NT - 13.12.1984, Blaðsíða 23

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 23
 Fimmtudagur 13. desember 1984 23 Utlönd Suður<Afríka: Þremenningarnir gengu í greipar lögreglunnar Hallarbylting í Mauritaníu Verða ákærðir fyrir landráð Durban-Rcutcr ■ Andófsmennirnir þrír, sem setid hafa á rædismannsskrif- stofu Bretlands í Durban í Suð- Rithöfundur frá Argentínu hlýtur Cervantes verðlaun Madrid-Rcutcr. ■ Ernesto Sabato, rit- höfundi frá Argentínu, voru fyrr í vikunni veitt æöstu bókmenntaverðlaun Spánar, sem kennd eru við sjálfan Miguel de Cervant- es, Sabato mun taka við verðlaununum úr hendi Jó- hanns Karls Spánarkonungs 23. apríl næstkomandi, en þau nema 60 þúsund dollur- um. Ernesto Sabato er 73 ára gamall. Hann skrifaði fræg- asta verk sitt „Sobre Heroes y Tumbas“ (Af hetjum og gröfum) árið 1961. Hann hefur ekki gefið út bók síðan 1974, en þá kom út skáldsag- an „Abbadon el Extermin- ador" (Sagt skilið við ger- eyðandann). Sabato er einnig þekktur fyrir afskipti sín af stjórn- málum. Raúl Alfonsín Arg- entínuforseti skipaði hann formann nefndar sem rann- sakaði mannshvörf á tíma herforingjastjórnarinnar er hann tók við völdum fyrir um ári síðan. Skýrslan leiddi í ljós að Argentínuher bar ábyrgð á hvarfi um 9000 manna. ur-Afríku í þrjá mánuði, yfir- gáfu friðhelgi ræðismannsskrif- stofunnar í dag og voru tveir þeirra undireins handteknir. Fjöldi manns, blökkumenn og fólk af indverskum ættum, safnaðist saman fyrir utan ræðis- mannsskrifstofuna, hrópaði slagorð til sfuðnings þremenn- ingunum og fór síðan í mót- mælagöngu um borgina. Pað mun vera heldur fátítt í Durban sem þykir með friðsælli borgum í Suður-Afríku. Archie Gumede, forseti Sam- einuðu lýðræðisfylkingarinnar (UDF) og Paul David, ind- verskur stjórnmálaleiðtogi, voru fluttir burt af lögreglu og segist lögfræðingur þeirra viss um að þeir verði ákærðir fyrir landráð. Fyrir landráð má refsa með dauðadómi. Billy Nair, annar leiðtogi ind- verska minnihlutans, var ekki handtekinn og báru stuðnings- menn hans hann fagnandi burt. Upphaflega voru það sex menn sem leituðu hælis í ræðis- mannsskrifstofunni í Durban. Prír voru handteknir fyrir rúm- um mánuði er þeir reyndu að komast burt á flótta. Allir voru þeir úr þeim hópi sem barðist hvað hatrammlegast gegn nýju stjórnarskránni í Suður-Afríku og fyrir því að litað fólk hunsaði þriðjungsþingkosningarnar sem fylgdu í kjölfarið. Peir leituðu hælis í ræðismannsskrifstofunni er fréttir bárust um að lögreglan ætlaði að handtaka þá án þess að þeir yrðu leiddir fyrir dóm- ara, en slíkt er heimilt í Suður- Afríku. Þremenningarnir sem reyndu að flýja voru einnig ákærðir fyrir landráð. Áður en þremenningarnir fóru út héldur þeir stuttan blaðantannafund og fordæmdu það hvernig breska stjórnin hef- ur haldið á málum, en hún hefur frá upphafi beitt þrýstingi til að reyna að fá þá til að yfirgefa ræðismannsskrifstofuna. Það var síðan staðfest í Pretó- ríu síðar í gær að Gumede og David yrðu leiddir fyrir dómara í dag og ákærðir fyrir landráð. Nouakchotl-Reutcr. ■ Fyrrverandi forsætisráð- herra Mauritaníu, Maaouya Ould Sid'Ahmed Ould Taya hershöfðingi, tók sér í gær alræðisvald í Mauritaníu í friðasamri hallarbyltingu með aðstoð hersins. Taya hershöfðingi lét til skarar skríða á meðan forseti landsins, Mohamed Khouna Ould Haidalla hershöfðingi, var á fransk-afrískri ráð- stefnu Bujumbura, höfuð- borg Burundi. Mauritaníumenn og Mar- okkómenn sömdu við Spán- verja um að skipta á milli sín Spænsku-Sahara árið 1975 þegar Spánverjar drógu sig þar til baka. En eftir þriggja ára stríð við Polisario, frelsis- hreyfingu Vestur-Sahara, gerði herinn uppreisn og samdi við Polisario. Síðan hafa hershöfðingjar farið með völd í Mauritaníu. Taya hershöfðingi, sem nú hefur tekið völdin í sínar hendur, var forsætisráðherra frá því 1981 þar til í mars á þessu ári þegar Haidalla for- seti vék honum úr embætti og tók öll völd í sínar hendur. Haidalla fór síðdegis í gær frá Burundi að loknum fundi sínum þar. Ekki var vitað hvert hann ætlaði þá að fara eða hvort hann vissi að sér hefði verið steypt af stóli. Baráttufólk í handjárnum Símamynd-Polfoto ■ Ekkert lát er á mótmælaaðgerðum gegn kynþáttaaðskilnaðarstefnu Suður-Afríkustjórn- ar í Bandaríkjunum og enn handtekur lögregla fólk sem mótmælir utan við sendiráð Suður- Afríku í nótt. Þau sem hér eru handjárnuð eru Judy Goldsmith, kvenréttindabaráttukona, Louis Stokes, formaður kynþáttanefndar Bretland: Hlerar stóra systir síma baráttumanna? 