjörnunnar og varði 14 skot alls, Sigmar Þröstur í marki Þórs varði 9 skot. Austurríki: Nýr landsliðsþjálfari ■ Branko Elsner, 55 ára Júgóslavi, hefur veriö ráð- inn þjálfari austurríska landsliösins í knattspyrnu. Hann tekur við af Erich Hof, sem sagði af sér í síðasta mánuði. Elsner er skólastjóri íþróttaháskóla í Ljubljana í Júgóslavíu. Hann hefur þegar ráðið Gustav Starek, 39 ' ára Austurríkismann, fyrrum leikmann með Ba- yern Múnchen, sem að- stoðarmann sinn. UEFA-keppnin í gær: Músíkalska Fækkun hjá austanliðum ■ Eitthvað fækkaði „Járntjaldsliðun- Mihajlovic og Nikic. Þessi stórsigur um“ eftir leikina í UEFA-keppninni í Zeljeznicar dugar þeim til að komast í gær. Mest var þetta vegna innbyrðis 8 liða úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað leikja. Þannig spiluðu Dynamo Minsk fyrri leiknum 2-0. Samanlagður sigur frá Sovét og Widzew Lodz frá Póllandi þeirra er 4-2. í Tíbilisi í Sovét. Leiknum lauk með Videoton frá Ungverjalandi sló Par- sigri Lodz sem gerði eina mark leiksins. tizan Belgrad frá Júgóslavíu samanlagt Það var Darius Dzekanowski sem skor- 5-2. Partizan vann 2-0 í Belgrad í gær, aði þetta mark úr vítaspyrnu strax á 10. en það dugði ekki gegn 5-0 heimasigri mínútu. Ungverjanna. Ekki nægði þetta Lodz þó til að Þá rúlluðu Bohemians frá Prag í komast áfram þar sem Minsk vann fyrri Tékkó út úr keppninni eftir að hafa leik liðanna 2-0 og því samanlagt 2-1. aðeins náð jöfnu við Tottenham á heima- í Sarajevo í Júgóslavíu spiluðu Zelj- velli sínum, 1-1. Tottenham vann fyrri eznicar og Universitatea Craiova frá leik liðanna 2-0 í London. Rúmeníu og lauk þeim leik með stór- Loks varleikurKölnfrá V-Þýskalandi sigri heimamannna 4-0. Á skotskónum og Spartak frá Moskvu. en um hann er í þessum leik voru Skoror. Samardzija, fjallað á baksíðu. NÝ ÍSLENSK BARNABÓK Þóranna Gröndal músin Músíkalska músin eftir Þórönnu Gröndal fékk viður- kenningu samtaka móðurmálskennara í samkeppni um smásögur fyrir börn í fyrra. Skemmtileg saga um litla mús sem settist aö í píanói og spaugileg atvik sem af því hlutust. Letur sem hæfir vel þeim sem eru aö byrja aö lesa. Margrét Magnúsdóttir myndlistarnemi myndskreytti bók- ina. Stórar litríkar myndir í hverri opnu. Verð kr. 370.50.- Þessa bók er gaman að gefa í jólagjöf og fá í jólagjöf. (jdgofál Unuhúsi við Veghúsastíg 5, sími 16837

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.