NT - 13.12.1984, Blaðsíða 1

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 1
Nýtt fisk- verð í dag ■ Nýtt verð á loðnu, skelfisk og rækju verður kynnt í dag. En nýtt Golfisk- verð hefur ekki ver- ið ákveðið og má bú- ast við að til þurfi úrskurð yfirnefndar sjávarútvegsins. Samþykkt voru á Alþingi í gær lög sem heimila nýja fisk- verðsákvörðun, þrátt fyrir að verðtímabilið sé ekki yfirstaðið. Hið nýja verð mun gilda frá 21. nóvem- ber til 1. janúar. Verðlagsráð sjávar- útvegsins hefur fjallað um nýtt fisk- verð á síðustu dögum, og mun vænt- anlega kynna verð á loðnu, rækju og skel- fisk í dag, en mun erfiðara gengur að ákvarða þorskverð og verð á öðrum bol- fiski. Alþingi kost- ar kvikmynd um netið - en hönnuðurinn nýlátinn ■ Björgunarnet Markúsar B. Þorgeirssonar, skip- stjóra, hefur hlotið viður- kenningu Alþingis, nú hálf- um múnuði eftir lút Markús- ar. 1 breytingatillögum fjúr- veitingarnefndar við fjárlög, er gerð tillaga um 50.000 króna framlag til gerðar fræðslumyndar um björgun- arnetið Markús. Markús B. Þorgeirsson, sem lést nú fyrir skömmu, ötuli barúttumaður ör- yggismúla sjómanna, og barðist m.a. fyrir vöku- lögunum ú sínum tíma, og fyrir því að skylt væri að hafa Ijóskastara um borð í skipum og bútum, til lcitar að sjómönnum er kynnu að falla útbyrðis að næturlagi. Nú síðustu ár barðist Markús nijög fyrir að fú björgunarnet sitt viður- kennt, og er það nú um borð í fjölmörgum bútum og skipum. Atvinnuleysi blasir við hjá f iskvi nnsluf ólki: Á annað hundrað starfsmenn BÚR f ær uppsagnarbréf í dag Alvarlegt atvinnuleysi blasir við hjá fiskvinnslufólki víða um land á næstunni og er útlitið einna svartast á suðvestur horni landsins, þar sem Ijóst er að fleiri hundruð manns missa atvinnu sína upp úr miðri næstu viku. Ástæðurnar eru fjölþættar en mestu um veldur yfirvof- andi hráefnaskortur vegna samningsbundinna frídaga sjómanna á minni togurun- um, stór hluti flotans er bú- inn að flska uppí kvótann og einnig kemur til mikil óvissa útaf sjómannasamningunum og nýju fiskverði. Hátt á annað hundrað starfs- menn Bæjarútgerðar Reykja- víkur fær afhent uppsagnarbréf í dag og vinnslu verður hætt frá og með föstudeginum 21. des- ember, en að sögn Svavars Svavarssonar hjá BÚR er ekki ljóst hvenær farið verður af stað með vinnsiuna á nýjan leik. Til viðbótar fyrrtöldum ástæðum nefndi Svavar einnig að nú færi í hönd sá tími sem viðsjárverð- astur væri hvað sjósókn snerti og væri allra veðra von á miðun- um en afli oft og tíðum stopull. Fiskvinnslustöð Meitilsins í Þorlákshöfn verður lokað í dag og missa um 100 manns atvinnu sína við það. Einnig er ljóst að vinnslustöðvar í Keflavík og Grindavfk stöðvast fyrir jól og hefst vinnsla ekki á þessum stöðum fyrr en um miðjan jan- sem úarmánuð, svo frenti óbreytt ástand helst og ekki komi til sjómannaverkfalls. Hjá Hraðfrystihúsi Keflavíkur eru skipin í síðasta túrnum og þegar vinnslu lýkur þar 21. desember missa 120 manns þar atvinnu sína. Atvinnuhorfur hjá fiskvinnslufólki annars staðar á landinu á næstu vikum eru held- ur skárri þegar á heildina er litið, en þó er ástandið mjög misjafnt eftir einstökum stöðum. Ástandið á Austur- og Norðurlandi er misjafnt eftir byggðarlögum en staðan virðist vera heldur betri á Vestfjörð- um. Ekki hefur verið tekin endanleg ákvörðun um hvort stöðvað verður í öðrum vinnslu- stöðvum í Reykjavík, en líkur eru taldar á því að þær muni einnig loka um jól. ■ Forsætisráðherrar Norðurlandanna snæddu kvöldverð á heimili íslensku forsætisráðherrahjónanna í gærkvöldi að loknum viðræðufundi sínum. F.v. frú Edda Guðmundsdóttir, Kalevi Sorsa, Olof Palme, Poul Schluter, Steingrímur Hermannsson, frú Lisbet Palme Og Káre Villoch. NT-mynd: Ámi Bjarna Forsætisráðherrar Norður landa þinga í Reykjavík - með samstarfsráðherrum og forsætisnefnd ■ Forsætisráðherrar Norður- landanna, samstarfsráðherrar Norðurlanda og forsætisnefnd Norðurlanda funduðu í Reykja- vík í gær, og halda fundarhaldi áfram í dag. Þessir aðilar hittast árlega í því landi, sem hýsa skal næsta þing Norðurlandaráðs, en það verður haldið í Reykjavík í byrjun næsta árs. Tilgangurinn er að ræða þá mála- flokka, sem búist er við að setji svip sinn á komandi þing og undirbúa það. Hver ríkisstjórn Norðurlanda útnefnir svonefndan samstarfs- ráðherra, en það er ráðherra sem fer með mál er varða norræna samvinnu. Samstarfsráðherra í íslensku ríkisstjórninni er Matt- hías Á. Mathiesen. Formaður forsætisnefndar Norðurlanda- ráðs er Páll Pétursson alþingis- maður. Bíldudalur: Sjómenn sviknir - og kvóta stolið? ■ Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú til athugunar hvort skelfiskvinnslufyrirtæki á Bíldudal hefur hlunnfarið sjó- menn stórlega í verkfallinu, meðan engir matsmenn voru starfandi, jafnframt því að stela kvóta. Sjá frétt og viðtal bls. 3. Ísland-Sovét í skák: Var það vilji guðanna? ■ Var það vilji guðanna að fslendingar töpuðu fyr- ir Sovétríkjunum á Ólym- píumótinu í Saloniki á Grikklandi? Það er heims- viðburður ef sovésk sveit tapar keppni við landslið annars lands, það gerðist þó einu sinni á nýliðnu Ólympíumóti er banda- ríska sveitin sigraði þá so- vésku og það ntunaði litlu að það gerðist aftur, þegar íslenska sveitin var aðeins hársbreidd frá sigri. Sjá skákþátt Helga Ólafs- sonar bls.10 og 11

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.