NT - 13.12.1984, Blaðsíða 25

NT - 13.12.1984, Blaðsíða 25
Fólk flýr Bhop- al unnvörpum Bhopal-Reuter ■ Fólk streymdi í þúsundatali frá Bhopal á Indlandi í gær, vegna ótta um að eitthvað kunni að fara úrskeiðis þegar banda- rískir og indverskir vísinda- og tæknimenn reyna að gera eitrið Methyl Isocyanate skaðlaust. Eitrið varð meira en 2500 manns að bana þegar banvænt gas lak út úr verksmiðju auðhringsins Union Carbide í Bhopal. Yfirvöld hafa reynt að sann- færa borgarana um að engin hætta sé hér á ferðum. Að sögn indversku fréttastofunnar lét um þriðjungur hinna 50 þúsund íbúa gamla hverfisins í Bhopal sér ekki segjast og hélt upp í hæðirnar í grennd við bæinn. Aðgerðirnar munu að sögn hefjast á sunnudagsmorgun og taka fjóra til fimm daga. Arjun Singh, fylkisstjóri í Madhya Pradesh-fylki, ætlar að vera í verksmiðjunni meðan á aðgerðunum stendur til að reyna að fullvissa íbúana um að engin hætta sé á ferðum. I sama streng tekur talsmaður Union Carbide og segir að hundrað prósent öryggis verði gætt. Ýmis vandkvæði ltafa þó verið á því að koma fólki frá Bhopal, því stór hluti starfs- manna járnbrautarinnar þar lést í slysinu, veiktist ellegar flúði. Einn stöðvarstjóranna sagði að hann hefði ekki fundið einn einasta mann á lífi þegar hann kom til vinnu um morguninn. „Hvarvetna voru lík," sagði hann. Lestirnar eru nú loks farnar að ganga eðlilega með bráða- birgðastarfsliði, sem flutt hefur verið til borgarinnar. Lestirnar fara yfirfullar frá Bhopal, en snúa nær tómar aftur, segja járnbrautarstarfsmennirnir. Fimmtudagur 13. desember 1984 25 Hermenn á sandólum ■ Skæruliðar, sem berjast gegn stjórninni í El Salvador, létu í gær lausa 44 stríðsfanga úr herliði stjórnarinnar. Hér sést hvar þeir klifra upp í bíl Rauða krossins. Skæruliðarnir höfðu tekið bæði vopn og búninga af hermönnunum, en sendu þá í staðinn burt í æfingagöllum og sandolum. símamynd-Poifoto Þrjú ár síðan herlög voru sett í Póllandi Strítt gegn almennu sinnuleysi Varsjá-Reuter ■ í dag eru liðin þrjú ár frá því að herlög voru sett í Póliandi. Það var snemma morguns 13. desember 1981 að Jaruselski, forsætisráð- herra og leiðtogi, lýsti því yfir að Pólland rambaði á barmi hyidýpisins og herinn lét til skarar skríða gegn Samstöðu, samtökum frjálsra verkalýðfélaga. Þá voru helstu leiðtoear Samstöðu hnepptir í varðhald, þar á meðal Lech Walesa, og ýmis borgaraleg réttindi afnumin. Herlögunum var síðan af- létt í júlí 1983 og í ár hafa stjórnvöld talið sig nógu ör- ugg í sessi til að láta lausa meira en 600 stjórnmála- fanga. Þau telja að efnahag- urinn sér á hægum batavegi, sem og samskipti við vest- ræn ríki, en þau voru mjög stirð eftir að herlögin voru sett. Kommúnistastjórnin segir líka að þátttaka í verkalýðsfélögum, sem njóta viðurkenningar stjórn- valda, sá að aukast þótt Jaruselski viðurkenni að einn helsti vandinn, sem Pólverjar eiga við að glíma, sé almennt sinnuleysi um stjórn landsins. Víst er að margir stuðn- ingsmanna Samstöðu hafa lítinn áhuga á því að frið- mælast við stjórnina og kjósa að þegja fyrst ekki er hægt að brýna raustina. Það er einnig staðreynd að lífs- kjörin eru víða bág. Mikill vöruskortur er í verslunum og almenningur þarf að bíða árum saman eftir að fá íbúð eða síma. Það er enda stað- reynd að Póiverjar flýja land í stórum stíl. Samstöðumenn hafa ekki látið uppi neinar fyrirætlanir um að minnast dagsins sér- staklega. Hins vegar hafa þeir, líkt og í fyrra, hvatt fólk til að minnast á friðsam- legan hátt verkamanna, sem löggæslumenn skutu tii bana í hafnarborgunum Gdansk og Szczecin 16. desember 1970. Saudi-Arabar vara