5000 veitt sakar- uppgjöf í Kenía Nairobi-Rcutcr ■ Daniel Arap Moi tilkynnti í gær að tæplega fimm þúsund föngum hefðu verið gefnar upp sakir ítilefni af 21 árssjálfstæð- is Kenía. Flestir fanganna, sem sakar- uppgjöfin nær til sátu í fangelsi vegna ýmissa smáglæpa. En auk smáglæpamanna voru fjór- ir pólitískir fangar einnig látnir lausir eftir að hafa setið í fangelsi frá árinu 1982 án réttarhalda. Þeim var gefið að sök að reyna að steypa stjórn- inni, m.a. með því að stofna annan stjórnmálaflokk í Kenía þar sem KANU-flokkurinn einokar öll völd. Moi forseti skýrði einnig frá því að fyrrverandi ráðherra í stjórn sinni, Charles Njonjon, hefði verið fundinn sekur um aðild að hallarbyltingartiiraun árið 1982. En forsetinn sagðist samt hafa ákveöið að náða Njonjon. London-Rcutcr ■ Ihaldsstjórnin í Bretlandi hefur vísað á bug kröfum um að opinber rannsókn fari fram vegna ásakana um að símar baráttumanna gegn kjarnorkuvígbunaði hafi verið hler- aðir og póstur þeirra skoðaður. Leon Britten, innanríkisráðherra, sagði í breska þinginu að hann gæti hvorki staðfest né neitað því að slíkt hefði farið fram á vegum yfirvalda. Aðilar í samtökunum „Campaign for Nuclear Disarmament“ (CND) halda því fram að stjórnvöld hafi þá undir smásjá og á dögunum bað Sir Ronald Dearing, póstmeistari Bretlands samtökin af- sökunar á því ef eitthvað slíkt hefði komið fyrir. „Eitthvað er greinilega bogið við kerfið hjá okkur,“ sagði Sir Ronald og sendi hlutaðeigandi 100 sterlingspund í skaðabætur. Hann tók þó fram að engar órækar sannanir væru fyrir símhlerununum. en lofaði ítarlegri rannsókn. Brittan viðurkenndi einnig í þinginu að eitthvað hefði farið úrskeiðis. En hánn tók ekki til greina kröfur þingmanns Verkamannaflokksins um rannsókn á því hvort „stóri bróðir sé að hnýsast í eða hlera CND", eða kannski stóra systir". Þar fór ekki á milli mála að þingmaðurinn átti við Margaret Thatcher forsætisráðherra. Stóra systir? Skáldsagan PÓLITÍSKUR FARSI eftir Stefán Júlíusson er athyglisvert bókmenntaverk, uppgjör höfundar við samtíð og samferða- fólk. Um bókina segir Andrés Kristjánsson í ritdómi í DV: Pólitískar minningar, uppgjör og krufning, viröast sækja á Stefán Júlíusson með vaxandi þunga á síöustu árum. Þaö er auðvitað ekki nema eðlilegt og góðra gjalda vert. Og hann tekur slík skuldaskil ofurlitið öðrum tökum en flestir aðrir íslenskir höfundar, sem eru undir sama álagi þegar degi hallar. Stefán leggur ekki skáldsöguna alfarið á hilluna þó að hann hverfi að minningastíl, heldur notar hana sem farkost á þessari siglingu og vefur saman einkalífi og pólitík með nánari hætti en höfundum er títt. Stefán hefur sent frá sér hugtækt verk, spennandi minningasögu. Bókin er fallega rituð og „yfir hið liðna bregður blæ/blikandi fjarlægðar“. Skáldsagan Pólitískur farsi á erindi við alla sem fylgjast vilja með íslenskum bókmenntum. Bókaútgáfan Björk. Bandaríkjaþings og Evelyn Lowery, sem er eiginkona þekkts baráttumanns fyrir mannrétt- indum. Reaganstjórnin hefur að hluta til látið undan þrýstingi mótmælendanna og er nú harð- orðari í garð Suður-Afríku en fyrr og segir í Rcutersfrétt að það hafi valdið áhyggjum í Pretóríu, enda miklir hagsmunir í veði. CSB 650 RLE-sett 13 mm höggborvél, stiglaus hraðastilllr, 0-3400 snún./min., snýst afturábak og áfram. 650 wött. Verð kr. 7.500, PST 50 stingsög Sagardýpt í stál 3 mm, í tré 50 mm. 350 wött. 3000 slög/mín. Verð kr. 3.900,- PSS 230 slípivél (juðari) 150 wött, slípiflötur 92x182, sveifluhraði 10.000 snún./mín. Verð kr. 3.215,- PSP 70 sett Málningarsprauta,30 wött, afköst 70 gr/min., könnustærð 0,34 I. Verð kr. 1.728, PKP 15 límbyssa Límir öll efni fljótt og vel, t.d. tré, fataefni, málma, gler, leður og fleira. Límnotkun 15 gr./mín. Verð aðeins kr. 998,- (A Gunnar Ásgeirsson hf. Suöurlandsbraut 16 Simi 9135200

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.