við olíuverðstríði - og skella skuldinni á Breta og Norðmenn Kyadh-Kcutcr ■ FyrrívikunnivöruðuSaudi- Arabar Breta og Norðmenn sterklega við því að hringla með olíuverð í harðorðri yfirlýsingu. Þar sagði að breytingar á verði Norðursjávarolíunnar bjóði heim hættunni á meiriháttar olíuverðstríði. Skoðun Saudi- Araba er sú að verðlag á olíu sé of mikilvægt til að hægt sá að láta hinn frjálsa markað og lögmál framboðs og eftirspurn- ar ákvarða það. Bresku og norsku ríkisolíu- fyrirtækin, BNOC og Statoil hafa gefið í skyn að þau gætu slitið öll tengls við OPEC, sam- tök olíuframleiðsluríkja og fylgt frjálsu verðlagi á olíu. OPEC heldur nú heimsverði á olíu uppi með því að takmarka framleiðslu sína og erþað nú 29 dollarar á tunnuna. Ýmis olíu- framleiðsluríki, þar á meðal Noregur og Bretland, hafa átt í erfiðleikum með að selja olíuna á því verði. Sérfræðingar telja þó að olíuverð haldist nokkuð stöð- ugt í vetur, en með sumrinu er ekki ólíklegt að rót komist á markaðinn á nýjan leik og þá gætu Bretar og Norðmenn freistast til þess að lækka verðið. Það er mögulegt að einhver OPEC-ríki, til að mynda Niger- ía, fylgi í kjölfarið. Og þá yrði verðstríðið sem Yamani, olíu- málaráðherra Saudi-Arabíu, óttast svo mjög orðið að veru- leika. Það er talsverður þungi sem fylgir viðvörunum Saudi-Arab- íu. Þeir hafa minnkað fram- leiðslu sína mikið til að halda verðinu uppi, en ef þeir ákveddu að skrúfa frá öllum brunnum sínum er víst að olíuverðið myndi hrapa niður í tíu dollara eða kannski enn neðar. Þrátt fyrir það myndu Saudi-Arabar enn græða á olíuframleiðslu sinni, en sú væri aldreilis ekki raunin með Norðursjávarríkin. Yamani segir að olíuverðs- lækkunin geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir heimsbyggðina. Fátæk olíuframleiðsluríki gætu ekki lengur greitt skuldir sínar, sem þýddi mikla kreppu fyrir vestræna banka sem eiga úti- standandi stórfé í þriðja heimin- um. Ekki er síður hætta á mikilli ólgu í ríkjunum þar sem þjóðar- tekjur hrapa snögglega. Berjast ekki á jólum og nýári Vinstrisinnaðir skær- uliðar í E1 Salvador hafa lofað að gera hlé á vopn- aðri baráttu gegn stjórn- völdum yfir jólin og ára- mótin. Skæruliðarnir lýstu þessu yfir í tilkynningu, sem þeir lásu upp þegar þeir slepptu 43 stjórnar- hermönnum úr haldi í La Joya fyrr í þessari viku. La Joya er í um 55 km fjar- lægð frá höfuðborginni San Salvador. Þetta er fyrsta vopna- hléð, sem lýst hefur verið yfir á þeim fimm árum sem skæruliðar hafa barist gegn stjórninni. Talið er að um 50.000 manns hafi fallið á þessum tíma. Leiðtogar varnarbandalags varðir ■ Utanríkisráðherrar NATÓ-ríkja funda nú í Brussel. Þar er staddur meðal annarra George Shulz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. í gær átti hann fund með Wilfried Martens, forsætisráðherra Belgíu, en stjórn hans hefur undanfarið tvístigið við að framfylgja áætlunum um að staðsetja meðaldrægar kjarnaflaugar í Belgíu. Shulz hvatti Martens til að standa við gefin heit, en Martens forðaðist það að gefa ákveðin svör. Ströng öryggisgæsla var utan við bandaríska sendiráðið í Brussel þar sem fundur ráðherranna fór fram, enda sprungu sex sprengjur í Belgíu í fyrradag og ollu spjöllum á mannvirkjum NATÓ. símamynd-POLFOTO SAGNAKVER Skula Gíslasonar Útgáfa Sigurðar Nordal Myndskreytt af Halldóri Péturssyni Hundrað þjóðsögur og sagnaþættir Skemmtileg og þjóðleg lesning í skammdeginu (fdgofell Unuhúsi Veghúsastíg 5, sími 16837

x

NT

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: NT
https://timarit.is/publication/305

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.